Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Blaðsíða 40
40 föstudagur 11. júní 2010 helgarblað Pétur fæddist á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1940, guð- fræðiprófi frá HÍ 1944, framhalds- prófi í guðfræði frá prestaskólan- um Mt. Airy Seminary í Fíladelfíu 1945 og stundaði framhaldsnám í blaðamennsku og biblíufræðum við Stanford-háskóla í Kaliforníu 1945. Pétur starfaði á vegum Hins Evangelíska-Lútherska kirkju- félags Íslendinga í Vesturheimi sumarið 1945, vann við ritstjórn Kirkjublaðsins í Reykjavík 1946-47, flutti guðsþjónustur á ensku fyr- ir varnar liðið á Keflavíkurflugvelli 1946-47, var aðstoðarprestur séra Friðriks Rafnars á Akureyri 1947- 48, sóknar prestur á Akureyri 1948- 81 með aukaþjónustu í Grímsey 1953-81, vígslubiskup Hólabisk- upsdæmis hins forna 1969-81 og biskup Íslands 1981-89. Pétur stofnaði Sunnudagaskól- ann á Akureyri og Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju haustið 1947, var stundakennari við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri 1947-81, við MA 1953-62, og við Glerárskóla 1973- 81. Pétur sat í stjórn Dýra- verndunar félagsins um skeið, sat í stjórn Akureyrardeildar Rauða kross Íslands um skeið, sat í stjórn Barnaverndarfélags Íslands og var formaður Barnaverndarnefndar Akureyrar, var formaður Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hólastifti 1959-69, formaður Prestafélags hins forna Hólastiftis 1970-81, sat í Kirkjuráði hinnar íslensku þjóð- kirkju frá 1970, kirkjuráðs maður frá 1970, kirkjuþingsmaður frá 1972, forseti Kirkjuráðs 1981-89, forseti Hins ísl. biblíufélags 1981- 89 og hefur setið í stjórn Listasafns Einars Jónssonar. Sem biskup Íslands hóf Pétur undirbúning að kristnitökuhátíð, ásamt Heimi Steinssyni þjóðgarðs- verði, Jónasi heitnum Gíslasyni vígslubiskup og þáverandi forset- um Alþingis. Pétur samdi bækurnar Litli- Hárlokkur og fleiri sögur, barna- bók, útg. 1952; Grímsey, útg. 1971, samdi hirðisbréfið Kirkjan öll- um opin, útg. 1986; bókina Líf og trú, - endurminningar og hug- leiðingar Péturs Sigurgeirssonar, útg. 1997. Hann ritstýrði Sunnu- dagaskólablaðinu 1948, Æskulýðs- blaðinu 1949-60, sat í útgáfustjórn Áfengis varnar 1956, í ritnefnd Tíð- inda Prestafélags hins forna Hóla- stiftis 1971, gaf út Söngbók sunnu- dagaskóla Akureyrarkirkju 1948 og Unga kirkjan, sálmar og messu- skrá, 1967, og hljómplötu með trúar söngvum. Pétur og Sigurgeir, faðir hans, eru fimmtu feðgar á biskupsstóli frá upphafi kristni á Íslandi. Pétur var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1972, stórriddara- krossi fálkaorðunnar 1983 og stór- riddarakrossi með stjörnu 1990. Fjölskylda Pétur kvæntist 3.8. 1948 Sólveigu Ásgeirsdóttur, f. 2.8. 1926, fyrrv. skrifstofumanni og húsmóður. For- eldrar hennar voru Ásgeir Ásgeirs- son, f. 11.8. 1885, d. 25.5. 1972, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Kristín Matthíasdóttir, f. 9.8. 1891, d. 7.5. 1931, húsmóðir. Börn Péturs og Sólveigar eru Pétur, f. 19.2. 1950, doktor í fé- lagsfræði og guðfræði, prófess- or við HÍ, var kvæntur Þuríði Jónu Gunnlaugsdóttur sjúkraliða og fóta aðgerðarfræðingi og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn; Guðrún, f. 25.5. 1951, d. 27.3. 1986, stúdent, flugfreyja og veitingastjóri í Reykjavík; Kristín, f. 31.5. 1952, húsmóðir á Akureyri, gift Hilmari Karlssyni, lyfjafræðingi við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og eiga þau tvö börn; Sólveig, f. 21.6. 1953, félagssálfræðingur hjá Fjölskyldu- miðstöðinni, var gift Borgþóri Kjærnested, fréttamanni og leið- sögumanni og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn en sambýlismaður Sólveigar er Ásgrímur Halldórsson sem starfar hjá Vélum og skipum. Systkini Péturs: Sigurður, f. 6.7. 1920, d. 9.11. 1986, deildar- stjóri í Útvegsbankanum í Reykja- vík; Svanhildur, f. 18.3. 1925, d. 5.10.1998, deildarstjóri í utanríkis- ráðuneytinu; Guðlaug, f. 16.2. 1927, fyrrv. næringarráðgjafi við Landspítalann í Reykjavík. Foreldrar Péturs voru Sigurgeir Sigurðsson, f. 3.8. 1890, d. 13.10. 1953, biskup Íslands, og k.h., Guð- rún Pétursdóttir, f. 5.10. 1893, d. 20.7. 1979, húsmóðir. Ætt Sigurgeir var sonur Sigurðar, reglu- boða Góðtemplarareglunnar Eiríks sonar, b. á Ólafsvöllum Eiríkssonar, dbrm. á Reykjum, bróður Katrínar, ömmu Ásmundar Guðmundssonar biskups og ömmu Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar biskups. Eiríkur var sonur Eiríks, ættföður Reykjaættar Vigfússonar. Móðir Sigurgeirs var Svanhildur Sigurðardóttir, formanns í Neista- koti á Eyrarbakka Teitssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún, syst- ir Ólafar, langömmu Jóns, föður Hannesar Jónssonar sendiherra, föður Hjálmars sendiherra. Guð- rún var dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölfusi Þorgrímssonar, b. í Holti í Stokkseyrarhreppi Bergssonar, ættföður Bergsættar Sturlaugs- sonar. Guðrún var systir Sigurðar, skipstjóra á Gullfossi, föður Pét- urs, forstjóra Landhelgisgæslunn- ar. Guðrún var dóttir Péturs, odd- vita í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi Sigurðssonar. Móðir Péturs var Sigríður Pétursdóttir, b. í Engey Guðmundssonar, föður Guðfinnu, ömmu Bjarna Jónssonar vígslu- biskups. Önnur dóttir Péturs í Eng- ey var Guðrún, langamma Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra, og Valgerðar alþm. en bróðir Bjarna var Sveinn, afi Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Móðir Guðrúnar var Guðlaug Pálsdóttir, b. í Hörgsdal Pálssonar, prófasts í Hörgsdal Pálssonar, föð- ur Valgerðar, ömmu Sigurðar Páls- sonar vígslubiskups. Útför herra Péturs verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11.6. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálpar- stofnun kirkjunnar. minning Herra Pétur Sigurgeirsson biskup minning Hávarður Olgeirsson skipstjóri í bolungarvík Fæddur 2.6. 1919 - Dáinn 4.6. 2010 Fæddur 8.1. 1925 - Dáinn 6.6. 2010 Hávarður fæddist í Bolungarvík. Hann var aðeins tveggja ára er hann missti móður sína og ólst upp eftir það hjá föðurömmu sinni, Ingunni Jóhannsdóttur, f. 1865, d. 1959. Hávarður lauk hefðbundinni skólagöngu í Bolungarvík, en hann þótti afburða náms- og íþrótta- maður. Hann lauk skipstjóra- og stýrimannanámskeiði á Ísafirði fyrir 120 tonna báta 1955 og lauk síðan skipstjóra- og stýrimannaprófum frá Sjómannaskólanum í Reykjavík. Hávarður hóf sjómennsku um fimmtán ára aldur og stundaði þá at- vinnugrein alla tíð síðan. Hann var um sautján ár með Jakobi Þorláks- syni sem annar vélamaður og loks stýrimaður, var skipstjóri á Hugrúnu ÍS 7, gömlum trébáti hjá Einari Guð- finnssyni, og síðan skipstjóri á nýju og glæsilegu 500 tonna togveiðiskipi útgerðar Einars Guðfinnssonar hf, Dagrúnu ÍS-9 á árunum 1975-92 er hann lét af störfum hjá Einari Guð- finnssyni hf. Hávarður hóf þessu næst trillu- útgerð á 1,5 tonna bát - Hugrúnu ÍS 1, og réri honum af mikilli eljusemi næstu árin, eða allt þar til hann var orðinn 77 ára gamall. Hann átti ein- staklega farsælan feril sem skip- stjóri og ávann sér traust og virð- ingu áhafna sinna, sem og annarra er honum kynntust, með geðprýði sinni, yfirvegun og æðruleysi. Fjölskylda Hávarður kvæntist 5.4. 1947 Sól- eyju Magnúsdóttur, f. 10.4. 1925, d. 13.1. 2005, húsmóður. Þau byrjuðu ung búskap saman í Bolungarvík og áttu þar alla tíð heimili sitt, lengst af á Skólastíg 9. Foreldrar hennar voru Magnús Þórarinn Einarsson, f. 1885, d. 1951, og Kristín Lárusdóttir, f. 1895, d. 1953. Hávarður og Sóley eignuðust sex börn sem eru Erna, f. 13.7. 1943, maki Finnbogi Jakobsson, f. 1.2. 1941 en synir þeirra eru Hávarður, Jakob Valgeir og Ægir; Sveinfríður, f. 29.1. 1946, maki Veturliði Veturliðason, f. 4.6. 1944, d. 21.2. 2002 en dætur þeirra eru Sveinfríður Olga, Sóley og Hulda Björk; Hildur, f. 14.3. 1948, maki Hreinn Eggertsson, f. 27.1. 1945 en synir þeirra eru Birkir og Óttar; Ingunn, f. 3.1. 1951, fyrrv. maki Krist- inn Þór Þorsteinsson, f. 17.10. 1951 og eru börn þeirra Svanborg Þóra og Andri Þór; Olgeir, f. 4.8. 1955, maki Stefanía Birgisdóttir, f. 1.3. 1957 en synir þeirra eru Olgeir Stefán sem lést nýfæddur, Hávarður, Birgir og Valdimar; Magnús Kristján, f. 5.11. 1962, maki Guðný Sóley Kristins- dóttir, f. 20.4. 1967 en sonur þeirra er Magnús Orri. Afkomendur Hávarðar og Sóleyj- ar eru fjörutíu og tveir talsins. Hálfbróðir Hávarðar var Harald- ur Olgeirsson, f. 5.6. 1937, d. 10.10. 1964. Foreldrar Hávarðar voru Olgeir Ísleifur Benediktsson, f. 26.9. 1902, d. 11.11. 1959, sjómaður, og Sveinfríður Pálína Gísladóttir, f. 14.12. 1905, d. 12.3. 1926, húsmóðir. Útför Hávarðar fer fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík laugardaginn 12.6. kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.