Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Side 17
Erlent | 17Miðvikudagur 18. maí 2011 tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags skila atkvæði þínuMundu að FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði í póst skilist í síðasta lagi 20. maí 24. maí er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana „Eftir talsverðar vangaveltur og mikla íhugun, hef ég ákveðið að sækj- ast ekki eftir embætti forseta,“ segir bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump, sem hafði látið að því liggja að hann kynni að sækjast eftir til- nefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum sem fara fram árið 2012. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun og í henni felst mikil eftirsjá, sérstaklega vegna þess að mögulegt framboð mitt naut stuðnings á við helstu mögulegu frambjóðendur Repúblikanaflokks- ins um gjörvöll Bandaríkin.“ Ætlar að helga sig viðskiptalífinu Helsta verkefni Trumps undan- farin ár, hefur verið raunveruleika- þátturinn The Apprentice, eða Lærlingurinn. Trump mun halda áfram að sjá um þáttinn en hann hefur notið talsverðra vinsælda og er meðal annars sýndur á Íslandi á Stöð 2. „Ég hef eytt síðustu mánuð- um í óopinbera kosningabaráttu og ég viðurkenni fúslega að þegar sóst er eftir opinberum embættum verður að gera það af heilum hug. Þegar öllu er hins vegar á botninn hvolft eru það viðskipti sem eiga hug minn allan og ég er ekki til- búinn til að yfirgefa frjálsa mark- aðinn,“ sagði Trump ennfremur í yfirlýsingu sinni. Sannfærður um eigið ágæti Þrátt fyrir að Trump hafi nú útilok- að að hann sækist eftir embætti for- seta Bandaríkjanna í þetta skiptið, er hann sannfærður um eigið ágæti: „Ég er sannfærður um að ef ég færi í framboð, þá myndi ég sigra í flokks- kosningunum og, að lokum, forseta- kosningunum sjálfum.“ Trump virðist ekki vera alveg með fingurinn á þjóðarpúlsinum, þrátt fyrir að búa óneitanlega að öðr- um kostum – ef takmarkalaust sjálfs- álit skyldi kost kalla. Á mánudag var birt skoðanakönnun sem fram- kvæmd var af George Washington- háskóla og vefsíðunni Politco, þar sem kom fram að 71 prósent Banda- ríkjamanna töldu Trump eiga enga möguleika á því að verða forseti. Hafði engar stefnur Trump byrjaði óopinbera kosn- ingabaráttu sína þó ágætlega og virtist hann helst ná til þeirra repú- blikana sem eru hvað íhaldsamast- ir. Hann hélt ræður í ríkjum sem eru talin eiga eftir að ráða úrslit- um í kosningunum að ári, bæði í New Hampshire og Suður-Karól- ínu. Hann er þó talinn hafa skotið sig í fótinn þegar hann fór að leggja höfuðáherslu á fæðingarvottorð núverandi forseta Bandaríkjanna, Baracks Obama. Trump efaðist um ríkisborgararétt Obama og jafn- framt um hvort forsetinn hefði í raun og veru lokið háskólanámi. Bæði samherjum hans í Repúblik- anaflokknum og mótherjum fannst sem Trump væri þar með að slá ryki í augu kjósenda í stað þess að sýna fram á að hann hefði einhverjar út- hugsaðar stefnur á boðstólum. „Ég er sannfærður um að ef ég færi í framboð, þá myndi ég sigra. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Trump er hættur við Ming Ming er dauð Birnan Ming Ming, sem er að öðrum ólöstuðum líklega frægasti panda- björn í heimi, drapst á dögunum í dýragarði í Kína. Ming Ming drapst úr elli, en hún var 34 ára að aldri og lést úr nýrnabilun. Venjulega ná pöndur ekki nema 15 ára aldri úti í villtri náttúrunni, en þær sem búa í dýragörðum ná um 22 ára aldri að meðaltali. Pandabirnir eru í mik- illi útrýmingarhættu, en talið er að stofn villtra dýra telji ekki fleiri en 1.600 – auk þess sem 300 panda- birnir búa í dýragörðum eða frjóvg- unarmiðstöðvum, aðallega í Kína. Ming Ming átti ævintýralega ævi en á sínum tíma lá við milliríkjadeilum þegar hún var flutt til Lundúna árið 1991. Þar átti hún að fjölga sér með Bau Bau, birni frá Berlín, en því mið- ur lágu leiðir þeirra ekki saman og þeim því eðlilega ekki húna auðið og ákváðu Kínverjar því að flytja Ming Ming aftur til Kína, við litlar undir- tektir Breta – en þeir biðu í ofvæni eftir huggulegum litlum panda- bjarnarhúni, sem fjöður í hatt dýra- garðsins í Lundúnum. Hvítþvottur Páfagarðs Eftir að upp komst um fjölda mála þar sem kaþólskir prestar höfðu brotið gegn börnum á kynferðis- legan hátt, var sett upp siðanefnd í Páfagarði sem átti að skrifa upp nýjar siðareglur til að taka á vand- anum í eitt skipti fyrir öll. Nú hefur nefndin, sem var leidd af kardinál- anum William Levada, komist að þeirri niðurstöðu að ef kynferðis- afbrot gegn barni kemur upp innan kaþólsku kirkjunnar, skal fyrst leita til biskups – en ekki til lögreglu. Samtök fórnarlamba kynferðisbrota innan kirkjunnar, sem starfrækt eru á Ítalíu, hafa lýst yfir vonbrigð- um sínum með kaþólsku kirkjuna. „Þetta eru ekkert nema orð á blaði. Kirkjan sagðist ætla að taka sig á, en bara af því að hún var neydd til þess,“ sagði Marco Rizzini, talsmað- ur samtakanna. n Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump mun ekki sækjast eftir forsetaembætti n Sjötíu og eitt prósent Bandaríkjamanna telja hann enga möguleika hafa átt Hættur við Donald Trump er hættur við að verða forseti. Hann er eftir sem áður sannfærður um eigið ágæti.MynD reuTerS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.