Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Síða 18
18 | Umræða 18. maí 2011 Miðvikudagur „Það er ömurlegt að koma á fund fjölskyldunnar við þessar aðstæður járnaður í belti.“ n Guðlaugur Helgi Valsson situr í fangelsi og vill geta fylgst með systur sinni sem liggur þungt haldin á spítala. Hann segir fangelsismálayfirvöld ekki sýna aðstæðunum skilning. – DV.is „Ef leikmenn eru ekki samnings- bundnir þá er ekki verið að brjóta neinar reglur þegar þeir ganga á milli félaga.“ n Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Þróttarar saka KR-inga um ósæmilega hegðun í tengslum við félagaskipti efnilegs leikmanns í þriðja flokki. – fotbolti.net „Andskotans kona ertu!“ n Þórsarinn Jóhann Helgi Hannesson lét Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, heyra það eftir byltu þess síðarnefnda í leik liðanna á þriðjudag. Hljóðnemar Stöðvar 2 Sports sendu ummælin heim í stofu þeirra sem horfðu á útsendinguna. – Stöð 2 Sport „Ég á mér engar málsbæt- ur og tek fulla ábyrgð á því að hafa sært svo marga.“ n Arnold Schwarzenegger, leikari og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, átti barn með konu sem starfaði á heimili hans og konu hans Mariu Schriver. – DV.is „Mín hugmynd er að leggja streng til Íslands, og þaðan til Evrópu, með legg yfir til Færeyja.“ n Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra greindi á Alþingi frá viðræðum við forsætisráðherra Grænlands og Færeyja um sæstreng til að flytja orku á milli landanna þriggja. – Alþingi Blóm og illgresi Þ ær hugmyndir ríkisstjórnar­ innar að auka strandveið­ ar eru vel til þess fallnar að brjóta upp kvótakerfi sem stuðlað hefur að þenslu og spillingu. Ráðamenn verða þó að gera sér grein fyrir því að sú aðgerð verður að vera varanleg. Strandveiðar mega ekki verða til þess að mynda veiðireynslu sem gæti orðið að glópagulli fyrir sjómenn. Saga kvótakerfisins er mörkuð átökum um auðlindina. Smábáta­ eigendur höfðu sig mikið í frammi á fyrstu árunum og töluðu um nauð­ syn þess að krókaveiðar væru frjáls­ ar. Þeir heimtuðu hlutdeild í veið­ unum á kostnað gömlu sægreifanna sem upphaflega fengu úthlutað. Þeir sögðust vera blómin innan um ill­ gresið. Það furðulega sem gerðist var að smábátamenn fengu sínu fram­ gengt og þeir stórjuku veiðar sín­ ar. Í beinu framhaldi efldust sam­ tök þeirra sem loksins fengu það í gegn í nokkrum þrepum að fiskurinn sem frelsið færði þeim varð að kvóta. Blómin urðu sjálf að illgresi. Allt gerðist í gegnum fjölda kerfa sem á endanum voru lögð niður með þeirri niðurstöðu að nýir sægreifar spruttu upp til hliðar við þá gömlu. Í stað fjölda veiðikerfa voru aðeins tvö eftir. Smábátakerfið og þetta sem smíðað var utan um stærri skip. Síðan komu strandveiðarnar undir þeim yfirlýsta tilgangi að frelsið til að veiða fisk væri mikilvægt. Flestir sem ekki eiga hagsmuni í því að braska með óveiddan fisk eru sammála því að þjóðin eigi fisk­ inn í sjónum. Á sama hátt er meiri­ hluti fólks á því að einkavæðing fiski­ stofnanna hafi leitt af sér spillingu og þenslu sem á endanum stórskaðaði samfélagið. Ríkisstjórnin verður að gera sér grein fyrir því að þessu gullgrafara­ æði með sjávarútveginn verður að linna. Breytingar á borð við aukn­ ar strandveiðar mega ekki ganga til baka undir þeim formerkjum að kvóti komi í stað frelsis. Menn mega ekki enn eina ferðina leggja upp í för í átt til frelsis sem engu skilar á endanum öðru en skyndigróða fyrir einstaklinga. Þetta er sú staða sem blasir við sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn. Frelsið er fram undan en þar eru gildrur kvótans einnig. Leiðari Er MR alltaf best í öllu? „Fólk ætti að taka þessu með ákveðnum fyrirvara þar sem Versló er í þriðja sæti,“ segir Halla Sif Svans- dóttir, forseti Nemendafélags MH en MR er besti framhaldsskóli landsins, að mati tímaritsins Frjálsrar verslunar, sem hefur borið framhaldsskólana saman í 17 ólíkum flokkum. MH varð í öðru sæti og Versló í því þriðja. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Saga kvótakerf- isins er mörkuð átökum. Jónas Fr. fékk vinnu n Meðal þeirra fyrstu sem þurftu að gjalda með starfi sínu í kjöl­ far hrunsins var Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for­ stjóri Fjármála­ eftirlitsins, sem hætti um leið og Björgvin G. Sigurðsson við­ skiptaráðherra sagði af sér. Víst er að starfsmiss­ irinn var Jónasi Fr. sár. Hann var um tíma atvinnu­ laus en nú hefur rofað til og hann starfar nú á lögfræðistofu föður síns, Jóns Magnússonar. Víst er að mikill fengur er að honum þar, enda reynslubolti á ferð þegar litið er til viðskiptaklækja. Bingi brotlegur n Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu að útgefandi Press­ unnar, Björn Ingi Hrafnsson, opin­ beri ársreikn­ ing félags síns, Caramba, sem átti greiða leið inn í kúlulána­ heim Kaup­ þings. Félagið fékk tugmillj­ ónir að láni út á andlit þáverandi aðstoðarmanns forsætisráðherra en óvíst er með endurgreiðslu. Fé­ lag Binga er brotlegt við lög að því leyti að ekki hefur verið skilað árs­ reikningi frá því árið 2007. Faðmlag Jónanna n Jón Gerald Sullenberger virðist vera á sæmilegu róli með verslun sína, Kost, sem fær vikulega vörur frá Bandaríkj­ unum. Eins og alkunna er þá er Jón Gerald höf­ uðóvinur þeirra sem kenndir eru við Baug og þá sérstaklega Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar. Það þykir því mörgum skondið að eigandi Kosts auglýsir grimmt á Vísi, sem er í eigu Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans Ingibjargar Pálmadóttur. Þar fallast því fjendur í faðma. WC í Mosó n Mosfellsbær þykir vera einn mesti heilsubær landsins og eru íbúar þar hvattir til þess að gefa undurfagurri náttúru bæjar­ ins gaum á gönguferðum um hóla og fell. Í samræmi við hvatninguna var í síðustu viku efnt til verðlauna­ samkeppni á meðal fólks sem treysti sér til að ganga á þrjú fell í bænum, Helgafell, Reykjaborg og Úlfarsfell. Fjölmargir tóku þátt í atburðinum sem hafði þó yfir sér þann skugga að kennitöluferða­ langar World Class, Björn Leifsson og frú, gáfu aðalverðlaunin. Sandkorn tRyGGVAGötu 11, 101 ReyKjAVíK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. F yrir þá sem trúa því að einstak­lingar skipti máli í sögunni, og á Íslandi er erfitt að trúa öðru, er varla hægt að finna sterkari persónuleika en þá Davíð Oddsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Deilur þeirra settu sterkan svip á stjórn­ málin á síðustu árutugum 20. aldar, en þrátt fyrir (eða vegna) ásakana Ólafs um skítlegt eðli Davíðs var ljóst að Davíð hafði yfirhöndina. Á meðan Ólafur skipti úr einum flokki í annan fór Davíð frá því að vera borgarstjóri og yfir í að verða for­ sætisráðherra. Staðan varð snúnari árið 1996 þegar Ólafur var kosinn forseti. Þó að Davíð færi með völd var hann strangt til tekið undir Ólaf settur og virtist eiga erfitt með að kyngja slíku. Kóngarnir tveir ríktu og mændu til hvors annars yfir tafl­ borðið, annar frá Stjórnarráðinu og hinn frá Bessastöðum, en hvor­ ugur lét sverfa til stáls. Það var ekki fyrr en árið 2004 sem Ólafi tókst þó loks að koma höggi á andstæðing sinn með því að hafna fjölmiðla­ lögunum. Hvort þetta hafði áhrif á það að Davíð hvarf úr stjórnmálum skömmu síðar skal ósagt látið, en þetta var þó einn fyrsti meiriháttar ósigur Davíðs á stjórnmálasviðinu eftir svo til óslitna sigurgöngu þang­ að til. Hrókeringar hrunsins Í góðærinu báru þessir tveir menn höfuð og herðar yfir aðra og varla er hægt að segja að það hafi breyst eftir hrun. Þó hefur ákveðin hlutverka­ skipting átt sér stað. Davíð Oddsson var sá sem mest völd hafði þegar kom að einkavæðingu bankanna en var nú, sem ritstjóri Morgunblaðs­ ins, í hlutverki klappstýru. Ólafur Ragnar Grímsson hafði lítil raun­ veruleg völd í góðærinu en hvatti bankamenn áfram, nú var það hann sem var megingerandinn á meðan Davíð jánkaði með. Þó að mennirnir tveir hafi löngum staðið hvor sínum megin víglínunnar í stjórnmálum er varla hægt að sjá hjá þeim mikinn hug­ myndafræðilegan ágreining. Ólafur lærði það með fyrri synjun Icesave­ laga að best er að biðla til þjóðernis­ kenndarinnar til þess að hreinsa sig af syndum fortíðarinnar, og Davíð lagði við hlustirnar. Þegar Ólafur svo endurtók leikinn rúmu ári síðar voru þessir tveir fornu fjendur orðn­ ir ansi samstíga. Oddson og Nixon Hvar annars staðar en á Íslandi geta tveir menn ráðið svo miklu, og svo lengi? Í svissneska vinstriblaðinu Die Wochenzeitung segir greinarhöfund­ ur að líklega sé besta leið Íslendinga til að ljúka Icesave­deilunni að bíða þar til Ólafur láti af embætti eftir ár og semja þá á ný. En mun svo verða? Þó að enginn fyrirrennara Ólafs hafi ver­ ið lengur í starfi heldur en 16 ár er þó alls ekki víst að hann fylgi fordæm­ um. Hver veit hvenær við losnum við hann? Hvað Davíð varðar segir hið virta franska blað Le Monde diplomati­ que að Davíð hafi ávallt hafið sig yfir íslenskt samfélag sem hann hefur aldrei virst sérstaklega áhugasamur um. Ef það á við um hann sem for­ sætisráðherra á það líklega enn betur við nú. Sem ritstjóri er hann frekar að birta sína eigin heimsmynd en fjalla um íslenskt samfélag sem slíkt. Grein­ arhöfundur lýkur grein sinni á eftir­ farandi orðum: „Það að Davíð sé rit­ stjóri Morgunblaðsins þar sem hann er að hylma yfir efnahagshrunið er eins og Richard Nixon hefði gerst rit­ stjóri The Washington Post meðan á Watergate­hneykslinu stóð.“ „Það eru engir seinni hlutar í líf­ um Bandaríkjamanna,“ sagði skáldið F. Scott Fitzgerald eitt sinn. Á Íslandi heldur sýningin endalaust áfram. Ef réttir aðilar eiga í hlut. Óli og Dabbi: Hliðstæð líf Kjallari Valur Gunnarsson„Þó að mennirnir tveir hafi löngum staðið hvor sínum megin víglínunnar í stjórnmálum er varla hægt að sjá hjá þeim mikinn hugmynda- fræðilegan ágreining.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.