Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Qupperneq 42
ic organism. Vinir, vandamenn, vísindamenn og læknar sendu bréf til stofnunarinnar til stuðn- ings Harbisson. Eftir margra vikna japl, jaml og fuður var op- inber niðurstaða breskra yfirvalda að Neil Har- bisson væri cyborg. Í kjölfarið fékk hann nýtt vegabréf með mynd af sér með rafeindadótið, sem fylgir Eyeborg, á höfðinu. Bylting fyrir svart-hvítan mann Áður en Eyeborg var fest við höfuð Harbissons málaði hann aldrei nema í svart-hvítu. Þegar búnaðurinn opnaði loksins skilningarvitin og Harbisson uppgötvaði liti varð bylting í listalífi hans. Árið 2007 fór hann á puttan- um um 50 borg- ir í Evrópu. Hann grannskoðaði hverja borg áður en hann skil- greindi hverjir væru tvö megin- litbrigði þeirra. Í Mónakó voru það himinblár og laxa- bleikur; í Brati- slava gulur og ljósgrænblár og í Andorra dökk- grænn og purp- urarauður. málar tónlist „Þegar ég mála, er það líkt og að semja tónlist á striga,“ segir Neil Harbisson. Þar sem hann skynjar liti með heyrn getur hann snúið dæminu við og málað tónlist. Fyrir honum tengj- ast öll hverdagsleg hljóð litum, til dæmis hringi- tónar í símum, sírenuvæl og auðvitað öll tónlist. Í málverkaröðinni Color Scores málaði Harbisson fyrstu 100 nóturnar í frægum tónverkum eftir til dæmis Bach og Rachmaninoff. Í verkinu Sound Portraits gerir Harbisson hljóðverk af frægu fólki sem hann skapaði með því að hlusta á litina í andlitum þeirra. Til að ná því þarf Harbisson að standa fyrir framan um- rædda manneskju og beina Eyeborg að andlit- inu. Um leið skrifar hann niður nóturnar sem hljóðbylgjur Eyeborg gefa til kynna. Hann hef- ur frá árinu 2005 „hljóðmálað“ andlitsmyndir af Karli Bretaprins, Gael Garcia Bernal, Leonardo di Caprio, Nicole Kidman og Woody Allen, svo fáeinir séu nefndir. helgihrafn@dv.is 42 föstudagur 11. júní 2010 Hvernig hljóma litir? Hvernig eru hljóð á litinn? Spænsk-breski listamaður-inn Neil Harbisson hefur svarið við því. Hann fæddist með sjaldgæfan augnsjúkdóm, allitblindu (e. achroma topsia). Sjúkdómurinn gerir Neil Harbisson ókleift að sjá liti, heimur hans er svart-hvítur. „Þegar ég var lítill átti ég til að rugla saman appel sínusafa og eplasafa. Ég þurfti að spyrja fólk hvaða matur væri á borðum, eða þefa af honum fyrst, sem mörgum fannst nokkuð furðu- legt,“ segir Neil Harbisson sem er 28 ára gamall. Fyrir nokkrum árum uppgötvaði hann liti í fyrsta sinn á ævinni. Árið 2004 var tölvubúnaður festur við höf- uð Harbissons, með myndavél og heyrnartól- um. Það var uppfinningin „Eyeborg“ eftir Adam Montandon, nema í stýrifræði (e. cybernetics) við Plymouth-háskóla, sem hann þróaði í sam- starfi við Harbisson. Eyeborg nemur liti með myndavél og breytir þeim í hljóðbylgjur. Með aðstoð Eyeborg gat listamaðurinn loks- ins notað liti í verkum sínum. Og það sem meira er; Neil Harbisson getur málað tónlist! „Ég er cyborg og heyri liti“órjúfanlegur hluti líkamansLíf Neils Harbissons tók miklum stakkaskiptum eftir kynnin af Adam Montandon og tilkomu Eye borg. Allar götur síðan hefur hann borið tölvubúnaðinn á höfðinu, sem hann lítur á sem framlengingu af sjálfum sér, órjúfanlegan hluta af líkamanum. Eins og áður segir eru það hljóðin sem Eye- borg reiknar út sem gefa Harbisson til kynna hvaða lit myndavélin á höfði hans nemur. Hann þurfti því í upphafi að leggja á minnið hvaða hljóð táknuðu samsvarandi litblæ. Í dag hef- ur hann hins vegar vanist þessu og skynjar því stöðugt liti í formi hljóðbylgja. Neil notar Eyeborg alla daga. „Ég hef vanist öllum hljóðunum,“ segir hann. „Þetta er hávært, en líklega ekki mikið háværara en hljóðin við mjög fjölfarna götu í borg.“ Neil Harbisson vill ekki lengur nota heitið al- litblinda, achromatopsia, um líkamsástand sitt. Þess í stað segist hann vera með sonochromat- opsiu. Sono- er latína fyrir hljóð, -chromat- er gríska fyrir lit og -opsia gríska fyrir sjónrænt ástand. OpinBerlega viður - kenndur cyBOrg Árið 2004 lenti hann upp á kant við bresk yfir- völd sem vildu ekki endurnýja vegabréfið hans þar sem meðfylgjandi passamynd af Harbisson var hafnað. Ástæðan var að Harbisson bar Eye- borg á höfðinu á myndinni en lögum samkvæmt er bannað að nota hatta eða aðra aðskotahluti á slíkum myndum. Harbisson skrifaði viðkomandi stofnun til baka og krafðist þess að Eyeborg-tæk- ið væri skilgreint sem hluti af líkamanum. Har- bisson fullyrti að hann væri nú orðinn að „cy- borg“ sem er enska orðið yfir blöndu manns (eða dýrs) og vélar, og er stytting á heitinu cybernet- 1 Linsan skoðar litinn sem Neil horfir á. 2 Tölvubúnaður greinir litinn og reiknar út samsvarandi hljóðtíðni. 3 Heyrnartól gefa Neil til kynna hvaða lit hann horfir á. 4 Neil hefur lagt á minnið hvaða hljóð tilheyra hverjum lit fyrir sig. Hvernig virkar Eyeborg? Spænsk-breski myndlistar- maðurinn Neil Har- bis son sá aðeins í svart- hvítu fram á þrítugsaldur vegna sjaldgæfs augnsjúk- dóms. Frá árinu 2004 hefur hann hins vegar borið uppfinninguna Eyeborg á höfðinu, en hún breytir litum í hljóð. Harbisson lítur á Eyeborg sem órjúf- anlegan hluta líkama síns. Bresk yfirvöld skjalfestu að Harbisson væri „cyborg“, eða blanda manns og vélar. johann sebastian Bach Litirnir sem Neil Harbisson heyrir í Toccötu og fúgu í D-moll eftir Bach. rachmaninoff Litir hundrað fyrstu nótnanna í Píanókon- serti nr. 2 eftir Rachmaninoff. skrýtið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.