Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 37
viðtal 11. júní 2010 föstudagur 37
„Ég er ekkert
k
v
en
n
ag
u
ll“
vorum svo öll fjölskyldan í jólaboði hjá ömmu
á jóladag þegar símtalið kom.“
Faðir hans komst í björgunarbát en bátur-
inn var laskaður og að lokum fór svo að hann
þoldi ekki kuldann lengur og dó um klukku-
tíma áður en björgunarþyrlan kom. „Það er
mjög erfitt að missa föður sinn á þessum aldri.
Þetta er viðkvæmur aldur. Það er svo margt að
gerast. Maður er nýkominn með bílpróf, er
farinn að hafa áhuga á stelpum og byrjaður
að smakka það. Þetta var mikið högg að missa
hann frá sér. Við vorum frekar nánir. Við áttum
bíl saman og áttum gott feðgasamband. Þetta
var auðvitað alveg hrikalegt áfall,“ segir hann
og sorgin í röddinni leynir sér ekki. Siggi segist
hafa ýtt þessu frá sér lengi.
Fleiri áFöll
Föðurmissirinn var ekki eina áfallið sem
dundi yfir í lífi Sigga. „Það gerðist þarna á
nokkurra ára tímabili að ég missti þrjá sem
voru mér nærkomnir. Fyrst missti ég pabba,
svo dó frændi minn frá Vestmannaeyjum í
mótorhjólaslysi og svo dó mágur minn.“
Hann segir þennan tíma hafa verið erfið-
an en hann hafi ekki verið tilbúinn að takast
á við áföllin strax. „Ég gerði þetta upp nokkr-
um árum seinna. Ég þurfti að gera það því
þetta var farið að hafa áhrif í mínu prívat lífi.
Þetta var vandamál og þau þarf að leysa og
ég gerði það.“ Siggi leitaði sér aðstoðar við að
vinna úr þeim missi sem hann varð fyrir. „Ég
sótti mér hjálp og reyndi að tala mikið um
þetta, það hjálpaði mér mikið. Svo á ég alveg
frábæra konu sem hjálpaði mér í gegnum
þetta.“ Siggi segir föðurmissinn hafa haft
áhrif á hjónaband hans á tíma-
bili. „Það var bara
út af þess-
um málum sem ég átti eftir að gera upp. En
við tókum saman aftur og höfum aldrei verið
hamingjusamari. Ég er bara feginn að ég gerði
þetta upp. Ég er svo ánægður,“ segir hann,
sáttur við lífið í dag.
ástin sem átti að verða
Konan í lífi Sigga Hlö er Þorbjörg Sigurðardótt-
ir, Obbý. Þau kynntust á Broadway árið 1988.
Vinkona Obbýjar hafði bent henni á Sigga og
sagt henni að hann væri með rosalega falleg
augu. Þær vinkonurnar gerðu sér svo ferð nið-
ur á Stjörnu þar sem Siggi stjórnaði útvarps-
þætti. „Þær komu og ætluðu að fá óskalag og
hún vildi sjá þessi augu í leiðinni. Ég kom hins
vegar til dyra með sólgleraugu, ég var í ein-
hverju flippi þetta kvöld,“ segir hann og hlær.
Leiðir þeirra lágu svo aftur saman nokkrum
dögum seinna á skemmtistaðnum Broadway.
Þá hafði Siggi skilið sólgleraugun eftir heima
og þau tóku tal saman og hafa verið saman
síðan þá. „Ég segi oft við hana að ég elski hana
meira í dag en þegar ég sá hana fyrst,“ segir
Siggi og er greinilega mjög ástfanginn.
„Við viljum meina að við höfum átt að
kynnast. Það er dálítið „spúkí“. Obbý átti kær-
asta áður en við byrjuðum saman. Svona
unglingasamband eins og gengur og gerist.
Svo þegar við kynntumst komumst við að því
að pabbi þessa stráks fórst með Suðurland-
inu með pabba mínum. Við viljum meina að
það hafi eitthvað verið rottað um þetta hinum
megin, að við ættum að kynnast. Pabbi minn
og fyrrverandi tengdapabbi hennar hafa lagt á
ráðin um þetta.“
Gullplata
Allt sem Siggi kemur nálægt virðist ganga upp.
Nýjasta viðbótin er safndiskur sem hann gaf
út í fyrra í samstarfi við Senu. Á disknum eru
stuðlög sérvalin af Sigga Hlö. Diskurinn hefur
selst í 4.800 eintökum og er því óðum að
nálgast gullplötu, en til þess þarf 5.000
plötur. „Það verður mjög fyndið ef ég
fæ gullplötu því hvorki kann ég að
syngja né spila á hljóðfæri. En ég
get þá strikað það út af listanum
yfir það sem ég vil gera áður en
ég dey.“ Von er á öðrum safndiski
eftir tvær vikur.
Hann telur vinsældir disks-
ins stafa af því að hann höfði til
breiðs hóps fólks. „Hann höfð-
ar til fellihýsafólksins, fólks
á aldrinum 30–50 ára. Þetta
fólk kann ekki endilega að
hlaða niður lögum af netinu
og þarna fær það bara 60
laga stuðdisk með lögum
sem það kann. Ógeðslega
gaman.“
Aðspurður um fram-
tíðina segist Siggi vera
bjartsýnn. „Maður má
ekki hætta meðan þetta
er svona vinsælt. En ég
veit að þetta er eins og
með allt annað, þetta
tekur enda. Nú er bara
planið að halda þætt-
inum áfram út sum-
arið. Plan b er svo að
halda honum áfram
út árið. Svo bara sér
maður til. Ég er ekki
í þessu bara til að
vera í þessu. Ég vil
að það sé gaman. Ef
ég finn að þetta er
að dala þá mun ég
stíga út og fara að
gera eitthvað ann-
að. En meðan það
er enn stuð, þá held
ég áfram.“
viktoria@dv.is
sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö eins og hann
er jafnan kallaður, stjórnar vinsælasta útvarpsþætti
landsins, Veistu hver ég var? Hann segir pál Óskar
ekki vera eina plötusnúðinn sem sé bókaður út árið og
hann er á mörkum þess að fá gullplötu. Siggi er ann-
álaður stuðpinni af guðs náð en líf hans hefur ekki
alltaf verið dans á rósum. Faðir hans fórst þegar hann
var ungur að árum og Sigurður kynntist því snemma
hversu hverfult lífið getur verið.