Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 23. mars 2011 Miðvikudagur
Á föstudagsmorgun verður tek-
ið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík-
ur mál Sivjar Friðleifsdóttur gegn
fyrrverandi sambýlismanni sínum
og barnsföður, Þorsteini Húnboga-
syni. Þau kynntust á meðan Siv var
í háskólanum en síðastliðið haust
skildu þau að skiptum. Skilnaður-
inn hefur ekki verið átakalaus og nú
er deilt um eignaskipti.
Eitt af því sem tekist er á um er
hlutdeild Þorsteins í lífeyrisréttind-
um Sivjar, en þau eru umtalsverð þar
sem hún hefur setið á þingi frá árinu
1995 og gegndi þar að auki ráðherra-
embætti í sex ár. Siv hefur ekki fallist
á kröfu hans um hlutdeild í þessum
réttindum og stefnir honum því til
opinberra skipta.
Barist um milljónir
Samkvæmt heimildum DV snýst
deilan um rúmar hundrað milljón-
ir króna sem Siv á inni í lífeyrisrétt-
indum. Þorsteinn Einarsson fer með
málið fyrir hönd Sivjar og Guðni
Ástþór Haraldsson fyrir hönd Þor-
steins en hvorugur þeirra vildi tjá
sig um málið. Þorsteinn sagði þó að
hann þekkti ekki önnur dæmi þess
að þingmenn eða ráðamenn þjóð-
arinnar glímdu um lífeyrissjóðsrétt-
indi í dómsal, en auðvitað hefði oft
reynt á ágreining af þessu tagi. Taldi
hann að fólk ætti engan rétt á því að
gera tilkall til þessara réttinda ef ekki
væri um hjúskap að ræða. Þá vildi
hann ekki staðfesta þær upphæðir
sem heimildir DV herma að sé deilt
um og sagði að enn hefðu ekki nein-
ar tölur verið nefndar í því samhengi.
Annars óskaði hann eftir því að þetta
mál yrði ekki rekið í fjölmiðlum þar
sem þetta væri einkamál skjólstæð-
ingsins.
Á brattann að sækja
Málið er þó áhugavert fyrir nokk-
urra hluta sakir. Þeir lögmenn sem
DV leitaði til töldu allir að þetta væri
fyrsta málið sem rekið væri fyrir dóm-
stólum þar sem tekist er á um lífeyr-
isréttindi þingmanns, ráðherra eða
annarra ráðamanna. „Ég þekki ekki
til þess að það hafi verið gert,“ sagði
Flosi Hrafn Sigurðsson á lögmanns-
tofunni Opus. „Í fyrsta lagi eru vænt-
anlega ekki mörg dæmi þess að þeir
sem hafi fengið slík réttindi hafi skil-
ið við maka sinn og í öðru lagi staðið
í deilum varðandi þetta.“
Þegar deilt er um hlutdeild fyrr-
verandi maka í lífeyrisréttindum er
yfirleitt tekið mið af aldri viðkom-
andi, störfum þeirra og hvaða líf-
eyrisréttindi þeir eiga sjálfir. Oftar
en ekki er þessum kröfum hafnað en
í þeim dómum þar sem fallist hef-
ur verið á skiptingu lífeyrisréttinda
hefur allajafna verið um flugstjóra
að ræða þar sem réttindi þeirra eru
óvenjumikil. Því á sá sem krefst hlut-
deildar í lífeyrissjóðsréttindum yfir-
leitt á brattann að sækja, nema mál-
ið sé óvenjulegt fyrir einhverra hluta
sakir eins og þær að lífeyrisréttindin
séu meiri en gengur og gerist, eins
og í tilfelli Sivjar. Þorsteinn þarf engu
að síður að sýna fram á að tilkallið sé
réttmætt.
Sambúð en ekki hjónaband
Málið er ekki síst áhugavert fyrir
þær sakir að Siv og Þorsteinn gengu
aldrei í hjónaband heldur voru þau
í áratugalangri sambúð. Andstætt
því sem Þorsteinn, lögmaður Sivj-
ar, telur metur Flosi það þannig að
maki eigi að geta fengið hlutdeild í
þessum réttindum óháð því hvort
um hjónaband sé að ræða eða ekki,
að því gefnu að um nægilega mikla
fjárhagslega samstöðu hafi verið að
ræða, jafnvel þótt um persónubund-
in réttindi sé að ræða.
Yfirleitt eru þessi mál sótt á
grundvelli ákvæðis í hjúskaparlög-
um en þau eiga ekki við þar sem um
óvígða sambúð er að ræða. Það er
engin framfærsluskylda á milli sam-
búðarfólks. Þar sem engin lög ná
yfir sambúð eru slík skilnaðarmál
yfirleitt mjög óljós. Þar sem lífeyris-
löggjöfin gerir ráð fyrir því að sam-
býlisfólk geti fengið makalífeyri eftir
andlát er sennilega hægt að byggja
kröfuna á þeim grunni. Dómafor-
dæmi skapa hins vegar reglur sem
hægt er að draga ályktanir af. Og
dæmi eru um að dómsmál hafi fall-
ið þannig að hlutdeild fyrrverandi
maka í lífeyrisréttindum annarra í
sama lífeyrissjóði, Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins, hafi verið metin og þá
til einhverrar upphæðar.
Lífeyrisréttindi ráðherra
Siv hefur setið á þingi frá árinu 1995.
Hún var umhverfisráðherra frá því í
maí 1999 til september 2004 og heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra frá
mars 2006 og fram í maí 2007. Þing-
fararkaup er 520.000 krónur á mán-
uði og á meðan hún starfaði sem ráð-
herra lögðust 335.000 krónur ofan
á það. Lögum um lífeyrisréttindi al-
þingismanna var breytt árið 2009 en
samkvæmt gömlu lögunum, þeim
sem voru í gildi á meðan Siv var ráð-
herra, var eftirlaunahlutfallið sex pró-
sent af ráðherraviðbótinni fyrir hvert
ár í embætti, eða 36% í tilfelli Sivjar.
Samkvæmt þessum lögum öðlast
fyrrverandi ráðherra, sem jafnframt
hefur gegnt þingstörfum og uppfyll-
ir skilyrði til að fá eftirlaun fyrir ráð-
herrastörf, jafnframt rétt til eftirlauna
fyrir þingmennsku sína. Eftirlauna-
hlutfall fyrrverandi alþingismanns
er þrjú prósent fyrir hvert heilt ár af
þingsetu og samsvarandi fyrir hluta
úr ári. Þar sem Siv hefur setið á þingi
í tæp sextán ár er eftirlaunahlutfall
hennar 48 prósent. Eftirlaunaréttur
verður þó aldrei meiri en 70%. Ef mið-
að er við núverandi stöðu Sivjar ætti
hún því að fá um 370.000 krónur á
mánuði í eftirlaun.
Tjáir sig ekki, að svo stöddu
Siv vildi ekki tjá sig efnislega um mál-
ið þegar eftir því var leitað, sagði að
málið væri persónulegt og ætti ekki
erindi í fjölmiðla. Þorsteinn Hún-
bogason vildi ekki heldur tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað. „Ég vil
ekki reka þetta mál í fjölmiðlum, að
svo komnu máli.“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
SKILNAÐUR
SIVJAR
FYRIR
DÓM
n Siv Friðleifsdóttir og Þorsteinn Húnbogason í hár saman n Barist um hlutdeild
hans í lífeyrisréttindum hennar n Gæti verið um ríflega hundrað milljónir að ræða
n Voru ógift í áralangri sambúð n Lögmenn telja þetta fyrsta málið af þessu tagi
Siv Friðleifsdóttir Hefur
áunnið sér umtalsverð lífeyris-
sjóðsréttindi sem þingmaður
til sextán ára og fyrrverandi
ráðherra.
Þorsteinn Húnbogason Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar eldar heiðagæs á góðri stundu
árið 2007. Nú takast þau á fyrir dómstólum. Myndin er skjáskot af heimasíðu Sivjar, siv.is.