Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Miðvikudagur 18. maí 2011
Fer ekki af
stað án
beltis
1 Í handjárnum að vitja systur við dauðans dyr eftir manndráp-
stilraunir Guðlaugur Helgi Valsson,
fangi á Litla-Hrauni, fékk að hitta
systur sína í 10 mínútur.
2 Harmleikur á Staðarfelli Ungur faðir svipti sig lífi.
3 Ávítt af sundlaugarverði fyrir að gefa brjóst í heita pottinum
„Athöfnin að gefa brjóst er heimsins
eðlilegasti hlutur,“ segir Soffía Bær-
ingsdóttir.
4 Bótox-mamman svipt forræði Sprautaði bótoxi í átta ára dóttur
sína.
5 KR-ingar sagðir lokka til sín dreng með loforði um vinnu
fyrir pabbann Framkvæmdastjóri
Þróttar segir þetta KR ekki til fram-
dráttar.
6 Stofna nýtt félag í skugga gjald-þrots Bang & Olufsen Ættingjar
fyrrverandi eigenda sitja í stjórn nýja
félagsins.
7 Fjársvikari: „Ég þarf að gera eitt-hvað í mínum málum“ Pétur Emil
segist hættur að svíkja fé út úr fólki.
Hilmar Tryggvi Finnsson verður
tvítugur á árinu. Hann missti vin sinn í
bílslysi. Í kjölfarið lét hann hanna
límmiða í afturrúður bíla sem hvetja til
bílbeltanotkunar og má panta á
hilmartryggvi@gmail.com. Á þeim
stendur: „Ég missti vin í bílslysi. Notum
bílbeltin.“
Hver er maðurinn?
„Hilmar Tryggvi Finnsson.“
Hvaðan ertu?
„Ég er frá Hvolsvelli.“
Við hvað starfar þú?
„Ég er nemi við Flugskóla Íslands. Ég er
nýbúinn að klára einkaflugmanninn.“
Hver eru áhugamálin?
„Bílar, fótbolti og þetta týpíska; skemmt-
anir, útilegur og fleira.“
Hvernig fékkstu hugmyndina að límmið-
anum?
„Ég fór að brainstorma um það hvernig
ég gæti látið gott af mér leiða. Ég les
alltaf aftan á bíla sem eru með einhverjar
merkingar. Af hverju ekki að hafa einhvern
boðskap í því?“
Hversu margir hafa fengið sér svona
límmiða?
„Fyrstu vikuna eru komnir fjórir, allt kunn-
ingjar mínir. Núnar eru komnir 15 í pöntun.“
Hvaða viðbrögð hefurðu fengið?
„Það taka allir rosalega vel í þetta.“
Verður þú var við að margir á þínum aldri
sleppi því að nota bílbeltin?
„Fyrir mína parta notaði ég beltin ekki nógu
mikið. Núna fer ég ekki af stað án þess að
vera í belti. Ég held að margir á mínum aldri
sleppi því þegar þeir fara á rúntinn og þess
háttar. Svo kannski er tekin ákvörðun um að
fara út á þjóðveg og þá gleyma þeir að setja
þau á sig.“
Hvers vegna heldur þú að það sé?
„Þetta böggar suma, hef ég heyrt, til dæmis
í hálsinum. Sumum finnst þetta eitthvað
asnalegt og maður var rosa töffari þegar
maður fékk bílpróf fyrst og sleppti því að
nota belti. Núna finnst mér ég bara laus og
asnalegur ef ég er ekki í beltinu. Ég finn fyrir
óöryggi.“
„Er ís eitthvað ofan á brauð?“
Anna Katrín Þórarinsdóttir
26 ára upplýsingafulltrúi
„Mér finnst ís ógeð.“
Sylvía Lind Þorvaldsdóttir
26 ára upplýsingafulltrúi
„Ísbúð Vesturbæjar.“
Arna Ýr Sævarsdóttir
25 ára sjálfstætt starfandi
„Hún er í Skeifunni.“
Sverrir Guðnason
55 ára húsvörður
„Skeifan, það er ekki spurning.“
Skúli M. Óskarsson
65 ára undirhúsvörður
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Hver er besta ísbúðin?
Á Bessastöðum Ferðaskrifstofa bænda hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands að þessu sinni.
Forsetinn afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á mánudag og var forsetafrúin viðstödd,
manni sínum til halds og trausts. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson
Myndin
Dómstóll götunnar
Þ
að er ærin ástæða fyrir for-
réttinda- og valdahópa til að
vara við hugmyndum stjórn-
lagaráðs og fleiri um beint
lýðræði eða þátttökulýðræði.
Ef Íslandssögunni er flett aftur um
150 ár er ljóst að beint lýðræði hefði
haft byltingarkenndar afleiðingar
fyrir íslenskt samfélag. Meiri líkur
en minni eru á að hagsmunir meiri-
hlutans hefðu leitt til niðurstöðu í
eftirfarandi málefnum sem ráðandi
öfl, en þó einkum atvinnurekendur,
hefðu verið ósáttir við:
Vinna
n Hjúalögum hafnað.
n Öllum tryggð vinna við sitt hæfi.
n Mismunun bönnuð.
n Allar mannaráðningar gagnsæjar
og málefnalegar.
n Vinnuvikan stytt í 40 tíma.
n Fimm vikna sumarleyfi tryggt
öllum.
n Eftirlaunaaldur 60 ár en sveigjan-
legur.
n Lágmarkslaun lögbundin út frá
rétti til sómasamlegs lífs.
n Engin hlunnindi (eftirlaun, frí,
bílastyrkir ...) fyrir vissa hópa.
Skaðabætur í stað ölmusa
n Fórnarkostnaður öryrkja greiddur
sem skaðabætur.
n Fórnarkostnaður kapítalismans
(atvinnuleysi ...) greiddur af at-
vinnurekendum sem skaðabætur.
Heilsugæsla
n Heilsugæsla ókeypis.
n Mannsæmandi elli- og hjúkrunar-
heimili.
Menntun og menning
n Skólaganga ókeypis á öllum skóla-
stigum.
n Menning aðgengileg fyrir alla.
Fjölmiðlar
n Sjónvarp/útvarp með aðgang
(endurvarp) að öllum ókeypis stöðv-
um í Evrópu og víðar.
n Margar rásir fyrir mismunandi
þarfir.
n Engan nefskatt vegna RÚV.
Samgöngur
n Almenningssamgöngur ókeypis.
Þjónusta
n Neytendaþjónusta opinber og
ókeypis.
n Lögfræðiaðstoð liður í neytenda-
þjónustu.
Varnir
n Enginn her.
n Engin aðild að hernaðarbandalög-
um.
Skattar
n Ofurlaun sköttuð þannig að þau
borgi sig ekki.
n Eignaskattar nýttir til að hindra of-
ureignir.
Auðlindir
n Auðlindir í eigu þjóðar.
n Leigukvótar.
n Byggðakvótar.
Rekstur
n Kennitöluflakk bannað.
Valddreifing
n Þúsund blóm látin blómstra.
Ef beint þátttökulýðræði hefði
verið ríkjandi væri búið að fullgilda
alla mannréttindasáttmála. Tals-
menn beins lýðræðis halda því fram
að með þessu fyrirkomulagi minnki
kostnaður velferðarinnar um 90
prósent vegna aukinnar atvinnu-
þátttöku, sem skapa myndi aukin
verðmæti til að standa undir sameig-
inlegum velferðarkostnaði.
Vörn fulltrúalýðræðisins gegn
þátttökulýðræðinu
Sem gefur að skilja býður beina lýð-
ræðið ýmsum hættum heim því vægi
atkvæða yrði þá jafnt og á kostnað
þeirra sem vilja hafa vit fyrir almúg-
anum. Talsmenn fulltrúalýðræðisins
segja að sauðheimsk alþýðan sé stór-
hættuleg lýðræðinu, að hún geti kos-
ið allskyns pótintáta til valda eins og
Gandhi, Allende, Mandela og jafn-
vel Hitler eða veitt málefnum braut-
argengi eins og jafnrétti almúgans.
Bráðnauðsynlegt sé fyrir öll samfélög
að hafa hvata fátæktar og mismun-
unar sem sé forsendan fyrir mann-
gæsku og ölmusu og að menn geti
slegið sig til riddara. Og til að halda
völdum verði forréttindahópurinn að
geta umbunað og sýnt með fordæm-
um að það borgi sig að totta vald-
hafa og sýna hollustu til að fá vinnu,
hlunnindi og stíga í metorðum. En í
lagi sé að kjósa um hundahald.
Með flokkakerfinu tekst elítunni á
snilldarlegan hátt að sneiða hjá lýð-
ræði almúgans og aftengja áhrif lýðs-
ins.
Flokkalausnin
n Elítan stofnar og gengur í flokka.
n Þeir byggja á samheldni og holl-
ustu við formenn, ráðherra ...
n Flokkselítan hindrar að „umdeild-
ir“ menn fari á lista.
n Tryggir að handplokkaðir „fram-
bjóðendur“ séu kosnir.
Stefnan og umboðið
n Stefna flokka þarf að höfða til
margra („allir fái það betra“).
n Tryggir að sum málefni séu ekki
rædd.
n Gefur óbundið umboð.
n Óbundið umboð í heilt kjörtíma-
bil.
n Án leiðinda og truflana frá kjós-
endum.
n Óbundið af meirihlutavilja fólks-
ins.
Vandi stjórnlagaráðs
Þessi snilldarlega hjáleið elítulýð-
ræðisins tryggir að ofannefnd mál-
efni þátttökulýðræðisins ná ekki
fram að ganga. Með þessari leið er
snúið á beina lýðræðið og áhrif lýðs-
ins núllstillt. Hann fær kosningarétt
til málamynda en hefur engin áhrif,
því um leið og hann kýs afsalar hann
sér áhrifum og valdi til flokkselítunn-
ar sem er óbundin af vali lýðsins.
Svo það er úr vöndu að ráða fyr-
ir stjórnlagaráðið. Eiga tillögur þess
að þjóna hagsmunum flokkanna eða
hins marktæka þátttökulýðræðis?
Og eiga flokkarnir sem stendur mikil
ógn af marktæka þátttökulýðræðinu,
að fella úrskurð um þessar tillögur?
Þátttökulýðræðið núllstillt
Óli og Dabbi: Hliðstæð líf
Kjallari
Sævar
Tjörvason