Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 23. ágúst 2010 mánudagur „Ég sé að Hjálmar Jónsson ber af sér þessar sakir á Pressunni. En þar heldur hann til baka mjög mikilvæg- um upplýsingum,“ segir Sigrún Pál- ína Ingvarsdóttir sem sakaði Hjálm- ar og Karl Sigurbjörnsson núverandi biskup um tilraun til þöggunar árið 1996. Sigrún Pálína sakaði Ólaf Skúla- son biskup um nauðgunartilraun og í kjölfarið átti hún fund með þeim Karli og Hjálmari. „Þetta hófst þannig að frændi minn sem var Alþingismað- ur vildi reyna að hjálpa mér og kom mér í samband við Hjálmar sem sat þá á Alþingi. Ég fór á fund Hjálmars sem stakk upp á því að við myndum tala við Karl. Við samþykktum það og fórum með honum á fund Karls í Hall- grímskirkju.“ Eiginmaður hennar Alfreð Wolf- gang Gunnarsson sat þessa fundi með henni. Þetta var á föstudagseftir- miðdegi og lögðust báðir prestarnir á bæn fyrir þeim hjónum. Laugardagur- inn hófst svo með því að séra Hjálmar kom heim til þeirra og bað fyrir þeim þar. „ „Ég hélt að þeir ætluðu að hjálpa mér. Þeir virtust reiðubúnir til þess og það var óskaplegur léttir. Loksins virt- ist einhver trúa mér. Svo upphefjast samræður þeirra við Ólaf Skúlason. Ég fór fram á það að hann myndi við- urkenna það sem hann gerði og biðja mig opinberlega afsökunar. Hann neitaði því. Ég fann að því oftar sem þeir töluðu við Ólaf því niður- dregnari urðu þeir.“ Niðurbrotin af sársauka og sorg Sigrún Pálína fór aftur á fund þeirra Karls og Hjálmars í Hallgrímskirkju á sunnudags- kvöldinu. „Þá kom- umst við að þeirri niðurstöðu að réttast væri að senda út yf- irlýs- ingu. Ég féllst á að draga mál mitt til baka í fjöl- miðlum, en ég sagði líka að ég drægi sannleikann ekki til baka. Yfirlýsing- in var handskrifuð og Karl fór með hana fram til þess að prenta hana. Þegar hann kom til baka var hún eins að öllu leiti nema því að hann hafði strokað út þessa setningu um að ég drægi sannleikann ekki til baka, sem var algjört lykilatriði. Mér brá þegar ég sá það. Ég horfði á þá og sagði að þetta gæti ég aldrei skrifað undir. Á þessu augnabliki áttaði ég mig á því að annað hvort ætluðu þeir aldrei að að- stoða mig eða þá að þeir væru búnir að gefast upp fyrir Ólafi. Ég stóð upp og kvaddi. Þegar ég var að fara spurði Hjálmar hvort ég gæti ekki hætt þessu fyrir börnin mín. Ég sagði: „Nei, ég get ekki hætt þessu fyrir börnin mín því þau vilja að ég segi sannleikann.“ Þá sagði Karl: „Hvað með móður þína? Getur þú ekki hætt þessu fyrir móður þína sem er sjúk?“ Mamma var veik á þessum tíma. Þegar hann sagði þetta brást eitthvað innra með mér og ég sá Karl í nýju ljósi. Karl birtist mér sem einhver allt annar maður. Ég fór af þessum fundi gjörsamlega niðurbrot- in af sársauka og sorg.“ Þjökuð af sektarkennd Sigrún Pálína bætir því við að eina ástæðan fyrir því að hún hafi upp- haflega samþykkt að gefa út slíka yfirlýsingu væri vegna þess að þegar hafi verið búið að koma henni í skilning um það hversu mikilli þjáningu hún væri að valda þjóðinni. „Á fundi siðanefndar var mér bent á það að þjóðin væri í sár- um. Mér var sagt að hugsa um allt fólkið sem gæti ekki leitað til kirkjunnar út af þessu máli. Gamla fólkið sem þyrfti að láta jarða maka sinn. Þetta kom aftur til tals á þess- um fundi okk- ar í Hallgrímskirkju. Á þessum tímapunkti var ég komin með svo mikla sektar- kennd að mér fannst ég verða að leysa þjóðina undan þessu. En ég var aldrei tilbúin til þess að draga sannleikann til baka. En ég var ekki ein. Hin kon- an sem steig fram með mér fór á líka fund Karls í Hallgrímskirkju þar sem hún skrifaði undir þessa yfirlýsingu. Hún ætlaði sér heldur aldrei að draga sannleikann til baka. En þegar hún gerði það var gátu menn bent á það og sagt að við værum allar að ljúga, ein konan hefði borið mál sitt til baka.“ Treystir Karli ekki Við þetta missti Sigrún Pálína allt traust á Karli. „Ég hef aldrei treyst hon- um eftir þetta. Ég fór aftur á fund hans fyrir tveimur árum. Þar mætti ég hörð- um og köldum manni, ekki skilningi eða sátt. Hann bað mig afsökunar en kannaðist samt ekki við það sem hann hafði gert. Nú hafa tveir biskupar Ís- lands beðið mig afsökunar á að hafa gert mér eitthvað án þess að kannast við hvað það var sem þeir gerðu. Ól- afur Skúlason gerði það þegar ég fór á fund hans í Bústaðakirkju. Þá sagði hann: „Ég bið þig afsökunar ef ég hef gert þér eitthvað en ég læt hempuna aldrei af hendi fyrir þetta“. Ég veit um fórnarlömb Ólafs í málum sem gerð- ust eftir 1996. Þau hafa ekki viljað stíga fram, en þau hafa haft samband við mig. Það eru þessi fórnarlömb sem þessir prestar hafa á samviskunni. Hann fékk að njóta vafans. Ekki ég.“ Vísar ásökunum á bug Karl lýsir þessum samskiptum með talsvert öðrum hætti í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, sunnu- dag.  „Laugardagskvöldið 2. mars 1996 hringdi séra Hjálmar Jónsson, alþing- ismaður, í mig og sagðist vera staddur á fundi með Sigrúnu Pálínu Ingvars- dóttur og manni hennar. Tjáði hann mér að þau vildu fá að hitta mig til að ræða leið til að ná sáttum í svonefndu biskupsmáli. Þar sem lagt var hart að mér ákvað ég að hitta hjónin ásamt sr. Hjálmari í Hallgrímskirkju þá um kvöldið. Við ræddum þar málið og fannst mér koma skýrt fram löngun Sigrúnar Pálínu að ná sáttum. Sömd- um við saman drög að yfirlýsingu sem fól í sér að Ólafur biskup bæðist fyr- irgefningar á framkomu sinni og að yrði þá málið látið niður falla. Síðdeg- is næsta dag fórum við séra Hjálmar á fund Ólafs biskups og sýndum honum yfirlýsinguna og spurðum hann hvort hann gæti sæst á þessa skilmála. Hann brást ekki vel við en sagðist vilja reyna sættir með þeim skilyrðum að Sigrún Pálína drægi ásökun sína á hendur honum til baka. Fyrirgefningarbeiðni af hans hálfu kæmi ekki til greina. Við bárum Sigrúnu og manni hennar þau skilaboð þegar sama kvöld. Hún taldi þetta alls ekki koma til mála. Þar með var útséð um sættir, því miður, og að- komu minni að málinu lokið. Ég vísa því algjörlega á bug að hafa gengið erinda þeirra sem vildu þagga niður málið. Hafa ber í huga að Sig- rún Pálína kærði biskup til saksóknara sem taldi ekki efni til að birta ákæru í málinu.“  Hélt lofræðu um Ólaf „Ég veit ekki af hverju þú vilt að við tökum afstöðu gegn látnum manni,“ segir Sigríður Magnea Jóhannsdóttir sem á sæti í kirkjuráði. Hún tekur und- ir orð Karls Sigurbjörnssonar biskups sem sagði í fréttum á Stöð 2 á föstu- daginn: „Við verðum að muna það, hafa það í huga að enginn mannlegur máttur getur dæmt í þessum máli. Það segir einhversstaðar: „Hinn dauði hef- ur sinn dóm með sér“. Og öll þurfum við að mæta þeim dómi og því réttlæti um síðir. Frelsarinn hvetur okkur til þess að dæma ekki.“ Aðspurð segir Sigrún Pálína það grátlegt að Karl segi að enginn mann- legur máttur geti dæmt í þessu máli. „Miðað við öll gögnin sem ég lagði fram á sínum tíma ætti að vera hægt að taka afstöðu í þessu máli. Þar að auki sendi prófastafélagið út yfirlýs- ingu á sínum tíma þar sem hún studdi Ólaf og sagðist harma þær aðdróttanir sem gerðar voru að Ólafi og þá með- ferð sem hann fékk. Það var mannleg- ur máttur sem þar dæmdi í málinu og þá var maðurinn ekki látinn. Mér finnst það jafn grátlegt að þeg- ar Karl hafði hitt okkur báðar og heyrt okkar sögu þá gat hann samt samið og farið með langa lofræðu um Ólaf þeg- ar hann varð sjötugur.“ Hvað með móð-ur þína? Getur þú ekki hætt þessu fyrir móður þína sem er sjúk? Sigrún Pálína Ingvarsdóttir var gjörsamlega niðurbrotin af sársauka og sorg eftir fund hennar með Karli Sigurbjörnssyni og Hjálmari Jónssyni á sínum tíma. Hún segir að eftir misheppnaðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason hafi þeir reynt að þagga niður í henni og vísaði Karl meðal annars til þess að hún gæti ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur vísar hann þessum ásökunum á bug og segir að enginn mannlegur máttur geti fellt dóm í málinu. „Ég hÉlt að þeir ætluðu að hjálpa mÉr“ Karl SIgurbJörNSSoN hélt ræðu á sjötugsafmæli Ólafs Skúlasonar, 29. desember 1999. Við birtum brot úr þeirri ræðu: „Þegar séra Ólafur réðst síðar til prestsþjónustu í ungri og vaxandi borgarsókn varð hann strax afar ástsæll. Glaðsinna og bjartsýnn atorkumaður, sem jafnan kann manna best að fagna góðu dögunum, en um leið traustur og styrkur sálusorgari og kennimaður. Hann bar og fágæta gæfu til að laða frábært fólk til samstarfs við uppbyggingu starfs- aðstöðu og safnaðarstarfs. Séra Ólafur varð forgöngumaður hinnar starfsömu kirkju sem kallaði unga sem eldri til starfa að málefnum kirkjunnar. Þjónustuár hans á biskupsstóli voru tímar mikillar grósku kirkjustarfs, átaksverkefna á sviði safnaðaruppbyggingar, en líka stórbrotinna sviptinga sem skóku kirkjuna. Voru það ekki umfram allt vorleysingar á tímum mikilla breytinga og umbrota í kirkju og þjóðlífi? ... Við hjónin samfögnum þeim hjónum báðum á tímamótum. Og við mælum fyrir munn hinna mörgu sóknarbarna og samstarfsfólks fyrr og síðar er við biðjum þeim heilla og ríkulegrar blessunar. Við biðjum þess að þau geti horft með gleði og þökk yfir starfsferilinn sem að baki er og fundið virðingu, hlýju og kærleika okkar, og íslensku þjóðkirkjunnar allrar, fylgja sér til framtíðar. Náð Guðs og friður umvefji þau og þau öll sem þau unna um ókomna daga alla.“ úr ræðu karls INgIbJörg dögg KJarTaNSdÓTTIr blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Sakaður um þöggun Karl Sigurbjörns- son núverandi biskup vísar því alfarið á bug að hann hafi beitt áhrifum sínum til að þagga niður í þeim konum sem sökuðu Ólaf Skúlason um kynferðisof- beldi. Önnur konan sem hann talaði við á sínum tíma dró mál sitt til baka. gáfust þeir upp fyrir Ólafi? Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að hún hafi fallist á að gefa út yfirlýsingu en Karl hafi strokað yfir lykilsetningu í yfirlýsingunni, þar sem hún sagðist ekki draga sannleikann til baka. Þá hafi hún áttað sig á því annað hvort hafi þeir Hjálmar aldrei ætlað sér að hjálpa henni eða gefist upp fyrir Ólafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.