Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 23. mars 2011 Miðvikudagur
Útvarpsstjórinn Einar Bárðarson
gerði aðra tilraun til að ganga á Úlf-
arsfell á þriðjudag. Hann hreppti
óveður á efsta tindi en skilaði sér þó
örugglega til byggða. Í fyrra skipt-
ið fór hann ekki einu sinni hálfa leið
upp fellið en í þetta skiptið tókst
honum ætlunarverkið sem tók um
klukkutíma, báðar leiðir. DV stað-
festir að Einar gekk upp fellið af mikl-
um krafti og hvikaði aldrei frá settu
marki. Sjálfur segir Einar þetta vera
persónulegan sigur. „Ég gekk nokkr-
um sinnum upp þarna þegar ég bjó
þarna nálægt í gamla daga en ég
hef aldrei labbað beint upp á þenn-
an tind og aldrei í svona færð. Þetta
var því mikill sigur,“ segir Einar um
gönguna. „Ég þurfti frá að hverfa fyr-
ir rúmlega viku þegar Logi Geirsson
var að að berja mig þarna upp þann-
ig að það var mjög ánægjulegt að fara
þarna upp.“
Einar segir að ekki hafi tekið jafn
mikið á að ganga á fellið og hann
hafði reiknað með. „Ég er búinn að
koma mér í svona sæmilegt form og
ég fór á klukkutíma upp og niður í
blindbyl þannig að ég var bara nokk-
uð ánægður með það,“ segir hann.
Einar er nú í lífsstílsátaki með að-
stoð handboltakappans Loga Geirs-
sonar. „Ég er náttúrulega ekkert í
neinni megrun heldur er ég að breyta
mínum lífsháttum smátt og smátt.“ Í
átakinu ætlar Einar að koma sér úr
rúmlega 130 kílóum niður í 100,5
kíló, sem er sama tala og tíðni út-
varpsstöðvar kappans, Kanans.
„Átakið gengur vel,“ segir Einar.
„Núna er þetta að byrja að ryðjast af
manni, en maður er búinn að vera
að breyta drullu í grjót og það léttir
mann nú ekki mikið en það það má
ekkert væla yfir því. Eins og ég segi
stundum: Maður er ekkert að fara að
taka þátt í Ungfrú Ísland, þannig að
þetta er allt í lagi.“
Á DV.is má sjá myndband sem lýs-
ir veru Einars á efsta tindi Úlfarsfells.
V
inkonurnar Hildur Líf og Linda Ýr Kjerúlf
hafa aftur boðið í partí sem að þessu sinni
verður haldið úti á landi. Hildur Líf og
Linda Ýr standa sem fyrr á bak við partíið
í samstarfi við Ásgeir Þór Davíðsson, sem oftast er
kallaður Geiri á Goldfinger. Aðeins 40 manns er
boðið í partíið að þessu sinni og munu gestirnir
fara á fegurðarsamkeppnina Ungfrú Vesturland.
Stelpurnar hafa tekið 40 miða frá á keppnina, sam-
kvæmt heimildum DV.
„Þetta er hópferð með fólki sem er saman í
einkaklúbbi,“ segir Hildur Líf aðspurð hverjir fari í
ferðina. „Í hópnum eru eldri stelpur sem hafa ver-
ið að taka þátt í þessum keppnum.“ Aðeins nokkrir
strákar fara með í ferðina. „Það er voða mikið um
gamlar fegurðardrottningar sem hafa verið að taka
þátt í svona keppnum og bara örfáir gaurar fara
með okkur.“
Allt ætlaði um koll að keyra síðast þegar stöll-
urnar héldu partí en allir fjölmiðlar fjölluðu um
partíið sem var upphaflega auglýst sem VIP-partí.
Lilja Ingibjargardóttir sagði sig frá skipulaginu á
því partíi en hún mun ekki aðstoða stúlkurnar við
þennan viðburð heldur. Aðeins boðsgestir fá að
fara í þetta partí en meðal þeirra eru fyrrverandi
fegurðardrottningar og vinkonur þeirra Hildar
og Lindu. „Partíið var nú bara gert í gríni,“ ítrekar
Hildur um hið víðfræga VIP-partí.
„Við ætluðum bara að hafa klúbbinn, sem í
eru um 40 manns núna, en svo voru alltaf fleiri og
fleiri að senda okkur Lindu og Geira skilaboð um
að þau vildu komast á keppnina, en það er bara
orðið uppselt,“ segir Hildur. Hún segir að ekki sé
rétt að búið sé að fá hótel undir þátttakendur í
hópferðinni en búið er að skipuleggja ferðir fram
og til baka á Akranes, þar sem fegurðarsamkeppn-
in fer fram. „Við redduðum þessu alveg, við erum
að ferja alveg alla.“
Eins og áður segir er tilgangurinn með part-
íinu og ferðinni að fara á keppnina Ungfrú Vestur-
land en fyrir síðasta VIP-partí þeirra vinkvenna var
sagt frá því að keppendur úr þeirri keppni myndu
mæta í partíið. Það reyndist ekki vera rétt og var
stúlkunum í raun bannað að taka þátt í partístand-
inu. adalsteinn@dv.is
n Fjörutíu manna hópferð á Ungfrú Vesturland n Ferðin skipulögð
fyrir einkaklúbb n Margir vilja í ferðina en uppselt er á keppnina
Halda annað partí
Hildur Líf og Linda Ýr eru
að skipuleggja 40 manna
hópferð á fegurðarsam-
keppnina Ungfrú Vestur-
land um helgina. Geiri á
Goldfinger verður meðal
þeirra sem fara í ferðina
samkvæmt heimildum
DV. MYND BJÖRN BLÖNDAL
Einar Bárðarson fór upp á Úlfarsfell:
„MIKILL SIGUR“
Persónulegur sigur Einari tókst að komast
á topp Úlfarsfells á þriðjudag en hann hafði
rúmri viku áður gefist upp. MYND RÓBERT REYNISSON
Dóttirin vill
mottuna burt
Vel er liðið á Mottumars og eru mottur
íslenskra karlmanna orðnar þéttar og
myndarlegar. Þó skarta fáir jafn vígalegri
mottu og íþróttafréttamaðurinn Arnar
Björnsson. Dóttir hans er þó heldur betur
ósátt við pabba sinn og segir á Facebook-
síðu sinni: „Pabbi minn er yfirleitt flottastur,
en þessi motta verður bara að fara.“ Það
eru þó ekki allir á því að Arnar eigi að raka
mottuna af sér. Egill Gillzenegger Einarsson
er á annarri skoðun en dóttir Arnars og
segir að hann sé „ekkert eðlilega sexy með
mottuna sína“.
Fastur í lyftu
Morgunninn byrjaði ekki vel hjá Andra Frey
Viðarssyni útvarpsmanni í gær. Áður en
Andri fór í loftið með þátt sinn Virka morgna
á Rás 2 ákvað hann að fara í mötuneytið
og fá sér samloku og drykk. Til þess að
spara sér sporin ákvað Andri að taka lyftu
upp á aðra hæð Sjónvarpshússins af þeirri
fyrstu. Ekki gekk það betur en svo að lyftan
staðnæmdist á milli hæða. Andri kallaði
á samstarfsfólk sitt eftir hjálp og hringdi
viðvörunarbjöllunni en neyðaróp hans vöktu
litla athygli í fyrstu. Útvarpsmaðurinn sat
þó ekki lengi fastur í lyftunni og var kominn
á sinn stað í stúdíóið þegar þátturinn hófst.
Ennþá svangur og nokkuð svekktur.
Hópferð
á fegurðarsamkeppni