Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 4. maí 2011 Miðvikudagur
„Ókunnugi perrinn ekki algengur“
„Barnaníðingar líta oft á að þeir séu ekki að
gera barninu neitt til miska. Þeir telja sig vera
barngóða menn og það sem þeir eru að gera
hafi ekki neinar slæmar afleiðingar í för með
sér fyrir barnið. Þetta eru viðhorf sem oft hafa
komið fram hjá þeim sem brjóta kynferðislega
gegn börnum,“ segir dr. Helgi Gunnlaugsson,
prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Blekking og vörn
Helgi segir þessa afneitun vera varnarhátt sem
einstaklingar með barnagirnd komi sér upp til
að komast hjá því að horfast í augu við afleið
ingar glæpa sinna. „Þetta eru afbrot sem flest
ir telja þau verstu sem hægt er að gera ann
arri manneskju, að ráðast gegn varnarlausum
börnum. Barnaníðingar upplifa þetta ekki
þannig, heldur frekar eins og þeir séu jafnvel
einu vinir barnanna og séu að gera barninu
eitthvað gott. Þetta er því ákveðin blekking
líka og með því ná þeir að líta í spegil á morgn
ana og verjast ásökunum samfélagsins því for
dæmingin er eðlilega mikil.“
Erfitt verkefni
Meðferð við barnagirnd snýst að mörgu leyti
um að láta gerandann gera sér grein fyrir af
leiðingum gjörða sinna en samkvæmt Helga
reynist það stundum erfitt verkefni. „Það eru
ákveðnar hvatir þarna að baki sem getur ver
ið erfitt að draga úr eða stemma stigu við. Það
verður að vinna samtímis með hneigðina og
svo hugarfarið sem hvílir þarna að baki og
þetta er stundum mikil glíma. Ég myndi þó
ekki segja að það væri ómögulegt, þó svo að
ýmislegt bendi til að svæsnustu barnagirndar
einstaklingarnir séu ólæknandi. Ýmislegt er
samt hægt að gera og okkur ber að gera allt
til að vernda börnin okkar. Það hefur þó ver
ið álitið erfiðara meðhöndlunar eftir því sem
einstaklingar eldast og þessi hneigð er orðin
fastari í persónuleika viðkomandi. Við megum
samt ekki gleyma að langflestir þeirra sem leita
á börn tengjast barninu fjölskylduböndum
eða þekkja það persónulega. Ókunnugi perr
inn sem leitar á börn á skólalóðinni er sem
betur fer ekki algengur.“
Síbrotamenn sérkapítuli
Helgi bendir á að kynferðisbrot séu af marg
víslegu tagi og rannsóknir sýni að séu þau bor
in saman við önnur afbrot sýni einstaklingar
sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot minnstu
ítrekunartíðnina. „Brotamenn sem sífellt eru
uppvísir að því að leita á börn eru svo alveg
sérkapítuli og þarf klárlega að taka á með ein
hverjum öðrum hætti en við gerum að öllu
jöfnu með brotamenn.“ Aðspurður hvernig
væri hægt að meðhöndla þessi sérstöku til
felli bendir Helgi á að eftirfylgni þyrfti að vera
meiri með þessum aðilum og að nýta verði
refsitímann með markvissari hætti gagnvart
þeim mönnum sem vitað er að eru síbrota
menn. „Það er ekki auðvelt en alls ekki óvinn
andi vegur að halda meira aftur af þessum að
ilum en okkur hefur hingað til tekist.“
Erfitt verkefni Helgi Gunnlaugsson prófessor segir
barnaníðinga koma sér upp varnarhætti til að komast
hjá því að horfast í augu við afleiðingar glæpa sinna.
„Ef barn dettur af bryggjunni og
ég sting mér í sjóinn og bjarga
barninu þá er það misskilið,“ seg
ir Steingrímur Njálsson sem þrætir
enn fyrir að hafa misnotað eitt ein
asta barn, þrátt fyrir að hafa ítrekað
sætt ákærum og verið dæmdur fyrir
kynferðisbrot gegn börnum.
Langur brotaferlill
Árið 1962 hlaut Steingrímur dóm
fyrir að nauðga ungum blaðburðar
dreng sem hann lokkaði inn í bíl
sinn í Reykjavík. Á næstu árum hlaut
hann fjölda dóma fyrir fleiri brot
gegn ungum drengjum sem hann
ýmist nauðgaði eða beitti öðru alvar
legu kynferðisofbeldi. Samtals hefur
Steingrímur hlotið dóma fyrir slík
brot gegn þrettán ungum drengjum
og einum þroskaheftum manni um
þrítugt. Hann hlaut síðast dóm fyrir
kynferðisbrot árið 1995 en árið 2000
var hann dæmdur til að greiða sekt
fyrir að hafa í fórum sínum barna
klám.
DV greindi frá því á mánudag
að Steingrímur og annar dæmdur
barnaníðingur, Ágúst Magnússon,
búa á Skúlagötunni, nálægt hvor öðr
um. Nágrannar Steingríms eru ósátt
ir við veru hans í húsinu en árið 2005
var greint frá því að hann hefði ráðist
á nágrannakonu sína. Þrátt fyrir að
hafa verið sviptur ökuréttindum ævi
langt vegna ítrekaðs ölvunaraksturs
ekur Steingrímur um á rauðri vespu
sem hann geymir í kjallarageymslu
blokkarinnar þrátt fyrir að það sé
bannað samkvæmt húsreglum.
Blokkin þar sem Steingrímur
býr er efst á Skúlagötu en þar eiga
félagsbústaðir áttatíu íbúðir. Nafn
Steingríms er ekki að finna við dyra
bjöllu. Póstkassi í andyri hússins er
merktur Steingrími en þó án föður
nafns. Í stigaganginum búa engin
börn og eru flestir íbúarnir einstæðir
karlmenn.
Segist saklaus
Blaðamaður DV bankaði upp á hjá
Steingrími sem bauð honum og
ljósmyndara að koma inn fyrir. Inni
í íbúðinni er loftið rykmettað og
þungt. Íbúðin er lítil og raðir af bók
um, gömlum tímaritum og mynd
bandsspólum fylla hvern krók og
kima. Á litlum skemmtara í stofunni
eru tvær gamlar fjölskyldumyndir
og málverk af skipum og sjómönn
um prýða veggi. Steingrímur sest í
gulan gamlan sófa sem hefur af mik
illi notkun mótast af setu manns
ins. Hann fær sér einn bjór úr kippu
sem er á gólfinu og hellir í stóra
bjórkrús. Hann er orðinn gamall og
hrumur og erfitt er að heyra orða
skil vegna mæði. Blaðamaður fær
sér sæti á stólbrún og spyr Steingrím
hvað hann sé að aðhafast þessa dag
ana. Hann segist vera búinn að fá sér
bát og stefni á að fara á veiðar. „Ég er
skipstjóri og mig langar að fara á sjó,
á handfæraveiðar. En ég er ekki með
nein réttindi.“ Hann segist aðspurður
ekki vita til þess að hann hafi kom
ist í kast við lögin nýlega en þegar
blaðamaður spyr út þá glæpi sem
Steingrímur hefur orðið uppvís að í
gegnum tíðina tekur hann af honum
orðið og segir:„Bíddur róleg. Er það
þannig? Nú ætla ég að biðja ykkur
um að gera eitt. Að doka við áður en
þið dæmið.“ Aðspurður hvort hann
haldi fram sakleysi sínu svarar hann
því játandi en spyr síðan: „Saklaus af
hverju?“ Blaðamaður bendir honum
á að hann hafi hlotið fjölmarga dóma
fyrir að áreita unga stráka kynferðis
lega og eftir stundarþögn spyr Stein
grímur af hverju hann eigi ekki að
hafa áreitt stelpur líka. Hann muldr
ar ofan í bringu og segist ekki vilja
ræða þetta frekar. „Það á að gera mig
að vitleysingi. Það er allt misskilið
sem ég geri.“
Einmana
Steingrímur sýnir enga iðrun og svo
virðist sem hann sé í mikilli afneitun
þegar kemur að kynferðisbrotum
sínum. Í stað þess að svara spurn
ingum blaðamanns bendir hann
ítrekað á aðra einstaklinga og meint
brot sem þeir eiga að hafa framið.
Það eru helst einstaklingar sem hafa
komið að skrifum í fjölmiðlum um
brot hans í gegnum árin sem hann
vill meina að séu glæpamenn upp
til hópa. Að lokum segist Steingrím
ur vera að leita sér að konu. „Veistu
um einhverja sem er tilkippileg,“ spyr
hann og hlær. „Ég er svo andskoti
einmana.“
Barna-
níðingur
iðrast ekki
n Steingrímur Njálsson heldur fram sakleysi
þrátt fyrir fjölda dóma n Sviptur ökurétt-
indum ævilangt en ekur um á rauðri vespu
n Segist einmana og langar að kynnast konu
„Það á að
gera mig
að vitleysingi. Það
er allt misskilið
sem ég geri.
Afneitun Steingrímur Njálsson hefur hlotið
dóma fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn þrettán
ungum drengjum og einum þroskaheftum
manni um þrítugt. Hann segist ekki kannast við
að hafa framið nokkurn glæp. MyNd RÓBERt REyNiSSoN
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Steingrímur Njálsson
og Ágúst Magnússon
Hér búa þeir Eitt húsnúmer aðskilur Steingrím Njálsson og Ágúst Magnússon sem búa báðir á Skúlagötu. Steinsnar frá heimili þeirra er
lögreglustöðin á Hverfisgötu. Lögreglan hefur enga heimild til að fylgjast með ferðum þeirra án þess að rökstuddur grunur sé um að þeir hafi
framið glæp eða séu að undirbúa slíkt.
Ágúst Magnússon
býr á Skúlagötu 68.
Steingrímur Njálsson
býr á Skúlagötu 64.
Lögreglustöðin er
á Hverfisgötu 113.