Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Qupperneq 4
4 fréttir 8. nóvember 2010 mánudagur Sætta sig ekki við forsendur Hollvinasamtök Háskólans á Bif- röst segja þær forsendur sem uppi séu í viðræðum á milli Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykja- vík óásættanlegar. Þær felist í því að annars skólinn víki hinum út af sviðinu. Það samrýmist ekki þeim markmiðum sem upphaflega hafi verið lagt af stað með. Þetta segir efnislega í tilkynningu frá samtök- unum en fram hefur komið í frétt- um en á meðal þess sem viðræð- urnar hafa skilað er að til greina kemur að við sameinguna verði öll háskólakennsla flutt frá Bifröst og til Reykjavíkur. Samtökin leggja til breyttar áherslur í viðræðunum og að tryggt verði að: „ Háskólinn á Bif- röst geti sinnt sínu mikilvæga hlut- verki í íslensku samfélagi og þjóðlífi til framtíðar.“ Fyrrum starfsmenn krefjast launa Tveir fyrrum starfsmenn Kaffi Parísar sendu fjölmiðlum bréf um helgina þar sem þau segjast hafa fengið minna greitt en kjarasamn- ingar kveða á um. „Eins og stendur hafa forsvarsmönnum Kaffi París borist launakröfur frá Eflingu sem hljóða samanlagt upp á tæpar 2 milljónir. Kröfurnar voru gerðar þar sem okkur hafa ekki verið borguð laun samkvæmt kjarasamningum,“ segir í bréfinu en þar segir að fimm starfsmenn eigi hver á bilinu 110 þúsund til 870 þúsund krónur inni hjá fyrirtækinu. RÚV hefur eftir Tryggva Marteinssyni hjá Eflingu að kvartanir vegna of lágra launa hafi aukist. Gjarnan séu greidd svokölluð jafnaðarlaun en þau séu ekki til í kjarasamningum og séu ólögleg. Launin trúnaðarmál Eins og fram hefur komið þá fékk Hall- dór Ásgrímsson tveggja ára framleng- ingu á ráðningu í starf framkvæmda- stjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Ekki hefur komið fram hver laun Hall- dórs eru hjá ráðherranefndinni og samkvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu þá eru þau trúnaðarmál. Lögin segi til um að þeir alþjóðlegu samningar sem við Íslendingar höfum samþykkt gangi framar upplýsingalög- unum. Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Norðurlandaskrifstofu ráðuneytisins, sagði við blaðamann DV að þegar Hall- dór tók við framkvæmdastjórastöð- unni hafi hann gengið inn í samn- ing forvera síns. Jafnframt benti hún blaðamanni á að hafa samband við upplýsingaskrifstofu ráðherranefndar- innar til að fá staðfestingu á þessu. Þar fengust einnig þau svör að laun Hall- dórs væru trúnaðarmál og var þar vitn- að í dönsk lög sem segja til um að ekki sé heimilt að gefa upplýsingar um laun einstakra starfsmanna. Framlenging á ráðningu Halldórs hefur vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu þar sem hann er harðlega gagnrýndur fyrir hlut sinn í einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Eins var mörgum misboðið þegar frétt- ist af því að fyrirtæki í eigu Skinneyj- ar-Þinganess, sem er að stórum hluta í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímsson- ar hafi fengið afskrifaða 2,5 milljarða á sama tíma og eigendur tóku út hundr- uð milljóna króna í arð. gunnhildur@dv.is Halldór Ásgrímsson Laun Halldórs sem framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar eru trúnaðarmál. Mynd Bragi Þór Jósefsson Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Heiðar Má Guðjónsson, fjárfesti og einn hugsanlegan kaup- enda tryggingafélagsins Sjóvár, um viðskipti þess síðarnefnda með af- landskrónur á fundi í Seðlabanka Ís- lands í næstsíðustu viku. Tilgangur Heiðars með fundinum, sem hann kom á ásamt tveimur lögmönnum, var að reyna að ganga frá kaupunum á tryggingafélaginu Sjóvá en Seðla- banki Íslands er stærsti hluthafi þess í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Eigna- safn Seðlabanka Íslands. Heiðar Már vill eignast um þriðjung þeirra hluta- bréfa sem eru til sölu í tryggingafé- laginu en það er rúmlega 80 prósenta hlutur. Líkt og Viðskiptablaðið og DV hafa greint frá hefur Seðlabanki verið með viðskipti Heiðars Más og eignar- haldsfélags hans, Ursus capital ehf., til skoðunar frá því í sumar. Heiðar ákvað að Ursus færi í skuldabréfaútboð upp á nærri hálfan milljarð króna og ætlaði síðan líklega að nota aflandskrónur til að festa kaup á þessum skuldabréf- um. Um var að ræða 490 einingar sem gefnar voru út í skuldabréfaútboð- inu og var hver þeirra verðlögð á eina milljón króna. Viðskipti með aflands- gjaldeyri ganga út á að menn kaupi sér gjaldeyri á lægra verði, á aflandsmark- aði í útlöndum, en í landinu þar sem viðkomandi gjaldmiðill er notaður. Algengt er að menn geti sparað sér 10 til 40 prósent af verði gjaldeyris með því að kaupa hann á aflandsmarkaði. Seðlabankinn kom hins vegar í veg fyrir þessi viðskipti vegna gruns um að þau væru brot á reglum um gjald- eyrismál sem sett voru í kjölfar efna- hagshrunsins haustið 2008 en sam- kvæmt þeim er miklum annmörkum háð hvenær má koma með slíkar af- landskrónur til landsins. Afar líklegt er að Heiðar Már hafi ætlað að nota af- landskrónurnar til að greiða fyrir Sjó- vá. Löglegar eða ólöglegar aflandskrónur DV sendi spurningar til Seðlabankans um fund Más og Heiðars en fékk það svar að bankinn gæti ekki tjáð sig um einstaka mál. Bankinn neitaði því hins vegar ekki að fundurinn hefði átt sér stað: „Eins og fram hefur komið get- ur seðlabankastjóri ekki tjáð sig um einstaka þætti í söluferli Sjóvár. Seðla- bankastjóri getur heldur ekki stað- ið í því að hafna eða staðfesta tilgátur og sögusagnir um möguleg mál sem kunna að vera í ferli hjá gjaldeyriseft- irliti bankans. Þegar söluferli Sjóvár lýkur er hægt að greina frá niðurstöð- unni og ekki er vani að greina frá mál- um sem kunna að vera í rannsókn hjá gjaldeyriseftirliti.“ Líkt og Viðskiptablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá í sumar var Heiðar Már einungis einn af nokkrum inn- lendum aðilum sem ætluðu sér að koma aflandskrónum til Íslands með þessum hætti. Undanþága var í regl- unum um gjaldeyrismál sem gerði er- lendum fjármálafyrirtækjum heimilt að kaupa skuldabréf íslenskra fyrir- tækja með aflandskrónum sem teknar voru út af reikningum sem kallast Vos- tro. Íslenskir aðilar, sem eru með starf- semi erlendis, byrjuðu hins vegar að notfæra sér þessa undanþágu í aukn- um mæli með því að kaupa skuldabréf innlendra fyrirtækja með aflands- krónum. Seðlabankinn fékk veður af þessu og herti reglurnar um gjaldeyr- ismál í kjölfarið þar sem slík viðskipti fara gegn anda reglnanna. Seðlabankinn hefur verið að skoða þessi viðskipti Ursus, og annarra eign- arhaldsfélag, frá því þau áttu sér stað. Meðal þess sem örugglega er eitt af aðalatriðum rannsóknar Seðlabank- ans er að athuga hvort aflandskrón- urnar sem notaðar voru til að kaupa skuldabréf Ursus hafi verið löglegar eða ólöglegar. Löglegar aflandskrónur eru þær sem keyptar voru fyrir setn- ingu gjaldeyrishaftalaganna í kjöl- far efnahagshrunsins 2008 á meðan ólöglegar aflandskrónur eru þær sem keyptar voru eftir þennan tíma. aðkoma Heiðars Eftir því sem DV kemst næst sýndi Már Heiðari gögn á fundinum sem bendl- uðu hann við umrædd viðskipti með aflandskrónur sem hægt er að túlka sem svo að fari gegn tilganginum með reglum Seðlabankans um gjaldeyr- ismál. Hugsanlegt er að Seðlabank- inn vilji ekki selja Heiðari Má Sjóvá vegna þessara viðskipta hans en ekki er hægt að fullyrða neitt um það að svo stöddu. Líklegt má telja að Heiðar Már hafi notað rök eins og þau að hann sé bú- settur erlendis og með lögheimili þar til að útskýra að viðskipti Ursus hafi verið innan þess ramma sem und- anþágan frá gjaldeyrisreglum Seðla- bankans felur í sér en hún var gerð til að liðka til fyrir fjárfestingu erlendra aðila. Heiðar náði hins vegar ekki því markmiði sínu með fundinum að ganga frá sölunni á Sjóvá og hélt hann af landi brott og til Sviss skömmu eftir fundinn. Ljóst er hins vegar, alveg sama hvernig salan á Sjóvá fer, að þessi við- skipti Heiðars Más hafa sett ákveð- ið strik í reikninginn í söluferlinu um Sjóvá og kunna að vera skýringin á því af hverju salan hefur dregist á langinn. Heiðar Már gaf það út fyrir tveimur vikum að hann byggist við að gengið yrði frá sölunni á Sjóvá næstu tvo til þrjá dagana þar á eftir. Þetta hefur enn ekki gerst. Heiðar Már guðjónsson og Már guðmundsson funduðu um söluna á Sjóvá fyrir skömmu. Á fundinum var rætt um viðskipti Heiðars með aflandskrónur. Heiðar vildi ganga frá kaup- um á Sjóvá en það gekk ekki eftir. Viðskipti Heiðars með aflandskrónur í sumar hafa aug- ljóslega sett strik í reikninginn varðand söluna á Sjóvá til Heiðars og félaga en hugsanlegt er að viðskiptin fari þvert gegn anda gjaldeyrishaftalaga Seðlabankans. RÆDDI VIÐ HEIÐAR UM AFLANDSKRÓNURNAR ingi f. viLHJÁLMsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þegar söluferli Sjóvár lýkur er hægt að greina frá nið- urstöðunni óvíst með sjóvá Már fundaði með Heiðari skömmu áður en Heiðar fór aftur til Sviss. Á fundinum mun hafa verið rætt um viðskipti Heiðars með aflandskrónur og söluna á Sjóvá. Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 23.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.