Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 23. mars 2011 Miðvikudagur
Blóðugt en litlaust fjör
Killzone-serían hefur fyrir löngu
sannað tilverurétt sinn í hópi bestu
skotleikja tölvuleikjaiðnaðarins.
Killzone 3 er sá fjórði í röðinni og
gefur forverum sínum ekkert eftir
hvað varðar blóðuga skemmtun og
kaótíska stemningu.
Leikurinn byrjar í raun þar sem
Killzone 2 endar. Þú ert í hlutverki
hermannsins Sev, sem tilheyrir ISA-
herliðinu, og berst gegn hinum ill-
ræmdu og rauðeygðu Helghast-
hermönnum á heimavelli þeirra
síðarnefndu.
Þó að einspilun leiksins (e. single
player) líti fáránlega vel út og öll
smáatriði séu fínkembd staldr-
ar maður aðeins við söguþráðinn.
Hann er frekar litlaus og þunnur
og virðist manni sem heldur meira
hafa verið lagt upp úr útlitinu en
innihaldinu. Persónurnar í leiknum
virðast vera hugsanalausar dráps-
vélar og nær maður lítilli tengingu
við þær. Þrátt fyrir þessa galla er
Killzone 3 líklega einn flottasti leik-
urinn á markaðnum í dag – alla vega
hvað varðar útlit.
Aðdáendur Killzone 3 munu
væntanlega gleðjast yfir því að búið
sé að taka netspilunina rækilega í
gegn og gera hana næstum því sam-
keppnishæfa við það allra besta sem
í boði er, til dæmis Call of Duty og
Battlefield-seríurnar. Boðið er upp
á þrjá mismundandi möguleika til
spilunar og eru þeir allir ágætlega
heppnaðir.
Þegar allt kemur til alls er Kill-
zone 3 afbragðsskemmtun og ætti að
vera fín viðbót í safnið fyrir aðdáend-
ur góðra fyrstu persónu skotleikja.
Hann gerir hins vegar ekki mikið
fyrir þá sem vilja góðan söguþráð og
vandaða persónusköpun.
Náttúra og landslag eru uppspretta Þorra Hringssonar og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar:
Varanlegt augnablik
Síðustu helgi var opnuð samsýning
listamannanna Sigtryggs Baldvins-
sonar og Þorra Hringssonar í Hafn-
arborg. Sýningin var áður í Lista-
safni Akureyrar. Sýningin nefnist
Varanlegt augnablik og hefur sterk
tengsl við Norðurland en báðir lista-
mennirnir eiga þar rætur sínar og
náttúra heimahaganna er þeim inn-
blástur.
Þorri Hringsson er ættaður frá
Haga í Aðaldal, Þingeyjarsýslum, og
Sigtryggur er fæddur og uppalinn á
Akureyri.
Faðir Þorra er hinn merki list-
málari Hringur Jóhannesson (1932–
1996) og eiga þeir feðgar það sam-
eiginlegt að hafa leitað í fagra
náttúruna í Aðaldal. Sérstaklega
hefur verið þeim hugleikinn árbakk-
inn og hólmarnir við Laxá í Aðaldal.
Þorri stundaði nám við Myndlista-
skólann í Reykjavík, Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og Jan van
Eyck-akademíuna í Maastricht í
Hollandi.
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson er
fæddur á Akureyri 1966. Hann nam
við Myndlistaskólann á Akureyri,
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
og Ecole des Arts Décoratifs í Frakk-
landi.
Sigtryggur og Þorri
nálgast hugmyndina um
málverkið á ólíkan máta
en báðir eiga það sam-
eiginlegt að leita í lands-
lag og náttúru og ytri
veruleika. Báðir styðjast
við ljósmyndir á þess-
arri sýningu en Sigtrygg-
ur Bjarni forvinnur verk
sín í tölvu þar sem hann
mótar myndina á meðan
Þorri málar beint á strig-
ann þar sem sjálf myndin verður
til. Verk sýningarinnar eru hrífandi,
sérlega fyrir þá er rata um Norður-
land og Þingeyjasýslur. Þar má líta
verk er sýna lygnan flöt í skugga ár-
bakka, væntanlega Laxár í Aðaldal,
nærmyndir af gáruðu vatnsyfirborði
og ýmiskonar spegilmyndir og nær-
myndir af landslagi. kristjana@dv.is
Sækir í heimahagana í Aðaldal Þorri Hringsson við eitt verka sinna. Hann og Sigtryggur Baldvinsson eiga það sameiginlegt að leita uppsprettu í landslagi og náttúru á nýopnaðri sýningu í Hafnarborg: Varanlegt augnablik.
Af hverju að
læra frönsku?
L‘Alliance Français stendur fyrir
hringborðsumræðu fyrir nem-
endur og kennara í samvinnu við
frönskudeild Háskóla Íslands í dag,
miðvikudag, klukkan 15. Stúdent-
um, menntaskólanemum og öllum
sem hafa áhuga á spurningunni
„Af hverju ætti ég að læra frönsku
núna?“ er boðið til umræðnanna.
Silja Bára Ómarsdóttir, Katrín Ólína,
Guðrún Vilmundardóttir, Nína Björk
Jónsdóttir og Eiríkur Ingvar Ingvars-
son taka meðal annars þátt í um-
ræðunum og segja frá því hvernig
franska nýtist þeim í starfi og mögu-
legri þörf á frönskukunnáttu.
Tónleikar á
hátíð CCP
Árleg EVE-aðdáendahátíð tölvu-
leikjafyrirtækisins CCP nær há-
marki næstkomandi laugardags-
kvöld með tónleikum Booka
Shade og FM Belfast í nýju Laugar-
dalshöllinni. EVE Fanfest-há-
tíð CCP fer í sjöunda sinn fram í
Reykjavíkurborg dagana 24.–26.
mars. Viðburðurinn hefur stækkað
ár frá ári og sækja hana nú hundr-
uð aðdáenda tölvuleiksins frá
fjölda mismunandi landa. Í tilefni
tónleikanna verður Laugardals-
höllinni breytt í gríðarstóran næt-
urklúbb þar sem ekkert er til spar-
að í hljóði, ljósum og umgjörð,
samkvæmt tilkynningu frá CCP.
Nemendur
bregða sér í allra
kvikinda líki
Nemenda-
leikhús Dans-
listaskóla JSB
kynnir árlega
nemenda-
sýningu sína,
Undraland.
Nemendur list-
dansskólans
munu bregða
sér í allra kvik-
inda líki í þess-
ari sýningu sem verður færð á fjalir
Borgarleikhússins í þessari viku.
Að vanda er sýningin einstaklega
skrautleg og lífleg danssýning þar
sem margar víðfrægar sögupers-
ónur ævintýranna mætast í litríkum
dansheimi. Síðasta sýning nemenda
skólans verður í dag, miðvikudag, en
frumsýnt var á mánudag.
Ævintýra- og hasarmyndin Season of the Witch skart-ar hinum mjög svo misjafna
Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hon-
um til halds og trausts er svo Íslands-
vinurinn Ron Perlman sem sletti úr
klaufunum um árið á hinum sáluga
skemmtistað Pravda. Þeir leika ridd-
arana Behmen og Felson sem fara
hamförum í krossferðum Englend-
inga á 14. öld. Í nafni Guðs fella þeir
hvern hermanninn á fætur öðrum þar
til að eitt skiptið börn og konur verða
á meðal þeirra sem liggja í valnum.
Behmen og Felson snúa þá baki
við skyldum sínum og halda heim
til Englands þar sem plágan herj-
ar á landsmenn. Á sama tíma rík-
ir mikill ótti við nornir og eru konur
grunaðar um svartagaldur hengdar í
stórum stíl. Behmen og Felson fá svo
það verkefni að fylgja ungri konu til
klausturs til að fá úr því skorðið hvort
hún sé nornin sem orsaki pláguna
eða ekki.
Season of the Witch kristallar
að mínu mati allt sem er að Holly-
wood. Fjöldaframleidd klisjutugga
sem er svo útþynnt og vötnuð að eft-
ir stendur innihaldslaust þvaður. Ég
leyfi mér að fullyrða að á löngum og
nokkuð misjöfnum ferli hafi Nico-
las Cage sjaldan eða aldrei leikið í
verri mynd. Þá lítur Perlman út fyrir
að vera þunnur alla myndina og er
frammistaða hans átakanlega rislítil.
Manni finnst ótrúlegt að hugsa
til þess hversu miklir peningar fara
í það að framleiða algjört sorp á ári
hverju. Peningar sem gætu runn-
ið til alvöru kvikmyndagerðar sem
skilar einhverju til áhorfandans. En
hvar liggur vandinn? Er það hjá þeim
sem framleiða myndirnar og hugsa
um það eitt að græða pening eftir að
hafa brennt sig margoft á því að taka
áhættur eða hjá okkur neytendunum
sem verðlaunum þetta rugl með því
að fara umhugsunarlaust á fjölda-
framleidda poppsmelli. Á meðan
aðsóknin er afgerandi á myndir af
þessu tagi þá verður lítil breyting.
Þessi mynd skrifast á okkur.
Eins og lesandanum er nú orðið
ljóst er Season of the Witch ekki góð
mynd. Byrjunaratriðið þegar þeir fé-
lagar rífast um hvor þeirra geti drep-
ið fleiri andstæðinga er svo lélegt að
það er móðgandi. Ekki einu sinni
hasarsenurnar eru góðar. Ég hef ekki
séð jafn slakar tæknibrellur síðan...,
ég held að ég hafi bara aldrei séð jafn
slakar tæknibrellur. Þessi mynd fær
hálfa stjörnu og það er fyrir þokka-
lega frammistöðu Claire Foy sem
leikur nornina ungu.
Þetta er okkur að kenna
Season of the Witch
IMDb 5,4 RottenTomatoes 5% Metacritic 28
Leikstjórn: Dominic Sena
Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Ron Perlman,
Stephen Campbell Moore, Robert Sheehan,
Claire Foy, Ulrich Thomsen, Stephen
Graham, Christopher Lee
Handrit: Bragi Schut
95 mínútur
Bíómynd
Ásgeir
Jónsson
Killzone 3
Tegund: Skotleikur
Spilast á: PS3, Xbox 360
Tölvuleikur
Einar Þór
Sigurðsson
Fínasta skemmtun Killzone 3 gerir nákvæmlega það sem hann þarf að gera, án þess þó
að verða einhver flugeldasýning.