Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 44
Finchley-barnabýlið
Amelia Sach og Annie Waters voru breskir raðmorðingjar sem lögðu fyrir sig
fóstrun og ættleiðingu gegn gjaldi í upphafi tuttugustu aldarinnar. Viðskipta-
vinir þeirra voru að stærstum hluta þjónustustúlkur sem höfðu orðið þungaðar
og vinnuveitendur stúlknanna kröfðust þess að málið yrði leyst svo lítið bæri á.
Amelia var heilinn á bak við starfsemina, en Annie mun hafa verið gagnlegur ein-
feldningur. Velferð barnanna var ekki í hávegum höfð hjá Finchley-fóstrunum og er talið að þær hafi
fyrirkomið um tuttugu börnum. Lesið um Finchley-barnabýlið í næsta helgarblaði DV.
Edith og FrEdErick
Edith Jessie Thompson og Frederick Edward Francis Bywaters voru enskt par sem tekið var af lífi í janúar
árið 1923. Skötuhjúin höfðu sér það til sakar unnið að hafa fyrirkomið eiginmanni Edith, Percy.
Mál Edith Thompson og Fred-
ericks Bywaters vakti heilmikla
athygli á sínum tíma. Edith var
fædd árið 1893 og Frederick var
níu árum yngri, fæddur árið 1902.
Glæpur þeirra var svonefndur
ástríðuglæpur og dómurinn yfir
þeim olli síðar þó nokkru bakslagi
fyrir dauðarefsingar í Bretlandi.
Edith Thompson var á þeim
tíma gift Percy Thompson, 32 ára
skrifstofumanni sem vann við
vöruafgreiðslu. Hjónin voru barn-
laus og Edith, sem hafði gott auga
fyrir tísku, starfaði hjá innflytjanda
tískufatnaðar og ýmsu honum
tengdu í Lundúnum. Líf hjónanna
var laust við fjárhagsáhyggjur og
skort.
En barnlaust, leiðigjarnt og á
stundum átakasamt hjónaband
Edith og Percys varð til þess að
Edith, þá 28 ára, fór að gjóa augun-
um til Fredericks Bywaters. Hjónin
höfðu kynnst Frederick, sem var
skipsþjónn, þegar þau fóru til
Wight-eyju í frí í júní 1922. Meðan
á fríinu stóð bauð Percy hinum 18
ára Frederick að gerast leigjandi
hjá hjónunum.
Fellur fyrir freistingunni
Frederick þáði boð Percys með
þökkum og hélt til á heimili hjón-
anna á milli þess sem hann
beið eftir nýju skipsplássi. Inn-
an skamms blómstraði ástarsam-
band Edith og Fredericks. Skipið
sem Frederick hafði munstrað sig á
átti að sigla hinn 21. september og
hittust hann og Edith iðulega með
leynd og á endanum bókuðu þau
sig inn á hótel og notaði Edith þá
upplogin nöfn.
Þegar Percy komst að ástarsam-
bandi eiginkonunnar og leigjand-
ans brást hann hinn versti við og
skipaði Frederick að hirða föggur
sínar og yfirgefa heimilið. Skömmu
síðar rifust hjónin heiftarlega og
endaði rifrildið með því að Percy
gaf Edith feikna löðrung og fleygði
henni þvert yfir herbergið.
Í eitt ár gekk lífið sinn vanagang
að því er virtist, en það ár skrifaði
Edith um sextíu bréf til Fredericks,
sem þá var á sjónum, og voru þau
bréf síðar notuð sem sönnunar-
gögn gegn þeim báðum.
Percy Thompson myrtur
Frederick kom í land í september
1922 og Edith og hann tóku upp
þráðinn þar sem frá var horfið og
hittust á laun. Frederick var hvat-
vís ungur maður sem að eigin sögn
ákvað að fyrirkoma Percy, sem
honum fannst fylla líf Edith af leið-
indum og eymd.
Hinn 4. október, skömmu eftir
miðnætti, lá Frederick í leyni og
beið eftir Edith og Percy, sem
höfðu eytt kvöldinu í leikhúsi í Il-
ford. Þegar hjónin gengu framhjá
réðist Frederick á Percy og stakk
hann nokkrum sinnum, en Edith
veinaði í angist: „Ekki! Ekki!“.
Frederick flýði síðan vettvang-
inn og Percy gaf upp öndina á göt-
unni. Edith var móðursjúk en róað-
ist niður og gat upplýst lögregluna
um að ókunnur maður hefði fram-
ið ódæðið. Þegar lögreglan ræddi
við leigjanda hjónanna fékk hún
upplýsingar um að Frederick hefði
einnig leigt hjá þeim, og enn frem-
ur að hann ynni hjá P & O-skipa-
félaginu.
Lögreglan fann bréfin sem Ed-
ith hafði skrifað Frederick og hand-
tók hann skömmu síðar fyrir morð-
ið. Edith var einnig handtekin, en
hafði ekki vitneskju um að Fred-
erick væri í höndum lögreglunn-
ar. Þegar hún sá hann á lögreglu-
stöðinni missti hún út úr sér: „Guð
minn góður, af hverju gerði hann
það? Ég vildi ekki að hann gerði
það.“
Afdrifaríkar bréfaskriftir
Edith hafði skrifað 62 bréf til Fred-
ericks og því miður fyrir elskend-
urna hafði hann varðveitt þau.
Í sumum bréfanna lýsti Edith
fyrir Frederick hvernig hún hefði
reynt að myrða Percy. Ljóst var
í einu tilfelli að hún hafði reynt
að eitra fyrir Percy því hún skrif-
aði til Fredericks: „Þú sagðir að
þetta væri nóg fyrir fíl.“ Edith hafði
einnig mulið gler og sett í mat
Percys og sagði Frederick að hún
hefði þurft að hætta eftir þrjár til-
raunir því Percy hefði fundið að
maturinn væri ekki í lagi.
Einnig sendi Edith Freder-
ick blaðaúrklippur þar sem fjall-
að var um morð með eitri og upp-
lýsti hann aukinheldur um að hún
hefði séð um að eyða fóstri eftir að
hún varð þunguð af hans völdum.
Frederick neitaði við réttar-
höldin að Edith hefði verið við-
riðin morðið á Percy og fullyrti að
hún hefði, þrátt fyrir vísbendingar
um hið gagnstæða, ekki gert til-
raunir til að eitra fyrir Percy. Fred-
erick sagði að Edith hefði frjótt
ímyndunarafl, væri veik fyrir róm-
antískum skáldsögum og hefði
upplifað sjálfa sig sem persónu í
einni slíkri.
En það var ekki fyrr en Edith
sjálf settist í vitnastúkuna sem ör-
lög hennar réðust því vitnisburð-
ur hennar var ekki sannfærandi og
sviksemi hennar kom í ljós.
Almenningsálitið snýst
Edith og Frederick voru bæði
dæmd til dauða eftir um tveggja
klukkustunda samráð kviðdóm-
enda. Áður en dómur var kveðinn
upp var almenningur þeirrar skoð-
unar að Edith væri hórkvendi sem
hefði framið fóstureyðingu og lík-
lega hvatt til morðs og, það sem
verra var, hún hafði sjálf gert til-
raunir til að fyrirkoma eiginmanni
sínum.
En almenningsálitið snerist
þegar dauðadómur yfir henni var
kveðinn upp. Almenningur og fjöl-
miðlar sem höfðu verið henni svo
andsnúnir ventu þá sínu kvæði í
kross og kröfðust náðunar. Tæp
milljón manns setti nafn sitt á
undirskriftalista þar sem þess var
farið á leit að lífi Edith yrði þyrmt.
En undirskriftalistinn og stað-
föst fullyrðing Fredericks um sak-
leysi Edith dugði ekki til og dóm-
urinn stóð.
Blóðug endalok
Hinn 9. janúar 1923 mættu Edith
Thompson og Frederick Bywaters
örlögum sínum. Frederick endaði
líf sitt með hugrekki og reisn og
varði heiður Edith fram í rauðan
dauðann.
En Edith, sem vonaðist eftir
náðun, glímdi við geðsveiflur
allt fram að aftöku. Þegar aftöku-
teymið sótti hana í klefann var
Edith vart með meðvitund og John
Ellis böðull skrifaði síðar í sjálfs-
ævisögu sinni að Edith hefði virst
liðið lík.
Samkvæmt sumum frásögnum
af hengingu Edith var um blóðuga
aftöku að ræða. Sagt var að
undirfatnaður hennar hefði verið
gegndrepa af blóði og síðar full-
yrti Bernard Spillsbury, sem krufði
hana, að Edith hefði verið barns-
hafandi þegar hún var tekin af lífi.
Aðrir fullyrtu að um blæðingar
úr móðurlífi Edith hefði verið að
ræða. Hið opinbera fullyrti hins
vegar að ekkert athugavert hefði
einkennt aftöku Edith Thompson.
UmSjón: koLbeinn þorSteinSSon, kolbeinn@dv.is
44 Föstudagur 11. júní 2010 sakamál
Edith og Percy Thompson edith féll fyrir leigjanda hjónanna, Frederick
bywaters.
Frederick, Edith og Percy Ástarsamband edith og Fredericks hafði banvænar afleiðingar.
Guð minn góð-ur, af hverju
gerði hann það? Ég
vildi ekki að hann
gerði það.