Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 28
28 föstudagur 11. júní 2010 Einhvern tímann á miðjum tí-unda áratug sextándu ald-ar samdi William Shake-speare leikina tvo um Rómeó og Júlíu og Draum á Jónsmessunótt. Hann var þá enn ungur höfundur, rétt rúmlega þrítugur, búinn að slá ræki- lega í gegn í ungu leikhúslífi Lundúna- borgar, alltaf að verða betri og betri. Menn vita ekki með vissu í hvaða röð hann samdi leikritin, en ljóst er að þau verða til um líkt leyti. Þau eiga margt sameigin legt, en eru líka um margt gerólík; í Draumnum gengur Shake- speare jafnvel svo langt að skjóta inn skopstælingu á ástarharmleikjum á borð við Rómeó og Júlíu. Hafi hann skrifað Rómeó og Júlíu á undan – sem flestir fræðimenn munu hallast að – þá er eins og honum hafi fundist þörf á að slá á áhrifin með paródíunni. Það sem mér finnst nú einna merkilegast við þessa tvo leiki er að í þeim finnur Shakespeare í rauninni upp rómantíkina, eins og hún birtist í Evrópu tveimur öldum síðar. Ég hugsa að ég gæti farið nokkuð langt með að rökstyðja þá skoðun, þó að vísu sé hún á þessu stigi meira eins og hugboð hjá mér. Það er, satt að segja, ekkert óskap- lega langt síðan þetta rann upp fyrir mér. Ég var að horfa aftur á kvikmynd þýska leikstjórans Max Reinhardts á Jónsmessunæturdraumi frá 1935, þar sem hann nýtir sér meðal ann- ars fræga tónlist Mendelssohns við verkið ... og allt í einu stóð maður úti í tunglsljósi með hættulegum álfum og kynjaverum, beint út úr rómantík- inni. Sem Þjóðverji hafði Reinhardt góðar forsendur til að skilja rómantík- ina, því að rómantíkin er vitaskuld fyrst og fremst þýskt fyrirbæri, sprott- in upp í Þýskalandi og nær þar list- rænum hátindum sem síðan smita út frá sér í allar áttir. Eftir að harðsoð- in skynsemishyggja hinnar svoköll- uðu upplýsingarstefnu var orðin að martröð um alla Evrópu, miskunnar- lausri einstefnu sem afneitaði þörfum mannskepnunnar fyrir dulúð og töfra, tilfinningar og anarkí, braust rómant- íkin fram með ofsa uppsafnaðs flóðs. Og þá var þetta allt orðið til tveimur öldum fyrr í kolli enska leikskáldsins í ástarvillum Jónsmessudraumsins, sem fá kómískan endi, og í ástaræði hinna ítölsku elskenda, sem endar tragískt. Shakespeare var loks hafinn á þann stall sem engir kraftar ná að bifa á meðan vestræn menning er á annað borð við lýði. R og J frá Litháen Í haust var boðað að tveir erlendir gestaleikir væru væntanlegir á vor- dögum í Borgarleikhúsið með Rómeó og Júlíu, annar frá Litháen, hinn frá Sviss, jafnframt því sem rómuð sýn- ing Vesturports á leiknum yrði endur- lífguð. Maður fylltist auðvitað mik- illi tilhlökkun. Góðir gestaleikir hafa verið alltof sjaldséðir á síðari árum, enda af sú tíð er Rósenkranz kippti hingað niður merkum leikgestum á ferðum þeirra austur og vestur yfir haf, í kyljum hins kalda stríðs. Um þennan fyrsta þjóðleikhússtjóra Íslendinga hefur margt misjafnt verið sagt, sumt eflaust með réttu, en hann verður að eiga það sem hann á, eins og aðrir: í þessum efnum stóð hann sig hreint ekki illa. Hann bauð líka stundum góðum útlendum leikstjórum hingað, mönnum sem jafnvel mörkuðu spor í kornunga leikmenningu þjóðarinnar, svo skammt á veg komna frá heim- alningshætti og heimasmíðuðum við- miðunum. Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri LR, er alvöru leikhúsmaður og skilur brýna nauðsyn þess að veitt sé hingað vel völdum erlendum kröftum. Það var ekki honum að kenna að slá þurfti annan gestaleikinn af, þann svissneska; það var að sjálfsögðu kreppan, úfin og ljót, sem því olli. Loks þegar eitthvert vit virðist vera að komast í stjórn Borgarleikhússins, þá eru peningarnir búnir, já, lífið er ekki alltaf sanngjarnt. En sýning Osk- ars Korsunovas náði þó hingað og var virkilegur fengur að því – líka vegna þess að Korsunovas ætlar að koma aftur í haust og setja upp Ofviðrið eftir sama höfund. Vonandi verða ekki allir aurar búnir. Ég hlakka ósköp mikið til þess, enda myndi ég setja Ofviðrið í hóp tíu eftirlætisleikrita minna, ef ein- hver bæði mig um að velja þau. Eins og margir aðrir leikir Shake- speares er leikurinn um Rómeó og Júlíu saminn upp úr vinsælli skáld- sögu; að því leyti er hann „leikgerð“, þó að meðferð skáldsins sé öll hin frjálslegasta. Eitt af því sem helst skilur á milli sögu og leiks er að mynd hans af elskendunum, sem segja foreldra- valdinu stríð á hendur og hlýða rödd tilfinninganna einni, er yfirleitt miklu geðþekkari en mynd sögunnar. Þar er athæfi ungmennanna fordæmt sem uppreisn gegn velviljuðum for- eldrum. Sem lofsöngur um rétt ein- lægra tilfinninga hjartans andspænis valdboði erfðavenju og bókstafstrú- ar er leikurinn „erkitýpa“ allra slíkra uppreisnar bókmennta; það hafa fleiri en ungir elskendur þekkt sig í þeim Júlíu og Rómeó sem stjörnurn- ar meinuðu að eigast. En það er nú svo með þennan leik Shakespeares eins og svo marga aðra: hann er ekki allur þar sem hann er séður. Frá ákveðnu sjónar- horni er leikur elskendanna leik- ur að eldi, óðs manns æði, þvert gegn allri skynsemi; við þurfum öll á samfélagi við aðra menn að halda og ef við höfnum ákveðnum meg- inleikreglum þess getum við átt á hættu að súpa seyðið af því. Í sýn- ingu Litháanna voru þau tvo skoðuð úr gagnrýninni fjarlægð, hinni upp- höfnu hetjumynd hafnað, barna- skapur þeirra og einfeldni rækilega undirstrikuð. Þetta var glæsileg sýn- ing, en nokkuð brotakennd og köld, stutt í kaldhæðnina og frjálslega farið með verkið sem sögu; þar hitti Shake- speare sjálfan sig fyrir í leikstjóran- um, og víst ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það sem heillaði mig mest var afburða góð frammistaða leikar- anna, einkum sem hóps; þessi trausta blanda sálfræðilegs raunsæis og fág- aðs mímuleiks sem ég veit ekki hvort nokkrir hafa betur á valdi sínu en þessir austurevrópsku leikarar með realisma Stanislavskýs og leikrænar aðferðir látbragðs og trúðleiks sam- einaða í þjálfun sinni. En það er deg- inum ljósara að slíkum árangri ná menn ekki nema með löngum æf- ingatíma og mikilli forvinnu, samleik og samtvinnun hóps sem verður ekki til á einum degi. Það verður sannar- lega fróðlegt að sjá hverju Korsunovas nær út úr leikurunum okkar í haust; ef að líkum lætur mun hann veita þeim ögrun og áskorun sem þeir þurfa svo sannarlega á að halda. Og svo er það Vesturport .... Í samanburði við nálgun Korsun- ovas er mynd Vesturports-liða af ungmennunum ófarsælu frekar hefðbundin. Hvað sem líður öllum sirkus. Kannski að sumu leyti líka undir áhrifum frá skemmtilega flipp- aðri kvikmynd Baz Luhrmann með Leonardo DiCaprio og Claire Danes. Pabbinn og mamman og allt systemið af hinu vonda, krakkarnir sæt og sak- laus fórnar lömb. Engu að síður var ánægjulegt að endurnýja kynnin af henni – og út af fyrir sig mjög gaman að íslensk leiksýning skuli fá að lifa svona lengi og endurnýjast. Sýningin er að þessu sinni sett upp á Stóra sviðinu. Ég verð að játa að mér finnst hún ekki hafa grætt á því að flytjast af því Litla, þar sem hún var upphaflega sýnd, áður en menn lögðust í víking (ég vil ekki segja út- rás, nú er það orðið eitt af ljótu orð- unum). Að vísu er yfirfærslan mjög vel unnin; úr því á annað borð var ráðist í hana hefði vart verið hægt að gera það öllu betur. Eitt hið skemmtilegasta við fyrri gerðina var hins vegar nándin við þetta leikhúsform sem við erum eðlilega vönust í stærra broti, líku því sem nú mátti líta á stóra sviðinu; að fá að vera í jafn miklu návígi við trúða og leikara og Litla sviðið bauð upp á, sjá þau hendast í loftköstum rétt yfir höfðinu á manni sjálfum. Þar var líka auðveldara að skila textanum, með- ferðin á honum, einkum ljóðrænni hlutum hans, líður fyrir umskiptin, að sönnu mismikið hjá einstökum leik- endum: Gísli Örn og Björn Hlynur ráða til dæmis betur við það en Nína Dögg sem er vorkunn, hang- andi þarna í hringnum. Það getur ekki heldur verið auðvelt fyrir þau að fókusera á áhorfendur þar sem þeir sitja svona tvískiptir sitt hvorum meg- in við gangpallinn sem hér er lagður þvert yfir stóra sviðið. Yfirleitt naut trúðsleikurinn sín betur, einkum hjá þeim Ólafi Darra og Víkingi; sá síðarnefndi sprellaði af miklu fjöri, pikkaði út áhorfendur og var dónalegur; Víkingur er að verða hörkutrúður, einn sá besti í brans- anum. Og loftfimleikarnir, þeir voru jafn stórkostlegir og fyrr: það er ótrú- legt að horfa á þessa menn: Gísla Örn, Björn Hlyn og Ólaf Egil, að ekki sé minnst á fimleikastrákana. Bara ein smáaðfinnsla í lokin: það hefði vel mátt endurnýja leikskrána, sú gamla er löngu úrelt og margt hefur gerst síðan hún var prentuð. Vesturport hefur ekki alltaf haft erindi sem erfiði og sjálfsagt hefur leikhópurinn aldrei toppað Rómeó og Júlíu, en framlag hans til íslensks leikhúslífs er engu að síður markvert og full ástæða til að halda því til haga – ekki bara í Leik- minjasafninu. Sumarið fer í hönd og af einhverj- um sökum, mér lítt skiljanlegum, leggst leikhúslífið að mestu í dvala á þeim tíma – nema einhverjir stór- söngleikir séu í vændum sem er ekki enn búið að bjóða mér á. Mér finnst þetta ágætt tækifæri til að gerast hátíð legur og þakka leikhúsfólki fyrir veturinn. Hann var á köflum storma- samur, eins og íslenskir vetur eiga til að verða, en vonandi hafa allir komist heilir heim úr þeim hríðum, enginn kalinn á fótum eða hjarta. Mig langar raunar einkum til að þakka þeim leik- stjórum sem hafa haft samband við mig, oftast í netpóstinum: stundum til að andmæla mér, krefja mig skýringa, en líka til að ræða málin, í bróðerni. Þegar ég var að byrja fyrir þrjátíu árum var alltof algengt að fólk ryki upp í illsku eða færi í fýlu, ef það fékk það sem því fannst vera „slæmir“ dómar, setti upp hundshaus og yrti jafnvel ekki á aumingja krítíkerinn á förnum vegi (sumir reyndu að tala hann til sem honum fannst í sínum barnslega hroka, ef nokkuð var, enn hlægilegra). Nú er fólk bara farið að hafa samband, einkum yngra fólkið, verð ég að segja. Það er eitt af því sem gefur mér trú á íslenskt leikhús og viðheldur áhuga mínum og löngun til að stunda þá sér- kennilegu og á köflum einmanalegu iðju sem gagnrýnin vissulega er. Jón Viðar Jónsson Leikhús Oskars kOrsunOvas frá Litháen: Rómeó og Júlía eftir William shakespeare. Gestaleikur á Listahátíð vesturpOrt í samstarfi við BOrGarLeikhúsið: Rómeó og Júlía eftir William shakespeare. leiklist af Júlíu og rómeó í „Borgó“ Glæsilegt en kalt „Þetta var glæsileg sýning, en nokkuð brota- kennd og köld, stutt í kaldhæðnina og frjálslega farið með verkið sem sögu,“ segir gagnrýnandi um uppfærslu Oskars korsunovas og félaga á rómeó og Júlíu. Rómeó og Júlía Vesturports Ólafur Darri Ólafsson og nína Dögg filippusdóttir í hlutverk- um sínum í uppfærslunni fyrir átta árum. MYND SiGfúS PétuRSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.