Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 10
10 | Fréttir 4. maí 2011 Miðvikudagur
Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli hefur ekki
enn verið framfylgt tilmælum um að
breytingar verði gerðar á almennum
hegningarlögum í þá veru að ákvæði
um mútur og mútuþægni nái einnig
til alþingismanna. Núverandi ákvæði
taka ekki af öll tvímæli um það hvort
hegningarlögin nái til alþingismanna.
Þetta merkir að jafnvel þótt mútubrot
sönnuðust á alþingismenn er óvíst
hvort núgildandi hegningarlög næðu
til þeirra.
GRECO, nefnd á vegum Evrópu
ráðsins sem fylgist með spillingu í
aðildarlöndunum, hefur beint þeim
tilmælum til stjórnvalda að tekið verði
á þessu atriði. Í skýrslu um Ísland frá
því í apríl 2008 er lagt til að hegning
arlagaákvæði um mútur og áhrifa
kaup nái einnig til alþingismanna,
enda væri það í samræmi við kröfur
sem gerðar eru í alþjóðasamningi á
sviði refsiréttar um spillingu sem Ís
land fullgilti árið 2004.
Stjórnvöld skýrðu fyrir sérfræð
ingum GRECO í Strassborg, eftir að
skýrsla nefndarinnar kom út snemma
árs 2008, að breyta yrði ákvæðum al
mennra hegningarlaga ef þau ættu
að ná tryggilega til mútubrota al
þingismanna en ekki aðeins emb
ættismanna. Þetta er rakið í skýrslu
GRECO um Ísland frá því í mars í
fyrra og vísað til þess að íslensk yfir
völd vinni að viðeigandi breytingum
og hyggist leggja fram frumvarp síðari
hluta ársins 2010.
Mælst hafði verið til þess einnig að
íslensk stjórnvöld tækju til athugunar
að þyngja refsingar fyrir mútubrot til
samræmis við það sem gerist í lönd
um með líka lagahefð og Ísland. Þetta
töldu íslenskir embættismenn óþarft
í svörum sínum til GRECO. Þetta
þótti sérfræðingum GRECO miður og
hvöttu þeir íslensk stjórnvöld til þess
að endurskoða afstöðu sína.
Dómur um mútuþægni
Í íslenskum hegningarlögum hefur
hugtakið „opinber starfsmaður“ víða
merkingu. Ekki er þó hafið yfir vafa
að það eigi við um alþingismenn.
GRECO fór yfir dómafordæmi um
mútubrot hér á landi og komst að
því að áratuginn næst á undan hefði
aðeins einu sinni verið sakfellt fyrir
mútubrot. Vísað er til dómsins árið
2002 yfir Árna Johnsen. Athyglis
vert er að Árni var ekki dæmdur
fyrir mútuþægni sem alþingismað
ur heldur sem formaður byggingar
nefndar Þjóðleikhússins. Fyrir það
brot og margvísleg önnur hlaut Árni
15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi
í undirrétti. Hann undi dómi undir
réttar varðandi það að hafa þegið
650 þúsund króna mútur en dómur
inn fyrir samanlögð brot var þyngdur
í 2 ár í febrúar árið 2003. Aðeins ann
ar þeirra tveggja sem báru fé á Árna
hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm.
Þeir ráku veitingahús í Þjóðleikhús
kjallaranum meðan á endurbygg
ingu leikhússins stóð og höfðu samið
um það við Árna að hann fengi 650
þúsund króna greiðslu í sinn vasa
fyrir að samþykkja um 3,2 milljóna
króna reikning til byggingarnefnd
ar Þjóðleikhússins vegna veitinga.
Fram kemur í dómsskjölum að Árni
átti sjálfur frumkvæði að því að hann
fengi umrædda greiðslu og jafnvel
gengið eftir því að hún bærist.
Ljóst er að Árni hlaut dóminn
sem opinber og launaður formaður
byggingarnefndar Þjóðleikhússins
en ekki sem alþingismaður.
Hvað tefur Alþingi?
Í 109. grein hegningarlaganna er
fjallað um mútubrot með eftirfarandi
hætti: „Hver sem gefur, lofar eða býð
ur opinberum starfsmanni gjöf eða
annan ávinning, sem hann á ekki til
kall til, í þágu hans eða annarra, til að
fá hann til að gera eitthvað eða láta
eitthvað ógert sem tengist opinberum
skyldum hans skal sæta fangelsi allt að
3 árum eða sektum ef málsbætur eru
fyrir hendi.“
GRECO tíundar að í frumvarps
drögum hafi verið ætlun íslenskra
stjórnvalda að bæta aftan við orðin
„opinberum starfsmanni“ orðunum
„eða alþingismanni“.
Með sama hætti átti að fara með
128. grein sem fjallar um mútuþægni.
Fyrsti hluti greinarinnar hljóðar svo:
„Ef opinber starfsmaður heimtar, tek
ur við eða lætur lofa sér eða öðrum
gjöfum eða öðrum ávinningi, sem
hann á ekki tilkall til, í sambandi við
framkvæmd starfa síns, þá skal hann
sæta fangelsi allt að 6 árum, eða sekt
um, ef málsbætur eru.“
Hér var með hliðstæðum hætti ætl
unin að bæta aftan við orðin „opinber
starfsmaður“ orðunum „eða alþingis
maður“.
Ekki er að sjá að þessum tilmælum
hafi enn verið framfylgt af hálfu stjórn
valda og ekkert þingskjal er að finna
sem felur í sér að ákvæði hegningar
laganna um mútubrot nái án allra tví
mæla einnig til alþingismanna.
Mútur og áhrifakaup
Í desember síðastliðnum samþykkti
Alþingi að breyta hegningarlögum
til samræmis við samning Samein
uðu þjóðanna um spillingu. Í 6. grein
hegningarlaganna var bætt viðhlít
andi ákvæði um að refsað skuli að ís
lenskum hegningarlögum fyrir brot
sem kveðið er á um í spillingarsamn
ingi Sameinuðu þjóðanna frá árinu
2003. Í samningnum er fjallað um
mútur til innlendra, opinberra emb
ættismanna og refsinæmi þess ann
ars vegar að bjóða opinberum emb
ættismanni mútur og hins vegar um
mútuþægni opinberra embættis
manna.
Í annarri grein samnings Sam
einuðu þjóðanna er fjallað um svo
nefnd áhrifakaup. „Um áhrifakaup
er að ræða ef embættismaður eða
annar maður, sem hefur raunveru
leg eða ætluð áhrif á ákvarðanatöku
í tilteknu máli, skiptir þeim áhrifum
út fyrir óviðeigandi ávinning frá aðila
sem vill hafa áhrif á ákvarðanatök
una,“ segir í greinargerð með frum
varpinu sem Alþingi lögleiddi í des
ember síðastliðnum.
Umrætt ákvæði um áhrifakaup
tekur bæði til þess ef einhver reynir
að hafa óeðlileg áhrif á ákvarðanir
með því að bera fé á embættismann
og hins ef embættismaður gerir sig
sekan um að fara fram á eða þiggja
persónulegan ávinning. Slíkt er ná
skylt mútuþægni.
Guðlaugur Þór og Björn Valur
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur nú ákveð
ið að stefna Birni Vali Gíslasyni, þing
manni VG, fyrir ummæli sem hann
viðhafði á bloggi sínu í desember síð
astliðnum. Ummælin eru svohljóð
andi: „Engan veit ég þingmann um
utan umræddan Guðlaug Þór sem
er með landsfundarályktun síns eig
in flokks á bakinu um að hann skuli
hætta sem þingmaður flokksins. Og
hversvegna ætli það sé? Jú, vegna
mútugreiðsla sem þingmaðurinn þáði
og komu honum til þeirra valda sem
hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn
Geirs H. Haarde.“
Efnislega fela ummælin í sér til
vísun til starfa Guðlaugs Þórs sem
þingmanns og ráðherra og mögu
legrar mútuþægni hans eða hins,
að hann hafi með óeðlilegum hætti
selt sig undir áhrif þeirra sem styrktu
hann í prófkjöri og kosningabaráttu
árin 2006 og 2007, áður en ný lög um
fjármál stjórnmálaflokka og fram
bjóðendur tóku gildi.
Guðlaugur safnaði tvímæla
laust meira fé en aðrir samkvæmt
fyrirliggjandi upplýsingum. Sagð
ar voru fréttir af boðsferðum í lax
veiði í Miðfjarðará sumarið 2007,
sem hann þáði ásamt fleiri borg
arfulltrúum, og síðast en ekki síst
kom Guðlaugur Þór nærri ofurst
yrkjum frá FL Group til Sjálfstæð
isflokksins árið 2006 sem flokks
forystan ákvað að skila þegar farið
var að bendla flokkinn og jafnvel
flokksmenn við mútubrot.
Óvíst um úrslit mála
Vaknað hafa efasemdir lögfróðra um
það hvort mögulegt sé að höfða mál,
í þessu tilviki meiðyrðamál, gegn
Birni Vali, vegna ákvæðis í stjórnar
skránni. Þar stendur
að meðan þing starfi megi ekki
setja neinn alþingismann í gæslu
varðhald eða höfða mál á móti hon
um án samþykkis þingsins nema
hann sé staðinn að glæp.
Einnig má efast um að nægilega
skýrt sé í núverandi hegningarlögum
hvort unnt sé að sækja þingmenn til
saka fyrir mútubrot þar eð Alþingi
hefur sjálft látið undir höfuð leggj
ast að breyta hegningarlögum í sam
ræmi við tilmæli GRECO.
n Alþingi hefur ekki tekið af tvímæli um
að unnt sé að sækja þingmenn til saka
fyrir mútubrot n Mútuþægir embættis-
menn geta átt yfir höfði sér allt að sex
ára fangelsi n GRECO mælist til þess að
viðurlög við mútubrotum verði hert n
Þingmenn slást um mútur og meiðyrði
„ Í skýrslu um Ísland frá
því í apríl 2008 er lagt
til að hegningarlagaákvæði
um mútur og áhrifakaup nái
einnig til alþingismanna.
Bendlar þingmann við mútubrot
Björn Valur Gíslason á í vændum stefnu
vegna ummæla sinna um Guðlaug Þór
Þórðarson.
Lítið fjallað um mútubrot Guðlaugur
Þór Þórðarson þáði háa styrki til kosninga-
baráttu. Geta styrkir breyst í áhrifakaup eða
mútubrot?
Þáði 650 þúsund krónur Árni Johnsen
var dæmdur fyrir mútuþægni og fleiri brot
árið 2002 og hlaut fangelsisdóm.
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
ákvæði um mútur
og þingmenn ÓljÓs
Gróðavænleg orkufyrirtæki Útrásarvíkingar innan FL Group og
Landsbankans voru örlátir á fé til stjórnmálamanna og stjórnmála-
flokka sem aðhylltust einkavæðingu í orkugeiranum. MynD BRAGi ÞÓR JÓsEfssOn