Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Síða 50
50 föstudagur 11. júní 2010 útlit
Borghildur Gunnarsdóttir hannar undir nafninu Milla Snorrason:
Trégleraugu
og röndóttir sokkar
Borghildur Gunnarsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir hönn-un sína sem hún hannar undir
nafninu Milla Snorrason. Hún hefur
selt hönnunina undanfarið á Pop up
markaðnum svokallaða en það er
vettvangur þar sem ungir hönnuðir
koma saman og selja hönnun sína.
Gleraugnahálsmen og röndótt-
ir sokkar
Borghildur útskrifaðist í fyrra frá
Listaháskólanum. Útskriftarlínan
hennar vakti mikla athygli en hún
hefur þó ekki sett hana í framleiðslu
vegna þess hversu dýrt það er. Hún
hefur hins vegar haldið áfram að
hanna og framleiða aukahlutina úr
útskriftarlínunni og selt þá undir
nafninu Milla Snorrason. „Nafnið er
komið frá langömmusystur minni.
Hún var mikil handverkskona og
mikil týpa. Ég vildi hafa nafn sem
hefði einhverja merkingu fyrir mig,“
segir hún en aukahlutirnir sem hún
hannar hafa vakið mikla athygli.
Þar er í aðalhlutverki gleraugna-
hálsmen og röndóttir sokkar. Gler-
augnahálsmenin seldi Borghildur
um nokkurt skeið í versluninni Bell-
eville á Laugaveginum. Sokkana hef-
ur hún verið að selja sjálf og aðallega
á Pop up markaðnum sem nýtur sí-
fellt meiri vinsælda. Mikil eftirspurn
hefur verið eftir hönnun hennar og
er hún með langan lista af pöntun-
um fyrir sokkana.
Handgerðir sokkar
Mikil vinna er lögð í hvert sokka-
par. Sokkarnir eru úr nælonefni og
eru saumaðir með mjög fínni nál og
teygjuþræði. Þeir eru gerðir úr mörg-
um mismunandi litum sem hún lit-
ar sjálf. Svo klippir hún þá niður
og saumar þá aftur saman. „Þetta
er heilmikil vinna þar sem þetta er
handlitað. Ég er með svona hálfgert
„lita-fetish“ og verð að hafa nákvæm-
lega rétta litinn. Ég pæli alveg ótrú-
lega mikið í litasamsetningunni.“
Þar sem hvert sokkapar er handgert
er í raun hvert par einstakt. „Það eru
eigin lega engir tveir eins, það er allt-
af eitthvað við þá sem er öðruvísi,“
segir Borghildur.
Hannar í frístundum
Borghildur segir ekki mikinn tíma
gefast til að hanna nýja línu þar
sem hún vinnur fullan vinnudag og
sinnir fatahönnuninni í frístundum.
„Eins og er þá er þetta svona hliðar-
vinna sem ég vonast þó til að verði
full vinna einn daginn. Ég vonast
samt til að ég geti komið einhverju
út í sumar. Þá myndi ég líklegast
selja það á Pop up markaðnum. Ég
er allavega með ýmislegt í huga sem
mig langar til að gera,“ segir hún og
bætir við að erfitt geti verið að vera
nýr í fatahönnunarbransanum hér á
landi. „Það er erfitt þegar maður er
nýr í þessu að finna hvar maður á að
byrja. Mér finnst líka hart að vera að
setja mig jafnvel út í skuldir til að fara
út í framleiðslu á línunni. Það alla-
vega hentar mér ekki núna.“
Mikil gróska í íslenskri hönnun
Hún vill þó meina að viðhorf
fólks til íslenskrar hönnunar hafi
breyst. „Mér finnst vera að breytast
hvernig fólk lítur á íslenska hönn-
un. Eins og til dæmis þegar ég hef
verið að selja á Pop up markaðn-
um finnur maður að hugsunin hjá
fólkinu sem kemur er sú að styrkja
íslenska hönnun. Það vill kaupa af
ungu fólki sem er að gera skemmti-
lega hluti,“ segir hún og vill meina
að það sé mikil gróska í íslenskri
hönnun um þessar mundir. Það
sé þó alltaf erfitt fyrir unga hönn-
uði að selja í búðir því kostnaður-
inn við að gera hlutina sé svo mikill
og með álagningu í búð sé varan oft
orðin of dýr.
Starfsnám í London
Framtíðin er björt hjá þessum hæfi-
leikaríka hönnuði sem er að flytja
búferlum í haust. „Ég er að flytja
til London og er að fara i starfs-
nám. Mig langar að komast í nýtt
umhverfi og kynnast þessum geira
betur,“ segir Hilda en það er þó ekki
komið á hreint hvar hún verður í
starfsnámi. „Ég er búin að vera að
sækja um og vonandi kemur eitt-
hvað spennandi út úr því.“
viktoria@dv.is
Borghildur Gunnarsdóttir
Hannar undir nafninu Milla
Snorrason.
Sokkarnir Eru handlitaðir og
saumaðir saman í höndunum.
Mynd SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon
Garðastræti er ekki þekktasta
verslunargata landsins en þar er
engu að síður að finna nokkrar
búðir. Til dæmis er þrjár búðir að
finna undir sama þaki í Garða-
stræti 17. Undirfatabúðina Línserí,
barnafatabúðina Barnabúðina og
Klausturbúðina. Línserí selur há-
gæða undirföt fyrir konur á öllum
aldri. Mikið er lagt upp úr gæðum
og góðum sniðum. Búðin hefur
verið starfandi í um tvö ár. Barna-
búðin er barnafatabúð sem var
opnuð í febrúar síðastliðnum. Þar
eru seld falleg barnaföt úr náttúru-
legri bómull. Þar á ská á móti er
fatabúð Hjálpræðishersins þar
sem getur verið gaman að gramsa
og gera góð kaup. Íslenska fata-
merkið She hefur líka nýverið opn-
að búð í Garðastræti en þar er hægt
að fá flotta íslenska hönnun á góðu
verði. Svo má ekki gleyma Skó-
vinnustofu Hafþórs sem hefur
staðið við þessa sögufrægu götu í
mörg ár. Þar er tilvalið að koma við
og láta Hafþór gefa gömlum skóm
nýtt líf. Það er því ferðarinnar virði
að taka lengri göngutúr um bæinn
og kíkja í Garðastræti því þar er
hina ýmsu gullmola að finna.
Tískubloggið
www.trendycrew.com
Myndir af skemmtilegri götutísku
víða í heiminum. Skemmtilegar
myndir af áhugaverðu fólki í
flottum fötum.
gullmolar í garðastræti
Barnabúðin Er meðal þeirra búða sem
eru í Garðastræti.
Leðurbakpokar
Leðurbakpokar eru gífurlega heitir
um þessar mundir og verða það
áfram í haust og vetur. Virkilega
þægilegt að geta borið allar þær
nauðsynjar sem maður geymir í
veskinu sínu á bakinu í stað þess að
bera þetta allt á annarri öxlinni. Þeir
eru flottir bæðir nýir og líka snjáðir, í
hinum ýmsu litum.
Blóma-
samfestingar
Samfestingar í hinum ýmsu blóma-
mynstrum hafa verið áberandi í
sumar og verða enn. Þeir eru í alls
konar sniðum, bæði stuttir og síðir,
þröngir og víðir. Fer allt eftir smekk
hvers og eins. Blómamynstrin eru
líka mismunandi, allt frá smáblóm-
óttu yfir í stærri blómamynstur. Það
er þó ekki fallegt að hafa blómin í
mynstrinu of stór. Blómasamfestinga
er hægt að fá í öllum helstu búðum
bæjarins og svo er líka hægt að panta
þá í erlendum netverslunum. Um að
gera að finna blómabarnið í sér yfir
sumartímann og skella sér í blóma-
samfesting.
Vintage
Asos
Vintage