Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 18. maí 2011 Miðvikudagur
Skatttekjur Reykjavíkurborgar langt umfram áætlun:
Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkur
„Það eru margar samverkandi
ástæður en ef maður skoðar sam-
stæðuna í heild sinni eru það fyrst
og fremst gengisbreytingarnar sem
eru að snúa við þeirri þróun sem
var orðin á skuldunum hjá okkur í
samstæðunni. Gengishagnaðurinn
ræður mjög miklu um niðurstöðu
samstæðunnar,“ segir Birgir Björn
Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykja-
víkurborgar.
Niðurstaða almenns reksturs
Reykjavíkurborgar, svokallaðs Aðal-
sjóðs, var jákvæð um 803 milljónir
króna á síðasta ári. Gert hafði verið
ráð fyrir því í fjárhagsáætlun borg-
arinnar að sjóðurinn myndi skila
tapi upp á tæpa 2,4 milljarða króna.
Niðurstaðan var því 3,1 milljarði
króna betri en gert hafði verið ráð
fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðu
Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta,
er einnig jákvæð um 13,7 milljarða
króna.
Viðsnúningurinn í rekstri Reykja-
víkurborgar útskýrist að mestu leyti á
því að skatttekjur borgarinnar voru
umfram áætlun og að fagsvið borgar-
innar héldu sig að mestu innan þess
fjárhagslega ramma sem þeim var
settur, þrátt fyrir þungar hagræðing-
arkröfur. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg. Eiginfjár-
hlutfall Reykjavíkur jókst þá einnig á
milli ára úr 26,4 prósentum árið 2009
í 30,8 prósentur árið 2010 og skuld-
setningarhlutfall lækkaði á sama
tíma úr 239 prósentum í 191 prósent.
Í tilkynningunni kemur einnig
fram að rekstarniðurstaða Eigna-
sjóðs borgarinnar hafi verið jákvæð
um 670 milljónir króna, sem er tals-
vert minna en fjárhagsáætlunin gerði
ráð fyrir. Reiknað var með 2,3 millj-
arða króna hagnaði. Útskýrist þetta
að mestu leyti af niðurfærslu krafna
um 1,1 milljarð króna og breyttum
reikningsskilaaðferðum vegna leigu-
skuldbindinga.
adalsteinn@dv.is
Reykjavíkurborg hefur varið um
milljarði króna í uppbyggingu við
Laugaveg 4 til 6, 580 milljónum til
kaupa á húsunum sem þar voru auk
þess sem uppbyggingin átti að kosta
390 milljónir. Á myndinni má sjá af-
raksturinn.
„Mér finnst sjálfum Reykjavík fal-
legri svona en með einhverjum gler-
og stórbyggingum,“ segir Guðmund-
ur Oddur Magnússon, prófessor í
grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands, aðspurður hvernig honum
lítist á þá uppbyggingu sem hef-
ur átt sér stað en markmiðið var að
viðhalda 19. aldar götumynd. „Mér
finnst líka skipta svo miklu máli að
búa til miðbæ sem er vinalegur,“
bætir hann við.
Guðmundur Oddur er hins veg-
ar ósáttur við hvað uppbyggingin
þurfti að kosta mikið, en Reykjavík-
urborg lagði til 580 milljónir króna
til kaupa á húsunum árið 2008. Það
var eignarhaldsfélagið Kaupangur
ehf. sem átti húsin. Félagið hugð-
ist rífa þau og reisa tvö þúsund fer-
metra verslunarhúsnæði á reitnum.
Búist var við að borgin þyrfti samtals
að reiða fram tæpan milljarð króna
vegna reitsins en kostnaður við upp-
byggingu hans var metinn á tæpar
390 milljónir króna. Kaupin voru
umdeild á sínum tíma vegna þess
hve miklum fjármunum var eytt.
Rökin fyrir kaupunum voru að borg-
in hygðist viðhalda götumyndinni
en ætlaði sér jafnframt að stækka
rýmið sem myndi nýtast í verslun
eða aðra þjónustu.
Járngirðing til lýta
Húsin á reitnum eru að mestu til-
búin en stór og mikil járngirðing
hefur verið reist fyrir framan port-
ið á milli þeirra. Girðingin stingur í
stúf og hafa margir bent á hve mikið
lýti hún er. Egill Helgason er sáttur
við uppbygginga en gerir járngirð-
inguna að umtalsefni á bloggi sínu.
Þar ritar hann: „...en hins vegar er
mikil járngirðing sem hefur verið
sett upp fyrir framan portið við hús-
in til mikilla lýta. Það er spurning
hvort hún eigi að halda ölvuðu fólki
burtu um helgar – en manni sýnist
að hún sé ekki nógu rammgerð til
þess.“
Íbúar vilja ekki fá
næturlífið inn í garð
Gísli Marteinn Baldursson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, svarar
Agli í athugasemdakerfinu á blogg-
inu. Hann bendir á að girðingin
sé tímabundin lausn, enda eigi að
reisa nútímalega tengibyggingu
þar sem portið er. „Á meðan það er
ógert höfðu íbúar við Skólavörðustíg
áhyggjur af því að fá næturlífið inn
í bakgarð hjá sér. Því var þessi ljóta
girðing sett upp. Það þarf að endur-
skoða hana,“ segir Gísli Marteinn.
Guðmundur Oddur segist ekki
hafa skoðað girðinguna nógu vel til
að dæma um það hvort þessi tíma-
bundna lausn sé afleit. Hann bend-
ir hins vegar á að „... menn ættu að
hafa vit á því og auga fyrir því að gera
hlutina í samhengi.“
n Kostnaður við uppbyggingu Laugavegar 4 til 6 var metinn á allt að milljarð
n Uppbyggingunni að ljúka n Járngirðing reist fyrir framan port á milli húsanna
Þetta kostaði
milljarð króna
„Menn ættu að
hafa vit á því og
auga fyrir því að gera
hlutina í samhengi.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Ósáttur við kostnaðinn Guðmundi
Oddi Magnússyni prófessor í grafískri
hönnun finnst mikilvægt að búa til
vinalegan miðbæ.
Járngirðing Mörgum þykir járngirðing-
in fyrir framan portið við Laugaveg 4 til 6
vera mikið lýti. Borgarfulltrúi segir hana
tímabundna lausn. Mynd SigtRyggUR ARi
Langt frá áætlun Niðurstaða árs-
reiknings borgarinnar er 3,1 milljarði betri
en fjárhagsáætlunin gerði ráð fyrir.
Fitch Ratings:
Í ruslflokki
næstu tvö árin
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Rat-
ings breytti á mánudag horfum fyrir
lánshæfiseinkunn Íslands úr nei-
kvæðum í stöðugar. Þrátt fyrir það
gæti Ísland þurft að dúsa í ruslflokki
hjá fyrirtækinu í allt að tvö ár til við-
bótar. Og jafnvel ekki fyrr en gjald-
eyrishöftunum verður aflétt sem
hugsanlega verður ekki fyrr en árið
2015, miðað við fyrri yfirlýsingar ís-
lenskra yfirvalda.
Þetta kom fram á fréttaveitu
Bloom berg á þriðjudag þar sem
fjallað var um ákvörðun Fitch á
mánudag. Þrátt fyrir að breytingar
hafi orðið á horfum fyrir lánshæfis-
einkunn Íslands er einkunnin sjálf
óbreytt. Ísland er í BB+ flokki sem
þýðir að íslensk ríkisskuldabréf eru í
ruslflokkinum.
Bloomberg hefur eftir forsvars-
manni Fitch að þrátt fyrir betri
horfur „... búumst við ekki við að
einkunnin breytist á næstu 12 til 24
mánuðum.“ Þetta segir í svari Pauls
Rawkins við fyrirspurn Bloomberg.
Rawkins fer með málefni Íslands hjá
Fitch. Hann bætti við að lykilatriðið í
framvindu mála varðandi lánshæfis-
einkunn Íslands væri að gjaldeyris-
höftunum yrði aflétt.
Dældu dísilolíu
af bíl í brúsa
Tveir karlmenn voru handteknir
af lögreglu í Víðidal í Reykjavík á
þriðjudagsmorgun. Lögregla greip
þá glóðvolga þar sem þeir voru að
dæla dísilolíu af bifreið og í brúsa
sem þeir höfðu með sér. Lögregla
handtók báða mennina og voru þeir
frjálsir ferða sinna eftir yfirheyrslu.
Þá varð umferðarslys á þriðju-
dagsmorgun á gatnamótum Eiðs-
granda og Boðagranda í Vestur-
bænum þegar fólksbifreið valt.
Ökumaðurinn, sem var einn í bíln-
um, slapp án teljandi meiðsla. Bif-
reiðin skemmdist hins vegar töluvert
en ökumaðurinn er grunaður um að
hafa ekið ölvaður.
Passaðu upp á
farangurinn
Dæmi eru um banaslys hér á landi í
umferðinni sem rekja má til áverka
vegna farangurs sem ekki var gengið
tryggilega frá. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá Umferðarstofu. Á
næstu vikum má búast við aukinni
umferð ferðamanna um vegi lands-
ins og eru bílar og farartæki oftar
en ekki hlaðin ýmiss konar varningi
og nauðsynjum fyrir útileguna. „Við
vissar aðstæður geta lausir hlutir í
bíl orðið mjög hættulegir ef ekki er
gengið rétt frá þeim í upphafi ferðar,“
segir í tilkynningunni. Árið 2005
varð banaslys á Norðurlandsvegi
sem rekja má til farms sem var ekki
búið að ganga tryggilega frá. Hvetur
Umferðarstofa ökumenn til að ganga
vel frá farangri.