Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2010, Page 62
Nú fer að líða að lokum fyrstu þáttaraðar grínistans Steinda Jr. sem slegið hefur í gegn á Stöð 2 undanfarið. Sjöundi þátturinn verður sýndur á föstudagskvöld, klukkan 21.20. Hann verður með breyttu sniði þar sem grínistarn- ir Dóri DNA og Bergur Ebbi fara yfir það besta úr liðnum þáttum með fólki í sjónvarpssal og áhorf- endum heima í stofu. Áttundi og síðasti þátturinn í þáttaröðinni verður að öllum líkindum sýndur á öðrum tíma. Um er að ræða grófasta grín Steinda í þáttaröð- inni og var það tekið saman í sér þátt sem verður sýndur mun seinna um kvöld og jafnvel á öðr- um degi. „Þetta var nú bara létt grín hjá mér en ef ég fengi jafn góð laun og Jón sjálfur tæki ég þetta örugglega að mér,“ segir glamúrmódelið Ásdís Rán Gunnarsdóttir sem bauð verð- andi borgarstjóra, Jóni Gnarr, krafta sína sem sérlegur útlitsráðgjafi á samskiptavefnum Facebook í gær. Innlegg Ásdísar á vefnum hljóm- aði svona: „Ég var að pæla í hvort ég mætti sækja um sem sérlegur útlits- ráðgjafi og skemmtanastjóri Bæjar- stjóra? Þú verður náttúrulega að taka þetta með stæl, Armani, eðalvagnar, 101 og Sjávarkjallarinn í kvöldmat. Ekki verra að hafa gorgeous blond- ínu í eftirdragi ;) Congratz gamli! Læk læk.“ Sjálfur tekur Jón vel í uppá- stunguna með stóru „LIKE“. Í samtali við DV sagði Ásdís að þótt um létt grín hefði verið að ræða væri ýmislegt sem mætti betur fara í útliti Jóns. „Hann er náttúrlega flott- ur eins og hann er en það mætti alveg „fiffa“ hann aðeins til fyrst hann er kominn í svona góða stöðu. Lúkkið þarf að standa undir stöðunni. Ég væri til í að setja á hann smá brúnku- krem og klæða hann í Armani og gera hann þannig örlítið mafíósalegri. Ég og Jón Gnarr yrðum rosalega flott team,“ segir Ásdís, sem líst vel á Jón sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur. „Mér finnst þetta frábært og er viss um að hann eigi eftir að standa sig vel. Hann er ótrúlega klár og veit al- veg hvað hann er að gera, þótt flest sem hann segir sé djók.“ indiana@dv.is Vill gera Jón mafíósalegri grófur steindi Ásdís RÁn býðuR sig fRam til útlitsRÁðgjafa boRgaRstjóRa: simmi og jói: Birgir Örn Steinarsson og hljóm- sveitin hans Króna voru að senda frá sér lag sem heitir Maðurinn sem vildi vera Guð. Texti lagsins fjallar um Guðmund Jónsson, sem er jafnan kenndur við með- ferðarheimilið Byrgið. Í laginu er sungið um það hvernig Guð- mundur nýtti sér veikgeðja fólk og segir meðal annars í textan- um: „...lofaði þeim lífsins gæði ef þau vildu kyngja hans sæði.“ Birgir, sem er jafnan kallaður Biggi í Maus, vill losna við í-ið úr viðurnefni sínu og vera einfald- lega kallaður Biggi Maus. syngur um gumma í Byrginu 62 föstudagur 11. júní 2010 fólkið Flott team Ásdís Rán vill sjá Jón Gnarr í Armani-jakkafötum og með brúnkukrem. Feta í Fótspor Jóa Fel „Til að byrja með verður þetta kok- teilsósan okkar, Fabrikkusósan, grísa- rif, grillhamborgarar og hamborgara- brauðin en stefnan er að vera með tólf vöruflokka í framtíðinni,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, fjölmiðla- og veitinga- maður, en þeir félagar Simmi og Jói munu feta í fótspor bakarans og sjón- varpsmannsins Jóa Fel og selja eigin vörur í Hagkaupum á næstu dögum. „Jói Fel er náttúrulega kóngurinn í þessu en við verðum í öðrum flokkum en hann. Kveikjan að þessu var sú að það hefur ekki orðið endur- nýjun í hamborgara- sósum síðan ég veit ekki hvenær. Á Ham- borgarafabrikkunni vildum við bjóða upp á öðruvísi sósur en kok- teilsósan okkar er hvít og þyk- ir afspyrnugóð. Þess vegna þótti okkur sniðugt að tappa henni á flöskur og selja hana í Hag- kaupum,“ segir hann og bætir við að vörurnar muni ekki verða skreyttar myndum af þeim félögum. Simmi segir velgengni Hamborg- arafabrikkunnar hafa farið fram úr björtustu vonum en hann viðurkenn- ir að staðurinn krefjist meiri vinnu en hann hafði talið. Aðspurður segir hann þá félaga ekki ætla að yfirgefa fjölmiðlana og snúa sér alfarið að matvælunum. „Þetta er botnlaus vinna og samt var ég búinn að undirbúa mig eftir ráðum veitingamanna. Þetta er ekki beint erfitt heldur frekar annasamt og tímafrekt því allt það sem er skemmti- legt getur varla verið erfitt. Fjölmiðla- starfið hefur alltaf verið aukastarf hjá okkur og er það líka núna. Það starf flokkast meira sem áhugamál frekar en alvöru starf því við höfum það allt- af svo gaman,“ segir hann og bætir að- spurður við að þeir félagar hafi einn- ig alltaf haft gaman af því að elda og borða mat. „Ég er alls ekki stressaður yfir því hvaða viðbrögð vörurn- ar fá. Íslendingar eru sósuglatt fólk og góðar sósur standa alltaf fyrir sínu. Við erum búnir að þróa þessar vörur í langan tíma og okkur finnst full ástæða til þess að fólk taki okkar mat með sér í Húsa- fell.“ fjölmiðla- og veitingamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörns- son vilja að landsmenn eigi kost á því að fara með uppáhaldsmatinn í útileguna í sumar og mun kokteilsósa þeirra félaga, fabrikkusósan, hamborgarar og grísarif fást í Hagkaupum innan skamms. Úr fjölmiðlum í matvælin Simmi og Jói stefna á að selja allt að tólf matvöruteg- undir í Hagkaupum en ætla ekki að skreyta umbúðirnar með myndum af sjálfum sér. Kóngurinn Simmi segir Jóa Fel kónginn þegar kemur að því að selja eigin vörur í Hagkaupum og þeir félagar ætla að feta í fótspor hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.