Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Síða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 4. maí 2011 Miðvikudagur Fjórði úrslitaleikur Akureyrar og FH: „Stígandi í þessu hjá okkur“ „Þetta er alveg ótrúlega jafnt og við erum bara ánægðir að vera inni í þessu ennþá,“ segir Atli Hilmarsson, þjálfari handboltaliðs Akureyrar, en fjórði úr­ slitaleikur liðsins gegn FH fer fram í Kaplakrika í kvöld, miðvikudagskvöld. FH vann fyrstu tvo leikina og gat tryggt sér titilinn á Akureyri á sunnudaginn en þá komu heimamenn sterkir til leiks og tryggðu sér mikilvægan sigur og héldu einvíginu á lífi. „Mér finnst vera stígandi í þessu hjá okkur. Við erum betri í leik þrjú en við erum í leik eitt, það skiptir máli. Það er samt ekkert sem skil­ ur á milli þessara liða. Hér heima á sunnudaginn komumst við í fyrsta skipti eitthvað afgerandi yfir þegar við náðum þriggja marka forystu. En það hvarf eins og dögg fyrir sólu. Það má ekki einn leikmaður vera rekinn út af í þessu einvígi þá fer öll forysta,“ segir Atli en er ekki erf­ itt að mæta liði með breidd á borð við FH? „Jú, jú, það má vel vera. Mér finnst samt mínir menn hafa staðið þetta vel af sér og slaka aldrei á undir lok leikja. Það sýnir bara hvað þeir eru í fínu standi. Hjá FH skoruðu þrír menn 19 mörk af 22 í síðasta leik. Mér finnst það nú ekki merki um mikla breidd,“ segir Atli. Gamla brýnið Heimir Árnason hefur heilt yfir verið mjög góður í ein­ víginu og á Akueyri í síðasta leik fór hann hreinlega á kostum, kastandi sér á eftir boltum í vörn eins og tví­ tugur maður og skorandi mikilvæg mörk. Atli dregur hvergi undan tal­ andi um hversu mikilvægur hann er liðinu. „Heimir er algjör lykilmaður hjá okkur, bæði í vörn og sókn. Hann er búinn að vera frábær í allan vet­ ur og hefur verið driffjöðrin í þessu hjá okkur. Það er bara virkilega gaman að sjá hversu hungraðir menn eru í titil og eru í fínu formi þegar tímabilið er alveg að klárast,“ segir Atli en er einhver sérstakur undirbúningur fyrir leik fjögur? „Nei, nei. Við mætum bara í okkar flugferð, fáum okkar kjúkling á BK og mætum svo í leikinn. Allt hefðbundið,“ segir Atli Hilmarsson. tomas@dv.is Holyfield vill titilbardaga n Gamla hnefaleikabrýnið Evander Holyfield er ekki dauður úr öll­ um æðum og vill fá annan séns til þess að verða heimsmeist­ ari í þungavigt, takist honum að leggja Danann Brian Nielsen næstkomandi laugardag. Holy­ field, sem er 48 ára, var eitt sinn heimsmeistari og á óopinberan bardaga gegn Nielsen sem er hvað frægastur fyrir að hafa mætt Mike Tyson á Parken. „Sigur sannar að ég get þetta ennþá. Ég vonast til að fá bardaga gegn mönnum sem bera titla,“ segir Holyfield. Argentínumaður til Liverpool n Enska úrvalsdeildarliðið Liver­ pool hefur verið látið vita af því að það getur gert tilboð í argentínska vængmanninn Diego Perotti í sumar. Sevilla hefur nú þegar gert samning við þýska landsliðs­ manninn Piotr Trochowski og hefur ekki lengur not fyrir Perotti. Liverpool hefur horft til Argentínu­ mannsins í nokkurn tíma og þykir ekki ólíklegt að hann endi á Anfield. Talið er að Liverpool geti fengið vængmanninn á fínum prís sem muni flýta fyrir kaupum í maí. Ver sína menn n Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur komið sínum mönnum til varnar eftir allt það sem á undan hefur gengið síðustu vikur í kring­ um leikina gegn Real Madrid. Nú síðast komst upp um kynþátta­ níð hataðasta fótboltamanns Evrópu, Sergio Busquets. „Ég þekki mína leik­ menn vel og þeir eru allir heiðarlegir og sannir at­ vinnumenn. Auðvitað geta þeir gert mistök í leikjum, þeir eru nú bara mannlegir. Það sem gerðist í for­ tíðinni á að geyma þar, ekki tala um aftur og aftur,“ segir Pep. Fjölskyldumaðurinn Federer n Svissneski tenniskappinn Roger Federer hefur ekki átt sjö dagana sæla á tennisvellinum undanfarin misseri og er dottinn niður í þriðja sæti heimslistans. Heima fyrir geng­ ur þó öllu betur en tvíburarnir hans sem eru tveggja ára vaxa og dafna. „Fyrir svona ári var erfitt að fara með þá í flugvél því þeir höfðu svo hátt. Núna eru þeir öllu rólegri og heim­ ilislífið að róast. Það er alveg yndis­ legt að vera fjölskyldufaðir,“ segir Federer. Borgið það sem þurfið n Heitasti markvörður Evrópu um þessar mundir er án efa Manuel Neu- er, markvörður Schalke. Hann fór algjörlega á kost­ um í Meistara­ deildinni gegn Manchester Uni­ ted í síðustu viku og vakti mikla umræðu um að United myndi jafnvel stela hon­ um af Bayern en Neuer á að ganga til liðs við Bæjara í sumar. „Þetta er markvörður sem ver ótrúlega trekk í trekk. Lið sem vilja hann verða að borga almennilega og ekki hika við að borga 50 millj­ ónir evra sé það uppsett verð,“ segir þýska goðsögnin Franz Beckenbauer við þýska blaðið Bild. Molar Fjölhæfur Hornamaðurinn Oddur Grétarsson leysti skyttuna með prýði í síðasta leik. MyND SiGTRyGGuR ARi n Liverpool hefur leikið betur án Stevens Gerrard n Hefur hlotið 33 stig frá áramótum n Gerrard misst af 14 leikjum á tímabilinu n Markatalan 15–2 í síðustu fimm heimaleikjum Árið 2011 hefur verið viðburðaríkt hjá Liverpool í ensku úrvalsdeild­ inni. Fyrir áramót gekk ekkert upp sem varð til þess að forráðamenn liðsins ákváðu að taka til hendinni. Roy Hodgson var rekinn, Kenny Dalglish tók við, Fernando Torres var seldur fyrir 50 milljónir punda og lið­ ið fjárfesti í tveimur rándýrum leik­ mönnum, Andy Carroll og Luis Sua­ rez. Upp á síðkastið hefur allt annað verið að sjá liðið sem um miðbik tímabils var líklegra til að vera í botn­ baráttunni en í baráttu um Evrópu­ sæti. Endurreisn Liverpool er hafin og athyglisvert er að sjá að liðið hef­ ur aldrei leikið betur á leiktíðinni en einmitt þegar Steven Gerrard, fyrir­ liði liðsins, hefur verið frá keppni. Rakað inn stigum frá áramótum Aðeins Chelsea (36) og Manchester United (35) hafa hlotið fleiri stig frá áramótum en Liverpool í ensku úr­ valsdeildinni. Menn Kennys Dalg lish hafa í 17 leikjum frá áramótum hal­ að inn 33 stig, þar af 13 stig úr síðustu sex leikjum. Steven Gerrard hefur ekkert leikið í þessum leikjum. Fjór­ ir sigrar, eitt jafntefli og eitt tap. Gerr­ ard hefur raunar misst af tíu leikjum af þessum sautján sem liðið hefur leikið frá áramótum. Það má því með sanni segja að endurreisn Liverpool hafi verið fyrirliðalaus með hjálp frá ungum, efnilegum og uppöldum leikmönnum og léttleikandi sóknar­ boltahugmyndafræði Kennys Dalg­ lish. Með þessu er þó ekki verið að draga úr þeim áhrifum sem Steven Gerrard hefur á liðið sem besti leik­ maður þess, heldur fremur að benda á hversu vel liðið hefur brugðist við fjarveru hans undir stjórn Dalgl­ ish. Til að mynda er markatala liðs­ ins í síðustu 5 heimaleikjum 15­2, og Steven Gerrard lék aðeins í einum þeirra. Á móti hefur komið að leik­ menn eins og Hollendingurinn Dirk Kuyt hefur stigið upp í fjarveru fyrir­ liðans og axlað aukna ábyrgð og leik­ ið eins og sá sem valdið hefur. Í síð­ ustu 7 leikjum hefur Kuyt skorað 8 af 12 mörkum sínum á tímabilinu og lagt upp þrjú fyrir félaga sína. Martröð varð að Evrópudraumi Þann 5. janúar, þremur dögum áður en Roy Hodgson var rekinn sem knattspyrnustjóri liðsins, sat Liver­ pool í 12. sæti deildarinnar eftir 20 leiki með aðeins 25 stig, fimm stigum frá neðsta sæti deildarinnar. Í dag, þegar aðeins 3 leikir eru eftir af tíma­ bilinu, situr Liverpool í 5. sæti deild­ arinnar eftir hagstæð úrslit undan­ farnar vikur og jafnvel þótt félagið komist ekki í Meistaradeild Evrópu yrði sæti í Evrópudeildinni klárlega sárabót á tímabili sem stuðnings­ menn Liverpool álíta algjöra mar­ tröð í heildina. En það eru bjartari tímar fram undan ef liðið heldur áfram á sömu braut og Kenny Dalglish svarar kalli stuðningsmanna um að halda áfram með félagið á næsta tímabili. Að því gefnu að Steven Gerrard finni sitt gamla form á næstu leiktíð á Liver­ pool mikið inni og gæti orðið feyki­ lega sterkt. Tímabilið hjá Gerrard og Liverpool 21 leikur - 4 mörk - 5 stoðsendingar Með Gerrard (21 leikur) n Sigrar: 9 n Jafntefli 4 n Töp: 8 n Stig: 31 n Markatala liðsins: 24-26 Án Gerrards: (14 leikir) n Sigrar: 7 n Jafntefli: 3 n Töp: 4 n Stig: 24 n Markatala liðsins: 30-13 Tímabilið Fyrirliðalaus endurreisn liverpool Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.