Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 30
30 föstudagur 11. júní 2010 viðtal Karen hefur vakið eftirtekt fyrir mann-lega nálgun sína á fréttir og hefur sjálf kallað sig dramadrottninguna. Hún hóf ferilinn á DV eftir að hafa skrifað BA-rit- gerð í bókmenntafræði um karlímyndir Mikaels Torfasonar í fjölmiðlum. Þegar hún hóf háskóla- nám ætlaði hún að verða listaspíra en komst fljótlega að því að hún yrði að vera í betri tengsl- um við samfélagið. „Vissir þú að þetta er kallað hús alþýðunnar, Alþýðuhúsið?“ spyr Karen þegar hún kemur inn á 101 hótel. „Kaldhæðni örlaganna getur verið fyndin. Alþýðan tók höndum saman og byggði þetta hús á sínum tíma með litlum tilkostnaði. Húsinu var svo breytt í ofurposh hús fyrir út- valda. En svo má kannski segja að það sé komið aftur í eigu alþýðunnar núna,“ segir hún og pant- ar sér venjulegt kaffi með mjólk. Hér er enginn annar en við og Karen velur besta borðið, sem stendur við eina gluggann í salnum með hefur útsýni yfir Stjórnarráðið og Lækjartorg, og kemur sér þægilega fyrir með kaffibollann sinn. Síðan hún lauk námi hefur hún lagt áherslu á það að tala við fólkið í landinu og segja sögur þess. Stundum hefur hún orðið fyrir áreiti vegna fréttamennskunnar en aldrei eins og þegar Hin hliðin, samtök feðra fyrir réttindum barna, tóku hana fyrir og gera enn vegna umfjöllunar um umgengnis- og forræðismál. AfdrifAríkur pistill Þetta hófst allt með síðasta bakþankanum sem Karen skrifaði fyrir Fréttablaðið. Hann fjallaði um umgengnisrétt fráskilinna foreldra við börn- in sín. Pistillinn var að mestu leyti byggður á meistararitgerð í lögfræði sen fjallaði um það að ofbeldi gegn börnum hefði eiginlega engin áhrif á það hvernig dómar falla í umgengnismálum á Íslandi. „Í ritgerðinni voru tekin mörg dæmi um mál sem voru tekin fyrir á síðustu tíu árum þar sem ofbeldið skipti mjög litlu máli.“ Hún tekur dæmi af manni sem var dæmd- ur fyrir að beita dóttur sína kynferðisofbeldi og fékk að hitta hana. Annar maður sem á tvo litla drengi hitti þá með fylgdarmanni af því að það þótti stafa svo mikil ógn af honum. Fylgdarmað- urinn var svo hræddur við manninn að hann kvartaði. Málið var leyst með því að tveir fylgd- armenn voru með manninum þegar hann hitti þessa litlu drengi. „Eftir að pistillinn birtist fékk ég tölvupósta þar sem því var haldið fram að þetta væri sví- virðileg árás á föðurfjölskyldu þeirra barna sem voru til umræðu á þessari heimasíðu, sem ég benti ekki einu sinni á í pistlinum.“ Þess var kraf- ist að Karen bæðist afsökunar á þessum pistli, sem hún neitaði að gera. Þá fóru óþekktir að- standendur vefsíðunnar að senda fjöldapósta á fjölmiðla, félagasamtök og stjórnvöld með sví- virðingum um Karen. sárnAði svívirðingArnAr Karen fór að skoða þessi mál betur og þegar hún kom yfir á Stöð 2 gerði hún þrjár fréttir um svona mál sem urðu til þess að mennirnir brugðust ókvæða við. Karen komst á svarta listann þeirra ásamt Sölva Tryggvasyni, Giljaskóla og sam- tökunum Blátt áfram. Sölvi svaraði fyrir sig og í kjölfarið beindust árásirnar frekar að Karen. „Kannski af því að ég er kona, kannski af því að hann hræddi þá. Þetta eru náttúrulega bara vit- leysingar sem vega svona að fólki úr launsátri. Það er svo auðvelt að segja að ég sé kona sem hati karlmenn, sem ég geri ekki.“ Henni er mikið niðri fyrir. „Þeir nýta hvert tækifæri til að stökkva af stað. Þeir eru alltaf að segja eitthvað og það er erfitt og þreytandi þegar þetta koðnar aldrei nið- ur. Mér fannst líka mjög erfitt að það var aldrei vitnað beint í mig heldur var þetta sett fram eins og ég hefði eitthvað á móti feðrum. Ég var mjög sár, því mig langaði til að svara því sem sagt var um mig og leiðrétta rangfærslur. Ég held samt að besta leiðin sé að svara þessu ekki því það er hvort eð er öllu snúið á hvolf sem ég segi.“ Hún dæsir. „Ég vissi það að þetta gæti vak- ið viðbrögð. Að einhverjum gæti sárnað. Mér fannst þetta samt vera þess eðlis að ég ætti að fjalla um þetta. Ég má ekki láta óttann stjórna mér og vera of hrædd til þess að takast á við hluti. En ég átti ekki von á svona svívirðingum úr laun- sátri. Og ég get ekki slökkt á þessum tilfinning- um þannig að ég tók þetta inn á mig.“ slæmAr minningAr Karen fór frá DV yfir á NFS eftir Ísafjarðarmálið svokallaða. Þá vildi hún helst komast burt sem fyrst. „En ég gat ekki rokið annað strax. Róbert Marshall bauð mér að koma yfir á NFS. Ég þurfti samt að bíða í einhverja mánuði eftir því. Þannig að ég þurfti að hanga í þessum hasar en langaði svo innilega ekki til þess. Ég held að við eigum öll mjög slæmar minn- ingar frá þessu tímabili. Þetta reyndi mikið á okkur og við fengum enga viðurkenningu, vor- um bara í stöðugu harki. Ég veit samt að blaðið er allt annað blað í dag þótt það hafi enn sama lógó.“ Hún fór yfir á Fréttablaðið þar sem hún undi sér vel framan af í góðum hópi en und- ir lokin langaði hana að breyta til. „Ég var orð- in mjög döpur á Fréttablaðinu. Ég var þreytt og mér leið illa. Þá átti ég til að kenna öðrum um og þar á meðal manninum mínum. Ég verð að taka ábyrgð á sjálfri mér en hef verið allt of mik- ið í því að koma ábyrgðinni yfir á aðra og kenna öðrum um. Halda jafnvel að ég sé í fýlu af því að hann var ekki búinn að vaska upp. Ef mér líður illa liggur það hjá sjálfri mér og það getur enginn bætt úr því nema ég sjálf.“ vildi verðA rík Hannesi Inga Geirssyni, eiginmanni sínum, kynntist Karen á Laugarvatni, þar sem þau döns- karen dröfn kjartansdóttir lúskraði ekki bara á nauðgara átján ára gömul heldur hefur hún átt óvenju litríkt lífshlaup. Hún bjó í hriplekum hreysum, flutti inn á ókunnuga tengdaforeldra sína í skiptum fyrir dilkakjöt, neitaði að trúa því að sonurinn væri ofvirkur og með athyglisbrest og setti hann frekar í hendurnar á serbneskum leikskólakennara en á lyf, þjáðist af óskilgreindri óhamingju en fann hamingjuna á ný með nýfæddri dóttur sinni í miðri búsáhaldabyltingu og ástina um leið. Hún fer yfir þetta allt og meira til í viðtali við ingibjörgu dögg kjartansdóttur. Lúskraði á nauðgara Ég skildi hana eftirmeð manninn ofan á sér. Þar sem ég stóð hjá heyrði ég ópin í henni og áttaði mig á því að ég gat ekki látið þetta gerast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.