Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Side 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 4. maí 2011 Miðvikudagur
„Topp5“
endurmerktur
Í frétt DV á mánudaginn sagði að
Matvælastofnun hefðu borist upp-
lýsingar um innköllun á Topp5-ís
frá Emmessís vegna vanmerktra of-
næmis- og óþolsvalda. Í innihalds-
lýsingum á umbúðum varanna
hefði ekki komið fram að þær inni-
héldu hnetur og sojalesitín en hvort
tveggja er á lista yfir ofnæmis- og
óþolsvalda.
Forsvarsmaður Emmessíss hafði
samband við blaðamann og vildi
koma því á framfæri að starfsmenn
fyrirtækisins hefðu brugðist hratt við
ábendingum og hefðu þegar hafist
handa við að leiðrétta innihalds-
upplýsingar á umbúðum varanna.
Topp5 hefur því verið endurmerktur
í öllum verslunum.
Leiðrétting Í grein DV á mánudaginn
var viðtal við Árna Stefán Árnason lögfræðing,
þar sem fjallað var um aðbúnað hænsna og
reglugerð um vistvæna vottun. Þar segir rang-
lega að Árni Stefán sé meðlimur í samtökunum
Velbú sem berjast fyrir bættum aðbúnaði
búdýra. Árni Stefán hætti fyrir nokkru í sam-
tökunum og er því í raun ekki talsmaður þeirra
eins og skilja mætti af greininni.
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 241,1 kr. Verð á lítra 242,3 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 240,9 kr. Verð á lítra 242,1 kr.
Verð á lítra 242,8 kr. Verð á lítra 242,3 kr.
Verð á lítra 240,8 kr. Verð á lítra 242,0 kr.
Verð á lítra 240,9 kr. Verð á lítra 242,1 kr.
Verð á lítra 241,1 kr. Verð á lítra 242,3 kr.
Algengt verð
Algengt verð
Algengt verð
Höfuðborgin
Melabraut
Algengt verð
Kostnaðar
áætlun stóðst
n Macland á Klapparstíg fær hrósið
að þessu sinni en hæstánægður við-
skiptavinur vildi koma eftirfarandi á
framfæri. „Ég fór með tölvuna í við-
gerð og þeir sáu strax að harði disk-
urinn var farinn. Þeir gáfu mér
upp verð og sögðust mundu
láta mig vita ef eitthvað meira
kæmi í ljós. Tölvan var til-
búin eftir sólarhring
og kostnaðaráætlunin
stóðst algjörlega. Auk
þess fékk ég fullt af góð-
um „tölvuheilsuráðum“.“
Léleg þjónusta
n Lastið fær Tal en fyrir tveimur mán-
uðum fór viðskiptavinur að eiga í
vandræðum með símakortið sitt.
„Fólk náði ekki í mig og ég gat ekki
hringt úr símanum. Ég bað þjónustu-
fulltrúa Tals um aðstoð, heimsótti þá
og hringdi en þeir vísuðu þessu frá
sér á allan hátt. Eftir tveggja mánaða
vesen fékk ég loks þær
upplýsingar að jú, vissu-
lega væri eitthvað að
kortinu og fékk þá loks
nýtt. Þetta er með ólík-
indum léleg þjónusta
og eiginlega ótrúlegt að ég
hafi ekki skipt um símafélag
meðan á öllu þessu stóð.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
„Það er auðveldara að gera vorverk-
in núna en seinna, svo ég hvet fólk til
að byrja sem fyrst,“ segir Valborg Ein-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Garð-
yrkjufélags Íslands. Hún segir að fólk
ætti að fara að kíkja út um gluggann
og hugsa málin, þrátt fyrir að veðrið
um síðustu helgi hafi aðeins dregið
úr því stuðið fyrir vorverkin. Það er
að ýmsu að huga áður en hafist er
handa og blaðamaður ræddi við Val-
borgu sem veitir lesendum hér nokk-
ur góð ráð. Nú er ekkert því til fyrir-
stöðu að skella sér í vinnufötin og
hefjast handa í garðinum.
Hreinsun er fyrsta skrefið
Valborg segir að byrja þurfi á því að
hreinsa lóðina en ótrúlegt sé hve
mikið drasl safnist þar fyrir yfir vetur-
inn, svo sem greinar og lauf. „Það er
í góðu lagi að klippa limgerðin ef það
er ekki búið og snyrta tré og runna.
Eins þarf að klippa burtu kal, þar sem
kalið hefur á trjám og runnum,“ segir
hún.
Nú er einnig kominn tími til að
hreinsa flötina en það er gert með því
að raka vel yfir grasið og reyna að ná
mosanum í burtu. Valborg segir að
henni reynist best að nota laufhrífur
til þess. Ef mikill mosi er í grasinu sé
gott að setja kalk á grasið en það má
gera strax. Auk þess sé hægt að stinga
í grasið með venjulegum garðgaffli
en með því eykst loftflæðið í jarð-
veginum. Grasfræjum skal hins veg-
ar ekki sá fyrr en það er orðið örlítið
hlýrra, til dæmis í byrjun júní, en Val-
borg segir að það standi oftast utan á
pakkningunum.
Pottar eins og lítil gróðurhús
Hvað varðar beðin segir hún að
óhætt sé að hreinsa þau á þeim
stöðum á landinu þar sem snjór
er farinn. Helst þurfi að passa allra
viðkvæmustu plönturnar. „Ef ég
hef tekið ofan af öllu og er með litl-
ar eðalplöntur þá hvolfi ég yfir þær
litlum blómsturpottum ef það kem-
ur hret. Með því myndast eins og
lítil gróðurhús yfir plönturnar. Oft-
ast ganga þessi hret yfir á tveimur til
þremur dögum og pottarnir mynda
skjól fyrir plönturnar rétt á með-
an.“ Hún segir að nú sé góður tími
til að hreinsa í burtu allt illgresi og
eftir um það bil hálfan mánuð get-
ur fólk byrjað að kantskera. „Það er
ekki gott að gera það of snemma eða
á meðan jarðvegurinn er of blaut-
ur. Um leið og það byrjar að þorna
má alveg kantskera meðfram beð-
unum.“
Forsáning matjurta innandyra
Valborg bendir á að þeir sem eru með
matjurtargarð ættu að fara að huga
að því að stinga hann upp og gott
væri að ná sér í útsæði og láta það
spíra. Það er gert inni og talað er um
að forspírun á kartöflum taki tvær til
fjórar vikur. Útsæðið skal geyma á
björtum stað við 14 til 18 gráður en
bílskúrar eru hentugir staðir til þess.
Hún segir að nú sé til úrval af útsæði
hjá öllum helstu garðplöntuverslun-
um.
„Það er hægt að forsá einhverju
af grænmetinu inni, svo sem salati
og káli. Það er alveg upplagt að taka
nokkur fræ og sá þeim inni en með
þessu getur fólk dreift aðeins upp-
skerutímanum. Núna er um það bil
mánuður í að við getum byrjað að
sá út en það fer einnig eftir hver hlý-
indi og lofthiti verður í maí og júní.
Í venjulegu árferði ætti það að vera
hægt um mánaðamótin maí/júní,“
segir hún en bætir við að auðvitað
geti það verið mismunandi frá ári til
árs.
Blóm fyrir 17. júní
Sumum tegundum sumarblóma á
að sá fyrir janúar/febrúar, svo sem
stjúpum en Valborg segir að enn sé
tími til að sá fyrir þeim blómum þar
sem sáningartími er í apríl/mars. „Ef
þetta er gert allra næstu daga þá ætti
það að sleppa og þá koma upp blóm
fyrir 17. júní en markmiðið hjá flest-
um er að garðurinn sé kominn í gott
stand fyrir þjóðhátíðardaginn.“
Hún bendir sérstaklega á eina
tegund blóma sem heitir skjaldflétta
vegna þess hve einfalt er að sá fyrir
henni. „Skjaldfléttan er skemmtileg
að því leytinu að þótt hún sé sumar-
blóm er hún einnig kryddjurt. Það
er hægt að borða af henni bæði lauf
og blóm og gott að nota þau í salat.
Hún er virkilega flott og fæst í gulu og
appel sínugulu.“
Sumarblómin fara niður í júní
Hún segir að yfirleitt sé hægt að setja
fyrstu sumarblómin niður um mán-
aðamótin maí/júní ef tíð er þokka-
lega góð. Margir setji fyrst í körfur
eða ker við útidyrnar og séu tilbúnir
að kippa þeim inn í forstofu yfir eina
eða tvær nætur ef hitastig fellur eða
jafnvel að skella plastpoka yfir pott-
ana. Gott er að fylgjast með veður-
spánni fram í tímann því stundum
sé hægt að setja fyrstu sumarblómin
niður aðeins fyrr. Valborg vill einnig
benda fólki á að upplagt sé að færa
til plöntur í garðinum áður en þær
laufgast. Besti tíminn til þess sé ann-
aðhvort á vorin eða eftir að þær fella
lauf á haustin.
Áburður
Hvað varðar áburð og hvenær hann
skal borinn á segir hún að upp úr
miðjum maí sé besti tíminn. Ef spá-
in fram undan er góð sé óhætt að
bera á allan garðinn, bæði gras og
beð. Hún segist þó ekki geta mælt
með ákveðnum áburði. „Það er gíf-
urlegt úrval og val á áburði ætti að
fara eftir aldri garðanna og hvað er
í þeim. Best er að fá ráðgjöf þegar
maður kaupir hann. Það ætti ekki að
vera vandamál að fá góðar ráðlegg-
ingar í búðunum.“ Eins sé misjafnt
hvort fólk vilji nota einungis lífræn-
n Tími vorverka í garðinum er hafinn
n Gott er að byrja á að hreinsa garð
inn og beð n Nú má byrja að stinga
upp matjurtagarða og hreinsa mosa
úr grasi n Tilvalið að virkja börnin
með sér í garðvinnuna
Garðurinn bíður vorverkanna
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Valborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
Garðyrkjufélags Íslands Segir að byrja þurfi á því
að hreinsa grasbletti og blómabeð. MYND: FRIÐRIK BALDURSSON