Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Page 19
fréttir 11. júní 2010 föstudagur 19
Viðurkenndar
stuðningshlífar
www.eirberg.is • 569 3100
Stórhöfða 25
Opið virka daga frá kl. 9 -18
Úrval af stuðningshlífum
og spelkum fyrir ökkla.
Góðar lausnir fyrir þá sem
hafa tognað eða eru með
óstöðugan ökkla.
• Veita einstakan stuðning
• Góð öndun
• Henta vel til íþróttaiðkunar
SóSíaliStinn í Seðlabankanum
Linaðist með árunum
Sumum félögum Más úr Fylkingunni
þykir hann hafa fjarlægst hugsjónirn-
ar, þykir hann vera orðinn stækasti
krati og æði slakur byltingarmaður.
Pétur Tyrfingsson kannast við þetta.
„Már er orðinn borgaralegur hagfræð-
ingur og ekkert annað hægt að segja
en að hann sé orðinn hægrisósíal-
demókrati. Það hefur nú komið fyr-
ir bestu menn. Hann skilaði sínum
árum, eins og margir, til hreyfingar-
innar, og ég hugsa að hann sé mjög
stoltur af því. Hann taldi að þessi pólit-
ík og starfsaðferðir í gamla daga hefðu
verið óraunsæjar og það væri ekki
hægt að láta gott af sér leiða eftir þeirri
leið. Það væri því betra að láta lítið af
sér leiða eftir einhverjum raunhæfum
leiðum. Hann fór ekki í grafgötur með
þessa stefnubreytingu. Hann var ekki
eins og sumir sem bjuggu til einhverja
svakalega nýja heimsmynd og sögðu
að heimurinn hefði breyst. Berlín-
armúrinn þurfti ekki að hrynja til að
breyta skoðunum hans.“
Hannes Hólmsteinn lítur öðruvísi
á málið. „Ég held, að fall sósíalism-
ans hafi orðið til þess, að þessir gömlu
sósíalistar misstu siðferðilega fótfestu.
Þeirra heimsmynd hrundi, og ekkert
varð eftir. Þess vegna hættir þeim til að
hafa það, sem betur hljómar, hverju
sinni. Þeirra sósíalismi er sósíalismi
auglýsingastofunnar.“
Deilt um laun
Már var ráðinn í starf aðstoðarfram-
kvæmdastjóra peningamála- og hag-
fræðisviðs hjá Alþjóðagreiðslubank-
anum í Basel í Sviss árið 2004. Már
sagði frá í fjölmiðlum að ónefndur
„hausaveiðari“ hefði haft samband og
hvatt hann til að sækja um stöðuna.
Hann hefði slegið til og fengið starf-
ið, en umsækjendurnir voru um 80
manns frá ólíkum löndum. Bankinn
er í sameign fjölmargra seðlabanka
í heiminum. Hann er í senn banki
seðlabankanna og rannsókna- og
greiningarstofnun á sviðum sem lúta
að starfsemi seðlabanka. Már var á
afar góðum launum hjá bankanum en
fullyrt hefur verið að þau hafi numið
átta milljónum á mánuði.
Nýlega komu í ljós bréfaskrift-
ir stjórnvalda um launakjör Más en
þau þóttu sýna að reynt hefði ver-
ið að finna leið til þess að hann gæti
notið hærri launakjara en forsætis-
ráðherra, sem samkvæmt lögum á að
vera launahæsti starfsmaður ríkisins.
Már vildi ekki taka á sig þá tekjuskerð-
ingu. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra segir ekki eðlilegt að Már
komi með tillögur að því hvernig fara
megi í kringum lög kjararáðs Seðla-
bankans og hækka þannig laun sín.
Hann eigi að njóta þeirra launa sem
í boði séu. Margir úr röðum stjórnar-
andstæðinga hafa sakað Jóhönnu um
spillingu og krafist afsagnar hennar
vegna málsins. Davíð Oddsson, rit-
stjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi
seðlabankastjóri, hefur verið einna
háværastur um það.
Hugsjónamaður
„Mér fannst skrýtið að sjá þennan
gamla félagshyggjumann standa í
launaþjarki á miðju umsóknarferl-
inu um seðlabankastjórastöðuna.
Ég hélt, að sósíalistar eins og Már
myndu segja með Ólafi Kárasyni:
Ég hélt að sönn mentun lýsti sér í
því að gera eitthvað ókeypis fyrir þá
sem þrá ljósið,“ segir Hannes Hólm-
steinn Gissurarson.
Pétur Tyrfingsson segir að Már
hafi tekið á sig mikla launalækk-
un og hafi tekið við starfinu af hug-
sjónaástæðum. „Hann er eins og
hver annar maður sem kemur úr
ákveðinni vinnu og ætlar að sækja
um nýtt starf. Þú spyrð náttúrlega
hvað sé borgað fyrir djobbið og þú
sleppir því kannski að sækja um
þegar þú kemst að því að launin
eru mun lægri. En svo færðu upp-
lýsingar um hvað launin séu há og
þér finnst að frávikið sé ekki svo
mikið frá laununum í hinu starfinu,
og sækir um. Már ímyndaði sér að
hann gæti hjálpað til og kom hing-
að til að taka við starfinu. Ég held að
hann hafi gert það af hugsjón. Ég er
ekki viss um að Íslendingar átti sig
á því hvað þeir eiga þarna kláran
mann.“
Pétur segir að tíðarandi mennta-
skólaáranna hafi verið mótandi fyr-
ir þankagang Más. „Við gengumst
allir upp í því að vera mjög gáfaðir.
Að vera klár var það sem skipti máli,
ekki hvernig þú værir klæddur, eða
hvað þú kæmist yfir margar stelpur.
Það er það sem skiptir hann máli,
umfram allt annað, annars vegar að
láta gott af sér leiða og hins vegar að
sýna sjálfum sér fram á hvað hann
sé klár. Þetta skiptir hann meira
máli en peningar og hann er ekki
hégómlegur. Honum finnst kannski
gaman þegar honum er hrósað, eftir
tvö eða þrjú glös, en hann verður þá
að eiga það skilið,“ segir Pétur.
Ljúfur fjölskyldumaður
Már er kvæntur Elsu Þorkelsdóttur
lögfræðingi og þau eiga þrjú börn.
Pétur Tyrfingsson segir að Már sé
oft misskilinn. „Menn horfa á Má
í sjónvarpinu og halda að þetta sé
einhver sperrtur embættismaður,
sem hann auðvitað er, en á bak við
hann er afskaplega mikill ljúflingur.
Már er ákaflega mikill fjölskyldu-
maður og örlátur og góður maður
við sína. Þegar Guðmundur sonur
minn var 14 ára tók Már sig til og
greiddi fyrir, svo hann gæti farið að
sjá Eric Clapton í Royal Albert Hall.
Hann hefur verið einstaklega góður
og ástríkur við syni mína, sem eru
systursynir hans,“ segir Pétur.
Magnús Tumi tekur undir þetta.
„Már er ræktarsamur í fjölskyld-
unni og duglegur að skipuleggja
fjölskylduboð. Hann er elsti bróð-
irinn og hefur alla tíð tekið for-
ystu í systkinahópnum. Hann lærði
mjög snemma að taka á málum og
ræða þau án þess að skipta skapi.
Ég man eftir ákveðnum rifrildum
að hann hélt yfirvegun og gat leyst
málin. Hann kunni fljótt þá list að
finna leiðir framhjá í rifrildum.
Þess vegna hefur honum gengið
vel í stjórnun og slíku í starfi,“ segir
Magnús Tumi.
Árið 1987 var ákaflega erfitt fyrir
fjölskyldu Más og Magnúsar Tuma.
Í byrjun árs lést náfrændi þeirra
á unglingsaldri skyndilega. Áður-
nefndur Guðmundur, faðir systkin-
anna, lést í maí á besta aldri. Svava,
systir þeirra, lést um haustið 1987,
en hún var kona Péturs Tyrfings-
sonar. „Það var mikið áfall, enda
ótímabær dauðsföll í öllum tilvik-
um. Þetta hafði áhrif á viðhorf okkar
allra til lífsins, tímans og hvers ann-
ars,“ segir Pétur.
Það var hægt að reykja upp úr pakkanum hans endalaust, og hann var búinn með
sígaretturnar sínar áður en hann vissi af.