Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2010, Blaðsíða 13
mánudagur 23. ágúst 2010 fréttir 13 Áttuðu sig ekki Á eftirskellinum bankanna hafi lýst yfir áhyggjum sín- um af því hvaða áhrif dómur Hæsta- réttar um gengistryggð lán hafi á eignasöfn bankanna. Flest þessara lána voru færð yfir í nýju bankana, en ríkið á í vissum tilfellum stóran eignarhlut í þeim, sérstaklega í tilfelli Landsbankans. Því er talið nánast óumflýjanlegt að ríkið komist hjá því að leggja þeim til aukið fé í gegnum þessa eignarhluti. Það sama gildir um kröfuhafa gömlu bankanna sem eiga í nýju bönkunum. Hundrað milljarða eftirskellur Samkvæmt mati Fjármálaeftirlitsins gæti ríkið þurft að leggja bankakerfinu til hundrað milljarða króna sé gengið út frá dekkstu sviðsmynd. Tap banka- kerfisins gæti orðið um tvö til þrjú hundruð milljarðar króna sé geng- ið út frá ýtrustu túlkun dóms Hæsta- réttar frá 16. júní. Í haust mun hugs- anlega fást niðurstaða fyrir Hæstarétti um hvort lægstu vextir Seðlabanka Ís- lands eða samningsvextir skuli gilda þegar lánin verða endurreiknuð. Ríkið lagði bönkunum til 190 millj- arða króna þegar þeir voru gerðir upp í lok síðasta árs. Eftirskellur ríkisins vegna dóms Hæstaréttar gæti því orð- ið um helmingur af þeirri upphæð sem það þurfti að leggja inn í bankana þá. Þegar lokið hafði verið við upp- gjörið í desember í fyrra sagði Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að þeir sem hefðu borið hitann og þungann af þessu viðamikla og flókna verkefni hefðu unnið þrekvirki. „Þessi niðurstaða léttir miklum byrðum af ríkissjóði, sér í lagi vaxtagjöldum á næstu árum. Við eigum nú þrjá heil- brigða og fullfjármagnaða banka sem geta nú einbeitt sér að því að veita heimilunum í landinu og atvinnu- lífinu nauðsynlega þjónustu. Þessar góðu fréttir eru gott veganesti inn í nýtt ár ásamt fréttum af lægri vöxtum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og jafnvel hagvexti á næsta ári.“ Þegar vinna stóð yfir við uppgjör bankanna var rætt um hvort ríkið ætti að halda eftir eignarhlut sínum í þeim. Þegar Glitnir var gerður upp í október sagði Steingrímur að hann hefði verið þeirrar skoðunar að eign- arhald ríkisins á Íslandsbanka hefði verið ágætur kostur fyrir ríkissjóð og almenning. Hins vegar hefði verið mikilvægt að fjárútlát ríkissjóðs hefðu verið mun minni en annars hefði ver- ið. „Ríkissjóður mun leggja bankan- um til eigið fé og ennfremur lausafjár- stuðning ef á þarf að halda. Bankinn stendur því uppi með afar trausta fjárhagsstöðu og á að geta þjónað við- skiptavinum sínum, almenningi jafnt sem fyrirtækjum, af kostgæfni.“ Gylfi Magnússon virðist hafa staðið af sér veðrið vegna gengistryggðu lánanna: gylfi skorinn úr snörunni Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Stein- grímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra hafa verið boðaðir á sameiginlegan fund efnahags- og skattanefndar og viðskipta- nefndar Alþingis á þriðjudag. Þá hafa stjórnarformaður Banka- sýslu ríkisins, bankastjórar Seðlabanka Íslands og forstjóri Fjármálaeftirlitsins einnig verið boðaðir á fundinn. Umræðuefn- ið er gengistryggð lán. Gylfi var afboðaður á fund þingflokks Vinstri grænna á miðvikudag. Þá átti að ræða fjár- lög næsta árs og var ekki talinn vera tími til annarrar umræðu. Árni Þór Sigurðsson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, seg- ir þingflokknum ekki hafa veitt af tímanum og því hafi komu Gylfa verið frestað. „Við komum saman til að fara yfir ríkisfjár- málin og vildum ekkert blanda öðrum málum inn í þann fund. Þetta var rætt á þingflokksfundi á þriðjudag og var talið að þetta þyrfti að hafa forgang,“ segir Árni Þór. Svarar ekki hvort sátt sé um Gylfa Hann segir fulla sátt hafa ver- ið innan þingflokksins um að fresta komu Gylfa fyrir fund- inn. Aðspurður hvenær Gylfi muni mæta til fundar hjá þing- flokknum segir Árni Þór ekki vita til þess og getur ekki svarað því hvort Gylfi verði kallaður til fundar á ný. Hann getur heldur ekki svarað því hvort almennur stuðningur sé við Gylfa innan þingflokksins. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrím- ur hafa lýst því yfir að þau styðji Gylfa áfram í embætti og er ólík- legt að þrýst verði á afsögn hans miðað við orð þeirra stjórnar- þingmanna sem DV hefur tek- ið púlsinn á vegna málsins. Hins vegar er ljóst að Gylfi sjálf- ur gæti tekið frumkvæði að því að segja af sér. Gylfi mætti fyrir fund hjá þingflokki Samfylking- ar á mánudag í síðustu viku þar sem lögfræðiálitin voru rædd. Þar var heitið fullum stuðningi við hann. Snýst ekki um persónu Gylfa Hreyfingin hefur krafist þess að Gylfi segi af sér vegna þeirra lögfræðiálita sem lágu fyrir hjá viðskiptaráðuneytinu og Seðla- banka Íslands á gengistryggðum lánum í fyrrasumar án þess að frá þeim væri greint opinberlega. Þór Saari, þingmaður Hreyf- ingarinnar, segir málið ekki snú- ast um persónu Gylfa sem slíka heldur að hann beri ábyrgð sem ráðherra. „Hann vissi nákvæm- lega hvað var að gerast því þetta var á hans vakt. Hann hefði átt að láta fjármálaráðherra vita af áliti viðskiptaráðuneytisins. Þar voru tvö álit sem síðan hefur ver- ið reynt að bera til jafns á við lög- fræðiálit úti í bæ. Hinn alvarlegi anginn er sá hvernig hagsmunir almennings voru fyrir borð born- ir því að lögfræðiálitin innihéldu allt aðra skoðun en haldið hafði verið fram og var gengið hart að fólki með greiðslur, afhendingu eigna og upptöku. Margir gáfust upp og flúðu,“ segir Þór sem telur að fólki hefði verið gefin von um framhaldið hefðu lögfræðiálitin verið opinberuð. Þór telur gefa augaleið að lög- fræðiálitin hefðu getað breytt uppgjöri bankanna. Þá hefði hugsanlega verið farið af meiri varfærni í uppgjörið og eignirnar yrðu lánin dæmd ólögleg. Áður hefur Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, lýst því yfir að hún telji að uppgjörið hefði verið kostnað- arsamara fyrir ríkið hefðu álitin legið fyrir þá. Vill pólitískan ráðherra Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur áður sagt að hún telji tímabært að pólit- ískur ráðherra taki við embætt- inu. „Ekki síst vegna þess að það þarf að taka pólitískar ákvarðan- ir um hvers konar fjármálakerfi við viljum hafa. Annars er frekar tilhneiging til þess að endurreisa það sem var en að búa til eitt- hvað nýtt,“ segir Lilja. Lilja segir mjög slæmt að minnisblaðið um gengistryggðu lánin hafi ekki verið gert opin- bert þegar Gylfi fékk að vita um það. „Við höfum lofað því að hafa allt uppi á borðum. Ef það á að verða þjóðarsátt um end- urreisnina verðum við að segja nákvæmlega hverjar forsend- urnar eru fyrir ákvarðanatökun- um. Mér finnst miður að þetta hafi ekki verið kynnt í fyrrahaust. Síðan vakna ótal spurningar sem Gylfi þarf að svara á þinginu og fyrir viðskiptanefnd um hvers vegna vitneskjan var ekki notuð í uppgjörinu milli gömlu og nýju bankanna,“ segir Lilja. RóbeRt HlynuR balduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Hann hefði átt að láta fjár- málaráðherra vita af áliti viðskiptaráðu- neytisins. afboðaður á þingflokksfund GylfiMagnússon viðskiptaráðherravarafboðaðuráþingflokksfund hjáVinstrigrænumámiðvikudagogerallsóvíst hvorthannverðikallaðuráfundflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.