Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Side 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 18. maí 2011 Miðvikudagur
Hafðu úðabrúsa
við kolagrillið
Margir vilja halda sig við kolagrillin
en heilsubankinn.is gefur góð ráð
við notkun þeirra. Þar segir að ekki
þurfi mikið af kolum og grillurum er
bent á að setja ekki matinn á grillið
fyrr en hætt er að loga í kolunum og
þau orðin grá. Það tekur um það bil
20 til 30 mínútur. Einnig að varast
skuli að láta loga leika um matinn
og því ágætt að hafa úðabrúsa með
vatni í við hendina til að slökkva
loga. Kolagrillin þurfi að tæma og
þrífa reglulega. Að lokum er fólk
hvatt til að fara varlega með kveiki-
lög og eld og fara eftir leiðbeining-
um um notkun þeirra.
Birkilauf í te Birkið er algengasta skógartréð á Íslandi en talið er að birki hreinsi blóðið og sé
góð vörn gegn gigtarsjúkdómum. Þetta kemur fram á nattura.is en þar segir að birkið sé ekki notað til
matar. Hins vegar sé það frábær tejurt. Þar er mælt með að birkinu sé safnað snemma, eða fyrir Jóns-
messu. Límkenndu litlu blöðin þykja best í te. Á þessu stigi er þó erfitt að tína laufin. Auðveldast er að
finna birkikjarr sem þarf að grisja, klippa greinar og koma þeim fyrir inni á gestarúmi eða uppi í sumar-
bústað, þar sem þær mega þorna í friði. Strjúka svo blöðin af greinunum niður á lak þegar maður á
næst leið um og þau eru orðin þurr. Þegar birkigreinar eru notaðar til að hýða sig með í gufubaði til að
auka hreinsunarmátt gufunnar og opna húðina, þá er talið að birkið gefi frá sér heilnæmar og sótt-
hreinsandi gufur. Birki á að hreinsa blóðið og vera góð vörn gegn gigtarsjúkdómum.
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 239,4 kr. Verð á lítra 235,5 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 239,2 kr. Verð á lítra 235,4 kr.
Verð á lítra 239,9 kr. Verð á lítra 235,9 kr.
Verð á lítra 239,1 kr. Verð á lítra 235,3 kr.
Verð á lítra 239,2 kr. Verð á lítra 235,4 kr.
Verð á lítra 239,4 kr. Verð á lítra 235,5 kr.
Algengt verð
Algengt verð
Algengt verð
Höfuðborgarsv.
Melabraut
Algengt verð
Einstakur
afgreiðslumaður
n Lofið að þessu sinni fær Háskóla-
útgáfan í Dunhaga. „Ég fór með rit-
gerðina mína þangað um daginn.
Þar var fólk í öngum sínum að láta
prenta ritgerðir sínar á síðustu
stundu og biðröðin var út á
götu. Sá sem vann þar var al-
veg einstakur en hann tók
hvern og einn og talaði
við hann. Í öllu þessu
öngþveiti náði hann að
róa alla og ég fór þaðan
alsæl með þjónustuna.“
Eldgamlar
gulrætur
n Lastið að þessu sinni fær Kvosin.
„Ég fór í Kvosina til að kaupa gulrætur
og tók með mér hollenskar gulrætur
sem voru þar til sölu.
Ég var á hraðferð og
kippti pokanum með
mér. Þegar heim kom
sá ég að gulræturnar
voru mjög gamlar með
dökkum blettum, slímugar og
ógirnilegar. Ég hafði ekki einu
sinni lyst á að opna pokann,“
segir óánægður viðskiptavinur.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Sykurneysla barna og unglinga hef-
ur aukist á síðustu árum auk þess
sem offita er að verða vandamál hér
á landi. Er þetta mikið áhyggjuefni
hjá læknum og næringarfræðingum
en það er fyrst og fremst hlutverk
foreldranna að passa upp á matar-
venjur barna sinna. Matur sem er
markaðssettur fyrir börn er þó oft og
tíðum fullur af viðbættum sykri og
erfitt getur verið fyrir foreldra að átta
sig á því hvað raunverulega er hollt
og hvað ekki fyrir börnin.
DV fékk næringarfræðinginn
Ragnheiði Ástu Guðnadóttur hjá
Næringarsetrinu til að skoða nokkrar
tegundir matvæla – hollar og þær
sem taldar eru óhollar. Upplýsingar
um næringarinnihald voru fengnar á
matarvefurinn.is.
Sykur kemur í stað
hollra matvæla
Á meðan sykurneysla íslenskra barna
er mikil er næringargildi sykurs nán-
ast ekkert. Á heimasíðu Lýðheilsu-
stöðvar segir að mikið sykurát geti
valdið skorti á nauðsynlegum nær-
ingarefnum þegar sykraðar matvör-
ur koma í stað annarra hollari mat-
vara. Meðalorkuþörf 9–10 ára barna
sé um 2.000 hitaeiningar á dag og
samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsu-
stöðvar um mataræði og næringar-
efni er miðað við að viðbættur sykur
sé innan við 10 prósent af hitaein-
ingaþörf. Það samsvarar að hámarki
um 50 grömmum af sykri á dag.
Eins segir að könnun á mataræði
barna sem Manneldisráð vann fyr-
ir nokkrum árum hafi sýnt að þau
börn sem borðuðu mestan viðbætt-
an sykur fengu minna af kalki, járni,
próteinum og vítamínum en önn-
ur börn: sykurinn kæmi einfaldlega
í staðinn fyrir hollan mat. Því meira
sem börnin fá af viðbættum sykri,
því minna er af grænmeti, ávöxtum,
trefjaríkum kornmat, mjólkurvörum,
fiski og kjöti – matvörum sem gefa
holla næringu.
Best fyrir börnin
n Matvæli sem eru markaðssett fyrir börn innihalda mörg
hver mikinn sykur n Börn eiga að fá að hámarki 50 grömm af sykri á dag
n Mikið sykurát getur valdið skorti á nauðsynlegum næringarefnum
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Kellogg‘s kornflögur 100 g Kellogg‘s Special K 100 g
n 8,0 g sykur n 15 g sykur
n 1,0 g fita n 1,55 g fita
n 2,9 g trefjar n 2,5 g trefjar
Kellogs Special K hefur verið markaðssett sem mikil hollustuvara en á samanburðinum hér
að ofan má sjá að næringargildi þess er ekki meira en Kellogg‘s kornflögur. Þannig inniheldur
Special K töluvert meira að viðbættum sykri en Kellogg‘s kornflögur.
Cheerios 100 g Cocoa Puffs 100 g
n 3,5 g sykur n 46 g sykur
n 6,1 g fita n 3,2 g fita (þar af 0,7 g mettuð fita)
n 9,5 g trefjar n 2,4 g trefjar
Við val á morgunkorni skiptir miklu máli að horfa á viðbættan sykur og trefjar. Það munar
umtalsverðu að velja morgunkorn sem inniheldur 3,5 grömm af sykri eða morgunkorn þar
hátt í helmingurinn er sykur. Sykurinn gefur engin næringarefni. Trefjarnar hafa margs konar
heilsusamleg áhrif í meltingarveginum og hægja meðal annars á upptöku kolvetna og hafa
þannig góð áhrif á blóðsykursstjórnun, eru mettandi og auka einnig á seddutilfinningu.
Trópí eða Flórídana,
hreinn safi 250 ml
n 0,0 g sykur
n 0,1 g fita
Hreinn ávaxtasafi inniheldur engan viðbættan sykur, aðeins náttúrulegan ávaxtasykur.
Ávaxtadrykkir, sem ekki eru hreinir safar, innihalda alla jafna talsvert magn af viðbættum
sykri. Í einni fernu af slíkum drykk eru um 17 grömm af viðbættum sykri. Það er samt
æskilegt að hafa í huga að þó svo valdir séu hreinir ávaxtasafar ætti ekki að neyta þeirra
í miklu magni. Bæði gefa þeir umtalsverða orku og einnig hefur neysla þeirra áhrif á gler-
ungseyðingu tanna.
Sítrónukristall / Toppur 500 ml
(kolsýrðir vatnsdrykkir)
n 0,0 g sykur
n pH-gildi 4,3
Því lægra sem sýrustigið er í drykkjum og því meiri sem viðbættur sykur er í þeim mun meiri
hætta er á glerungseyðingu tanna auk þess sem sykurinn gefur aðeins hitaeiningar og engin
næringarefni.
ABT-mjólk með jarðarberjum
og múslí 100 g
n 10 g sykur
n 3,8 g fita
n 162 hitaeiningar í 150 g pakkningu
Besti kosturinn hér væri að sjálfsögðu að velja hreina jógúrt eða AB-mjólk, en þar sem margir
kjósa bragðbættar vörur og þar af leiðandi með viðbættum sykri þá er ABT-mjólkin talsvert betri
kostur þar sem hún inniheldur bæði miklu minna af fitu og einnig minna af viðbættum sykri.
Léttmjólk 100 g
n 1,5 g fita
Nýmjólk og vörur unnar úr henni innihalda hlutfallslega mikið af mettaðri fitu sem hefur
neikvæð áhrif á kólesteról í blóði og því mæla ráðleggingar með neyslu fituminni mjólkur-
vara. Þær ráðleggingar ná til fullorðinna og barna yfir tveggja ára aldri.
Svali 250 ml
n 17,1 g sykur
n 0,0 g fita
Íþróttadrykkur 500 ml
n 18 g sykur
n pH-gildi 3,9
Engjaþykkni m/jarðarberjum
og morgunkorni 100 g
n 13 g sykur
n 7,3 g fita
n 192 hitaeiningar í 150g pakkningu
Nýmjólk 100 g
n 3,9 g fita