Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 4. maí 2011 Miðvikudagur Myndi missa málflutningsréttindi yrði hann gerður gjaldþrota: Karl Georg vill greiðsluaðlögun Hæstaréttarlögmaðurinn Karl Georg Sigurbjörnsson hefur sótt um greiðsluaðlögun hjá embætti um- boðsmanns skuldara. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu. Um leið og fólk sækir um greiðsluaðlögun ein- staklinga hefst tímabundin frestun greiðslna. Karl Georg vildi lítið ræða um ástæður og sagði málið snúast um sín persónulegu fjármál og með þessu væri hann að reyna að fá tækifæri til að setjast niður með kröfuhöfum og ræða við þá. Karl Georg vildi ekki svara því hvaða kröfuhafar væru á eftir hon- um né hvaða upphæðir væru í spil- unum. Karl Georg viðurkenndi þó að umsóknin snérist einnig um að reyna að halda málflutningsréttindum, en á meðan fólk er í greiðsluaðlögun er ekki hægt að ganga að því og gera það gjaldþrota. Verði lögmenn gjaldþrota missa þeir málflutningsréttindi sín og því má segja að málið snúist bæði um hans eigin fjármál og framtíðarstarfs- möguleika í lögmennsku. Fjármál Karls Georgs hafa ver- ið fyrir dómstólum að undanförnu. Þann 26. janúar á þessu ári féllst Hér- aðsdómur Reykjavíkur á kröfu þrota- bús Baugs Group um að rifta samtals 9,9 milljóna króna greiðslum, sem hann fékk frá félaginu í lok árs 2008. Hann hafði fengið þessa upphæð sem bætur vegna vinnutaps, álitshnekk- is og kostnaðar sem hann varð fyrir vegna starfa fyrir dótturfélag Baugs. Í haust vann Arion banki svo mál sem hann höfðaði gegn Karli Georg og viðskiptafélaga hans vegna láns sem tekið var hjá Sparisjóði Mýra- sýslu árið 2005 að jafnvirði 17,6 millj- óna króna. Lánið var ekki greitt, en á gjalddaga var lántakanda fyrir mistök send greiðslukvittun. Dómurinn féllst á að greiðslukvittunin hefði ekki verið gild og lánið hafi því ekki verið greitt til baka. valgeir@dv.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Gæða glersteinn – ótal lausnir Fasteignafélag Lambeyra ehf. og Lambeyrar ehf. hafa stefnt Lambeyra- búinu ehf. vegna ógreiddrar leigu. Um tvö aðskilin mál er að ræða og voru þau bæði tekin fyrir í Héraðsdómi Vest- urlands mánudaginn 2. maí. Félagið Lambeyrar er í eigu Daða Einarsson- ar, föður Ásmundar Daða Einarsson- ar þingmanns, sem nýlega sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, og sjö systk- ina hans, en Lamb eyrarbúið er 100 prósent í eigu Daða. Hvert systkinanna á 12,5 prósenta hlut í Lambeyrum. Lambeyrar búið á jafnframt 40 pró- senta hlut í Fasteignafélagi Lambeyra á móti 60 prósenta hlut Lambeyra. Þó Ásmundur Daði sé ekki skráður eig- andi Lamb eyrarbúsins er hann vara- maður í stjórn félagsins. Hann titlar sig bónda á Lambeyrum í Dalasýslu og rekur búið ásamt föður sínum. Þar stunda þeir sauðfjár- og geitarækt og um stórbýli er að ræða. Deilt um skiptingu dánarbús Samkvæmt heimildum DV hafa systkinin staðið í illvígum deilum og málaferlum í nokkurn tíma vegna skiptingar á dánarbúi föður þeirra og málin sem nú eru komin fyrir dóm- stóla eru sprottin upp úr þeim deil- um. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Héraðsdóms Vesturlands er um skuldamál að ræða, en heim- ildir DV herma að málið snúist aðal- lega um túlkun á leigusamningi og að ekki sé um verulegar fjárhæðir að ræða. Ásmundur Einar og Daði, faðir hans, sem búa á umræddri jörð, eru því væntanlega ekki sammála túlkun systkina Daða á þeim ákvæðum leigu- samningsins er varða leigugreiðslur. Stefnir sjálfum sér Þrátt fyrir að bæði Lambeyrar og Fasteignafélag Lambeyra séu að hluta til í eigu Daða sjálfs hafa systkini hans, sem eiga meirihluta félaganna tveggja, greinilega ekki séð annan kost í stöðunni en að fara með málið fyrir dómstóla og út- kljá það þar. Heimildir DV herma að málið sé töluvert viðkvæmt eins og oft vill verða þegar um fjölskyldu- erjur er að ræða. Þá er málið einn- ig töluvert snúið því Daði er að vissu leyti að stefna sjálfum sér sem meðeigandi í félögunum. DV hef- ur ekki upplýsingar um það hvort Lambeyrar búið, í eigu Daða, greiði hinum eigendum jarðarinnar hluta af leigunni, eða hvort hann neiti al- farið að greiða hana. Tap á rekstrinum Ef tekið er mið af árskýrslu Lamb- eyrarbúsins virðist rekstur þeirra feðga vera í nokkrum erfiðleikum, en samkvæmt ársskýrslu félags- ins fyrir árið 2009 var tap á rekstri félagsins 10.587.733 krónur og eigið fé þess var neikvætt um 75.933.867 krónur í árslok árið 2009. Uppsafnað tap félagsins var því 83.397.997 í árs- lok það ár. Hlutafé félagsins í árslok var 11.540.000 krónur. Fjölskylduerjur fyrir dómstóla n Föðursystkini Ásmundar Einars Daðasonar stefna Lambeyrarbúinu ehf. í eigu föður hans n Deilt um túlkun á leigusamningi n Sprottið upp úr deilum um dánarbú n Ásmundur Einar rekur búið ásamt föður sínum og er varamaður í stjórn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Heimildir DV herma að málið snúist aðallega um túlk- un á leigusamningi. Bóndi á Lambeyrum Ásmundur er varamaður í stjórn Lambeyrabúsins ehf. og rekur búið ásamt föður sínum. Karl Georg Sigurbjörnsson Fjármál hans hafa verið fyrir dómstólum að undanförnu og hann hefur orðið fyrir tugmilljóna fjárhagstjóni. Fjárdráttur leystur með sátt Upp komst um fjárdrátt starfsmanns hjá fyrirtækinu Egilsson/Office 1 á dögunum. Samkvæmt heimildum DV dró viðkomandi starfsmaður sér umtalsverða fjárhæð á nokkurra ára tímabili. Málið var tilkynnt til lög- reglunnar en forstjóri Egilsson/Of- fice 1, Kjartan Örn Sigurðsson, segir í samtali við DV að unnið sé að sátt í málinu þannig að kæra í málinu verði dregin til baka og það fari ekki lengra. Vilji fyrirtækið með því reyna að leysa málið í sátt þar sem það sé erfitt fyrir alla aðila málsins. Síbrotamaður dæmdur: Stal bíl en lofaði að skila honum Maður um þrítugt var á þriðjudag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán, þjófnaði, fíkniefnabrot og brot gegn valdstjórninni. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að slá lögreglumann í andlitið með þeim afleiðingum að mar og bólga mynd- aðist við auga. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði verið í mik- illi neyslu fíkniefna fyrir atburðinn og verið vakandi í átta til tíu daga. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að hann hefði leitast við að verða handtekinn til að fá gistingu í fanga- geymslu þegar hann sló lögreglu- manninn en lögregla hafði hann grunaðan um að hafa brotist inn í bíla. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að fara inn í bifreið sem lagt var í Elliðaárdalnum en í aftur- sæti hennar sváfu tveir ungir menn. Hann settist undir stýri og ók af stað stuttan spöl þangað til annar farþeg- anna sló til hans. Þeir fóru þá út úr bílnum og greip maðurinn þá barefli og hótaði þeim áður en hann tók bíl- inn ófrjálsri hendi með því loforði að hann myndi skila henni aftur. Maðurinn á sakaferil að baki allt frá árinu 1998. Hann hefur alls sautj- án sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá hefur hann alls sjö sinnum gengist undir dómssátt vegna brota á lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.