Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 16
16 | Erlent 4. maí 2011 Miðvikudagur Niðurstöður allsherjarmanntals sem kínverska hagstofan fram- kvæmdi í lok síðasta árs voru kynnt- ar nú á dögunum. Manntöl sem þetta hafa verið framkvæmd á tíu ára fresti í Kína síðan árið 1980 og er þetta það yfirgripsmesta hingað til. Safnað var upplýsingum um fólksfjöldaþróun, aldursskiptingu, menntunarstig, fæðinga- og dánar- tíðni svo fátt eitt sé nefnt og komu tíu milljón starfsmenn að vinnslu þess á einn eða annan hátt. Niðurstöðurnar leiða í ljós að þó Kínverjar séu enn þann dag í dag fjölmennasta ríki heims, þar sem fólksfjöldinn er um það bil 1,37 milljarðar, hefur verulega dregið úr fólksfjölgun í landinu síð- an eins barns reglan tók gildi í lok áttunda áratugarins. En samfara hertum reglum um barneignir og ofuráherslu á að halda fólksfjölgun í skefjum hefur annað samfélags- legt vandamál og öllu erfiðara við- ureignar fengið að dafna óáreitt. Brenglað kynjahlutfall barna fæddra eftir 1979 er að mati margra ráðamanna innan kommúnista- stjórnarinnar orðið að aðsteðjandi vandamáli og ein af brýnni sam- félagslegum áskorunum sem stjórn- völd standa frammi fyrir í dag. Mun fleiri sveinbörn Frú Chen er farandverkakona sem vinnur í lítilli verslun í norðvestur- hluta Beijing-borgar. Þó svo að dóttir hennar sé ekki enn orðin eins árs er frú Chen barnshafandi í annað sinn. Eins og milljónir annarra Kínverja nýtir hún sér lagaheimild sem gerir foreldrum sem eignast stúlkubarn kleift að eignast annað barn, í von um að eignast son. Samkvæmt niðurstöðum mann- talsins fæðast 118 sveinbörn í Kína fyrir hver 100 fædd stúlkubörn. Eðlilegt hlutfall samkvæmt mann- fjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna er talið vera 103 til 107 sveinbörn fyrir hver 100 stúlkubörn. Í fátækari byggð- um í sunnan- og vestanverðu landinu er hlutfallið allt að 135 sveinbörn fyrir hver 100 fædd stúlkubörn. Ef fer sem horfir, verða karlar á giftingaraldri um 30 til 40 milljónum fleiri en konur árið 2020 í Kína og talið er að einn af hverj- um fimm karlmönnum muni ekki geta fundið sér konuefni. Það er því ekki nema eðlilegt að ráðamenn í Kína hafi áhyggjur af þessari þróun en meðal afleiðinga sem talið er að svo brenglað kynja- hlutfall geti haft í för með sér eru fjölg- un kynferðisglæpa, aukið mansal og það sem Kommúnistaflokkurinn hef- ur yfirleitt verið hvað hræddastur við, aukinn óróleiki í samfélaginu. Menningarlegar ástæður Ástæður þess að kínversk hjón leggja svo ríka áherslu á að eignast strák frekar en stelpu eru bæði menning- arlegar og félagslegar. Konfúsíusar- hyggjan, sem enn er ríkjandi í hug- myndafræði Kínverja, boðar jöfnum höndum yfirburði karlmanna og mikilvægi þess að heiðra og virða foreldra sína. Á einum stað segir Konfús íus að mesta skömm sem hver einstaklingur geti kallað yfir foreldra sína sé að eignast ekki sveinbarn, en slíkt hefur í för með sér dauða ættar- nafnsins (konur taka upp ættarnafn eiginmannsins eftir giftingu í Kína). Kínverska almannatrygginga- kerfið er einnig afar ófullkomið og aðeins lítill hluti þjóðarinnar á rétt á ellilífeyrisbótum sem eru auk þess mjög lágar. Algengast er að börn sjái fyrir foreldrum sínum í ellinni og þar sem Kínverjar líta svo á að stúlkur sameinist fjölskyldu brúðgumans eftir giftingu er ekki nema eðlilegt að sveinbörn séu álitin arðvænlegri kostur. Synirnir eru enn sem komið er ríkari trygging fyrir fjárhagslegum stöðugleika þegar á efri ár er komið. Það skal þó tekið fram að hér er alls ekki um sérkínverskt vandamál að ræða, heldur miklu frekar sér- asískt. Svipaða tilhneigingu má sjá í öðrum Asíulöndum eins og til dæm- is Suður-Kóreu, Taívan og Indlandi. Eins barns stefnan í Kína gerir það hins vegar að verkum að hlutföll- in þar eru mun öfgafyllri en annars staðar í Asíu. Útburður tíðkast enn Bættar efnahagslegar aðstæður hafa tryggt almenningi í landinu aðgang að betri heilbrigðisþjónustu, og þar með talið tækifæri til ómskoðun- ar. Þó svo að bannað sé samkvæmt lögum að láta barnshafandi foreldr- um í té upplýsingar um kyn barns eru refsingar við slíkum brotum þó óljósar. Vitað er að víðs vegar um landið eru starfræktar læknastofur með það eina yfirlýsta markmið að upplýsa barnshafandi foreldra um kyn fósturs með ómskoðunartækni. Foreldrarnir taka svo ákvörðun um hvort þau eiga barnið eða eyða fóstr- inu í framhaldi af því. Á fátækustu svæðunum upp til sveita heyrast enn fréttir af útburði stúlkubarna og einnig má ætla að einhverjum hluta stúlkufæðinga sé haldið leyndum frá stjórnvöldum með það að leiðarljósi að gera aðra tilraun til barneigna. Vilja styrkja foreldra Aðgerðir stjórnvalda til að sporna við þróuninni hafa hingað til að- allega snúist um að koma á bein- um mánaðarlegum peninga- greiðslum í formi styrkja til þeirra fjölskyldna upp til sveita sem eign- ast stúlkubörn. Markmiðið er að breyta þeirri víðtæku skoðun fólks að það sé fjárhagslega hagkvæm- ara að eignast stráka en stelpur. Sú þumalputtaregla hefur einn- ig verið lengi við lýði að eignist hjón stúlkubarn fá þau leyfi til að eignast eitt barn til viðbótar. Þetta gildir þó ekki fyrir þær tæplega 700 milljónir Kínverja sem eru skráð- ir í þéttbýli. Einnig hafa stjórn- völd uppi fyrirætlanir um að herða verulega refsiramma þeirra laga sem banna ómskoðun í því skyni að greina kyn fósturs, en sú leið hefur gefið góða raun í Suður-Kór- eu. Jafnrétti kynjanna nauðsynlegt Sérfræðingar eru þó sammála um að ef að raunverulegur árangur eigi að nást þurfi að ráðast beint að rót vandans; hugsunarhætti fólks. Svo lengi sem hjón vilja frek- ar eignast stráka en stelpur mun brenglað kynjahlutfall vera viðvar- andi vandamál í kínversku sam- félagi. Margir telja að það verði ekki fyrr en fullkomið jafnrétti kynjanna sé orðið að veruleika í Kína, hvort sem um er að ræða í stjórmála-, efnahags- eða félags- legum skilningi, sem alvöru árang- urs sé að vænta. Skrifar frá Kína Sveinn Kjartan Einarsson mun fram- vegis skrifa reglulegar greinar frá Kína, hinu ört vaxandi heimsveldi. Sveinn lauk BA-prófi í kínversku árið 2007 en hann hefur búið í Kína, fyrst í Beijing og nú í Sjanghæ, síðastliðin sex ár. Hann starf- aði meðal annars við verkefnisstjórn fyrir íslenska utanríkisráðuneytið vegna heimssýningarinnar sem fram fór í Sjanghæ á síðasta ári. Hann hefur einnig starfað við ráðgjöf hjá kínverskum fyrir- tækjum og fengist við þýðingar. Fjörutíu milljón piparsvei ar Sveinn Kjartan Einarsson blaðamaður skrifar frá Kína „Synirnir eru enn sem komið er ríkari trygging fyrir fjár- hagslegum stöðugleika þegar á efri ár er komið. n Allsherjarmanntal var gefið út í Kína á dögunum, en 10 milljón manns komu að gerð þess n Mun fleiri sveinbörn fæðast og veldur það stjórnvöldum áhyggjum Kínverskir feðgar Þessi ungi maður sem borinn er á baki gæti lent í vandræðum með kvonfang miðað við mannfjöldaspár Kínverja. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.