Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 23. mars 2011 Miðvikudagur „Ég trúi ekki að menn vilji fara í kosningar núna […] En það er ekki útilokað að það geti orðið síðar á kjörtíma- bilinu.“ n Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra um hugsanlegar alþingiskosn- ingar. – Fréttablaðið „Þetta bílalán er stór- kostlega umdeilt.“ n Ólafur Thóroddsen lögmaður manns sem er nú krafinn um greiðslu á 4 milljónum vegna láns á bíl sem hann hefur selt. – DV „Síðustu þrjátíu kílómetr- ana var ég orðinn svo þreyttur að ég fann ekki fyrir fótleggjunum.“ n Jerome Josserand, franskur jaðaríþróttamaður, sem fór þvert yfir Ísland á svokölluðum snjódreka. – DV „Ég fagna þessari niður- stöðu sem er réttlát.“ n Svavar Halldórsson, fréttamaður RÚV, sem var sýknaður af meiðyrðakröfu Pálma Haraldssonar, sem oftast er kenndur við Fons. – DV.is „Ekki var verið að iðka sparkæfingar.“ n Úr tilkynningu eigenda og fram- kvæmdastjóra Hreyfingar um brott- rekstur séra Pálma Matthíassonar úr stöðinni eftir að hann sparkaði í rass líkamsræktarkennara. – DV „Við viljum vara við þessu.“ n Birna Jónsdóttir, formaður Læknafé- lags Íslands, um starfsemi konunnar sem býður upp á bótox-fegrunaraðgerðir í heimahúsi í Kópavogi. – DV Dólgar og dómstólar V axandi tilhneiging er til þess hjá dólgum og skrúð- krimmum að draga fjöl- miðlafólk fyrir dóm í því skyni að þagga niður umræðu um siðleysi og glæpi. Varla líður sá dagur að einhver hinna óhreinu rísi ekki upp með hótanir um að fá blaðamenn, ritstjóra og útgefend- ur dæmda til himinhárra fébóta fyrir að svipta hulunni af verkum sem í besta falli teljast vera siðlaus. Það er fagnaðarefni að Héraðs- dómur Reykjaness skyldi sýkna Svavar Halldórsson sem lögsótt- ur var af útrásarvíkingnum Pálma Haraldssyni, sem kenndur er við Fons. Útrásarvíkingurinn sæk- ir að fátækum fréttamanni í krafti auðs, sem í sjálfu sér er fyrirlitn- ingarvert. Peningarnir eru hreyfi- aflið. Hinn snauði er hundeltur af hinum ríka. Rétt er að halda því til haga að Pálmi í Fons er með fleiri mál á hendur fréttamanninum. Þá er annar þekktur útrásarvíkingur, Jón Ásgeir Jóhannesson, einnig í máli við sama fréttamann. Ein- hvern veginn er eins og allt snúi á haus þegar aðalleikarar hrunsins lögsækja fréttamenn og fjölmiðla og heimta bætur. DV hefur ekki farið varhluta af lögsóknum og hótunum. Þar eru á ferð menn á borð við Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann og Heiðar Má Guðjónsson fjár- festi sem eru með kröfur um að venjulegt launafólk greiði milljón- ir króna fyrir að fjalla um einkamál þeirra á borð við óhóflegar lánveit- ingar úr föllnum banka og stöðu- töku gegn íslensku krónunni í út- löndum. Og svo eru það hinir sem hóta. Lektorinn Jón Snorri Snorrason var stjórnarformaður Sigurplasts sem fór í þrot. Viðurkenndir end- urskoðendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi verið rænt innan frá. Skiptastjóri Sigur- plasts hefur kært stjórnendur og eigendur fyrirtækisins til lögreglu fyrir fjárdrátt, eins og DV hefur greint ítarlega frá. Viðbrögð lekt- orsins eru ekki þau að víkja úr starfi sínu í Háskólanum á meðan rann- sókn fer fram, eins og eðlilegt væri. Þvert á móti er hann hinn brattasti og hótar ritstjórn DV. Háskólakennarinn sem situr undir grun um fjárdrátt og fleiri efnahagsbrot vill, að sögn, fá fimm milljónir frá DV fyrir að fjalla um meint afbrot hans og siðleysi í við- skiptum. Aumir fjölmiðlar á Ís- landi hafa gagnrýnislaust gleypt við spuna lektorsins og dólga hans. Algjört áhugaleysi er fyrir hendi varðandi meint og rökstudd afbrot í starfsemi Sigurplasts. Almenn- ingur verður að koma til varn- ar heiðarlegu fjölmiðlafólki sem liggur undir stöðugum árásum og hótunum við að upplýsa fólk um siðleysi og svindl í viðskipalífinu. Baráttan snýst um heilbrigt samfé- lag eða sama ógeðslega sukkið. Leiðari Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Útrásarvíkingurinn sækir að fátækum fréttamanni. Eiður skammar Sirrý n Eiður Guðnason bloggari á það til að gera harðar atlögur að Útvarpi Sögu. Eiður breytti til í nýlegum pistli og hundskamm- aði þá ástælu út- varpskonu Sirrý fyrir auglýsinga- vændi í útvarpi allra landsmanna á Rás 2. Benti Eiður á langt viðtal við sölu- mann heyrn- artækja í þætti hennar. „Það var hinsvegar handan góðra vinnu- bragða (20.03.2011) að vera með langt viðtal,sem var ódulbúin auglýs- ing fyrir eitt tiltekið fyrirtæki í Kópa- vogi, sem  selur heyrnartæki og mælir heyrn fólks. Nafn fyrirtækisins og vef- síða var margnefnt í löngu  viðtali. Eiga ekki önnur fyrirtæki í sömu grein rétt á samskonar þjónustu frá útvarpi allra landsmanna?“ spyr Eiður. Lúxuslíf þrotamanns n Björn Leifsson, kenndur við World Class, er mikið á milli tannanna á fólki þessa dagana. Kappinn rambar pers- ónulega á barmi gjaldþrots vegna útrásarævintýr- is í Danmörku. Samt heldur hann World Class á Ís- landi og lifir hátt í örbirgð sinni. Um áramótin fór hann í glæsiferð til Mexikó með fjölskylduna. Þá er hann að byggja 150 fermetra sumar- bústað á besta stað við Þingvallavatn. Kvittur er um að nýverið hafi hann farið í veiðiferð til Argentínu en það er óstaðfest. Læknir á grásleppu n Læknirinn, kvikmyndaframleiðand- inn og útgerðarmaðurinn Lýður Árna- son er nú að ýta úr vör grásleppuútgerð sinni. Óhætt er að segja að strax sé meðbyr með rekstrinum en grásleppan veiðist í miklu magni. Það er því bjart yfir lækninum sem réð alþekktan afla- mann, Ólaf „popp- ara“ Ragnarsson, tónlistarmann og fyrr- verandi veðurathugunarmann í Æðey, sem skipstjóra á bát sinn. Sölvi skammar Sigurð n Sigurður Einarsson útrásarvíkingur lagði til atlögu við alla fjölmiðla lands- ins að Fréttablaðinu undanskildu í grein í síðustu viku. Taldi hann að fríblaðið, sem er undir stjórn Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, stæði öðrum fjölmiðlum framar. Nú hefur Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður, sem tilgreindur var í skrifum Sigurðar, svarað víkingnum harkalega. Bendir hann Sigurði á að í fjölmörgum póst- um síðustu tvö ár hafi hann leitað við- bragða hans en án árangurs. Aðrir fjöl- miðlar hafa lent í því sama. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Eitt af helstu einkennum Svart-höfða er prinsippmennska. Þess vegna tekur hann alltaf afstöðu til þjóðmálanna út frá mjög ströng- um prinsippum sem miða að því að komast alltaf að því sem er satt og rétt í öllum málum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Svarthöfði hefur mik- ið dálæti á öðrum miklum prinsipp- manni, Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardómara, sem alltaf tekur afstöðu út frá prinsippum sem byggja fyrst og fremst á ást á sannleikanum og einskærum vilja til að hafa það sem sannara reynist. Jón Steinar hefur aldrei hallað réttu máli eða tekið afstöðu um eitt eða neitt án þess að hafa þessi prinsipp sín að leiðarljósi. Aldrei hefur hann ákveðið sig fyrir fram áður en hann kemst að einhverri niðurstöðu og aldrei hefur hann verið þátttakandi í málum sem byggjast á því að verja hagsmuni einhvers manns eða hóps þvert gegn því sem satt er eða sann- gjarnt. Þess vegna hefur Svarthöfði notið þess að lesa þær greinar sem hæstaréttardómarinn hefur látið frá sér fara um Icesave-málið í gegnum tíðina. Jón Steinar sannfærði Svarthöfða um ágæti dómstólaleiðar- innar í Icesave-málinu strax um sum- arið 2009. Hefur Svarthöfði æ síðan aldrei hvikað frá þeirri bjargföstu trú sinni síðan að Íslend- ingar eigi ekki að sam- þykkja Icesave-klyfj- arnar heldur fara með málið fyrir dóm. Jón Steinar orðaði þessa hugs- un á kristalstæran hátt í grein í Morg- unblaðinu í júní árið 2009: „Það er talinn helgur réttur í öllum sið- menntuðum ríkj- um að menn eigi aðgang að hlut- lausum dóm- stólum til að láta dæma um réttarágreining sem þeir eiga í við aðra.“ Sannfæring Svarthöfða um ágæti þessa sjónarmiðs Jóns Steinars hefur svo ekki minnkað við lestur á nokkrum örgreinum eftir nokkra lögfræðinga sem birst hafa í Frétta- blaðinu upp á síðkastið en þeir virðast einnig innblásnir af orðum meistara Jóns Steinars. Af greinum þeirra að dæma er ekki annað að sjá en að þeir hafi nánast drukkið í sig sannindin úr fyrri greinum Jóns Steinars og gert að sínum. Að minnsta kosti er þetta texta- brot úr einni af Fréttablaðsgreinunum frá síðustu viku sláandi líkt og ívitnuð glefsa úr grein Jóns Steinars. Þarna fjalla lögfræðingarnir um réttinn á því að eiga aðgang að hlutlausum dóm- stólum til að skera úr um réttarágrein- ing: „Þetta er helg- ur réttur sem allir eiga að njóta í vest- rænum rétt- arríkjum og er varinn í stjórnar- skrá þeirra flestra.“ Svarthöfða finnst frábært að sjá, svo ekki sé meira sagt, að orð Jóns Steinars virðast hafa náð fleiri eyrum og sannfært þessa sjö hlutlausu lögfræðinga um ágæti dóm- stólaleiðarinnar – það hvílir auðvitað engin lagskylda á okkur Íslendingum að greiða þessar bannsettu Icesave- skuldir óreiðumannanna. Engu minni varð gleði Svarthöfða þegar hann sá að lögfræðingarnir sjö taka undir aðra af lykilskoð- unum meistarans en sú skoðun snýst um það að íslenskum ráðamönnum beri skylda til að tryggja það að Ice- save-málið fari fyrir dómstóla áður en skuldabagginn fellur á þjóðina. Sjö- menningarnir orðuðu þetta svona í Fréttablaðsgrein í síðustu viku: „Í raun var það aðeins einfaldur réttur Íslend- inga sem þeim bar að tryggja: Réttur- inn til hlutlausrar málsmeðferðar fyrir dómi um hvort lagaleg skylda hvíldi á okkur til að greiða Icesave-kröfurnar. [...] Það var skylda ráðamanna þjóðar- innar að tryggja okkur hann.“ Meistarinn kom hins vegar sömu hugsun í orð á eftirfarandi hátt um sumarið 2009: „Það er að mínum dómi skylda íslenskra ráða- manna að tryggja þjóðinni réttinn til að láta hlutlausan dómstól dæma um þessa þungbæru skyldu sem nú stend- ur til að samþykkja.“ Svarthöfði hefur aftur öðlast trú á mannkynið vegna þess að hann sér að orð meistara Jóns Steinars virðast skjóta rótum og öðlast sjálfstætt líf í hugum þeirra sem þau lesa. Slíkur er sannfæringarkrafturinn, slík er þekkingin, slíkt er innsæ- ið, slíkur er máttur manns- ins Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar. Ef Svarthöfði vissi ekki betur hefði hann jafnvel haldið að Jón Steinar sjálfur hefði skrifað örgreinar lögfræð- inganna sjö fyrir þá eða sagt þeim hvað þeir ættu að skrifa og hvernig. En slíkt þarf auð- vitað ekki þegar rök og orð Jóns Steinars eru annars vegar þar sem sannleikur- inn, sanngirnin og viskan blasir auðvitað við öllum skynsömum mönnum. Svarthöfði SKOÐANABRÆÐUR JÓNS STEINARS Ber Davíð höfuð og herðar yfir aðra? „Já, það er ekki nokkur spurning,“ segir Hlynur Jónsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Eftir árshátíð félagsins var skrifað í fuglahvísli vefsíðunnar AMX að Davíð Oddsson bæri „höfuð og herðar yfir aðra forystumenn þjóðarinnar á umliðnum árum og áratugum“, en Davíð hélt ræðu á árshá- tíðinni. Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.