Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2011, Síða 25
Sport | 25Miðvikudagur 4. maí 2011 Real Madrid úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir jafntefli í Katalóníu: Barcelona var betra liðið Barcelona er komið í úrslit Meistara­ deildar Evrópu í þriðja sinn á síð­ ustu sex árum. Þetta varð ljóst eftir að Barcelona og Real Madrid skildu jöfn, 1–1, í síðari leik liðanna á Nou Camp á þriðjudagskvöld. Fyrri leikurinn endaði með 2–0 sigri Barcelona og því var ljóst að Real Madrid þurfti að skora þrjú mörk til að komast áfram auk þess að halda hreinu. Allt útlit er fyrir að andstæðingur Barcelona í úr­ slitunum verði Manchester United en United stendur vel að vígi eftir fyrri leik sinn gegn Schalke. Real Madrid hóf leikinn í rign­ ingunni í Barcelona af talsverðum krafti og átti nokkrar álitlegar sóknir. Það var ljóst af liðsuppstillingu Joses Mour inho að Real Madrid var komið til að sækja. Börsungar héldu boltan­ um vel innan liðsins án þess að skapa sér hættuleg færi í fyrri hálfleik. Síð­ ari hálfleikurinn byrjaði fjörlega og náðu leikmenn Real Madrid að opna vörn Barcelona í nokkur skipti. Gon­ zalo Higuain skoraði mark í upp­ hafi síðari hálfleiks sem var dæmt af vegna brots Cristiano Ronaldo á Daniel Alves. Aðeins örfáum mínút­ um síðar kom fyrsta markið. Andres Iniesta, eða heilagur Andrés eins og hann er kallaður á Spáni, átti þá frá­ bæra sendingu inn á Pedro Rodri­ guez sem kom boltanum framhjá Iker Casillas. Tíu mínútum síðar tókst leikmönnum Madrid að jafna en þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Mar­ celo. Fleiri urðu mörkin ekki og loka­ tölur því 1–1. Barcelona fór áfram 3–1 samanlagt. Þar með lauk fjögurra leikja hrinu þessara fornu fjenda á Spáni. Óhætt er að segja að leikirn­ ir hafi á heildina litið verið nokkuð jafnir, en liðin unnu hvort sinn leik­ inn og gerðu tvö jafntefli. Í einvíginu í Meistaradeild Evrópu voru leikmenn Barcelona þó bein skeyttari og fóru verðskuldað áfram. Muntari fer n Ganamaðurinn Sulley Muntari verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Sunder­ land en þangað kom hann á láni frá Inter í janúar síðastliðnum. Ástæðan er ein­ föld: Sunderland hefur ekki efni á honum. „Það er ekki glæta að Sulley verði áfram á Leikvangi ljóssins. Stjórn Sunderland hefur ákveðið að hann sé of dýr fyrir liðið,“ segir umboðs­ maður hans, Fabien Piveteau. Rubin Kazan vill Pav- lyuchenko n Enskir miðlar greina frá því að Tottenham sé búið að fá nóg af rússneska framherjanum Roman Pavlyuchenko og ætli að selja hann í sumar til að fá eitthvað upp í fjórtán milljón pundin sem hann kost­ aði liðið árið 2008. Rússneska liðið Rubin Kaz­ an hefur áhuga á framherjanum. „Við verðum að kaupa leikmenn á borð við Roman ætlum við að geta staðið okkur í Meistaradeildinni,“ segir Kurban Berdiyev, þjálfari Rubin. Talið er að Rússarnir muni bjóða 10 milljónir punda í Pavlyuchenko. Ferrari í veseni n Keppnislið ferrari í Formúlu 1 gæti þurft að greiða fjársektir eða sæta frekari refsingum eftir að liðið nýtti tökudag til að prófa nýjar uppfærslur á keppnisbíl sín­ um. Verið var að taka upp innslag fyrir heimasíðu Ferrari þar sem Felipe Massa prófaði þrjá bíla, þar á meðal núverandi keppnis­ bíl með nýrri uppfærslu. Bannað er að prófa bílana utan keppnishelga en ætlaði Ferrari þarna að koma sér undan reglunni. Allsherjarráð Formúlunnar fer nú yfir málin. Erum betri núna n Stærsti leikur ársins í enska bolt­ anum fer fram á sunnudaginn þeg­ ar Manchester United og Chelsea mætast á Old Trafford. United vann Chelsea tvíveg­ is í Meistara­ deildinni fyrir fáeinum vikum en John Terry, fyrirliði Chelsea, segir sína menn miklu betri núna. „United mun mæta betra Chelsea­liðið núna. Við erum virki­ lega ferskir núna og á góðu skriði í deildinni. Leikmennirnir trúa að við getum unnið leikinn því ef við vinnum rest verðum við meistarar,“ segir Terry. QPR-málið hefst n Á þriðjudaginn hófst fjögurra daga réttarhald enska knattspyrnu­ sambandsins sem gæti hirt Cham­ pionship­tit­ ilinn af QPR. QPR er sakað um að hafa gert samning við Arg­ entínumann­ inn Alejandro Faurlin árið 2009 í gegnum þriðja aðila, ekki ólíkt því sem West Ham var sakað um með Carlos Tevez. Svo gæti farið að stig verði tekin af QPR og missir það þá meistaratitilinn og gæti þurft að leika í umspili um sæti í ensku úr­ valsdeildinni en þangað er liðið nú þegar komið. Molar „Á hæsta stigi franskrar knattspyrnu er málið þannig: það er of mikið af blökkumönnum, of mikið af aröb­ um og of lítið af hvítum leikmönn­ um.“ Svo segir í frétt frönsku vefsíð­ unnar Mediapart, sem greindi frá því síðastliðið fimmtudagskvöld að franska knattspyrnusambandið væri að leggja á ráðin um „kynþáttakvóta“. Framvegis mættu ekki nema 30 pró­ sent leikmanna sem koma í gegnum unglingastarf franska knattspyrnu­ sambandsins vera af afrískum upp­ runa. Mediapart fullyrti að sannanir væru fyrir hendi um að æðstu menn franska sambandsins væru með í ráð­ um, meðal annars landsliðsþjálfar­ inn sjálfur, Laurent Blanc. Talsmaður hans sagði landsliðsþjálfarann hafna allri mismunun, hvernig sem hún kæmi fram. Mediapart sagði hins vegar að Blanc hefði verið einn af þeim sem áttu frumkvæði að verkefninu, þar sem landsliðseinvaldinum mun hafa þótt miður hve margir leikmenn eru þjálfaðir af Frökkum fram undir tví­ tugt, þegar þeir ákveða skyndilega að spila fyrir aðra þjóð. Þessar þjóðir eru oftast í Norður­ og Vestur­Afríku. Rannsókn farin af stað Franska dagblaðið Le Monde greindi frá því á mánudag að tæknilegur stjórnandi franska landsliðsins, François Blaquart, hefði sagt starfi sínu lausu eftir neyðarfund á laugar­ dag. Chantal Jouanno, íþróttamála­ ráðherra Frakklands, hefur þegar greint frá því að rannsókn sé farin af stað. Málið þykir allt hið neyðar­ legasta fyrir franska knattspyrnu­ sambandið, svo ekki sé meira sagt, en þar eru menn enn að sleikja sár­ in eftir hörmulegt gengi landsliðsins á heimsmeistarakeppninni í knatt­ spyrnu sem fram fór síðastliðið sumar í Suður­Afríku. Þá gerðu nokkrir leik­ menn uppreisn gegn þáverandi þjálf­ ara, Raymond Domenech, sem vakti hneykslan knattspyrnuáhugamanna um víða veröld. Nýja hneykslið, sem er bæði alvarlegra og annars eðlis, er ekki líklegt til að verða frönskum fót­ bolta til framdráttar. Var tákn aðlögunarstefnunnar Það er greinilega af sem áður var hjá franska landsliðinu, reynist það rétt að verkefnið um kynþáttakvóta hafi verið í pípunum. Árið 1998 fagn­ aði franska landsliðið sigri í heims­ meistarakeppninni og aðeins tveim­ ur árum síðar fögnuðu þeir einnig sigri í Evrópukeppninni. Fjölmarg­ ar hetjur liðsins á þeim tíma voru af afrískum uppruna. Nægir þar að nefna Zinedine Zidane (Alsír), Mar­ cel Desailly (Gana) og Patrick Vieira (Senegal), auk þess sem leikmenn eins og Thierry Henry og Lilian Thu­ ram rekja uppruna sinn til frönsku eyjanna Guadaloupe og Martinique – en flestir íbúar þeirra eru afkomendur vesturafrískra þræla. Sigursælt landslið Frakklands á ár­ unum 1998 til 2000 var af mörgum talið sameiningartákn frönsku þjóðarinnar og sönnun þess að aðlögun innflytj­ enda í Frakklandi hefði borið góðan árangur. Stuðningur við öfga­hægri­ flokka, eins og Þjóðfylkingu Jean­Mar­ ie Le Pen, fór þverrandi á sama tíma. n Hneyksli skekur franska knattspyrnusambandið n Frönsk vefsíða segist hafa sannanir fyrir verkefni sem sneri að því að takmarka fjölda leikmanna af afrískum uppruna n Málið nær til háttsettra manna, meðal annars landsliðsþjálfarans sjálfs„Á hæsta stigi franskrar knatt- spyrnu er málið þannig: það er of mikið af blökku- mönnum, of mikið af aröbum og of lítið af hvít- um leikmönnum. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is í franska landsliðinu Kynþáttakvóti Chantal Jouanno, íþróttamálaráðherra Var hneyksluð þegar hún heyrði fréttirnar af verkefninu og hefur sett af stað rannsókn. Evrópumeistarar Frakka árið 2000 Laurent Blanc, nú- verandi landsliðs- þjálfari, er í aftari röð, annar frá vinstri. Þar stendur hann milli Zidane, sem fæddist í Alsír, og Vieira, sem fæddist í Senegal. Mikilvægt mark Pedro Rodriguez kom Barcelona yfir í leiknum gegn Real Madrid eftir laglegan undirbúning Andres Iniesta. Mynd REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.