Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Side 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 4. maí 2011
Vítisenglar herja á ríkið
„Ef þeir vilja stríð getum við mætt þeim af fullri hörku,“ sagði Leif Ivar Kristiansen um
hörku íslenskra lögregluyfirvalda í samtali við DV í júlí 2008 en þá var hann staddur hér
á landi. „Mér þykir reyndar leitt að þeir skuli vera hræddir við okkur, við erum kurteisir
menn og viljum bara ferðast um á mótorhjólunum okkar,“ sagði Leif en hann er talinn
stofnandi Hells Angels í Noregi og forsprakki samtakanna þar í landi, þó hann hafi sjálfur
aldrei gengist við þeirri nafnbót. Hann sagði þó að stríð væri ekki það sem norsku vítis-
englarnir vildu. Þeir væru fjölskyldumenn sem hefðu gaman af mótorhjólum.
Leif Ivar er 48 ára gamall og hefur margoft komið til Íslands. Stundum hefur honum
verið meinuð innkoma en stundum hefur hann fengið að fara inn í landið óáreittur.
Hann hlaut fyrir nokkrum árum níu ára fangelsisdóm fyrir að smygla 350 kílóum af
hassi frá Danmörku til Noregs en var í hæstarétti sýknaður, eftir að hafa setið 13 mánuði
í varðhaldi. Átta menn voru handteknir vegna málsins og hlutu þeir samtals 57 ára
fangelsisdóm. Leif Ivar sagði sjálfur í viðtali við DV árið 2008 að hann hefði fimm sinnum
verið dreginn fyrir dóm. „Ég hef alltaf gengið út sem frjáls maður,“ sagði hann um erfitt
líf vítisengils.
„Mér líkaði mjög vel við Ísland þegar ég heimsótti landið,“ sagði Leif í eitt skiptið sem
hann kom hingað. Í það skiptið var hann ekki stöðvaður þrátt fyrir að lögreglan hafi lagt
sig í líma við að snúa meðlimum gengisins við til síns heima. Hann segir að þvert á móti
hafi lögreglan verið mjög vinaleg á meðan hann dvaldi hér á landi. Hann segist hafa
notið landsins gæða á meðan hann dvaldi hér og hefur ekkert illt um þjóðina að segja.
Honum finnst aftur á móti viðbrögð lögreglunnar hafa verið heldur hörð þegar þeir hafa
komið í hópum.
Litlar upplýsingar fundust um hinn manninn sem hefur stefnt ríkinu, Jan Anfinn Wahl.
Eftir því sem DV kemst næst er hann 38 ára gamall og er búsettur í Noregi.
Tilbúinn í stríð við lögregluna
Samtökin Hells Angels voru fyrst stofnuð á Norðurlöndunum í Danmörku árið 1980.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eru skotárásir tíðar. Ástandið er svo slæmt
í sumum hlutum Kaupmannahafnar að venjulegt fólk þarf að klæðast skotheldum
vestum. Í tveggja ára gamalli skýrslu frá dönsku lögreglunni um það sem hún kallar
rokkaraklúbba og -gengi kemur fram að lögreglan hafi skráð allt í allt 167 atvik þar sem
skotvopn voru notuð á almannafæri árið 2008. Talið er að 76 af þessum atvikum tengist
rokkaragengjum á borð við Hells Angels.
Um 120 meðlimir voru í dönsku Vítisenglunum í lok síðasta árs og 113 í stuðnings-
hópi þeirra, AK81. Á síðasta ári voru 87 ákærur um alvarlega glæpi gefnar út á hendur
meðlimum Hells Angels og 61 dómur féll í málum sem varða meðal annars ofbeldi,
vopnaða glæpi og fíkniefnaviðskipti. Árið 2009 voru átján meðlimir settir í fangelsi,
tólf afplánuðu dóma og sex voru í gæsluvarðhaldi. Á sama tíma voru sextán meðlimir á
skilorði og sex biðu afplánunar. Tíðni glæpa er mun hærri meðal meðlima AK81 og voru
314 ákærur um alvarlega glæpi gefnar út á hendur meðlimum klúbbsins árið 2008 og 164
dómar féllu.
113 meðlimir – 314 ákærur
6. ágúst 2010 9. ágúst 2010 4. mars 2011
n Félögin Hafnarhóll og Línuskip töpuðu milljörðum við fall Straums
og Landsbankans n Þorsteinn Már Baldvinsson segir 14,5 milljarða
króna kaup Samherja í Brimi gerð á viðskiptalegum forsendum
Útgerðarfélagið Brim gekk frá 14,5
milljarða króna sölu á eignum sín-
um til Samherja um síðustu helgi.
Um er að ræða sölu á 5.900 tonnum
af aflaheimildum, fiskvinnslu Brims
á Akureyri, dótturfélagið Lauga-
fisk hf. og ísfisktogarana Sólbak og
Mars. Landsbankinn veitir nýja fé-
laginu 11 milljarða króna í lán og
mun Samherji síðan reiða fram um
3,6 milljarða króna. Samherji stofn-
ar nýtt dótturfélag utan um þessar
eignir sem fær nafnið Útgerðarfélag
Akureyringa. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hyggst Brim nýta
þá 3,6 milljarða króna sem Samherji
leggur fram í eigið fé til að greiða nið-
ur skuldir við skilanefnd Glitnis.
Brim keypti Útgerðarfélag Akur-
eyringa af Eimskipi árið 2004 á níu
milljarða króna og má segja að Brim
sé nú að selja stóran hluta þeirra
eigna. Þó er ljóst að Brim mun halda
einhverjum hluta af þeim aflaheim-
ildum sem félagið keypti af Eimskipi
árið 2004. Má í því samhengi nefna
að árið 2004 hafði ÚA um 19.000
þorskígildistonn til yfirráða.
Brim heldur þremur
frystitogurum
Þrátt fyrir að Brim selji 5.900 þorsk-
ígildistonn heldur félagið áfram um
5.300 tonnum. Auk þess á félagið
um 1.600 þorskígildistonn utan
íslenskrar lögsögu en þær veiðheim-
ildir eru í úthafskarfa og síðan þorski
í Barentshafi. Brim heldur áfram
frystitogurunum Guðmundi í Nesi,
Brimnesinu og Kleifaberginu en
þessi þrjú skip skiluðu um sex millj-
arða króna aflaverðmæti í fyrra.
Heimildarmaður sem DV ræddi
við sagði að líklega myndi Guð-
mundur Kristjánsson ekki sjá eftir
landvinnslunni á Akureyri. Hann
hafi meira litið á það sem samfélags-
lega skyldu sína að halda rekstri
hennar gangandi undanfarin ár. Það
sé þó ljóst að Brim hefði ekki látið af
hendi jafn mikið af kvóta sínum og
raun ber vitni nema vegna þess að
Landsbankinn hafi þrýst á félagið að
létta á skuldum sínum. Brim hefur
ekki skilað ársreikningi síðan árið
2007 en þá skuldaði félagið nærri 14
milljarða króna sem nær alfarið var í
erlendri mynt.
Þorsteinn Már telur kaupin góð
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir í samtali við
DV að hann líti ekki svo á að með
þessum kaupum hafi Samherji ver-
ið að hjálpa Guðmundi Kristjáns-
syni og félögum hans við skuldaupp-
gjör hjá Landsbankanum. „Viðskipti
Samherja eru gerð á viðskiptalegum
forsendum,“ segir hann. Aðspurður
segir Þorsteinn Már að Samherji hafi
keypt þær eignir sem boðnar voru til
sölu. Það hafi ekki komið til tals að
Samherji reyndi að kaupa meira af
aflaheimildum Brims eða eitthvað
af frystitogurum félagsins. „Þetta eru
að okkar mati góðar eignir og með
þeim munum við nýta fullkomna
vinnslu og þekkingu sem byggð hef-
ur verið upp með áratugastarfi ÚA á
Akureyri,“ segir Þorsteinn Már.
Mikið tap hjá
félögum Guðmundar
DV hefur nokkrum sinnum fjallað
um Guðmund Kristjánsson, forstjóra
Brims, og skuldastöðu félaga hans á
síðustu mánuðum. Í lánabók Lands-
bankans frá 31. mars 2008 kemur
fram að þá hafi félög Guðmundar
skuldað bankanum 23,4 milljarða
króna. Má áætla að þessar skuldir
væru um 33 milljarðar króna í dag.
Eignarhaldsfélagið Línuskip, sem
fer með 95 prósenta hlut í Brimi,
var í ábyrgðum fyrir 2,8 milljörð-
um króna af skuldum Hafnarhóls.
Þessari ábyrgð var síðar aflétt en DV
sagði frá því í mars að Fjármálaeftir-
litið væri með Hafnarhól til skoðun-
ar. Einnig átti Línuskip 0,85 prósenta
hlut í Landsbankanum sem bankinn
lánaði fyrir. Gera má ráð fyrir því að
Landsbankinn þurfi að afskrifa um
14 milljarða króna vegna lána sem
veitt voru til Hafnarhóls og Línuskips.
Hvorki hafa fengist svör frá Lands-
bankanum né frá Guðmundi sjálf-
um um hvort 14,5 milljarða króna
sala á eignum Brims til Samherja sé
tengd uppgjöri á þessum skuldum
Hafnar hóls og Línuskips. Þegar DV
fór í prentun höfðu blaðinu ekki bor-
ist svör við fyrirspurnum sem sendar
voru á Guðmund.
Kristján Kristjánsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsbankans, segir að
sala Brims á eignum upp á 14,5 millj-
arða króna til Samherja sé ekki hluti
af skuldauppgjöri Brims og annarra
félaga Guðmundar Kristjánssonar
við Landsbankann. Afskriftir á skuld-
um Hafnarhóls ehf. og Línuskips ehf.
hafi ekki verið hluti af þessu sam-
komulagi.
Keypti 4,2 prósenta
hlut í Vinnslustöðinni
Fjárfestingafélagið Horn, dótturfélag
Landsbankans, seldi Guðmundi
Kristjánssyni 4,2 prósenta hlut í
Vinnslustöðinni í fyrra. Guðmundur
hefur ekki viljað svara spurningum
DV um þessi viðskipti og því liggur
ekki enn ljóst fyrir hvernig þau voru
fjármögnuð. Samkvæmt heimildum
DV er talið að Horn hafi lánað Guð-
mundi fyrir kaupunum með veði í
bréfunum en það hefur ekki fengist
staðfest. Hvorki frá Landsbankanum
né Guðmundi sjálfum. Það skýtur þó
skökku við að Guðmundur hafi eina
stundina fengið að kaupa eignir af
Landsbankanum en stuttu síðar hafi
útgerðarfélagið Brim þurft að losa sig
við eignir upp á 14,5 milljarða króna
sem fóru til Samherja um helgina.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Óumflýjanleg
sala hjá Brimi
„Viðskipti Samherja
eru gerð á við-
skiptalegum forsendum.
Heldur þremur
frystitogurum
Eftir söluna á Brim
ennþá þrjá frysti-
togara, þá á meðan
Brimnesið sem sést
á myndinni.