Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Síða 10
10 Fréttir 16.apríl 2012 Mánudagur A rion banki og Landsbankinn hafa afskrifað tæplega fimm milljarða króna af skuldum eignarhaldsfélagsins Kvos- ar, móðurfélags Prentsmiðj- unnar Odda og tengdra félaga. Fé- lagið skuldaði 8,8 milljarða króna í lok árs 2009. Afskriftirnar eru hluti af fjár- hagslegri endurskipulagningu Kvos- ar. Fyrri eigendur fyrirtækisins hafa eignast það aftur eftir þessar afskriftir. Þetta kemur fram í gögnum um fjár- hagslega endurskipulagningu félags- ins sem DV hefur undir höndum. Gögnin eru aðgengileg á vefsvæði Lánstrausts. Stærsti eigandi Kvosar hefur verið Þorgeir Baldursson, sem kenndur er við prentsmiðjuna Odda, en hann er forstjóri félagsins. Baldur, sonur hans, er framkvæmdastjóri. Í fyrra, fyrir fjár- hagslega endurskipulagningu Kvos- ar, nam hlutur Þorgeirs í félaginu 26 prósentum. Þorgeir sat í stjórn Lands- bankans á árunum fyrir hrunið 2008. Um 250 starfsmenn starfa hjá Kvos og Odda en samstæðan er með um 37 prósenta markaðshlutdeild á prent- markaðnum á Íslandi. Tekjur Kvos- ar námu um 4,6 milljörðum króna í fyrra og er hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði áætlaður á bilinu 300 til 350 milljónir. Eigið fé dótturfélaga Kvosar nam um 3,3 milljörðum króna í lok árs 2010. Fóru í útrás Kvos skuldsetti sig umtalsvert á ár- unum fyrir hrunið, meðal annars með uppkaupum á prentsmiðjum í Austur-Evrópu. Árið 2006 keypti Kvos meðal annars prentsmiðjuna Infopress í Rúmeníu, stærstu prent- smiðjuna þar í landi, og í janúar 2007 keypti Oddi prentsmiðuna Delta+ í Búlgaríu, einu stærstu prentsmiðj- una þar í landi. Kaup Kvosar á Infopress voru fyrsta skrefið í aukinni útrás fyrirtæk- isins til annarra landa á árunum fyrir hrun en fyrir rak félagið skrifstofu og umbúðafyrirtæki í Bandaríkjunum auk prentsmiðju í Póllandi. Í viðtali við Morgunblaðið um það leyti sem prentsmiðjan í Rúmeníu var keypt sagði Þorgeir Baldursson að tæki- færin væri að finna í Austur-Evrópu. „Í austri eru markaðir á borð við Úk- raínu og Búlgaríu mjög áhugaverð- ir og fjölmörg tækifæri þar að finna. Nú er að fylgja þessu eftir og hafa augun opin fyrir nýjum tækifærum,“ sagði Þorgeir í viðtalinu. Í lok árs 2006 störfuðu tæplega 900 manns hjá Kvos. Landsbankinn afskrifaði 2,8 milljarða Í skýrslu frá endurskoðendafyrir- tækinu Deloitte sem þar sem rætt er um fjárhagslega endurskipulagningu Kvosar kemur fram að í árslok 2011 hafi skuldir félagsins við Landsbank- ann numið tæplega 3 milljörðum króna. Þessi skuldsetning var tilkomin vegna láns upp á tæplega 16 milljónir evra sem tekið var í maí árið 2006, um það leyti sem útrás Kvosar stóð sem hæst. Rúmlega 2,8 milljarðar króna af þessum skuldum hafa nú verið afskrif- aðar. Orðrétt segir í skýrslu Deloitte um afskriftir Landsbankans: „Kvos og Landsbankinn hafa komið sér sam- an um, að Landsbankinn breyti hluta af skuldum Kvosar við Landsbank- ann samkvæmt Lánssamningnum í hlutafé og afskrifi hluta með þeim skilmálum sem nefndir eru í samn- ingi þessum.“ Landsbankinn breytti rúmlega 181 milljón króna af þessum skuldum í hlutafé og eftirstöðvarnar af tæplega þriggja milljarða króna skuld- um Kvosar við Landsbankann voru af- skrifaðar. 4,2 milljarða skuldir verða 2,1 Í skýrslunni segir einnig að Arion banki hafi afskrifað rúmlega 2,1 millj- arð króna af 4,2 milljarða króna lánum Kvosar við bankann. Um helmingur skuldanna, 2,1 milljarður króna, var endurfjármagnaður af Arion banka auk þess sem Arion veitti Kvos lán til að endurgreiða Íslandsbanka skuld upp á rúmlega 330 milljónir króna. Heildarskuldir Kvosar við Arion banka eftir þessa endurfjármögnun nema því rúmlega 2,1 milljarði króna. Tæplega 319 milljónum króna, nokkurn veginn sömu upphæð og fé- lagið fékk til að endurfjármagna Ís- landsbankalánið, var breytt í hlutafé í Kvos sem Arion banki skráði sig fyr- ir. Þá kemur fram í skýrslu Deloitte að Arion banki hafi keypt hlut Lands- bankans í Kvos á sama verði og hann greiddi fyrir hlutafé með umbreytingu á skuldum, eða rúmlega 181 milljón króna. Eftir fjárhagslega endurskipu- lagningu Kvosar var það því Arion banki sem sat eftir sem eini hluthafi Kvosar og var hlutafé félagsins 500 milljónir króna. Kauptilboð „ótengdra“ aðila Athygli vekur að í skýrslu Deloitte kemur enn frekar fram að fyrir liggi kauptilboð frá „ótengdum aðilum“ í allt hlutafé Kvosar. Orðrétt segir í skýrslunni: „Jafnframt liggur fyrir kauptilboð ótengdra aðila á öllum hlutunum gagnvart Arion banka hf. á nafnvirði hækkunarinnar eða kr. 500.000.000.“ Miðað við fyrirliggjandi gögn um starfsemi virðist Kvos hins vegar ekki hafa verið selt til ótengdra að- ila. Samkvæmt hlutafélagaskrá Kvos- ar, sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í janúar á þessu ári, er bróð- ir Þorgeirs Baldursson stjórnarfor- maður félagsins. Hann heitir Hilmar Baldur Baldursson. Þorgeir er ennþá framkvæmdastjóri félagsins og er einnig með prókúruumboð þess. Hilmar var áður óbreyttur stjórnar- maður í Kvos. Stjórn Kvosar er sömu- leiðis að mestu óbreytt. Eiga félagið ennþá Í grein í tímaritinu Frjálsri verslun fyrr á árinu var fjallað um stærstu fyrirtæki landsins. Þar var Kvos í 90. sæti. Í umfjöllun tímaritsins kom fram að Kvos væri nú í eigu eignar- haldsfélagsins Oddamanna ehf. Í umfjölluninni kom fram að félagið væri í meirihlutaeigu fjölskyldu Þor- geirs Baldurssonar. „Börn Baldurs í þessu félagi eru Þorgeir, Hilmar, Hildur og Eyþór ásamt konum og börnum. Þau eru með meirihlutann í Oddamönnum.“ Minnihlutaeigend- ur eru ættingjar Björgvins Eyþórs- sonar. Félagið Oddamenn ehf. var stofn- að í fyrra og var nafni félagsins breytt í Oddamenn ehf. í desember, í sama mánuði og gengið var endanlega frá fjárhagslegri endurskipulagningu Kvosar. Stjórnarmenn í félaginu eru Hilmar Baldur Baldursson, bróðir Þorgeirs, og Guðmundur R. Bene- diktsson, fyrir minnihlutaeigend- ur félagsins. Eignarhaldið á Kvos og tengdum félögum virðist því ennþá vera óbreytt. Fyrri eigendur félagsins hafa keypt Kvos, sem var með 4,6 millj- arða tekjur í fyrra og EBIDTA upp á 300 til 350 milljónir, aftur á 500 millj- ónir króna eftir 5 milljarða afskriftir. „Langt og strangt ferli“ Hilmar Baldur Baldursson, stjórn- arformaður Kvosar, segir að það sé rétt að gömlu hluthafar Kvos- ar hafi keypt félagið aftur af Arion banka á 500 milljónir króna. „Jú, það er rétt: Það eru gömlu hluthaf- arnir sem gera það,“ segir Hilmar. Hann segir að ein af fjölskyldun- um sem áttu Kvos og Odda, ætt- ingjar Gísla Gíslasonar, hafi ekki tekið þátt í því að kaupa fyrirtæk- ið aftur. Aðspurður hvort Kvos hafi verið sett í sölumeðferð hjá Arion banka segir Hilmar að niðurstað- an hafi allavega orðið sú að Odda- menn keyptu félagið. „Þetta er búið að vera langt og strangt ferli,“ seg- ir Hilmar sem vill annars lítið ræða um fjárhagslega endurskipulagn- ingu félagsins. Því liggur ekki fyr- ir hvort söluferli hafi átt sér stað á Kvos áður en það var selt aftur til fyrri eigenda fyrirtækisins. Ekki náðist í Þorgeir Baldursson á sunnudaginn. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n „Ótengdir aðilar“ eignast Kvos aftur eftir afskriftir n Fór í útrás til Austur-Evrópu Eignast Odda aftur Eftir fimm milljarða afskriftir „Það eru gömlu hlut-hafarnir sem gera það Fimm milljarða afskriftir Gömlu hluthafar Kvosar og Odda hafa eignast fyrirtækið aftur eftir fimm milljarða króna skuldaafskriftir hjá Arion banka og Lands- bankanum. Þorgeir Baldursson Hluthafi og forstjóri Odda sem meðal annars á Kassagerðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.