Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2010, Síða 25
Þrátt fyrir eilíft vesen utan vallar hef- ur Andy Carroll, leikmaður New- castle, hafið leiktíðina á Englandi af miklum krafti. Hann varð hetja New- castle í gær þegar liðið lagði Arsen- al á útivelli, 1-–0, en Carroll skor- aði eina mark leiksins með skalla á 45. mínútu. Ljóst er að markvarð- arvandamálum Arsenal er hvergi nærri lokið en Pólverjinn Lukasz Fa- bianski sem stóð vaktina í ramman- um hjá Lundúnaliðinu hefði átt að gera betur í markinu. Carroll hefur svarað hverju ves- eninu utan vallar á fætur öðru með frábærri frammistöðu inni á vellin- um en í gær, að morgni leikdags, birt- ist enn ein fréttin um drykkju hans og fíflagang. Sögðu breskir miðlar frá því að um þarsíðustu helgi, eft- ir sigur Newcastle á erkifjendunum í Sunderland, hafi hann sængað hjá tveimur konum, klæddur í kattar- búning heima hjá Kevin Nolan. Carroll býr einmitt heima hjá Nolan samkvæmt réttarúrskurði en honum var sleppt úr haldi gegn því að fyrirliðinn myndi hýsa hann eitt- hvað fram á veturinn. Var Carroll þá fyrir rétti fyrir að hafa ráðist á fyrr- verandi kærustu sína en framherj- inn hávaxni á mjög erfitt með að fara út á lífið án þess að berja ein- hvern. „Andy sýndi í þessum leik hversu góður hann er. Hann er framar öll- um í þessari deild þegar kemur að því að skalla boltann í netið. Andy hefur átt í miklum vandræðum í haust og það er ráðist á hann í fjöl- miðlum dag eftir dag. Hann er samt andlega sterkur þrátt fyrir að vera svona ungur og nýtir hvert tæki- færi til að læra af mistökum sínum,“ sagði hæstánægður stjóri New- castle, Chris Houghton, um Carroll eftir leikinn. tomas@dv.is Newcastle vann frækinn sigur á Arsenal: Vandræðagemsinn varð hetjan Hetjan Andy Carroll skoraði sigurmark Newcastle gegn Arsenal. mynd ReuteRs Viktor Unnar kominn heim Íslandsmeist- arar Breiðabliks lönduðu sínum öðrum leikmanni seint á laugar- dagskvöldið þegar Viktor Unnar Illugason skrifaði undir samning við Kópavogsfélagið. Viktor er uppalinn Bliki og spilaði með liðinu í Landsbankadeildinni 2006 áður en hann var keyptur til Reading. Þar gekk honum lítið og ekki var gengið betra hjá Val sem fékk hann aftur heim. Viktor lék með Selfossi sem lánsmaður síðari hluta sumars en ákvað nú að snúa aftur heim. Auk Viktors hefur hinn eldfljóti Arnar Már Björgvinsson samið við Breiðablik en hann kom frá Stjörnunni. DaVíð Þór slapp Við fall Davíð Þór Viðarsson og félagar í sænska 1. deildar liðinu Öster björguðu sér frá falli niður í 2. deild um helgina. Öster lék umspilsleiki gegn Qviding FIF og vann fyrri leikinn, 2–0. Um helgina lenti Öster undir, 1–0, en kom sterkt inn á loka- mínútum, skoraði tvö mörk og bjargaði sér frá falli. Davíð Þór, sem var gerður að fyrirliða liðsins í sumar, lék allan leikinn. Davíð var að klára sitt fyrsta tímabil hjá Öster en hann gekk í raðir sænska liðsins frá FH síðastliðinn vetur. mánudagur 8. nóvember 2010 sport 25 Úrslit Enska úrvalsdEildin Bolton - tottenham 4-2 1-0 Kevin Davies (31.), 2-0 Grétar Rafn Steinsson (56.), 3-0 Kevin Davies (76. víti), 3-1 Alan Hutton (79.), 3-2 Roman Pavlyuchenko (87.), 4-2 Martin Petrov (90.). Birmingham - West Ham 2-2 0-1 Freddy Piquionne (48.), 0-2 Valon Behrami (58.), 1-2 Cameron Jerome (64.), 2-2 Liam Ridgewell (73.). Blackburn - Wigan Athletic 2-1 1-0 Martin Pedersen (58.), 2-0 Jason Roberts (67.), 2-1 Charles N´Zogbia (74.). Blackpool - everton 2-2 1-0 Neil Eardley (10.), 1-1 Tim Cahill (13.), 2-1 David Vaughan (48.), 2-2 Seamus Coleman (50.). Fulham - Aston Villa 1-1 0-1 Mark Albrighton (42.), 1-1 Brede Hangeland (90.). man. united - Úlfarnir 2-1 1-0 Ji-Sung Park (45.), 1-1 Sylvan Ebanks-Blake (66.), 2-1 Ji-Sung Park (90.). sunderland - stoke 2-0 1-0 Asamoah Gyan (9), 2-0 Asamoah Gyan (87.). RAUTT: Ryan Shawcross, Stoke (82.). Asenal - newcastle 0-1 0-1 Andy Carroll (45.). RAUTT: Laurent Koscielny, Arsenal (90.). WBA - man. City 0-2 0-1 Mario Balotelli (20.), 0-2 Mario Balotelli (26.). RAUTT: Mario Balotelli, Man. City (63.), Youssuf Mulumbu, WBA (82.). Liverpool - Chelsea 2-0 1-0 Fernando Torres (11.), 2-0 Fernando Torres (44.). staðan Lið L u J t m st 1. Chelsea 11 8 1 2 27:5 25 2. Man. Utd 11 6 5 0 24:13 23 3. Arsenal 11 6 2 3 22:11 20 4. Man. City 11 6 2 3 15:10 20 5. Newcastle 11 5 2 4 20:14 17 6. Bolton 11 3 6 2 17:16 15 7. Tottenham 11 4 3 4 13:14 15 8. Sunderland 11 3 6 2 11:12 15 9. Liverpool 11 4 3 4 12:14 15 10. WBA 11 4 3 4 14:19 15 11. Everton 11 3 5 3 12:10 14 12. Blackpool 11 4 2 5 17:23 14 13. Fulham 11 2 7 2 13:12 13 14. Aston Villa 11 3 4 4 10:14 13 15. Birmingham 11 2 6 3 12:14 12 16. Blackburn 11 3 3 5 11:13 12 17. Stoke City 11 3 1 7 10:16 10 18. Wigan 11 2 4 5 8:20 10 19. Wolves 11 2 3 6 11:18 9 20. West Ham 11 1 4 6 9:20 7 Enska b-dEildin Barnsley - Leicester 0-2 Bristol C. - Preston 1-1 Coventry - Leeds 2-3 doncaster - millwall 2-1 Hull - scunthorpe 0-1 middlesbrough - Crystal Palace 2-1 norwich - Burnley 2-2 QPR - Reading 3-1 sheff. united - Ipswich 1-2 Watford - nott. Forest 1-1 derby - Portsmouth 2-0 staðan Lið L u J t m st 1. QPR 15 9 6 0 29:6 33 2. Cardiff 15 10 2 3 28:13 32 3. Swansea 15 9 2 4 21:12 29 4. Derby 15 7 3 5 27:17 24 5. Coventry 15 7 3 5 23:19 24 6. Ipswich 15 7 3 5 19:16 24 7. Norwich 15 7 3 5 22:20 24 8. Leeds 15 7 2 6 26:28 23 9. Burnley 15 5 7 3 24:18 22 10. Reading 15 6 4 5 23:17 22 11. Watford 15 6 4 5 27:23 22 12. Doncaster 15 6 4 5 25:24 22 13. Portsmouth 15 6 3 6 21:21 21 14. Nottingham F. 15 4 8 3 17:15 20 15. Scunthorpe 15 6 2 7 19:21 20 16. Millwall 15 5 4 6 19:19 19 17. Leicester 15 5 3 7 19:27 18 18. Barnsley 15 4 4 7 18:27 16 19. Sheffield Utd 15 4 3 8 10:20 15 20. Hull 15 3 5 7 10:19 14 21. Preston 15 4 2 9 21:31 14 22. Bristol City 15 3 5 7 15:25 14 23. Middlesbro 15 4 2 9 15:25 14 24. Cr. Palace 15 3 2 10 15:30 11 FOrMúla 1 stIGAKePPnI ÖKumAnnA Ökumaður Lið stig 1. Fernando Alonso Ferrari 246 2. Mark Webber Red Bull 238 3. Sebastian Vettel Red Bull 231 4. Lewis Hamilton McLaren 222 5. Jenson Button McLaren 199 stIGAKePPnI BÍLAsmIÐA Lið stig 1. Red Bull 469 2. McLaren 421 3. Ferrari 389 Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur átt mögnuðu gengi að fagna gegn hinum þremur liðunum af þeim fjóru stóru, Manchester Un- ited, Arsenal og Liverpool. Átta leikja sigurgöngu Chelsea gegn hinum stórliðunum lauk í gær þegar liðið lá gegn Liverpool, 2–0, á Anfield. Spænski markahrókur- inn Fernando Torres sá um marka- skorun eins og svo oft áður gegn Chelsea. Sigurinn gerði erkifjend- unum í Manchester United mikinn greiða en nú munar aðeins tveim- ur stigum á Chelsea og United á toppnum. Stigin þrjú lyftu Liver- pool aftur á móti upp í níunda sæt- ið en liðið hefur nú fimmtán stig og nálgast baráttuna um Meistara- deildarsæti óðfluga. Á meira inni Mikið hefur verið rætt um leikform Fernando Torres það sem af er leiktíðinni en Roy Hodgson, stjóri liðsins, hefur ávallt afsakað slaka frammistöðu hans með því að Spánverjinn sé ekki kominn í sitt besta form. Torres virkaði þó flott- ur gegn Chelsea og skoraði auðvit- að mörkin tvö. Hann segist samt eiga meira inni og vonandi geti hann farið að spila eins og hann á að sér. „Við vorum einfaldlega ekki nægilega góðir sem lið í byrjun tímabilsins. En nú erum við farnir að vinna leiki og við þurfum tíma til þess að bæta okkur enn meira. Það þýðir ekki að spila bara svona vel gegn Chelsea og slaka svo á gegn liðunum um miðja deild. Persónulega hefur þessi leiktíð verið mér erfið vegna meiðslanna. Ég æfi samt mikið á hverju degi og vonandi get ég farið að spila eins vel og ég get. Hvort það verði fljót- lega veit ég samt ekki,“ sagði Fern- ando Torres eftir sigurinn. Þakkar slánni og Reina Chelsea sótti stíft í seinni hálfleik og átti liðið bæði skot í slána, og þá bjargaði Pepe Reina eitt sinn með frábærri markvörslu, og í algjöru dauðafæri. „Ég vil þakka Reina og slánni fyrir að við héldum hreinu. Ég er virkilega ánægður með hvernig liðið spilaði. Strákarnir eru alltaf að fá meira og meira sjálfs- traust og trú á það sem ég legg upp með. Við erum að verða lið núna,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Liver- pool, eftir leikinn. „Liverpool var mjög sterkt varn- arlega í leiknum,“ sagði niðurlútur Carlo Ancelotti eftir leikinn. „Það var erfitt að vinna pláss á vallar- helmingi þeirra þrátt fyrir að mínir menn spiluðu vel og voru með rétt hugarfar. Torres spilaði frábærlega og skoraði tvö glæsileg mörk. Við verðum samt að vera jákvæðir. Það er ómögulegt að vinna hvern ein- asta leik. Við spiluðum vel í seinni hálfleik og það þurfum við að taka með okkur inn í næsta leik,“ sagði Ancelotti. Torres opnaði titilbar- áttuna Liverpool vann sinn fjórða leik í röð í öll- um keppnum í gær þegar liðið lagði Chel- sea, 2–0, á Anfield. Fyrir leikinn hafði Chelsea unnið átta leiki í röð gegn stóru liðunum. Nú munar aðeins tveimur stig- um á Chelsea og Manchester United, en Liverpool er komið upp í níunda sæti. tómAs ÞóR ÞóRÐARson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Hetjan á Anfield Fern- ando Torres skoraði bæði mörk Liverpool gegn Chelsea. myndIR ReuteRs Fyrirliðinn flottur Steven Gerrard fór fyrir sínum mönnum gegn toppliðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.