Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2011, Blaðsíða 14
„Það má segja að í hnotskurn snúist
þetta um að það sé kraftur fjöldans
sem býr þetta til. Fólk hópast um að
fá vöru á betra verði en tilboði,“ segir
Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri
Hópkaupa en á heimasíðu þeirra,
hopkaup.is, er hægt að fá tilboð frá
ýmsum fyrirtækjum og þjónustuað
ilum. Hann segir að fyrirtækið sé að
erlendri fyrirmynd en sé nýtt hér á
landi.
Allir rólegir og ekkert stress
Vefsíðan virkar á þann veg að inn á
hana eru sett tilboð og afslættir sem
fyrirtæki eða þjónustaðilar eru til
búin að veita. Fyrirtækið eða þjón
ustuaðilinn ákveður hve marga þarf
til að virkja tilboðið og hve lengi það
muni standa. Fjöldinn fer eftir því
hve lágt fyrirtækin geta farið til þess
að ná því sem þarf til að mæta kostn
aði. Fólk skráir sig svo á það tilboð
sem það hefur hug á og þegar lág
marksfjölda hefur verið náð verður
tilboðið virkt. „Tilboðin eru oftast
á netinu í 48 tíma. Þegar ákveðinn
fjöldi hefur skráð sig verður tilboðið
virkt og fólk fær senda kvittun fyrir
því sem það keypti. Á kvittuninni er
tekinn fram gildistími tilboðsins og
er hann oftast á bilinu 6 til 12 mán
uðir. Þá hefur fólk góðan tíma til að
ná í það sem það sækist eftir og fyr
irtækið lendir ekki í því að allir komi
í einu. Allir geta verið rólegir og ekk
ert stress,“ segir Árni Þór. Hann bæt
ir við að ef fólk sækist eftir því að það
gangi hraðar að fá tiltekinn fjölda sé
gott að láta vini og vandamenn vita,
til dæmis á Facebook.
Mun þróast enn frekar
Eins og fyrr sagði þá gilda tilboð
in oftast í 6 til 12 mánuði og er
ekki krafa um að þú notir keypt til
boð á ákveðnum tíma eða tiltek
inn dag. „Það sem þú kaupir safn
ast inn á vefinn því þú átt eins konar
bankabók hjá okkur sem er virk í
marga mánuði. Erlenda fyrirmynd
in, groupon.com, er komin lengra
með þetta og þar getur þú til dæmis
eignast inneign ef þú færð vini þína
með í þetta. Það er í vinnslu hjá
okkur og við stefnum á að bæta við
möguleikum.“
Fara eftir öruggum stöðlum
Hópkaup býður upp á tvo greiðslu
möguleika en það er með greiðslu
korti annars vegar og með því að
millifæra hins vegar. Komi ekki til
þess að tilboð sem þú hefur skráð
þig á verði ekki virkt, vegna ónægr
ar þátttöku er ekki gjaldfært út
af korti þínu. Verði það hins veg
ar virkt er tekið út af kortinu eða
þú beðinn um að millifæra. „Við
vinnum samkvæmt öllum örugg
ustu stöðlum sem til eru. Við erum
í samvinnu við Kortaþjónustuna og
allt er mjög öruggt,“ segir Árni Þór
og bendir á að fólk sé farið að versla
meira á netinu en áður. Fólk sé far
ið að hugsa öðruvísi og að treysta
þessum kaupmáta.
Búbót fyrir almenning
Aðspurður um hvað Hópkaup fái fyr
ir þessa þjónustu segir Árni Þór að
fyrirtækið fái 20 til 30 prósent af út
söluverði fyrirtækjanna. „Við vinnum
ef fyrirtækið vinnur, það er það sem
við fáum fyrir okkar snúð. Fyrirtæk
in greiða okkur ekki að öðru leyti.“
Hann segir þetta hafa farið virkilega
vel af stað og þessi þjónusta sé mikil
búbót fyrir almenning. „Við erum al
veg í skýjunum með þetta og ég held
að neytendur ættu að vera það líka
vegna þess að þetta er allt gert fyrir
neytendur. Þetta er nýjung þar sem
neytendur sjálfir skapa þrýstinginn
á fyrirtæki og þjónustuaðila til að
koma með betra verð og tilboð,“ segir
hann að lokum.
Einn grænn
n Einn grænn Suðurnes fær lofið fyr
ir frábæra þjónustu. Viðskiptavinur
lét breyta bíl sínum þannig að hann
gangi fyrir umhverfisvænu metan
gasi. Breytingin kostaði 390 þúsund
krónur. Viðmótið sem viðskiptavin
urinn fékk var frá fyrsta degi
til fyrirmyndar. Hann fékk
lánaðan bíl meðan á við
gerðinni stóð, endurgjalds
laust, og sá sem breytti
bílnum bauðst til að
koma með bílinn heim
að dyrum að breytingu
lokinni.
Örugg ferðalög
Með tilkomu netsins er orðið
auðveldara að skipuleggja ferðalög
sjálfur en því fylgir þó viss áhætta.
Á heimasíðu Neytendasamtakanna
er nú aðgengileg fyrir félgsmenn ný
vönduð ferðahandbók sem er skrifuð
fyrir Íslendinga í ferðahugleiðingum.
Höfundur hennar, Ian Watson, hefur
skrifað ferðahandbækur auk þess að
hafa unnið við leiðsögn um árabil.
Í bók þessari má finna gagnlegar og
áhugaverðar upplýsingar sem gott er
að kynna sér áður en lagt er af stað.
Þar er svarað spurningum á borð
við: Hvenær á að gefa þjórfé? Er ég
tryggður ef ég þarf að leggjast inn á
spítala? Er nauðsynlegt að kaupa for
fallatryggingu? Hvernig ferðast ég frá
helstu flugvöllum?
Léleg þjónusta
n Lastið að þessu sinni fær fjár
reiðudeild 365 miðla. Viðskiptavin
ur hafði samband og var óánægður
með hve erfitt er að ná inn í síma.
„Það er alls ekki hægt að ná í þær. Ég
var búin að reyna að ná þangað inn
í nokkra daga. Fyrst var
sagt að þær tækju ekki
síma nema á vissum
tíma og loks þegar ég
náði í gegn voru þær
allar farnar í mat. Það
er bara engin þjónusta hjá
þeim,“ segir viðskiptavinur
inn.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Fermingar handan við hornið
Fermingatíminn er hafinn og margt sem þarf að huga að við
undirbúninginn en þess á meðal er hvernig veislu skal halda.
Á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna er að finna
ýmis góð ráð og tillögur að veisluborðum. Þar segir að alltaf
sé sígilt að bjóða upp á kalt hlaðborð eða heitan veislumat
en einnig eru hugmyndir að matseðlum, hvort sem um
dögurð, kaffihlaðborð, smáréttahlaðborð eða brauð- og
ostaborð er að ræða.
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 23. mars 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 227,9 kr. Verð á lítra 233,8 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 227,7 kr. Verð á lítra 233,6 kr.
Verð á lítra 228,9 kr. Verð á lítra 233,8 kr.
Verð á lítra 227,6 kr. Verð á lítra 233,5 kr.
Verð á lítra 227,7 kr. Verð á lítra 233,6 kr.
Verð á lítra 227,9 kr. Verð á lítra 233,8 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Akureyri
Melabraut
Algengt verð
Á síðustu fimm árum má rekja fjölda brunaslysa til heita vatnsins:
Stillum hitann hóflega
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Við Íslendingar búum við þann
munað að heitt vatn rennur úr krön
um okkar og er það ein af okkar dýr
mætustu auðlindum. Jarðhitinn er
ódýr, vistvæn og örugg orka til hús
hitunar og flest íslensk heimila eru
hituð með heitu vatni. Þrátt fyrir
þessa staðreynd verða flest bruna
slys hér á landi vegna heits vatns en
algengt er að 70°C til 75°C heitt vatn
renni úr krönunum.
Á vefnum stillumhitann.is má
finna ýmsan fróðleik og upplýsingar
um þær hættur sem geta skapast af
heitu vatni. Þar eru eftirfarandi lykil
atriði tekin fram sem fólk ætti að hafa
í huga, en til að byrja með segir að
ávallt skuli sýnd fyllsta aðgát þegar
heitt vatn sé annars vegar. Vatn skal
látið renna í smástund til að ná réttu
hitastigi og mikilvægt er að kanna
hitastig vatnsins áður en farið er út í.
Tryggja skal stöðugt eftirlit með bún
aði og viðhaldi hans og leita skal að
stoðar fagmanna við val á lausnum.
Að lokum er fólk hvatt til að gera ráð
stafanir strax í dag.
Þar segir jafnframt að mikilvægt
sé að hafa hitastýrð blöndunartæki
við vaska óháð aldri húsa, því slíkt
komi í veg fyrir óhöpp hjá börnum.
Hafa ber í huga þegar hitastýringar
búnaður er keyptur að mismunandi
lausnir henta hverju húsi. Neytend
ur eru hvattir til að kynna sér vefinn
og þær forvarnir sem þar eru kynnt
ar auk upplýsinga um þá skyndihjálp
sem skal beita ef um brunaslys er að
ræða.
Vefurinn er hluti af átaki sem Orku
veita Reykjavíkur, SjóváForvarnar
hús og Landspítali Háskólasjúkrahús
standa fyrir og tilgangur hans er að
fækka brunaslysum af völdum heita
vatnsins. Markmið hans er annars
vegar að vekja umræðu meðal fag
manna um þá staðla og reglugerðir
sem eru í gildi varðandi hitastýringu
neysluvatns. Hins vegar að benda al
menningi á nauðsyn þess að sýna
varúð í umgengni við heita vatnið og
sýna fram á þær lausnir sem til eru til
að lækka hitann á krana og baðvatni.
gunnhildur@dv.is
Hætturnar í
heita vatninu
Mikilvægt er
að vera með
hitastýrð
blöndunartæki
til að koma í veg
fyrir óhöpp hjá
börnum.
Lægra verð með
þrýstingi neytenda
n Hópkaup.is er ný heimasíða
sem auglýsir tilboð á vörum og
þjónustu n Framkvæmdastjórinn
segir þetta mikla búbót fyrir neyt-
endur n Neytendur sjálfir skapa
þrýsting á fyrirtæki og þjónustu-
aðila um betra verð og tilboð
Hópkaup Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa, er ánægður með viðbrögðin.