Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Page 4
4 Fréttir 16. apríl 2012 Mánudagur Greiða 1,5 milljarða n Afgreiðsla sanngirnisbóta gengur framar vonum Þ að er verið að leggja loka- hönd á Silungapoll en næst á dagskrá er Jaðar. Fólk sem var á Jaðri hefur frest til að skila inn kröfum til 20. apríl,“ seg- ir Guðrún Ögmundsdóttir, tengi- liður vistheimila. Hún segir að af- greiðsla sanngirnisbóta til handa fólki sem sætti misgjörðum á stofnunum eða heimilum gangi vonum framar. Útlit sé fyrir að rík- ið muni alls greiða út um einn og hálfan milljarð króna. Um er að ræða skattfrjálsar greiðslur sem valda ekki skerðingu á lífeyri eða bótum. Maður, sem vistaður var á Sil- ungapolli, hafði samband við DV í síðustu viku og sagði að afgreiðsla síns máls hefði dregist og dreg- ist. Hann var orðinn langþreytt- ur á biðinni enda hefði umfjöllun um málið ýft upp gömul sár. Hann gæti tæpast um frjálst höfuð strok- ið fyrr en málið yrði til lykta leitt. Guðrún segir að henni hafi fáar sem engar kvartanir borist vegna seinagangs við afgreiðslu mála en sýslumaðurinn á Siglufirði fer yfir og afgreiðir þær kröfur sem berast. Hún tekur fram að málin séu oft mjög flókin og erfið afgreiðslu, en þrátt fyrir allt gangi eins og í sögu að afgreiða kröfurnar. Lög um sanngirnisbætur tóku gildi hinn 28. maí 2010 en við ákvörðun fjárhæðar er litið til al- varleika ofbeldis eða illrar með- ferðar þeirra sem vistaðir voru á heimilum sem börn eða unglingar. Hámarksfjárhæð bóta er sex millj- ónir króna. Laugardalslaug lokuð í þrjá daga Unnið er að miklum endurbót- um á Laugardalslaug og vegna framkvæmda verður lokað í þrjá daga í þessari viku – frá deginum í dag, mánudag, til miðvikudags. Laugin verður opnuð á ný klukkan 8.00 sumardaginn fyrsta, fimmtu- daginn 19. apríl. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg eru gestir beðnir velvirðingar á óþægindum sem lokun hefur í för með sér. Þrátt fyrir framkvæmdir und- anfarna mánuði hefur Laugardals- laug verið haldið opinni og segir Logi Sigurfinnsson forstöðumaður gesti hafa sýnt ótrúlega þolin- mæði og skilning. Framkvæmdir hafa gengið vel þrátt fyrir tíðar- far, en tjaldað var yfir stóran hluta framkvæmdasvæðis svo mögu- legt væri að vinna verkið á þessum árstíma. Meðal þess sem verður gert meðan laugin verður lokuð er að slá undan nýrri göngubrú, taka að mestu niður vinnuaðstöðu og yfirbreiðslur, mála potta, tengja nuddpott og koma fyrir nýju ör- yggishandriði. Laugin verður einnig tæmd og þrifin. Ánægð Guðrún segist nánast engar kvartanir hafa fengið. Breytingar á Fréttatímanum Jón Kaldal hefur selt hlut sinn í Fréttatímanum og jafnframt látið af starfi ritstjóra. Í tilkynn- ingu kemur fram að aðrir hlut- hafar hafi keypt hlut Jóns en eftir breytinguna eru hluthafar Frétta- tímans Teitur Jónasson, Valdimar Birgisson, Óskar Hrafn Þorvalds- son, Jónas Haraldsson og Har- aldur Jónasson. Jónas Haraldsson tekur við ritstjórastarfinu af Jóni en hann er einn af stofnendum Fréttatímans og hefur verið rit- stjórnarfulltrúi. Þá hefur Sigríður Dögg Auðunsdóttir verið ráðin blaðamaður á ritstjórn blaðsins en hún hefur víða komið við á ferli sínum sem fjölmiðlakona, meðal annars starfað á DV og á Frétta- blaðinu. F járfestirinn Friðrik Hall- björn Karlsson, sem er einn af stærstu hluthöfum smá- sölurisans Haga, greiddi sér 300 milljónir króna í arð út úr eignarhaldsfélagi sínu árið 2010. Félagið heitir Vattarnes ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags Friðriks sem skilað var til ársreikningaskrár rík- isskattstjóra í ágúst í fyrra. Friðrik og viðskiptafélagi hans, Árni Hauksson, eiga saman fjár- festingarfélagið Vogabakka sem á um 8 prósenta hlut í Högum í gegn- um samlagsfélagið Búvelli. Búvell- ir eiga samtals 44 prósenta hlut í Högum en aðrir hluthafar félags- ins eru nokkrir lífeyrissjóðir, fag- fjárfestasjóður Arion banka, Stefn- ir, Tryggingamiðstöðin, Berglind Jónsdóttir og Jón Diðrik Jónsson. Árni er stjórnarformaður Haga og Friðrik situr í stjórn félagsins. Eignir upp á milljarð Vattarnes, félag Friðriks Hallbjörns, skilaði 30 milljóna króna hagnaði árið 2010 og nam eigið fé félagsins rúmum 855 milljónum króna í lok sama árs. Eignir félagsins námu þá rúmum milljarði króna en skuldirnar aðeins um 180 milljónum króna. Friðrik og Árni eru einna þekkt- astir í dag fyrir fjárfestingu sína í Högum en þar áður gátu þeir sér gott orð fyrir viðskipti með Húsasmiðj- una árið 2005. Þá seldu þeir hlut sinn í byggingavöruversluninni til Baugs fyrir metfé, um 3 milljarða króna samkvæmt heimildum DV. Fram að hruninu héldu þeir hins vegar að sér höndum í fjárfestingum á Íslandi en vörðu fjármunum sínum fyrst og fremst í erlend, skráð hlutabréf. Eft- ir hrun hafa þeir hins vegar vakið at- hygli vegna fjárfestingarinnar í Hög- um. 100 milljónir í arð 300 milljóna arðgreiðsla Friðriks bætist við 100 milljóna króna arð- greiðslu sem hann greiddi sér út úr félaginu sínu árið 2010 vegna rekstr- arársins 2009. Árni Hauksson greiddi sér þá 350 milljónir króna út úr sínu eignarhaldsfélagi, Klapparási. Árni greiddi sér ekki arð út úr sínu eign- arhaldsfélagi árið 2010 líkt og Frið- rik gerði. Samanlagðar arðgreiðslur þeirra tveggja nema því 750 milljón- um vegna áranna 2009 og 2010. Eignarhaldsfélag þeirra Friðriks og Árna, Vogabakki, skilaði hagn- aði upp á rúmlega 90 milljónir króna árið 2010. Vogabakki á eignir upp á rúmlega 1.800 milljónir króna og skuldar lítið á móti þessum eignum, rúmlega 120 milljónir króna. Félagið er því afar vel statt. Miðað við hagnað Haga á síðasta ári, hann nam tæpum 2 milljörðum króna fyrstu níu mán- uði ársins 2011, mun staða Voga- bakka og eignarhaldsfélaga þeirra Friðriks og Árna, bara styrkjast á næstunni. Hlutdeild þeirra í þessum hagnaði Haga nemur um 150 millj- ónum króna. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Sitja á milljörðum króna n 30 milljóna króna hagnaður árið 2010 hallbjörn tók sér 300 milljónir í arð „Hlutdeild þeirra í þessum hagn- aði Haga nemur um 150 milljónum króna 750 milljóna arður Samanlagðar arð- greiðslur út úr eignarhaldsfélögum Friðriks Hallbjarnar Karlssonar og Árna Haukssonar nema 750 milljónum króna á árunum 2009 og 2010. Friðrik tók sér 300 milljóna arð árið 2010. Hluthafi í Högum Friðrik Hallbjörn og Árni Hauksson eiga saman félagið Vogabakka sem á 8 prósenta hlut í Högum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.