Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Blaðsíða 21
Umræða | 21Miðvikudagur 4. maí 2011
Við getum
stöðvað þá
1 „Við vorum alltaf að reyna að hjálpa henni“
Vinkona Hörpu Bjartar og fyrrverandi
samherji á vellinum.
2 Róma-fólk beitt skelfilegu ofbeldi
Öfgahópar sem ofsækja Róma-fólk
njóta vaxandi fylgis í Ungverjalandi.
3 Myndaði Ásdísi Rán í svefniÁsdís Rán lenti í óþægilegri lífs-
reynslu á leið sinni til Búlgaríu.
4 Grét af gleði yfir dauða Osama og rakaði sig
Bandaríkjamaður strengdi þess heit
að raka sig ekki fyrr en búið væri að
handsama bin Laden.
5 Obama horfði á bin Laden deyja í beinni útsendingu
Forsetinn fylgdist með aðgerðum
bandarísku sérsveitarinnar.
6 Assange segir Facebook ógeðfellda njósnavél
Assange segir að með Facebook
sé fólk í raun að vinna frítt fyrir
bandarísku leyniþjónustuna.
7 Vinir Sjonna tóku lagið í Dusseldorf
Fyrsta æfing hópsins fór fram á
mánudaginn.
Sigríður Björnsdóttir er formaður
samtakanna Blátt áfram. Blátt áfram
eru sjálfstæð félagasamtök og er
tilgangur samtakanna að efla forvarnir
gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á
Íslandi. Nú á dögunum settu samtökin
af stað öflugt forvarnarátak sem miðar
að því að stöðva gerendur og styðja
foreldra í því að vera vakandi fyrir
hættum í umhverfi barnsins.
Hver er konan?
„Ég heiti Sigríður Björnsdóttir og er
framkvæmdastjóri Blátt áfram.“
Hvað er á döfinni?
„Við settum nýverið af stað nýtt for-
varnarátak sem beinist að gerendum. Við
sýnum þær aðstæður sem gerendur nýta sér
til þess að brjóta á börnum. Staðreyndin er
sú að 93 prósent þeirra sem verða fyrir kyn-
ferðisofbeldi þekkja gerendurna. Gerendur
eru því í reglulegum samskiptum við barnið
heima hjá sér eða ættingjum, í skólum og
á æfingum í þeim tómstundum sem það
stundar.“
Hvernig hegðar ábyrgt foreldri sér?
„Ábyrgt foreldri gerir sér grein fyrir því að
það er ekki nóg að fræða börnin. Það þarf
að skoða samskiptin sem börn þeirra eiga
í á hverjum degi. Ef foreldri sér til dæmis
að fullorðinn einstaklingur, það getur verið
maki eða afi eða hver sem er, er of nærgöng-
ull og hegðar sér þannig að þú upplifir það
á óþægilegan máta þá er ekki nóg að hugsa
um hveru óþægileg upplifunin er. Það þarf
að stöðva slíkt með afgerandi hætti. Þessi
fullorðni einstaklingur gæti til dæmis alltaf
viljað heilsa barninu með of þéttu faðm-
lagi og stroku sem þér finnst óþarfi. Þá á
foreldrið að segja: „Ég vil ekki að þú snertir
barnið mitt á þennan máta. Hættu því.“ Ef
sá fullorðni bregst við með því að hunsa
þetta þá má foreldrið ekki láta bugast.“
Hverjir eru gerendur?
„70 prósent gerenda eru karlmenn,
30 prósent þeirra eru kvenmenn. Við
skiptum þeim í tvo flokka; ætlunarsinna og
tækifærissinna.
Tækifærissinnar eru þeir sem brjóta af sér,
nást, fara á sakaskrá, jafnvel í fangelsi.
Stærstur hluti þeirra brýtur ekki af sér aftur.
Þetta er hins vegar minnstur hluti þeirra.
Stærsti hlutinn er ætlunarsinnar, þeir vilja
ekki nást og ætla ekki að nást.
Er hægt að stöðva þá?
„Já, við eigum að geta stöðvað þá. Við
getum komið í veg fyrir að brotið sé á
börnum okkar með því að vera vakandi og
vera ákveðin. Við eigum að segja hvað okkur
finnst og standa með börnunum okkar, setja
skýr mörk og vera ábyrg.“
Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsing-
unni verið?
„Fólk er reitt yfir því að við séum að gera
gerendur úr öllum. En börnin eiga að njóta
vafans, við erum að segja sannleikann.
Þetta eru aðstæðurnar og svona gerist
þetta.“
„Já, ég trúi því.“
Daníel Ari Leningham
19 ára nemi
„Já, hann er dauður.“
Egill Björgvinsson
21 árs nemi
„Já, steindauður.“
Arndís Benediktsdóttir
22 ára dansari
„Já, en ekki á mánudag. Hann hefur verið
dáinn lengi.“
Anna Kolfinna Kúran
21 árs dansari
„Nei, ég trúi því ekki.“
Gígja Jónsdóttir
19 ára nemi
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Trúir þú að Osama bin Laden sé dáinn?
Lokafrágangur Hörpunnar Iðnaðarmenn voru í óða önn að leggja lokahönd á tónlistarhúsið Hörpu á þriðjudag.
Tónlistarfólk var við æfingar en húsið verður formlega tekið til notkunar í dag, miðvikudag. MynD SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon
Myndin
Dómstóll götunnar
S
amtök atvinnulífsins og
Landssamband íslenskra
útvegsmanna fóru með þá
möntru daglega að alrangt
væri að þau hefðu tekið kjarasamn-
inga í gíslingu vegna breytinga sem
stjórnarflokkarnir vilja gera á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu. Stjórnar-
andstæðingar, eins og Einar K. Guð-
finnsson, fóru mikinn og sögðu að
ríkisstjórninni hefði verið í lófa lagið
í allan vetur að draga úr spennunni
en kysu að nota málið til að efla sam-
stöðu í eigin röðum.
Þetta er mikil einföldun. „Þekktu
óvin þinn,“ segir einhvers staðar, en
varla er að sjá að Einar Kristinn geri
það.
Tafirnar sem orðið hafa á fram-
kvæmd sjávarútvegsstefnu ríkis-
stjórnarinnar síðan samráðsnefnd
Jóns Bjarnasonar sjávarúatvegs- og
landbúnaðarráðherra skilaði niður-
stöðum sínum síðastliðið haust eiga
sér ýmsar skýringar.
Viðkvæm staða
Í fyrsta lagi var rík nauðsyn til þess
að kanna það sérstaklega hvernig
það legðist í flokksmenn Samfylk-
ingar og VG, grasrótarinnar einnig,
að hverfa frá afdráttarlausri fyrning-
arleið og innlausn ríkisins á kvót-
anum á 20 árum eins og kveðið er á
um í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar.
Sannleikurinn er sá að engin sérstök
eining er um það í hvorugum stjórn-
arflokknum að breyta frá stefnuyfir-
lýsingunni, en hún kveður á um að
ríkið innleysi kvótann sem þjóðar-
eign og bjóði á markaði eftir tiltekn-
um útfærðum leiðum. Málið er satt
best að segja á afar viðkvæmu stigi
þar sem þeir telja sig nú svikna sem
vilja halda sig í meginatriðum við
upphafleg áform.
Einnig má nefna að Jón Bjarna-
son lagði fram frumvarp í ríkisstjórn
snemma vetrar um aukningu afla-
heimilda og að ríkið fengi að leigja
út að lágmarki 15 þúsund tonn af
þorski og ýsu og öðru eins yrði út-
hlutað beint samkvæmt hlutdeildar-
reglum kvótakerfisins. Þetta var
vitanlega eitur í beinum stórútgerð-
arinnar meðal annars vegna þess að
með slíku frumvarpi hefði verið far-
ið þvert gegn grundvallarsjónarmiði
LÍÚ um að enginn megi ráðstafa
kvóta eða hirða arð af kvótaleigu aðr-
ir en kvótahafar.
Jafnvel þótt fiskifræðileg rök
mæltu með aukningu kvóta gat LÍÚ
ekki af þessum sökum stutt aukn-
inguna og þar með stuðlað að meiri
tekjum fyrir ríkissjóð og þjóðarbúið.
Þannig var komin upp sú ein-
kennilega staða að LÍÚ gat ekki mælt
með kvótaaukningu sem skilað hefði
þjóðarbúinu milljarða króna auka-
tekjum.
Vér einir megum
leigja öðrum kvóta
Í öðru lagi var fullkomlega óvíst hvað
yrði um stjórnlagaþing og tillögur
um þjóðareign náttúruauðlindum
eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnlaga-
þingskosningarnar. Nú hefur hins
vegar tekist að koma á fót stjórnlaga-
ráði sem vinnur að endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Hafið er upp yfir
allan vafa að ráðið mun leggja til að
náttúruauðlindir verði þjóðareign
samkvæmt stjórnarskrá hver svo sem
umgjörð þess ákvæðis verður.
Í þriðja lagi höfðu útvegsmenn
skellt hurðum og hlaupið á dyr úr
framangreindri samráðsnefnd Jóns
Bjarnasonar vegna þess að hann
dirfðist að auka skötuselskvóta um
tvisvar sinnum 2.000 tonn til út-
leigu af hálfu almannavaldsins. Það
var brot gegn „eignarrétti“ sægreif-
anna. Útvegsmenn gerðu reyndar
betur og kærðu Jón Bjarnason þegar
hann með „svívirðilegum hætti“ að
mati útvegsmanna ákvað að kvóta-
setja ekki úthafsrækju í fyrra þar eð
útgerðirnar höfðu ekki hirt um að
veiða rækjuna mörg árin á undan.
Með þessu töldu útvegsmenn að Jón
hefði eyðilagt bókhald útgerðanna
sem höfðu fínan verðmiða á rækju-
kvóta í ársreikningum sínum.
En var ákvörðun Jóns ekki rökrétt
þótt hún passaði ekki Einari Kristni og
LÍÚ? Töpuðu sægreifarnir ekki málinu
fyrir dómi?
Hápólitísk kjarabarátta LÍÚ
Í fjórða lagi, eftir að hafa skellt hurð-
um og kært sjávarútvegsráðherra,
brugðu útvegsmenn sjálfir á það
ráð að taka kjarasamninga í gíslingu
og setja fyrir vara um að ríkisstjórn-
in yrði að hlýða þeim í einu og öllu.
Þann fyrir vara höfðu þeir fram í
rauðan dauðann þótt í óefni stefndi
á vinnumarkaði. Þessi barátta Vil-
hjálms Egilssonar hjá SA í þágu LÍÚ
varð til þess að fulltrúar ferðaþjón-
ustunnar og fleiri atvinnugreina
innan vébanda Samtaka atvinnu-
lífsins fengu sig fullsadda á því að
vera fallbyssufóður í pólitískri bar-
áttu 30 sægreifa fyrir óbreyttu kvóta-
kerfi.
Hvað hefðu SA og LÍÚ gert ef þeir
hefðu fengið verktaka í virkjunar-
framkvæmdum, stóriðjuna og orku-
fyrirtækin einnig upp á móti sér?
Voru þeir ekki búnir að mála sig
út í horn?
Launafólk sem skjöldur LÍÚ
„Þannig var komin
upp sú einkenni-
lega staða að LÍÚ gat ekki
mælt með kvótaaukn-
ingu sem skilað hefði
þjóðarbúinu milljarða
króna aukatekjum.
Kjallari
Jóhann
Hauksson