Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2012, Qupperneq 11
Fréttir 11Mánudagur 27. febrúar 2012 legókallar með mitti og brjóst en legófígúrur hafa almennt mjög kubbslegt útlit. „Stelpur hafa áhuga á að hanga á kaffihúsum með vinkonum sín- um eftir að hafa innréttað heimilið smekklega, farið á snyrtistofu og hlúð að dýrunum. Þær umgangast ekki hitt kynið,“ les Sóley út úr þessu. „Strák- ar hafa hins vegar margvísleg áhuga- mál og geta þess vegna valið milli Star Wars-, City-, Ninjago-, tækni-, risa- eðlu- og fjölda annarra tegunda legó. Þessar ólíku vörur Lego eru flestar í fullkomnu samræmi við samþykkt hlutverk karla. Þeir eiga það þó sam- eiginlegt með stelpunum að umgang- ast helst ekki hitt kynið.“ Ímyndin hefur breyst Í því samhengi bendir hún á að ef farið er inn á heimasíðu Lego og allir flokkar valdir þá koma upp 22 mismunandi flokkar og þar af einn sem er merktur stelpum. „Fyrir hverja eru þá hinir flokkarnir? Ímyndin sem Lego lagði upphaf- lega upp með var að legó væru litl- ir kubbar sem hver sem er gæti gert hvað sem er með. Þetta var eins og að vera með autt blað og liti en það hefur þróast í þessa átt með áhrifum markaðsafla á fyrirtækið og breyttu samfélagi. Með aukinni þátttöku í markaðsvæddu samfélagi hafa leið- beiningarnar orðið skýrari varð- andi það hvernig á að leika sér með kubba. Þar með er búið að breyta eðli legó sem er nú með forskrift um það hvernig maður býr það til og beitir því. Sem líkist því svolítið að taka blaðið af barninu og rétta því litabók með númerum í.“ Samspil samfélags og fyrirtækis Sóley segir að þessi þróun sé búin að eiga sér stað í langan tíma. „Á sama tíma hefur orðið þróun í samfélaginu þar sem staðalmyndir hafa verið að styrkjast. Ég er hvorki að segja að það sé Lego að kenna né að Lego sé fórn- arlamb þess. Þetta er samspil sam- félags og fyrirtækis og margt annað spilar þar rullu. Þetta er bara flókinn heimur sem við lifum í en þessi þróun er merkileg. Ef hægt væri að benda á hvenær eða hvernig þetta hófst væri þetta sennilega einfaldara viðfangs. Ein- hvern tímann fór Lego að tengja sig við þekktar bíómyndir og önnur vörumerki. Þannig að þegar Pirates of the Caribbean varð vinsæl var búið til Pirates of the Caribbean-legó en ekki sjóræningjalegó. Þegar krakkarnir fá þessa karaktera sem voru skapaðir fyrir kvikmyndina í hendurnar eiga þeir erfiðara með að skapa sinn eig- in sjóræningja og „fantasera“ um það hvað hann gerir, hvernig hann aktar og leikur sér. Söguþráðurinn fylgdi nefnilega kaupunum. Með tímanum fór Lego líka að markaðssetja vörurnar fyrir stráka og stelpurnar hurfu úr auglýsingum sem áður var beint til beggja kynja. Og með tæknivæðingu legó hafa strákar leitað meira í legó. Tæknivæðingin höfðar meira til þeirra af því að hún fellur betur að kynhlutverkum þeirra. Það er einn þáttur í þessu.“ Endurspeglar glansheiminn Sóley segir að ef allt annað væri tek- ið út og Lego væri aðeins að reyna að höfða til stelpna til að vega upp á móti tækninni þá væri það gott og vel. „Það er samt eitthvað sem mér finnst að Lego ætti að skoða í víðara samhengi. Þessi leið sem þeir ákveða að fara núna er svolítið sambærileg því að ef einhver hefur hlutgert annað kynið þá leiðrétti hann það með því að hlut- gera hitt kynið líka í stað þess að hlut- gera engan. Ég er ekki að segja að það sé það sem Lego er að gera en mér finnst þessi nýja lína alveg ofsalega steríótýpísk. Ég held að hún höfði ekki til mjög breiðs hóps stelpna.“ Þá segir Sóley að þessi lína sé ekki ögrandi, en hún telur að þroskaleik- föng eigi að ögra sköpunarkraftin- um. „Þú býrð til heimili, dýrabúgarð eða snyrtistofu alveg eins og þú býrð til Harry Potter-, eða löggulegó. Það eru samt alltaf ákveðin módel sem þú hefur í höndunum. Þú færð ekki lengur bara kubba í hendurnar sem þú getur svo ákveðið hvað þig langar að gera við – dýrabúgarð, arkitekta- stofu eða eitthvað allt annað – held- ur færðu leiðbeiningar sem leiða þig áfram frá kubbi eitt til þess síðasta. Það getur verið þroskandi á sama hátt og það er þroskandi að lita í lita- bók en það var ekki það sem Lego lagði upp með hér áður fyrr. Og það er allt í lagi að staldra við og velta staðalímyndum og birtingar- myndum kynjanna fyrir sér. Þegar legófígúrur fyrir stelpur eru orðnar mittismjóar og komnar með brjóst þá velti ég því fyrir mér af hverju það er. Þetta minnir á poppmynd- böndin þar sem karlarnir eru af öll- um stærðum og gerðum en konurnar eru mittismjóar með stór brjóst. Það eru gerðar allt aðrar kröfur til útlits kvenna en karla. Ég man til dæmis eftir kvikmynd þar sem Danny De- Vito var með leggjalangri leikkonu sem leit út eins og fyrirsæta en eng- um þótti neitt athugavert við það. Mittismjóar legófígúrur fyrir stelpur og kubbslaga legókarlar fyr- ir stráka endurspegla þessar staðal- myndir í glansheiminum og eru hluti af þróun uppeldisumhverfis barna.“ n Sóley Tómasdóttir segir að leikföng hafi áhrif á það hvernig börn þroski með sér áhugamál og tækifæri n Stöðug skilaboð um hlutverk kynjanna Sóley spyr: n Leggja skapandi leikföng grunn að skapandi samfélagi? n Leggja leikföng með stífum leik- reglum grunn að samfélagi með stífum hlutverkum? n Leggja fastmótuð kynhlutverk grunn að jafnréttissamfélagi? Friends-línan Stelpurnar eru ekki með þetta kubbslega útlit sem einkennir legókalla heldur með mitti auk þess sem það vottar fyrir brjóstum. Flokkurinn geri hreint fyrir sín- um dyrum „Það var þung undiralda á flokksráðsfundi VG og mikil pressa á forystu flokksins að gera hreint fyrir sínum dyrum sem fyrst hvað ESB-viðræður varðar og sjá til þess að þeim ljúki með góðum fyrirvara áður en undirbúningur hefst fyrir þingkosningar á komandi næsta ári,“ segir Jón Bjarnason á blogg- síðu sinni. Hann segir að flokks- mönnum VG sé ljóst að ESB- málinu verði að ljúka fyrir næstu alþingiskosningar. Hann hafi lagt til að kosið verði um ESB í sumar og að Ögmundur Jónas- son hafi lýst þeirri skoðun sinni að Alþingi þurfi að ákveða dag- setningu fyrir lok viðræðnanna sem yrði að ljúka vel fyrir næstu alþingiskosningar. „Fleiri fund- armenn tóku undir þessar skoð- anir okkar Ögmundar en enginn andmælti þeim.“ „Órökstuddar fullyrðingar“ „Það er ekki forsvaranlegt að setja fram órökstuddar fullyrð- ingar af þessu tagi, sem kasta rýrð á Alþingi og þá sem tóku þátt í mótmælunum á sínum tíma,“ segir Ögmundur Jónas- son, innanríkisráðherra í sam- tali viðvefmiðilinn Smuguna að- spurður um ummæli Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlög- regluþjóns í Reykjavík. Geir Jón, sem nú vinnur að rannsókn á búsáhaldabyltingunni, segist hafa heimildir fyrir því að þing- menn hafi stýrt mótmælunum við Alþingishúsið dagana 20. og 21. janúar, eins og greint er frá framar í blaðinu. Frá því greindi hann í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag. Ögmundur segir það vera af- skræmingu á mótmælunum að halda því fram að þeir þúsundir einstaklinga sem mótmæltu hafi verið handbendi einhvers. „En sem betur fer tókst yfirleitt að stuðla að því að friðurinn héldist og átti Geir Jón ekki síst þátt í því sjálfur. Mér finnst því dapurlegt að þegar hann nú stígur út úr lögreglunni að hann setji fram staðhæfingar sem eru til þess fallnar að ýfa upp gömul sár,“ segir Ögmundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.