Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Qupperneq 15
an áburð en þar megi nefna hrossa-
skít, þörungamjöl og hænsnaskít.
Hvað skal varast
Aðspurð hvað eigi að varast þegar
kemur að vorverkunum í garðin-
um segir Valborg að mestu mistök-
in séu gerð við trjáklippingar. „Það
versta sem fólk gerir er að klippa stór
tré sem eiga í rauninni ekki að vera
klippt. Það er ekki ráðlagt að klippa
ofan af til dæmis hlyn, ösp, gullregni
og reynitré. Það er hægt að forma öll
tré ef það er gert frá unga aldri en
maður tekur ekki stór tré og styttir
um marga metra. Ef það er nauðsyn
á maður að panta fagmann í verk-
ið. Fólk á ekki að gera það sjálft því
það getur eyðilagt tréð sem jafnar sig
aldrei. Ef fólk vill breytingar á göml-
um, stórum trjám þá þarf það að fá
álit fagmanns,“ segir hún.
Fáum börnin með okkur í
garðinn
Valborg segir að mikilvægt sé að
kenna börnum strax í upphafi að
borða ekki gróðurinn þegar hún er
spurð um plöntur sem við ættum
að varast og geta verið hættulegar
börnum og dýrum. Síðan læri þau
smám saman að þekkja matjurt-
ir frá öðrum plöntum. „Það er ekki
eingöngu garðagróðurinn sem yfir-
leitt er óæskilegur til neyslu, heldur
einnig afskornu blómin, pottablóm-
in og ýmsar plöntur úti í náttúrunni.
Börn hafa sérstaklega mikla ánægju
af allri matjurtaræktun, sérstaklega
þegar kemur að því að útbúa eitt-
hvað gott úr uppskerunni og strax
mjög lítil eru þau mjög hjálpleg þeg-
ar þau fá að sulla með litlar vökvun-
arkönnur og vökva blómin,“ segir
hún að lokum
Neytendur | 15Miðvikudagur 4. maí 2011
Hafna óbeinum blekkingum Forsvarsmenn fyrirtækisins Brúnegg ehf. gera athugasemd vegna umfjöllunar í DV á mánudag um aðbúnað hænsna.
„Brúnegg ehf. hefur leyfi til að nota merkið „Vistvæn landbúnaðarafurð“ á vörur sínar og vinnur eftir reglugerð um vistvæna vottun,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Auk þess taki Matvælastofnun út starfsemi fyrirtækisins á hverju ári og hafi eftirlit með því að reglur um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit séu virtar. Eins að það hafi legið
fyrir árið 2005 þegar fyrirtækið hóf framleiðslu að ekki hefði verið hægt að hafa hænurnar utandyra þar sem bannað var á þeim tíma að hafa alifugla úti við vegna
hættu á smiti af fuglaflensu af völdum farfugla. „Því er algerlega hafnað að Brúnegg ehf. hafi staðið í óbeinum blekkingum varðandi aðbúnað hænsnanna. Aldrei hefur
verið gefið í skyn að þær gangi úti eða bíti gras. Hollusta afurðanna veltur ekki síst á gæði fóðursins sem hænurnar eru aldar á og þar njóta hænur Brúneggja hins besta.
Aðbúnaður hænsnanna hjá Brúneggjum er í samræmi við reglugerð um vistvæna vottun að öðru leyti en því að ekki er hægt að koma því við að hleypa hænunum úr
húsi.“ Kristinn Gylfi Jónsson, hjá Brúneggjum, segir að hænunum líði mjög vel hjá sér og að grundvallaratriðið í vistvænni vottun sé að hænurnar séu ekki í búrum. „Við
höfum áhuga á að koma þeim út og æskilegt væri að vera með einhvers konar útiaðstöðu fyrir dýrin. Það kemur kannski í framtíðinni,“ segir hann.
Garðurinn bíður vorverkanna
Ráð varðandi sumarblóm og verkfæri
n Tegunda- og litaúrval sumarblóma er orðið
gríðarlega mikið og oftar en ekki er eitthvað
nýtt í boði á sumrin. Töluverðar tískusveiflur eru
í gróðurvali en margir láta tískuna engin áhrif
hafa á sig og kaupa eða sá allaf fyrir sömu blóm-
unum. Aðrir búa á vindasömum stöðum, þannig
að stjúpur og fjólur og jafnvel silfurkambur eru
einu sumarblómin sem eru nógu harðger til að
standast vindálagið. Enn aðrir velja blómaliti í
stíl við litinn á húsinu.
n Af hengiblómum eru sennilega algengust eða vinsælust blóm eins og brúðaraugað
(lobelia), snædrífan er einnig dugleg sem og hengijárnurtin sem ber nafn vissulega með
rentu. Skjaldfléttan er sívinsæl til að hafa með kryddjurtunum, en það er mjög smart
að vera með kryddjurtir í hengikörfu til dæmis nálægt grillinu eða eldhúsinu. Surfina,
hengitóbakshorn er alltaf stórglæsileg í hengikörfu sem og stjörnuklukkan (betlehem-
stjarnan) og ýmislegt fleira.
n Plöntur til að setja í ker og beð eða jafnvel með hengiblómum í körfur geta til dæmis
verið: Brúðarstjarna (cosmos) sem þolir ágætlega vind, hádegisblóm, dalíur í ýmsum
stærðum og gerðum, meyjarblómi, aftanroðablóm, sólblóm, sólboði sem er ótrúlega
duglegur, flauelsblóm að ógleymdri möggubránni (margaríta) sem gárungarnir segja að
dragi nafn sitt af Margréti Danadrottningu, en þetta mun vera uppáhaldsblómið hennar.
n Í sambandi við garðverkfærin kemst byrjandinn ansi langt með litlu handsetti sem
innheldur yfirleitt klóru, skóflu og illgresisjárn. Ef viðkomandi á meira en svalagarð
bætist yfirleitt við hrífa, jafnvel tvær, og jafnvel gaffall og skófla. Auk þess þurfa flestir
garðeigendur venjulega að eiga sláttuvél og hekkklippur, þó það fari eftir hönnun
garðsins.
Skjaldflétta Hægt er að borða blóm og
lauf skjaldfléttunnar og nota í salat.
Litskrúðugur garður Ef vel er staðið að gróðursetningu stuðlum við að fallegri görðum í
sumar.
Fagleg ráðgjöF
Tilboð á 10
Tíma korTum
l Hljóðbylgjur vinna gegn verkjum
l Örvar starfsemi sogæða (hreinsun)
l Örvar vökvaflæði sogæðakerfisins
l Eyðir vökvasöfnun - bjúg
l Eyðir margskonar bólgum
l Eykur orkuflæði líkamans
l Dregur úr gigtareinkennum
l Formar fótleggi og línur
l Gefur góða líðan
l Detox hreinsun
Rauðarárstíg 41 l 105 Reykjavík l Sími 533-3100