Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 2
2 | Fréttir 4. maí 2011 Miðvikudagur n Leiðtogi Vítisengla í Noregi hefur höfðað skaðabótamál á hendur ríkinu n Lögregla vísaði honum frá landi í fyrra n Vítisenglar hafa áður fengið bætur frá ríkinu vegna ólögmætra að- gerða lögreglu n Þeir boða fleiri málshöfðanir Vítisenglar herja á ríkið Leif Ivar Kristiansen, leiðtogi Vítis- engla, Hells Angels, í Noregi hefur höfðað skaðabótamál á hendur ís- lenska ríkinu vegna frávísunar úr landi. Annar meðlimur samtakanna, Jan Anfinn Wahl, hefur einnig stefnt ríkinu vegna hliðstæðs máls. Vítisenglar hafa áður stefnt ríkinu fyrir ólögmætar aðgerðir og haft erindi sem erfiði. Sjö meðlimum Fáfnis (for- vera Hells Angels MC Iceland) voru í fyrra dæmdar bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku. Þá boðar for- ingi samtakanna á Íslandi, Einar „Boom“ Marteinsson, fleiri málshöfð- anir á hendur ríkinu – næst fyrir meið- yrði. Þannig gæti farið að Vítisenglar hafi ríkið að féþúfu. Kom sem „ferðamaður“ Það var í febrúar í fyrra sem Leif Ivar kom hingað til lands. Með í för var lögfræðingur hans Morten Furuhol- men, sem í kjölfar heimsóknarinn- ar sakaði íslensk stjórnvöld um ger- ræðisleg vinnubrögð og fyrir að brjóta EFTA-samninginn við Norðmenn. „Ef íslensk stjórnvöld ætla að gera undantekningu á reglum um frjálsa fólksflutninga, þá verður það að vera hrein og klár ógnun við öryggi lands- ins og þjóðar. Það að vera meðlimur í Hells Angels er ekki nægileg ástæða til að vísa manni úr landi,“ sagði hann við vefmiðilinn Pressuna. Hann bætti því raunar við að Leif Ivar væri einfaldlega að koma til Íslands sem ferðamaður en ætlaði þó einnig að hitta meðlimi MC Iceland, nú Hells Angels MC Ice- land. Vill skaðabætur frá ríkinu Ljóst er að Leif Ivar ætlar að leita rétt- ar síns vegna þess að lögregla vísaði honum úr landi við komuna. Hann hefur stefnt ríkinu og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í dag, miðvikudag. Odd- geir Einarsson héraðsdómslögmaður sækir málið fyrir Leif Ivar. Hann sagð- ist í samtali við DV ekki mega tjá sig í smáatriðum um efni stefnunnar en að um væri að ræða mál vegna frávís- unar í fyrra, bæði í tilfelli Leifs Ivars og Jans Anfinns. Hann staðfesti að farið væri fram á skaðabætur en sagði að þar væri um óverulegar upphæðir að ræða, án þess að geta gefið þær upp. Óskar Thorarensen hæstaréttar- lögmaður ver ríkið en hann gat eng- ar frekari upplýsingar veitt um málið þegar DV fór þess á leit. Rýmri rannsóknar- heimildir lögreglu Lögregluyfirvöld hafa lengi grunað MC Iceland, áður Fáfni en nú Hells Angels, um græsku og reynt með öll- um tiltækum ráðum að sporna við fótfestu samtakanna hér á landi. Sú viðleitni birtist meðal annars í að er- lendum vítisenglum hefur ítrekað verið vísað úr landi þegar þeir hafa komið hingað í hópum. „Við munum beita öllum mögu- legum ráðum til að losa Ísland við glæpahópa og sporna af alefli gegn því að slíkum hópum, sem reyni að brjótast inn í íslenskt samfélag, tak- ist það ætlunarverk. Í undirbúningi er lagafrumvarp sem auðveldar lög- reglunni að glíma við glæpamenn en ég tek fram að við munum gæta þess rækilega að rýmkaðar rannsóknar- heimildir verði háðar dómsúrskurði og eftirliti,“ sagði Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra í samtali við DV þegar nýtt lagafrumvarp var kynnt fyrir fáeinum vikum. Hafa áður fengið bætur Ekki virðist vanþörf á rýmri lagaheim- ildum lögreglu til að sporna við starfi meintra glæpahópa. Til viðbótar við dómsmálið sem foringi Hells Angels í Noregi hefur nú höfðað gegn íslenska ríkinu er þess skemmst að minnast að MC Iceland hefur haft betur gegn yfir- völdum fyrir dómstólum. Þannig voru í fyrra sjö núverandi og fyrrverandi félagsmönnum dæmdar bætur sem hljóðuðu samtals upp á 700 þúsund krónur fyrir ólöglega handtöku í þá- verandi félagsheimili Fáfnis árið 2007. Þá fór lögregla á vettvang og handtók mennina eftir að ábending barst um að þar væri verið að berja mann. Þess má geta að meðlimir vél- hjólasamtakanna hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu og bent á að sam- tökin hafi, þrátt fyrir mikið eftirlit lög- reglu hérlendis, aldrei hlotið dóm fyrir neitt – jafnvel þó einstaklingar innan samtakanna hafi persónulega hlotið dóma. Ætla í meiðyrðamál gegn Ögmundi Einar „Boom“ Marteinsson, foringi Hells Angels MC Iceland á Íslandi, segir í samtali við DV að fleiri dóms- mál á vegum Vítisengla kunni að vera í farvatninu. Þannig hafi hann sjálfur óskað eftir skýringum lögreglu á síma- hlerunum í hans garð. Þær hafi hann ekki fengið en lögmaður sinn sé að vinna í því máli. Þá íhugi Vítisenglar nú að kæra Ögmund Jónasson innan- ríkisráðherra fyrir meiðyrði. „Hann hefur látið ýmislegt út úr sér um okk- ur, meðal annars á blaðamannafund- inum um daginn, sem ekki stenst,“ segir Einar og bætir við að samtökin íhugi meiðyrðamál gegn ríkinu vegna fleiri ummæla ríkisstarfsmanna sem fallið hafi. Því er ekki ósennilegt að sjá megi fleiri dómsmál Vítisengla gegn ríkinu á næstunni. Aðspurður hvort samtökin á Ís- landi komi með einhverjum hætti að máli Leifs Ivars gegn ríkinu segir Ein- ar: „Auðvitað. Bræður standa alltaf saman.“ Hann vill þó ekki fara nánar út í það í hverju sú aðstoð sé fólgin. Uppgjör í vændum DV greindi frá því í mars að ríkislög- reglustjóri óttist mjög að í hörð átök stefni í undirheimum Reykjavíkur, en sú hætta er sögð meginástæða þess að lögregla sé nú að fá rýmri rannsóknar- heimildir. Í DV kom fram að lögregl- an óttist um eigið öryggi ekki síður en öryggi almennings ef til uppgjörs komi á milli glæpahópa sem skot- ið hafi rótum á Íslandi. Blaðið hafði leyniskjöl undir höndum þar sem fram kemur að lögreglan telur raun- verulega hættu á því að átökin gætu brotist út á stöðum þar sem almennir borgarar gætu lent á milli. Fram kom líka að Jón Trausti Lúthersson, sem hætti í vélhjólasamtökunum MC Ice- land, áður en þau hlutu inngöngu í Hells Angels, hygði á hefndir. Sjálfur hefur hann í samtali við DV hafnað því en hefur þó farið fyrir stofnun annarra vélhjólasamtaka, MC Black Pistons á Íslandi og í Haugasund í Noregi. Black Pistons er áhangendaklúbbur Outlaws, en meðlimir samtakanna og Hells Angels hafa víða um heim eldað grátt silfur. Lögregla óttast að uppgjör sé í vændum. Báðir klúbbar hafa hafnað því að átök séu yfirvofandi. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Traustar rannsóknir „Það er enn í burðarliðnum enda þarf að vanda mjög til þeirrar löggjafar. Frumvarpið er væntanlegt innan tíðar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um frum- varpið sem hann boðaði á blaðamannafundi í byrjun mars, þar sem lögreglu yrðu veittar rýmri rannsóknarheimildir til að fylgjast með skipulegri glæpastarfsemi. Ögmundur segir að frumvarpið verði lagt fram á þessu þingi. Aðspurður hvort málshöfðanir Vítisengla, bæði íslenskra og norskra gegn íslenskum stjórnvöldum, sýni að lögregla þurfi rýmri heimildir til að athafna sig segist Ögmundur ekki vilja tengja þetta tvennt saman. Hugmyndin með frumvarpinu sé aðeins að ákæruvaldið geti byggt á traustum rannsóknum um meinta glæpastarfsemi og hafi aðgang að þeim upplýsingum sem til þurfi. „Ef þessir menn telja sig með öllu vammlausa þá er það ekki mitt að kveða upp neina dóma. Það verður að hafa sinn gang fyrir dómstólum. Mín viðleitni miðast að því að hægt verði að rannsaka framferði meintra glæpamanna,“ segir Ögmundur við DV. Umfjallanir DV um Vítisengla 2. júlí 2008 3. júlí 2008 28. október 2009 2. nóvember 2009 5. mars 2010 9. júní 2010 Krefst bóta frá íslenska ríkinu Leif Ivar, foringi Hells Angels í Noregi, hlaut í undirrétti níu ára dóm fyrir stórfellt fíkniefnasmygl en var sýknaður í hæsta- rétti. Hann vill nú bætur frá íslenska ríkinu. Stefnir ríkinu Litlar upplýsingar er að finna um Jan Anfinn Wahl, hinn vítisengilinn sem hefur stefnt ríkinu. MyNd bygdepoSteN.No einar „boom“ Marteinsson hler- aður? Foringi Hells Angels MC Iceland á Ís- landi segir lögmann sinn skoða réttarstöðu hans vegna hlerana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.