Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 23. ágúst 2010 mánudagur LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no1 st. 36-41 verð kr. 8995.- no2 st. 36-41 verð kr. 8995.- no3 st. 36-41 verð kr. 8995.- no4 st. 36-46 verð kr. 8995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Fyrirtækið Gasfélagið, sem hefur að- setur í Straumsvík, hefur sótt um byggingarleyfi hjá Hafnarfjarðarbæ til þess að auka geymarými sitt til muna. Fyrirtækið hefur nú geymslurými fyr- ir 452 tonn af própangasi en vill, sam- kvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarð- arbæ, stækka geymslurýmið upp í 1.328 tonn. Bjarni Ármannsson, fyrr- verandi forstjóri Glitnis, er eigandi Gasfélagsins í gegnum félagið Sjáv- arsýn. Málið var tekið fyrir á fundi embættismanna Hafnarfjarðarbæjar í júní, en afgreiðslu málsins var frestað þar sem skipulags- og byggingafull- trúi óskaði eftir frekari gögnum sem sýna nákvæma stærð og staðsetningu gastanka sem félagið hyggst byggja. Forsvarsmenn álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík, sem eru næstu nágrann- ar Gasfélagsins, leggjast alfarið gegn hugmyndum um stækkun af ótta við sprengihættu. Þeir segja að nú þeg- ar sé sprengihætta af Gasfélaginu, en hún muni aukast verulega, nái hug- myndir um stækkun fram að ganga. Óttast sprengihættu Ólafur Teitur Guðnason, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan, segir að fyrirtækið telji stækkun geymarýmisins ekki æski- lega og að óheppilegt sé að reka svona umfangsmikla innflutnings- geymslu og dreifistöð fyrir gas, eins nálægt stórum vinnustað og gert er í Straumsvík. „Af þessu er nú þegar talsverð hætta fyrir okkar starfsfólk og starfssemi. Hún mun aukast verulega ef umsvifin verða aukin, þannig að við erum ekki hrifin af þeim fyrirætl- unum,“ segir Ólafur og tekur fram að það sé ekki talið líklegt að geymarnir springi, en það sé heldur ekki hægt að útiloka það. Aðspurður um hættuna af hugs- anlegri sprengingu í gasgeymunum, svarar Ólafur: „Samkvæmt okkar út- reikningum myndi sprenging í þess- um fjórum geymum stofna mörgum starfsmönnum í bráða lífshættu og margir tugir til viðbótar ættu á hættu alvarlegt líkamstjón. Okkar útreikn- ingar benda til að áhrifanna myndi gæta á öllu svæðinu, en svo er hætt- an mismikil eftir því hversu nálægt er farið.“ Rio Tinto Alcan hyggst koma því á framfæri við yfirvöld í Hafnarfirði að fyrirtækið mælist til þess að þess að fyrirhuguð stækkun verði ekki leyfð. Fara eftir ströngum reglum Pétur Þórir Pétursson, framkvæmda- stjóri Gasfélagsins, segir í samtali við DV að fyrirhuguð stækkun sé liður í að gera fyrirtækið hagkvæmara og til þess að hægt sé að taka inn stærri farma af gasi í einu til landsins. Hann segir farið eftir öllum reglugerðum um öryggismál. „Þannig að stöðin er að öllu leyti, og hefur verið frá því hún var byggð árið 1995, samkvæmt ströngustu kröfum um öryggi og allt sem viðkemur því. Það var aðallega farið eftir Shell-stöðlum, sem eru ströngustu staðlar sem til eru, auk opinberra reglugerða. Líkur á að eitt- hvað gerist eru mjög litlar. Gas er fljót- andi efni eins og við tökum það og lýtur að mörgu leyti sömu lögmálum og bensín og eldsneyti. Það er meira í hugum fólks sem gas er hættulegra,“ segir Pétur. Fyrirhuguð stækkun þarf að fara í grenndarkynningu, en þar er aðallega átt við að sannfæra þarf Rio Tinto Al- can um að samþykkja stækkunina. Bullandi taprekstur Gasfélagið, sem er eins og fyrr segir að fullu í eigu einkahlutafé- lagsins Sjávarsýnar, sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, hefur ver- ið rekið með miklu tapi hin síð- ari ár. Samkvæmt ársreikningi fyr- ir árið 2007 tapaði félagið 1.227 milljónum króna. Árið 2008 nam tapið á rekstri félagsins 616 millj- ónum króna, en Bjarni Ármanns- son eignaðist félagið að fullu það ár. Árið 2006, árið áður en Bjarni keypti félagið, skilaði Gasfélag- ið hins vegar um 284 milljónum króna í hagnað. Forsvarsmenn álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík leggjast gegn því að Gasfélagið, sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fái að stækka geymarými sitt í Straumsvík um 876 tonn. Ólafur Teitur Guðnason segir að starfsmönnum álversins stafi nú þegar hætta af geym- um Gasfélagsins og hún myndi aukast verulega ef umsvif fyrirtækisins yrðu aukin. ÓTTAST SPRENGIHÆTTU AF GASFÉLAGI BJARNA valGeir örn raGnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Myndi sprenging í þessum fjórum geymum stofna mörg- um starfsmönnum í bráða lífshættu. eigandinn BjarniÁrmannsson, fyrrverandiforstjóriGlitnis,ereig- andiGasfélagsins,semvillstækka geymarýmisittnærriþrefalt. Sex stútar á Menningarnótt Sex ökumenn voru teknir fyrir ölv- unarakstur á Menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 21–50 ára og 35 ára kona. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Nokkuð var um umferðaróhöpp í borginni í gær en þau voru nær öll minniháttar. Í einu tilviki var ekið á gangandi veg- faranda en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Teknir með dóp Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á Menningarnótt. Fjór- ir karlar á aldrinum 16–30 ára voru handteknir í miðborginni grunaðir um fíkniefnamisferli, en á þremur þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Piltur um tvítugt var einnig hand- tekinn í miðborginni á laugardag en í fórum hans fundust fíkniefni. Lögreglumenn voru annars almennt sáttir með Menningarnótt þetta árið. Þyrla til bjargar Á áttunda tímanum á laugardags- kvöld barst Landhelgisgæslunni boð frá Neyðarlínunni um konu sem slasast hefði á fæti í Hrútfjallstind- um í Öræfajökli. Var þyrla Landhelg- isgæslunnar kölluð út þar sem talið var vandkvæðum bundið að koma konunni niður af jöklinum. TF-LIF fór í loftið um áttaleytið og var komin á slysstað laust eftir klukkan níu um kvöldið. Ekki reynd- ist unnt að lenda á slysstað og var því brugðið á það ráð að lenda við Freysnes þar sem þyrlan var létt áður en haldið var aftur á slysstað þar sem slasaða konan var hífð um borð ásamt tveimur ferðafélögum. Dagur B. eggertsson segir 150 prósent skuldaþak orðum aukið: Ekki150prósentþak Dagur B. Eggertsson, formaður borg- arráðs, segir að það sé ekki rétt sem hafi komið fram að skuldaþak á sveitarfélög eigi að verða 150 prósent af árstekjum þeirra. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um hvernig Reykja- víkurborg myndi bregðast við ef lög um skuldaþak á sveitarfélög yrðu sett á. Hann segist hafa spurst fyrir um málið hjá fjármálastjóra borgarinn- ar og fengið þau svör að fregnir um 150 prósent skuldaþak væru orðum auknar. Frá því var sagt í Fréttablaðinu í síð- ustu viku að hugmyndir sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gangi út á það að þak verði sett á skuldir sveit- arfélaga, svo skuldir þeirra megi ekki vera hærri en 150 prósent af árstekj- um þeirra. Það er ljóst að Reykjavík- urborg er langt frá því að uppfylla þau skilyrði. Nefnd sem vinnur að frumvarpi um breytingar á sveitarstjórnarlög- um vill reyna að takmarka heimildir sveitarfélaga til skuldsetningar, með- al annars með því að setja skuldaþak sem miðar við 150 prósent af árstekj- um sveitarfélaga. Miðað við tölur úr endurskoðun- arskýrslu Reykjavíkurborgar, eru skuldir fyrir árið 2010 áætlaðar 326 milljarðar króna. Að sama skapi eru tekjur fyrir árið áætlaðar 89 milljarð- ar króna. Þetta þýðir að skuldir borg- arinnar eru 366 prósent af tekjum borgarinnar. Áforma stækkun GasfélagiðíStraumsvík villstækkageymarýmisittverulega. NágrannarþeirraíRioTintoAlcanleggjast gegnstækkuninniafóttaviðsprengihættu. mynD rÓBerT reynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.