Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Page 20
20 | Umræða 4. maí 2011 Miðvikudagur „Ég var mjög ánægð með strákana. Þeir voru góðir en eiga eftir að verða betri.“ n Þórunn Erna Clausen að lokinni fyrstu æfingu Vina Sjonna. – ESCToday.com „Það er ekki í samræmi við íslenska siði að gleðj- ast yfir dauða nokkurs manns en engum dylst að dauði Osama bin Laden felur að minnsta kosti í sér táknræn tímamót.“ n Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra um dauða Osama bin Laden. – DV „Ég á erfitt með að trúa þessu og veit ekki hvað ég á að segja.“ n Bára Brynjarsdóttir, vinkona Hörpu Bjartar Guðbjartsdóttur sem lést á laugardag. – DV „Nú er ástæða til þess að auka eftirlit með bæði manna- og hvítabjarna- ferðum á þessum slóðum og taka upp mun virkara eftirlit en verið hefur.“ n Ólína Þorvarðardóttir þingkona vill aukið eftirlit með ísbjörnum á Íslandi. – blog.eyjan.is/olinath „Ekki fór ég á strippstaði. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig en hvað mig varðar þá kann- ast ég ekkert við svona viðskiptahætti.“ n Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lundúnum, um meintar ferðir starfsmanna Kaupþings á nektarstaði ásamt viðskiptavinum. – DV Rússnesk rúlletta Á Íslandi deyja árlega um 83 einstaklingar vegna áfeng- is- og vímuefnaneyslu, beint eða óbeint. Á milli fjörutíu og fimmtíu þeirra deyja fyrir aldur fram vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu, sem þýðir að þeir deyja fyrir 55 ára aldur. Áfengisneysla er þar að auki al- gengasta dánarorsök þeirra sem eru undir 25 ára aldri, samkvæmt upplýs- ingum frá SÁÁ. En hér erum við bara að tala um tölur, sem segja í raun ekkert. Harm- inn sem þarna býr að baki er ekki hægt að skilja með tölfræði. Um helgina dó ung kona morguninn eftir að hún hélt upp á 21 árs afmæli sitt. Talið er að það hafi verið af völdum eitraðra eitur- lyfja. Um svipað leyti í fyrra dó önnur ung kona vegna áfengis- og fíkniefna- neyslu, þá vegna of stórs skammts. Fyrr í vetur fréttum við af manni sem dó á vergangi en síðar kom í ljós að þeir voru þrír útigangsmennirnir sem létust. Öll þessi mál eru ólík en sorgar- sagan er mikil. Sennilega verður aldrei hægt að skilja sársauka þeirra sem standa þeim næst. Margir komast kannski upp með að neyta þessara efna sér að meinalausu, þeir eru þó allt of margir sem afneita vandanum sem þeir skapa. Það er mik- ilvægt að átta sig á því að alkóhólismi fer ekki í manngreinarálit. Ekki það, fólk lendir í slysum og verður jafnvel fyrir miklum skaða vegna neyslunn- ar hvort sem það er háð efnunum eða ekki. Stundum vegna neyslu annarra. Skaðinn er margvíslegur og hann er ekki persónubundinn. Víða eru fjöl- skyldur í sárum, því neyslan hefur áhrif á alla sem standa viðkomandi nærri, óttast um líf hans, þola hömluleysið og hylma yfir með honum þegar honum verður á. Mistökin geta verið smávægi- leg en stundum eru þau þess eðlis að lífið verður aldrei samt aftur. Það er áhætta sem fólk tekur í hvert sinn sem það neytir vímuefna. Í raun er það eins og að spila rússneska rúll- ettu, enginn veit hvað gerist eða hvert það mun leiða. Engin leið er heldur að vita hvað ólögleg fíkniefni innihalda, eins og kom í ljós í síðustu viku þegar lögreglan varaði við eitruðum eiturlyfj- um á markaði. Best er að gera sér grein fyrir því að almennt eru eiturlyf skað- leg og stórhættuleg og eiga það sam- merkt að valda dómgreindarbresti og hömluleysi. Enda ber allt samfélagið þungar byrðar vegna áfengis- og vímuefna- neyslu. Kostnaðurinn er á bilinu 46,4– 49 milljarðar á ári. Má meðal ann- ars rekja hann til þess að helmingur þeirra sem komu á bráðamóttöku LSH um helgar árið 2008 var undir áhrif- um áfengis og vímuefna, að karlar eru sextán sinnum líklegri til þess að fá fangelsisdóm og konur 52 sinnum ef þau glíma við áfengis- og vímuefna- vanda og 22 prósent þeirra sem voru á Vogi árið 2008 þáðu örorkubætur, sem er 2,5 sinnum meira en almennt gengur og gerist. Við þetta má bæta að í umferðinni má rekja níu slys á ári að meðaltali beint til áfengis- eða vímu- efnaneyslu sem gerir um 48 prósent af öllum banaslysum. Eftir efnahagshrunið er niður- skurður óumflýjanlegur og þegar hef- ur verið dregið saman í þjónustu SÁÁ, innritunum hefur fækkað og álagið á starfsfólkið hefur aukist, ekki síst á meðal þeirra sem starfa að meðferð- inni. Í ljósi þessa veldur það ugg að minni fjárveitingar hafa verið boðað- ar til bráðamóttöku sjúkrahúsanna, sjúkraflutninga, löggæslu og Vogs og það er spurning hversu mikið sparast í raun. Kostnaðurinn færist annað og mun jafnvel aukast ef þetta fólk og að- standendur þess fá ekki viðunandi að- stoð. Það er því ekki aðeins skylda okk- ar gagnvart náunganum að búa svo um heldur einnig hagsmunir. Vandinn er til staðar og hann mun ekki hverfa. Þegar þetta er skrifað bíða um 150 einstaklingar eftir plássi á Vogi. Hver einn og einasti þeirra er í hættu. Leiðari Mun félagið skipta um lukkudýr? „Við skulum segja að svarið sé ís,“ segir Guðjón M. Þorsteins- son hjá Körfuknatt- leiksfélagi Ísafjarðar. Ísbjörn hefur verið lukkudýr félagsins en í ljósi frétta af drápi á ísbirni í vikunni íhugar félagið að skipta um lukkudýr. Á heimasíðu félagsins segir að heimskautarefurinn gæti komið til greina því hann sé að minnsta kosti friðaður í griðlandi sínu. Spurningin Bókstaflega Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar„Á Íslandi deyja árlega um 83 ein- staklingar vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Leyniþræðir n Ekkert virðist ofsagt um völd og áhrif Þórólfs Gíslasonar, kaup- félagsstjóra á Sauðárkróki, innan Framsóknarflokksins. Hann kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, for- mann flokksins, og Gunnar Braga Sveinsson, þingmann úr Skagafirði, iðulega undir vegg á flokksþingi Framsóknarflokksins á dögunum. Þórólfur er náskyldur Davíð Oddssyni og eru þeir sagðir ræðast við í síma oft í viku. Davíð og Guðni Ágústs- son eiga ágætlega skap saman og sameinast í andstöðu við ESB og breytingar á kvótakerfinu. Viðbúið er að Sigmundur Davíð fái línuna hjá Þórólfi og hinum tveimur, nú þegar hann er kominn úr fríi frá Kanada. Stórtjón vegna Davíðs n Menn velta nú fyrir sér hvort Guð- björg Matthíasdóttir, athafnakona í Eyjum, og aðrir í hluthafahópi Moggans bindi enda á starf Davíðs Oddssonar ritstjóra í haust þegar tvö ár verða liðin frá því hann tók við starfi sínu. Á þeim tíma hafa tapast gríðarlegir fjármunir og stór hluti áskrifenda blaðsins er flúinn. Því hefur verið haldið fram að Davíð hafi engöngu verið ráðinn til tveggja ára og menn noti nú tækifærið til að losa sig við hann. Ritstjórinn er með um 1,5 millj- ónir króna í mánaðarlaun sem þó er aðeins dropi í hafið miðað við rekstrartjónið sem orðið hefur á starfstíma hans. Fyrsta fallið n Þorsteinn Már Baldvinsson, aðal- eigandi Samherja, er annar hluthafi í útgáfufélagi Moggans. Þorsteinn er sá maður úr forystu hinna föllnu banka sem sleppur hvað best við rannsókn og óvægna umræðu. Hann var stjórnarformaður Glitnis sem féll fyrstur. Komið er á daginn að bankinn hafði keypt langt um- fram heimildir í sjálfum sér sem er saknæmt hvað varðar stjórn bankans og stjórnenendur. Líklegt er þó að Þorsteinn sé saklaus í þeim efnum en hann átti að baki stuttan feril sem stjórnarformaður þegar bankinn féll. Pennar náhirðar n Innan náhirðar Sjálfstæðisflokks- ins er helsta tómstundagamanið að semja bækur um ástæður hrunsins og vonsku Baugsmanna. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, reið á vaðið með bók sinni. Í kjölfarið kemur síðan Björn Bjarnason, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, sem boðar bók um Baugsmálið. Búast má við hlutlausri úttekt ráðherrans sem reyndar hraktist af þingi eftir að hafa árum saman verið heltekinn af málinu. Nú er svo komið að Óla Birni Kárasyni varaþingmanni sem boðar bók um hrunið og hvernig dómstólar brugðust að hans mati. Þá kemst hann að þeirri niðurstöðu að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem hann sjálfur fær harðan dóm, sé meingölluð og upphafin ómaklega af fjölmiðlum. Sandkorn tRyGGVaGötu 11, 101 ReyKjaVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Íslendingar eiga ágæta möguleika á að þróa sameiginleg viðskiptatæki-færi með Indverjum á ýmsum svið- um. Sterkustu möguleikarnir liggja í greinum þar sem Íslendingar búa yfir meiri reynslu og þekkingu en flestar þjóðir, einsog í sjávarútvegi og orku- vinnslu. En þeir eru líka til staðar í skapandi atvinnugreinum einsog af- þreyingariðnaði, sér í lagi kvikmynd- um. Þar eiga Íslendingar sannkallaða vormenn að verki á flestum sviðum kvikmyndaframleiðslunnar. Önnur svið, sem við sjáum ekki í dag, munu örugglega opnast líka í framtíðinni ef við ræktum tengslin við hið rísandi efnahagsveldi. Bollywood – myndræn stóriðja Ég sat í síðustu viku kvöldstund í Mumbai með kvikmyndaleikurum, framleiðendum og dreifingarmógúl- um úr Bollywood, sem er svar Indverja við Hollywood, og ræddi möguleika á samvinnu Indverja og Íslendinga í þjónustu við hina indversku stóriðju á sviði kvikmynda. Þar liggja færi til framtíðar sem gætu orðið svolítil bú- bót, jafnvel meira, fyrir hinn vaxandi kvikmyndaiðnað á Íslandi. Kvikmyndaiðnaður Indverja hef- ur sannast sagna náð ótrúlegum vexti á síðustu áratugum. Hvergi í heim- inum eru gerðar jafnmargar myndir í fullri lengd og á Indlandi. Heita má að þær séu framleiddar á færibandi. Stíll- inn er íburðarmikill, sérindverskur og gjarnan vafinn dansi og söngvum um indversk sagnaminni. Fólkið í draum- heimi Bollywood er einstaklega fal- legt, yfirleitt velefnað og forskriftin löguð að eðlilegum draumum þjóðar sem er að rífa sig upp úr sárri fátækt – en er stolt af sögu sinni. Allajafna er náttúran og fegurð hennar eitt af stefjunum í indversku fjöldaframleiðslunni. Stór hluti allra indversku myndanna er tekinn að mestu leyti þar sem gróðursæl nátt- úra drýpur af hæðunum ofan við stór- borgina Mumbai. Ég drap líka niður fæti í Góa, þar sem Portúgalir réðu ríkjum fram yfir 1960 og gömlu hipp- arnir hópuðust til. Þar var kvikmynda- gerð líka á fullu, ekki síst af því þar ríkir sterk portúgölsk stemning í húsa- gerð og umhverfi – og til Góa sækir kvikmyndaiðnaðurinn tilbreytingu frá hefðbundinni umgjörð indversku stóriðjunnar. Indverjar vilja fjölbreytni Fjölbreytni er nefnilega það sem neyt- endur vilja nú fara að sjá í indversku kvikmyndinni. En öll indverska fram- leiðslan hefur til skamms tíma átt sammerkt að hvar sem myndirnar eru teknar í Indlandi þá er landslagið og umhverfið eins indverskt og hugs- ast getur. Kvikmyndajöfurinn Hrafn Gunnlaugsson hélt yfir mér og sjálfum sér lærðan fyrirlestur síðkvöld nokk- urt sumarið 1984 um kvikmyndalög- sögu. Ég skrifaði raunar upp úr hon- um löngu gleymda ritstjórnargrein í blað sem ég stýrði þá um nokkurra ára skeið. Hrafn prentaði þá rækilega inn í minn haus, að það gildir eins um landslag í kvikmyndum og allt annað: Það sem af er tekið eyðist við notkun. Þetta eru indverskir kvikmynda- framleiðendur að finna hjá þeim sem horfa á kvikmyndir í stórríkinu. Neytendur vilja fá meiri fjölbreytni inn í kvikmyndirnar sínar, en halda þeim áfram í kringum sömu dans- og sagna stefin. Þeir eru orðnir þreyttir á að allar kvikmyndir Bollywood gerist í svipuðu umhverfi og eru heldur ekki á móti því að skjóta leikurum með öðru vísi yfirbragði inn í ævintýrin á skján- um. Má í því sambandi nefna að há- vaxinn og glæsilegur fulltrúi Íslands sem stýrir sendiráðinu í Delhí fær reglulega tilboð um að láta sér bregða fyrir í aukahlutverkum sem sýnir að veruleikinn tekur stundum fram handritunum sjálfum. Kvikmyndakrafturinn íslenski Í þessu liggja tækifæri fyrir íslenska kvikmyndaiðnaðinn. Ísland er ger- ólíkt Indlandi. Hér eru nakin fjöll, víð- feðmir jöklar, skóglaust land, eyði- merkur og úfið haf. Borgir og bæir eru allt öðru vísi en á Indlandi. Við eigum líka fjölda góðra leikara sem ráða við hvaða verkefni sem er. Jafnhliða hefur vaxið upp á Íslandi mjög öflugur kvik- myndaiðnaður, sem vinnur hratt og vel við erfiðar aðstæður, og hefur upp- skorið hrós fyrir að ljúka verkefnum á tíma. Hann er vanur því að taka að sér þjónustu við erlend kvikmynda- fyrirtæki, jafnt stór verkefni sem lítil. Sömuleiðis eigum við fyrirtæki sem sinna eftirvinnslu kvikmynda, sem eru á heimsmælikvarða þó lítil séu. Við eigum meira að segja indverska veitingamenn sem eru í fremstu röð – en eitt af því sem mínir ágætu við- mælendur frá Bollywood sögðu að væri algjört skilyrði fyrir að ferðast í fjarlægt land er völ á góðum indversk- um kosti. Sum lönd eru þegar farin að kasta netum sínum sérstaklega fyrir Bolly- wood. Það er ekki aðeins eftir töku- liðinu sjálfu og tekjum vegna þess að slægjast, heldur ferðast unnend- ur stjarnanna í Bollywood þúsund- um saman á tökustaði utan Indlands – og styrkja efnahag viðkomandi lands dyggilega. Lönd sem eru að ná árangri á þessu sviði eru til dæmis Macao, sem málvinir mínir í Mumbai sögðu að byði þeim ævintýralegar ívilnanir til að ryðja sér brautina inn á tökumarkað heimsins. Nýja-Sjáland markaðssetur sig sem kvikmynda- land, og hið indverska Bollywood sækir þangað í ríkum mæli. Bretar, þar sem stór indverskur minnihluti með sterkan kaupmátt er sólginn í Bollywood-myndir, leggja mikið á sig til að fá til sín hluta af hinni indversku kvikmyndaköku. Sjálfir sögðu þeir mér að Sviss væri orðið eitt af stærstu löndunum fyrir Bollywood-myndir utan Indlands – ekki sökum ívilnana heldur náttúrufegurðar. Útrás Bollywood er því gott tæki- færi fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað og rétt að grípa það sem fyrst. Íslenskur kvikmyndakraftur og stóriðjan í Bollywood Kjallari Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifar í Mumbai undir Bollywood-hæðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.