Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 23. ágúst 2010 FRÉTTIR 7 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði ÆTLUÐU AÐ KOMA HÖGGI Á WIKILEAKS Í mars voru trúnaðargögn birt á uppljóstrunarsíðunni Wikileaks um áætlun bandarískra stjórnvalda til að uppræta starfsemina. Þar var talið að ákæra vegna glæps á hendur einhverjum af forsprökkum Wikileaks myndi draga úr trúverðugleika síðunnar. Kristinn Hrafnsson fréttamaður segir margt benda til þess að ásakanir á hendur Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um kynferðisbrot séu hluti af þeirri herferð. „Í síðasta skiptið gekk hann of langt,“ segir kona sem leitaði til lögreglunn- ar í Stokkhólmi í síðustu viku. Hún telur að Julian Assange, einn af stofn- endum Wikileaks, hafi nauðgað sér. Tvær stúlkur leituðu til lögregl- unnar og töldu Assange hafa misnot- að sig. Önnur kvennanna var í við- tali hjá sænska blaðinu Expressen á sunnudag. Konan, sem er frá Enköping í Sví- þjóð, er sögð hafa haft samband við Assange í gegnum sameiginlegan kunningja þeirra í Stokkhólmi þeg- ar hún frétti af því að Assange væri á leið þangað. Hún bauð honum aðstoð sína þyrfti hann á henni að halda. Konan er sögð hafa hitt Assange á laugardag í síðustu viku í hádegis- mat. Þau hafi síðan varið tíma sam- an um eftirmiðdaginn og farið í kvikmyndahús um kvöldið. Þegar myndinni lauk hafi þau kvatt hvort annað og sagst ætla að vera í síma- sambandi. Assange fór sjálfur í gleð- skap þar sem kona segir hann hafa misnotað sig um nóttina. Konan frá Enköping er sögð hafa haft samband við Assange aftur á mánudeginum og þau hist síðan í Stokkhólmi. Þau hafi tekið lestina til Enköping og farið í íbúð hennar þar sem hún segir þau hafa stundað kyn- líf með hennar samþykki. Hún hafi aftur á móti sett Assange mörk sem hann hafi ekki virt. Hún hafi síðan haft samband við kunningja sinn í Stokkhólmi á ný og þau hafi ákveðið að leita til lögreglunnar. Viðbrögð gagnrýnd Á föstudag gaf saksóknari í Svíþjóð út handtökuskipun á hendur Assange sem síðan var dregin til baka af rík- issaksóknara. Maria Häljebo Kjell- strand gaf upphaflega út handtöku- skipunina og sagði fjölmiðlum frá því að Assange hefði verið kærður fyr- ir nauðgun. Kjellstrand hefur meðal annars verið gagnrýnd af fyrrverandi ríkissaksóknara í Svíþjóð sem segir ekki eiga að gefa upp slíkar upplýs- ingar á þessu stigi máls. Í mars birti Wikileaks gögn sem sýndu fram á vilja bandarískra stjórnvalda til að uppræta uppljóstr- unarstarfsemina fyrir tveimur árum. „Staðfesting á afhjúpun, uppsögn á vinnustað, ákæra eða lagalegar að- gerðir gegn núverandi eða fyrrver- andi forsprökkum og uppljóstrur- um gæti mögulega skemmt fyrir eða tekið broddinn úr starfseminni og komið í veg fyrir að þeir sem hugsi um að nota WikiLeaks.org vefsíðuna geri það,“ segir í skýrslu sem birt var á vefnum. Kristinn svarar fyrirspurnum Kristinn Hrafnsson fréttamaður hef- ur svarað fjöldanum öllum af fyr- irspurnum frá heimspressunni um helgina eftir að fyrst var greint frá ásökununum. „Þetta mál er eiginlega svo farsakennt að það er ótrúlegt að upplifa þetta,“ segir hann. Aðspurður hvort málið sé hluti af herferð bandarískra stjórnvalda gegn Wikileaks segir Kristinn ekki hægt að fullyrða um það. Hins veg- ar liggi skjalið fyrir um hvernig gera eigi út af við síðuna. „Þannig að sá vilji hefur augljóslega verið til staðar lengi. Hvort þetta er partur af því get ég ekki sagt til um og hef ekki sann- anir fyrir því. En ef hluturinn labbar eins og önd og kvakar eins og önd þá er hann líklega önd.“ Mannorðið svert Sé Assange flett upp á leitarsíðum koma ásakanirnar fljótt fram. Að- spurður hvort herferðin hafi ekki þá þegar tekist segist Kristinn frekar telja að málið hafi sprungið í and- litið á bandarískum stjórnvöldum. Einkennilegur eftirmáli málsins hafi ekki fengið minni athygli en ásak- anirnar sjálfar. „Málið klárast og Wiki leaks heldur sínum gangi þrátt fyrir tilburði til að reyna að stoppa síðuna,“ segir hann. Assange sagði sjálfur við Afton- bladet í gær að hann vissi ekki hverj- ar konurnar væru og að ásakanirn- ar væru tilhæfulausar. Þegar hann var spurður hvort hann hefði verið leiddur í kynlífsgildru svaraði hann: „Kannski, kannski ekki.“ RÓBERT HLYNUR BALDURSSON blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Hafnar því ekki að hafa verið leiddur í gildru Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segir ásakanirnar tilhæfulausar en neitar því ekki að hafa verið leiddur í gildru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.