Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 23. ágúst 2010 mánudagur Samkvæmt skýrslu frá Lýðheilsustöð eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök þeirra Íslendinga sem deyja vegna samblands sjúkdóma og áfengis- og vímuefnaneyslu. ný rannsókn frá háskóla í Seúl gefur til kynna að þeir sem drekka mikið áfengi og eru með of háan blóðþrýsting eru í mun meiri hættu á að þjást af alvarlegum hjartavandamálum. margir telja rauðvín gott fyrir hjartað en sam-kvæmt nýrri rannsókn er stórhættulegt fyrir fólk með of háan blóðþrýsting að drekka mikið áfengi eða stunda svo- kallaða lotudrykkju. Þetta eru nið- urstöður vísindamanna við Yonsei- -háskólann í Seúl en fjallað er um rannsóknina á vef CNN-fréttamið- ilsins. Menn hafa lengi vitað að of hár blóðþrýstingur eykur líkur á hjartasjúkdómum og hjartaslagi auk þess sem óhollusta mikillar vín- drykkju ætti ekki vera vera nein- um dulin, en samkvæmt rannsókn- inni margfaldast vandamálin þegar þetta tvennt kemur saman. Í rannsókninni var rúmlega sex þúsund manns, 55 ára og eldri, fylgt eftir í tvo áratugi. Þeir sem mæld- ust með of háan blóðþrýsting og drukku tólf eða fleiri áfenga drykki í einu voru fimm sinnum líklegri til að þjást af vandamálum tengd- um hjartanu. „Mikil drykkja eykur á vandræðin og það meira en lít- ið,“ segir Brian Silver, taugasérfræð- ingur við Henry Ford-háskólann í Detroit í Michigan og talsmaður American Heart Association. Vís- indamenn sem stóðu að rannsókn- inni geta ekki með vissu sagt til um það hvort mikil áfengisneysla bein- línis valdi hjartasjúkdómum þeirra sem hafa of háan blóðþrýsting þar sem tímalengdin sem drykkjan átti sér stað og tímalengd veikindanna voru ekki teknar með í reikning- inn. „Það eru til rannsóknir um að áfengisdrykkja geti aukið blóðþrýst- ing um 15–20 stig svo ekki er ólíklegt að þeir sem hafa of háan blóðþrýst- ing til að byrja með verði líklegri til að þjást af hjartasjúkdómum. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart,“ segir J. Chad Teeters, hjartalæknir við University of Rochester Medical Center í New York. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom í ljós að mikil áfengisdrykkja er sérlega hættuleg fyrir karlmenn sem hafa mjög háan blóðþrýsting. Ef þeir drekka meira en sex áfenga drykki í einu eru þeir fjórum sinn- um líklegri til að fá hjartaáfall en ódrukknir einstaklingar með eðli- legan blóðþrýsting. Ef þeir neyta tólf drykkja tólffaldast hættan. Eðli- legur blóðþrýstingur er 120/80 eða lægri en of hár blóðþrýstingur er yfir 140/90. Í rannsókninni, sem birt- ist í tímaritinu AHA Journal Stroke, voru þeir drykkjumenn sem voru í mestri hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma með blóðþrýsting yfir 168/110. Mikil drykkja og of hár blóð- þrýstingur auka líkur á hjartaáfalli. Í rannsókninni kom í ljós að þeir sem höfðu of háan blóðþrýsting voru tvöfalt líklegri til að deyja af völdum hjartaáfalls, hvort sem þeir drukku áfengi eða ekki og það sama má segja um drykkjurúta, án tillits til blóðþrýstings. Sérfræðingar geta ekki útskýrt af hverju þessi blanda er svo hættuleg. Ein kenningin er sú að hár blóðþrýstingur eyðileggi æðar og mikil áfengisneysla geti leitt til hrörnunar æða. „Það er eitthvað í áfengi sem veikir slagæðarnar,“ seg- ir Silver, sem kom ekki að rannsókn- inni. Ekki var nægur fjöldi kvenna í rannsókninni til að hægt sé að full- yrða að sambland of hás blóðþrýst- ings og áfengisneyslu sé þeim jafn- hættulegt og karlmönnum auk þess sem rannsóknin fór fram í sveitum Suður-Kóreu þar sem áfengisvalið snýst um sojavín og hrísgrjónavín. Því er ekki hægt að fullyrða að bjór og Jack Daniels-viskí hafi sömu áhrif. „Annmarkar rannsóknarinnar eru engin afsökun til að drekka of mikið eða hleypa blóðþrýstingnum upp úr öllu valdi. Mikil drykkja er aldrei góð hugmynd og of hár blóð- þrýstingur ekki heldur. Sambland af þessu tvennu getur ekki verið ann- að en slæmt,“ segir Robert Myerburg, hjartasérfræðingur og prófessor við University of Miami Miller School of Medicine, og bætir við: „Þessar tölur eru sláandi ef þær reynast réttar.“ indiana@dv.is þegar áfengið p Á Íslandi er algengast að neyslutengd dauðsföll flokkist sem slys af einhverju tagi. Í skýrslu Lýðheilsustöðvar, www.lydheilsustod.is, frá árinu 2002 þar sem dauðsföll vegna áfengis- og vímuefnaneyslu á tímabilinu 1986–1995 voru skoðuð kemur fram að þegar fólk undir áhrifum áfengis eða vímuefna deyr er oftast skráð að um slys sé að ræða eða í 45% tilvika og næstoftast sjálfsvíg (31%). Rúmlega 19% dauðsfalla, eða 94 af þeim 494 dauðsföllum sem skráð voru á tímabilinu og tengdust áfengis- og vímuefnaneyslu, voru vegna sjúkdóma. Þar af voru hjartasjúkdómar algengastir eða í yfir 55% tilfella. Í skýrslunni kemur fram að tölurnar sýni einungis þau tilfelli þar sem krufning fór fram. Flestir deyja úr hjartasjúkdómum: n Skrifaðu niður ástæður fyrir því að minnka áfengisneyslu þína, t.d. betri svefn, minna mittismál og betra líkamlegt form. Eða ertu að hætta að drekka eða minnka drykkjuna af því að hún hefur komið þér í vandræði? Skoðaðu listann þinn reglulega. n Haltu dagbók. Settu þér markmið og skrifaðu þau niður. Haltu skrá yfir drykkj- una. Settu t.d. strik fyrir hvern drykk sem þú neytir. n Hreinsaðu til í skápunum. Ekki eiga áfengi í húsinu ef þú ert að reyna að hætta eða minnka drykkju. n Fáðu hjálp hjá maka og vinum. Ef þú átt við alvarlegt vandamál að stríða skaltu leita til læknis eða sérfræðings. n Ef þú drekkur ennþá en vilt minnka drykkjuna taktu þá pásu á milli sopa. Fáðu þér glas af vatni á milli drykkja. n Hversu háð/-ur ertu? Prófaðu að taka pásu. Ekki drekka í einn dag. Prófaðu næst að hætta í tvo daga og svo í viku. Hvernig líður þér án áfengis? Ritaðu tilfinningar þínar í dagbókina. n Forðastu freistingar ef þú óttast að falla. n Vertu ákveðin/-n þegar vinirnir ýta á þig. Segðu hreint út „nei“. n Hafðu eitthvað fyrir stafni. Farðu í bíó, spilaðu eða stundaðu áhugamál sem dreifa huganum frá áfengi og djammi. n Reyndu á þig líkamlega þegar þú finnur þörf fyrir áfengi. Farðu í ræktina, í göngutúr með vini eða prófaðu nýja íþrótt sem hefur alltaf heillað þig. n Fylgstu með peningunum sem þú sparar með því að drekka minna. n Verðlaunaðu þig með ferðalagi eða einhverjum hlut sem þig hefur lengi langað í. minnkaðu drykkjuna: n Þú getur styrkt hjartað og auðveldað því puðið. n Taktu til fótanna. Rösk ganga í samtals 30 mínútur á dag dregur úr blóðfitu- myndun, lækkar blóðþrýsting og styrkir hjartað og æðakerfið. n Borðaðu góðan og hollan mat, litríka ávexti, ferskt grænmeti, fitulítið kjöt, ferskan fisk, léttar mjókurvörur og pasta. Njóttu matarins í næði. n Mundu að reykingar valda hjartasjúkdómum. Reykingamaður er í tvöfalt meiri hættu á að fá kransæðastíflu. n Er blóðþrýstingurinn í lagi? Eftir fimmtugt ætti að mæla hann annað hvert ár. Heimild: www.landlaeknir.is hjartað púlar Fyrir þig:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.