Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2011, Síða 30
Dagskrá Miðvikudaginn 18. maígulapressan
30 | Afþreying 18. maí 2011 Miðvikudagur
Sjónvarpið Stöð 2 SkjárEinn
Grínmyndin
Fagmennska Þetta er allt spurning um tækni þegar kemur að prófsvindli.
Í sjónvarpinu
07:00 Barnatími Stöðvar 2 Ofurhundurinn
Krypto, Maularinn, Bratz stelpurnar
08:15 Oprah Skemmtilegur þáttur með vinsælustu
spjallþáttadrottningu heims.
08:55 Í fínu formi
09:10 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir)
09:30 The Doctors (Heimilislæknar)
10:15 Lois and Clark (16:22) (Lois og Clark) Sígildir
þættir um blaðamanninn Clark Kent sem
vinnur hjá Daily Planet þar sem hann tekur að
sér mörg verkefni og leysir vel af hendi, bæði
sem blaðamaður og Ofurmennið. Hann er
ástanginn af samstarfskonu sinni, Lois Lane
sem hefur ekki hugmynd um að hann leikur
tveimur skjöldum.
11:00 Cold Case (18:23) (Óleyst mál) Sjötta
spennuþáttaröðin um Lilly Rush og félaga
hennar í sérdeild lögreglunnar þar sem þau
halda áfram að upplýsa sakamál sem stungið
hefur verið óupplýstum ofan í skjalakassann.
11:45 Grey‘s Anatomy (5:24) (Læknalíf)
12:35 Nágrannar (Neighbours)
13:00 In Treatment (30:43) (In Treatment)
Þetta er ný og stórmerkileg þáttaröð frá
HBO sem fjallar um sálfræðinginn Paul
Weston sem sálgreinir skjólstæðinga sína
og hlustar þolinmóður þar sem þeir lýsa
sínum dýpstu tilfinningum, vandamálum og
sláandi leyndarmálum. Gabriel Byrne hlaut á
dögunum Golden Globe verðlaun sem besti
leikari í sjónvarpsþáttaröð.
13:25 Chuck (7:19) (Chuck) Chuck Bartowski er
mættur í þriðja sinn hér í hörku skemmti-
legum og hröðum spennuþáttum. Chuck
var ósköp venjulegur nörd sem lifði afar
óspennandi lífi allt þar til hann opnaði
tölvupóst sem mataði hann á öllum hættu-
legustu leyndarmálum CIA. Hann varð þannig
mikilvægasta leynivopn sem til er og örlög
heimsins hvíla á herðum hans.
14:10 Pretty Little Liars (15:22) (Lygavefur)
14:55 iCarly (13:45) (iCarly) Skemmtilegir þættir
um unglingsstúlkuna Carly sem er stjarnan í
vinsælum þætti á Netinu sem hún sendir út
heiman frá sér með dyggri aðstoð góðra vina.
15:25 Barnatími Stöðvar 2 Háheimar, Nonni
nifteind, Histeria!, Maularinn
17:05 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir)
17:30 Nágrannar (Neighbours)
17:55 The Simpsons (7:21) (Simpson fjölskyldan)
18:23 Veður Ítarlegt veðurfréttayfirlit.
18:30 Fréttir Stöðvar 2 Fréttastofa Stöðvar 2
flytur fréttir í opinni dagskrá.
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag Umsjónarmenn fara yfir helstu
tíðindi dagsins úr pólitíkinni, menningunni
og mannlífinu. Ítarlegur íþróttapakki og
veðurfréttir.
19:11 Veður
19:20 Two and a Half Men (9:24) (Tveir og hálfur
maður)
19:45 Modern Family (11:24) (Nútímafjölskylda)
Frábær gamanþáttur um líf þriggja ólíkra
en dæmigerðra nútímafjölskyldna. Leiðir
þessara fjölskyldna liggja saman og í hverjum
þætti lenda þær í hreint drepfyndnum að-
stæðum sem samt eru svo skelfilega nálægt
því sem við sjálf þekkjum alltof vel.
20:10 Elite keppnin
20:40 Gossip Girl (14:22) (Blaðurskjóðan) Fjórða
þáttaröðin um líf fordekraða unglinga sem
búa í Manhattan og leggja línurnar í tísku og
tónlist enda mikið lagt upp úr útliti og stíl
aðalsögupersónanna. Líf unglinganna ætti
að virðast auðvelt þar sem þeir hafa allt til
alls en valdabarátta, metnaður, öfund og
fjölskyldu- og ástarlíf þeirra veldur þeim
ómældum áhyggjum og safaríkar söguflétt-
urnar verða afar dramatískar.
21:25 Grey‘s Anatomy (20:22) (Læknalíf)
22:10 Ghost Whisperer (10:22) (Drauga-
hvíslarinn)
22:55 The Ex List (5:13) (Þeir fyrrverandi) Róman-
tísk þáttaröð um unga konu sem ákveður að
hafa uppi á öllum fyrrum kæröstum eftir að
hún fær þær upplýsingar frá miðli að hún sé
nú þegar búin að hitta þann eina sanna.
23:40 Sex and the City (5:20) (Beðmál í
borginni) Stöð 2 Extra og Stöð 2 sýna eina
eftirminnilegustu og skemmtilegustu
þáttaröð síðari tíma. Sex and the City er saga
fjögurra vinkvenna sem eiga það sameigin-
legt að vera einhleypar og kunna vel að meta
hið ljúfa líf í hátískuborginni New York.
00:15 Steindinn okkar (6:8)
00:40 NCIS (14:24) (NCIS)
01:25 Fringe (13:22) (Á jaðrinum) Þriðja þáttaröðin
um Oliviu Dunham, sérfræðing FBI í málum
sem grunur leikur á að eigi sér yfirnáttúrlegar
skýringar. Ásamt hinum umdeilda vísinda-
manni Dr. Walter Bishop og syni hans Peter
rannsaka þau röð dularfullra atvika.
02:10 Generation Kill (3:7) (Drápkynslóðin)
Blaðamaður Rolling Stone, Evan Wright,
eyddi tveimur mánuðum með hersveit í Írak
eftir að hafa sannfært herforingjann um
að hann gæti tekist á við svona erfitt verk-
efni. Þáttaröðin segir frá lífsreynslu Evans,
hermönnunum í hersveitinni og verkefnum
þeirra. Þáttaröðin hefur hlotið mikið lof gagn-
rýnenda um allan heim.
03:10 Medium (3:22) (Miðillinn)
03:55 The Dead One (Hinir dauðu)
05:20 In Treatment (30:43) (In Treatment)
05:45 Fréttir og Ísland í dag Fréttir og Ísland í
dag endursýnt frá því fyrr í kvöld.
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Dr. Phil (e)
08:45 Rachael Ray (e)
09:30 Pepsi MAX tónlist
16:40 Rachael Ray
17:25 Dr. Phil Bandarískur spjallþáttur með sál-
fræðingnum Phil McGraw sem hjálpar fólki
að leysa vandamál sín í sjónvarpssal.
18:10 WAGS, Kids & World Cup Dreams (2:5)
(e) Fimm kærustur þekktra knattspyrnu-
manna halda til Suður Afríku í aðdraganda
heimsmeistarakeppninnar sem haldinn
var á síðasta ári. Elen og Ellie hitta fyrrum
vændiskonur sem ferðast á milli vændishúsa
og dreifa fræðsluefni um HIV sjúkdóminn.
Amii og Imogen leggja fram hjálparhönd í
neyðarskýli fyrir fórnarlömb nauðgana.
19:00 Real Hustle (2:8) (e) Áhugaverður þáttur
þar sem þrír svikahrappar leiða saklaust fólk í
gildru og sýna hversu auðvelt það er að plata
fólk til að gefa persónulegar upplýsingar og
aðgang að peningum þeirra. Í hverjum þætti
eru gefin góð ráð og sýnt hvernig hægt er að
forðast slíkar svikamyllur.
19:25 Will & Grace (10:25)
19:50 Spjallið með Sölva (14:14)
20:30 Blue Bloods (16:22)
21:15 America‘s Next Top Model (8:13)
22:05 Rabbit Fall (8:8)
22:35 Penn & Teller (1:9)
23:05 Hawaii Five-0 (11:24) (e) Bandarísk
þáttaröð sem byggist á samnefndnum
spennuþáttum sem nutu mikilla vinsælda á
sjöunda og áttunda áratugnum. Sérsveitin er
kölluð á vettvang þar sem búið er að drepa
mann og ræna eiginkonu hans. Síðar kemur á
daginn að eiginkonan er minnislaus og að má
morðið við fjöldamörg óleyst morðmál.
23:50 Law & Order: Los Angeles (8:22) (e)
Bandarískur sakamálaþáttur um störf
rannsóknarlögreglumanna og saksóknara í
borg englanna, Los Angeles. Morð er framið
og atvinnukylfingur liggur undir grun. Nánari
rannsókn leiðir í ljós ófrið á heimili hans,
framhjáhald og fleiri lesti sem þessi frægi
kylfingur hefur tamið sér.
00:35 CSI: New York (6:23) (e)
01:20 Will & Grace (10:25) (e)
01:40 Blue Bloods (16:22) (e) Hörkuspennandi
þáttaröð frá framleiðendum Sopranos
fjölskyldunnar með Tom Selleck í hlutverki
Franks Reagans, lögreglustjóra New York
borgar. Danny tekur Nicky óvænt með sér á
glæpavettvang þar sem stúlka finnst myrt.
Nicky kemur auga á líkið og á fær áfall á
meðan Danny fær skammir frá systur sinni.
02:25 Pepsi MAX tónlist
06:00 ESPN America
07:00 The Players Championship (2:4)
11:15 Golfing World
12:10 Golfing World
13:00 The Players Championship (2:4)
18:00 Golfing World
18:50 Inside the PGA Tour (19:42)
19:20 LPGA Highlights (6:20)
20:40 Champions Tour - Highlights (7:25)
21:35 Inside the PGA Tour (20:42)
22:00 Golfing World
22:50 PGA Tour - Highlights (18:45)
23:45 ESPN America
SkjárGolf
19:25 The Doctors (Heimilislæknar)
20:10 Falcon Crest (27:28) (Falcon Crest)
21:00 Fréttir Stöðvar 2
21:25 Ísland í dag
21:55 Bones (8:23) (Bein) Sjötta serían af
spennuþættinum Bones þar sem fylgst er
með störfum Dr. Temperance Bones Brennan
réttarmeinafræðings sem kölluð er til ráð-
gjafar í allra flóknustu morðmálum.
22:40 Hung (5:10) (Vel vaxinn)
23:10 Eastbound and Down (5:6)
23:40 Daily Show: Global Edition (Spjall-
þátturinn með Jon Stewart) Spjallþáttur
með Jon Stewart þar sem engum er hlíft
og allir eru tilbúnir að mæta í þáttinn og
svara fáránlegum en furðulega viðeigandi
spurningum Stewarts. Ómissandi þáttur fyrir
alla sem vilja vera með á nótunum og líka þá
sem einfaldlega kunna að meta góðan og
beinskeyttan húmor.
00:05 Falcon Crest (27:28) (Falcon Crest)
Hin ógleymanlega og hrífandi frásögn af
Channing og Giobertis fjölskyldunum, lífið á
vínbúgörðunum í Toscany-dalnum litast af
stöðugum erjum milli þeirra.
00:55 The Doctors (Heimilislæknar)
01:35 Fréttir Stöðvar 2
02:25 Tónlistarmyndbönd frá Nova TV
Stöð 2 Extra
07:00 Man. City - Stoke
14:45 Enska 1. deildin 2010-2011 (Cardiff -
Reading)
16:30 Man. City - Stoke
18:15 Sunderland - Wolves
20:00 Premier League Review
20:55 Ensku mörkin Sýnt frá síðustu leikjum í
neðri deildum enska boltans. Glæsileg mörk
og mögnuð tilþrif.
21:25 Sunnudagsmessan Sunnudagsmessan
með þeim Guðmundi Benediktssyni og
Hjörvari Hafliðasyni er þáttur sem enginn
má láta framhjá sér fara. Leikirnir krufðir til
mergjar af fagmönnum og lífleg og fagleg
umræða um enska boltann.
22:40 Blackburn - Man. Utd. Útsending frá leik
Blackburn Rovers og Manchester United í
ensku úrvalsdeildinni.
Stöð 2 Sport 2
17:05 Pepsi mörkin
18:15 Evrópudeildin (Porto - Braga) Bein útsend-
ing frá úrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Það
eru portúgölsku liðin Porto og Braga sem
leika til úrslita á Aviva-leikvanginum í Dublin.
20:45 Np Crossover: The Trial of Allen
Iverson
22:10 Ensku bikarmörkin
22:40 Evrópudeildin (Porto - Braga)
00:30 NBA - úrslitakeppnin (Chicago - Miami)
Bein útsending frá leik Chicago Bulls og
Miami Heat í úrslitakeppni NBA. Þetta er
önnur viðureign liðanna í úrslitum Austur-
deildarinnar.
Stöð 2 Sport
08:00 Ghost Town (Draugabær) Gamanmynd
með dramatískum undirtón um mann sem
getur átt samskipti við drauga sem búa í
hverfinu hans í New York. Ricky Gervais leikur
aðalhlutverkið ásamt Greg Kinnear og Téa
Leoni.
10:00 More of Me (Meira af mér) Frábær gaman-
mynd Molly Shannon í hlutverki húsmóður-
innar Alice sem á fullt í fangi með að sinna
fjölskyldu sinni og vinnu við að bjarga trjám.
Dag einn stendur hún fyrir framan spegil og
óskar þess að til væru fleiri eintök af henni
sjálfri. Óskin rætist og þá er voðinn vís.
12:00 Artúr og Mínímóarnir (Artúr og Mínímó-
arnir) Gullfallegt og spennandi ævintýri úr
smiðju Lucs Bessons um ungan dreng sem
leggur upp í leit að földum fjársjóði til að
bjarga húsi afa síns.
14:00 Ghost Town (Draugabær)
16:00 More of Me (Meira af mér)
18:00 Artúr og Mínímóarnir
20:00 The Last Time (Allra síðasta skiptið)
22:00 Insomnia (Svefnleysi) Dularfull
spennumynd með Al Pacino, Robin Williams
og Hilary Swank í aðalhlutverkum. Tveir
rannsóknarlögreglumenn frá Los Angeles eru
sendir í bæ í Norður-Noregi þar sem sólin sest
aldrei til að rannsaka morð.
00:00 Lonely Hearts (Einmana sálir) Sakamála-
mynd með John Travolta, James Gandolfini
og Sölmu Hayek í aðalhlutverkum. Myndin
er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér
stað á 5. áratug síðustu aldar þegar ungt par
lék lausum hala og framdi hvert morðið á
fætur öðru án þess að lögreglan hefði hendur
í hári þess.
02:00 Street Kings (Kóngar götunnar)
04:00 Insomnia (Svefnleysi)
06:00 It‘s Complicated (Þetta er flókið)
Stöð 2 Bíó
20:00 Björn Bjarna Jóhannes B Sigtryggsson
ritstjóri handbókar um íslensku
20:30 Veiðisumarið Bender,Leifur og Aron verða
á veiðislóðum í allt sumar
21:00 Gestagangur hjá Randver Jóhann
Sigurðarson, veiðimaður og leikari
21:30 Bubbi og Lobbi Sigurður G og Guðmundur
síðast voru það Romanoffar,hvað næst
ÍNN
Dagskrá ÍNN er endurtekin um helgar og allan sólarhringinn.
16.50 Villt veisla (2:2) Rúnar Marvinsson
meistarakokkur ferðast um landið og eldar
girnilegar krásir úr því sem landið og sjórinn
gefur. Um dagskrárgerð sá Kári G. Schram og
framleiðandi er Íslenska heimildamynda-
gerðin. Textað á síðu 888 í Textavarpi. Frá
2004. e.
17.20 Reiðskólinn (8:15) (Ponnyakuten)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Disneystundin
18.01 Finnbogi og Felix (Phineas and Ferb)
18.24 Sígildar teiknimyndir (34:42) (Classic
Cartoon)
18.30 Fínni kostur (13:21) (The Replacement)
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Kastljós
20.10 Læknamiðstöðin (52:53) (Private
Practice)
20.55 Sakborningar – Saga Frankies (2:6)
(Accused) Bresk þáttaröð eftir handritshöf-
undinn Jimmy McGovern. Í hverjum þætti
er rifjuð upp saga sakbornings sem bíður
þess í fangelsi að verða leiddur fyrir dóm.
Meðal leikenda eru Christopher Eccleston,
Mackenzie Crook, Juliet Stevenson, Peter
Capaldi og Andy Serkis.
22.00 Tíufréttir
22.10 Veðurfréttir
22.15 Vogurinn (The Cove)
23.50 Landinn Frétta- og þjóðlífsþáttur í umsjón
fréttamanna um allt land. Ritstjóri er Gísli
Einarsson og um dagskrárgerð sér Karl Sig-
tryggsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e.
00.20 Kastljós Endursýndur þáttur.
00.50 Fréttir Endursýndur fréttatími frá klukkan
tíu.
01.00 Dagskrárlok
Á fullri ferð
Á fimmtudaginn klukkan 21.00
verður sýndur næstsíðasti þáttur-
inn af Steindanum okkar á Stöð 2.
Þessi önnur þáttaröð hefur átt mikl-
um vinsældum að fagna en þáttur-
inn í kvöld er sá sjöundi í röðinni
af átta. Mest hefur Steindinn okkar
mælst með 18,2% áhorf í aldurs-
hópnum 12–49 ára og er einn af vin-
sælustu þáttum Stöðvar 2 um þess-
ar mundir.
Sem fyrr er það grínistinn Stein-
þór H. Steinþórsson sem er í aðal-
hlutverki en hann fær til liðs við sig
fjöldann allan af landsþekktu fólki í
hverjum þætti. Þá hafa tónlistaratr-
iðin í þáttunum vakið mikla lukku.
Steindinn okkar
Fimmtudögum klukkan 21.00