Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 26
Íslenska skvísusveitin The Charl- ies lenti heldur betur í óskemmti- legri lífsreynslu á dögunum þegar bíll þeirra var dreginn í burtu af dráttarbíl. Alma, Kamilla og Klara eru búsettar í Los Angeles þar sem þær vinna hörðum höndum að tónlistarferli sínum. Samkvæmt Facebook-síðu hljómsveitarinn- ar höfðu þær stöllur lagt bílnum í hinu mesta sakleysi fyrir utan matvöruverslun til að skjótast á söngæfingu. Þegar æfingunni lauk var bílinn hins vegar hvergi að finna. Á Facebook segjast stelp- urnar hafa óttast að bílnum hefði verið stolið en síðar kom í ljós að hann hafði verið dreginn í burtu enda ólöglega lagt. Með hjálp vin- konu þeirra tókst þeim að fá bílinn til baka en ekki fyrr en þær höfðu borgað 250 Bandaríkjadali, sem samsvara um 30 þúsund íslensk- um krónum. Stelpurnar, sem í Ameríku ganga undir nöfnunum Camilla Stones, Alma Goodman og Klara Elias, eru á samningi hjá Holly- wood Records í Kaliforníu en fyrirtækið hefur meðal ann- ars umboð fyrir stórsveitina Qu- een. Hollywood Records er í eigu Disney- fyrirtækisins sem hefur skjólstæðinga á borð við unglinga- stjörnuna Miley Cirus og stráka- bandið Jonas Brothers sem eru risanöfn í tónlistarbransanum í dag. 26 fólkið 23. ágúst 2010 mánudagur aníta briem: Bíllinn dreginn í Burtu SkvíSuSveitin the CharlieS lendir í ævintýrum í ameríku: The Charlies Camilla Stones, Alma Goodman og Klara Elias eru óðum að læra á lög og reglur í stórborginni. eignast Barn Rithöfundurinn og norðlenski frétta- haukurinn Björn Þorláksson eignað- ist stúlku í vikunni. Um fyrstu dóttur Björns er að ræða en hann og eigin- kona hans, Arndís Bergsdóttir, eiga saman tæplega þriggja ára son auk þess sem Björn á uppkominn son af fyrra sambandi og Arndís tvær dætur. Eldri dóttir Arndísar eignaðist son fyrr á árinu og gerði þar með Björn að afa svo það er í nógu að snúast hjá rithöf- undinum, hvort sem er í afa- eða föð- urhlutverkinu. Björn vakti mikla athygli með bók sinni Heimkoman þar sem hann skrifaði um þá upplifun að vera rekinn úr vinnunni og inn á heimilið, eins og hann segir sjálfur í bókinni. afi OndO Knattspyrnuspekingur Íslands, Hjörvar Hafliðason, leyndi ekki hrifningu sinni á Gilles Mbang Ondo eftir ótrúlega frammistöðu hans með Grindavík gegn Íslands- og bikarmeisturum FH í síðustu viku. „Ríkisborgararétt handa Gilles Mbang Ondo strax! Þvílíkur leikmaður!,“ sagði Hjörvar á Face- book-síðu sinni. Enginn annar en Ondo sjálfur skrifaði athugasemd þar sem hann þakkaði Hjörv- ari stuðning- inn og sagðist þurfa að drífa sig í því að giftast íslensk- um stelpum sem fyrst. í landsliðið „Þetta var í einu orði sagt stórkostleg reynsla, eitt ævintýri,“ segir Gunn- laugur Briem, faðir íslensku Holly- wood-leikkonunnar Anitu Briem, sem gekk í það heilaga á föstudaginn. Leikkonan gekk að eiga unnusta sinn til nokkurra ára, kvikmyndaleikstjór- ann Dean Paraskevopoulos, á und- urfagurri grísku eyju þar sem kvik- myndin Mamma Mia var tekin upp. Samkvæmt bandarísku pressunni hafði kvikmyndin þó engin áhrif á staðsetninguna heldur frekar sú stað- reynd að brúðguminn er grískur. Faðir brúðarinnar, trommarinn Gunnlaugur Briem, var staddur á eyj- unni þegar DV náði tali af honum. Gunnlaugur sagði athöfnina hafa verið yndislega og að veislan stæði ennþá enda hefðu hjónin slegið upp tveggja vikna veislu. „Þetta svæði er ævintýralega flott. Það er ekki hægt að hugsa sér fallegri stað í heimin- um,“ sagði hinn stolti faðir sem vildi ekki fara út í nein smáatriði varðandi útlit brúðarinnar. „Auðvitað var hún glæsilegust af öllum. Það verður ekki tekið af henni. Ég var ofsalega stolt- ur og við öll, stolt og glöð. Það voru allir með tárin í augunum.“ Tromm- arinn vildi ekki gefa upp hvort og þá hvert nýgiftu hjónin hefðu farið í brúðkaupsferð en Anita og Dean búa í Hollywood-hæðum. Í viðtali við DV þann 13. janúar 2010 sagði An- ita ekki erfitt að búa með manni sem er líka í bransanum. „Ef ég byggi með manni sem fynd- ist ekki skemmtilegt að hrærast í þessu með mér allan liðlangan daginn myndi ég alveg ábyggi- lega gera hann brjálað- an.  Við vinnum mikið saman. Við kveikjum hvort í öðru. Þetta bara virkar,“ sagði Anita sem vann undir leik- stjórn eigin- mannsins þegar hann leikstýrði tónlistarmynd- bandi henn- ar og hljóm- sveitarinnar Preservation Hall Band en í viðtalinu í janúar sagð- ist Anita von- ast til þess að geta fengið að leika í kvik- mynd í leik- stjórn Deans sem fyrst. Frægð- arsól Anitu reis hátt þeg- ar hún nældi í eitt af aðal- hlutverkun- um í kvik- myndinni Journey to the Center of the Earth þar sem hún lék á móti Brend- an Fraser. Áður hafði hún vakið athygli sem Jane Seymour í þáttunum The Tudors sem sýndir voru á Stöð 2. Á þessu ári kemur út þrillerinn Dylan Dog: Dead of Night þar sem Anita leikur ásamt súpermanninum Brandon Routh, Peter Stomare, sem við könnumst við úr Prison Break, og kvennagull- inu Taye Diggs. Aðrar myndir sem eru á dagskrá hjá Anitu eru grínmyndin Everything Will Happen before You Die, söngleikurinn You, Me & the Circ us og vísindaskáldskaparmyndin Escape to Donegal svo það er í nógu að snúast hjá þessari hæfileikaríku leikkonu. íslenska hollywood-stjarnan Anita Briem gekk í heilagt hjónaband á föstudaginn þeg- ar hún gekk að eiga kvikmyndaleikstjórann dean Paraskevopoulos á grískri eyju. Fað- ir brúðarinnar segir anitu hafa verið glæsilega og að athöfnin hafi verið stórkostleg reynsla og ævintýri. Frægðarsól anitu er á hraðri leið upp á við en fjórar spennandi kvikmyndir sem skarta leikkonunni eru væntanlegar á næstu mánuðum. „allir með tárin í augunum“ Hollywood-stjarna Anita Briem er að gera það gott í Hollywood en allavega fjórar myndir eru væntanlegar með henni á næstu mánuðum. Fallegur staður Staðurinn sem hjónakornin völdu til að ganga í það heilaga á er frægur fyrir fegurð en kvikmyndin Mamma Mia var tekin á svæðinu. Faðir brúðarinnar segir svæðið ævintýralega flott. Falleg hjón Anita og leikstjórinn Dean Paraskevopoulos búa saman í Hollywood-hæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.