Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Qupperneq 12
12 Fréttir 16.apríl 2012 Mánudagur
n Fjöldi Hollywood-verkefna til landsins á næstu mánuðum
Stjörnurnar koma
vegna ríkisstyrkja
S
tórstjörnur frá Hollywood
munu streyma til landsins
síðar á árinu. Ástæðan er sú
að fjöldi kvikmynda úr kvik
myndaborginni verður tek
inn upp að hluta til hér á landi. Með
al gesta sem von er á til landsins eru
Tom Cruise, Morgan Freeman, Ben
Stiller og helstu leikarar úr sjón
varpsþáttaröðinni Game of Thrones.
Má því gera ráð fyrir miklum stjörnu
fans hér á landi á næstu mánuð
um. Ástæðan er þó ekki bara fegurð
landsins eða fjölbreytt landslag.
Hagstætt að mynda á Íslandi
Við gerð flestra kvikmynda er sá
möguleiki fyrir hendi að fara á
nokkra mismunandi staði til að
klára sérhæfð verkefni sem þarfn
ast ákveðins landslags eða birtu
skilyrða. Ástæðan fyrir því að mörg
þessara verkefna enda hér á landi er
hagkvæmnin sem felst í tökum hér.
Ríkið greiðir nefnilega til baka hluta
þess kostnaðar sem leggja þarf út í
við tökur og framleiðslu kvikmynda
hér á landi. Mörg hundruð milljónir
hafa verið endurgreidd kvikmynda
framleiðendum sem tekið hafa stór
myndir sínar hér á landi.
Ástæðan fyrir því að þetta er gert
er einmitt til að laða kvikmynda
gerðarfólk til landsins og fá það til
að setja peninga inn í íslenska hag
kerfið. Fyrirtækin sem standa að
baki kvikmyndagerðinni kaupa um
talsverða þjónustu og vörur af Ís
lendingum og íslenskum fyrirtækj
um. Þannig er reiknað með því að
það borgi sig fyrir ríkið að endur
greiða kvikmyndafyrirtækjunum
hluta kostnaðarins.
Kerfið algjörlega sjálfbært
Einar Hansen Tómasson, verkefn
isstjóri hjá Íslandsstofu, segir end
urgreiðslukerfið virka vel og vera
ástæðuna fyrir því að jafn mörg
verkefni skili sér til Íslands og raun
ber vitni. „Þessi verkefni væru ekki
að koma ef það væri ekki fyrir þessa
endurgreiðslu,“ segir hann og segir
Ísland vera í samkeppni við lönd
sem veiti upp undir 40 prósenta
endurgreiðslu á kostnaði. Íslensk
stjórnvöld hafa hins vegar borgað
til baka 20 prósent af kostnaði sem
til fellur hér á landi. Í samskiptum
hans við kvikmyndafyrirtæki hafi
hann lært að endurgreiðsla eins og
íslenska ríkið býður upp á sé orðin
hluti af fjárhagsáætlun vegna gerð
ar kvikmynda.
„Það góða við þetta kerfi er að
þú færð ekki 20 prósent fyrr en þú
ert búinn að eyða 100 prósentun
um. Þannig ef að þú eyðir milljarði
færðu 200 milljónir til baka en þá
eru þegar þúsund milljónir sem
veltast inni í kerfinu,“ útskýrir Ein
ar sem segir að útreikningar sýni
að ríkið fái meira til baka í skatta
og aðrar tekjur en það endurgreið
ir. „Kerfið er sjálfbært – og rúmlega
það,“ segir hann.
Ekki liggur ljóst fyrir hversu mik
ið ríkið þarf að endurgreiða vegna
kvikmyndagerðar á árinu en það
fer eftir því hversu margar mynd
ir verði á endanum teknar upp að
hluta hér á landi.
Háar fjárhæðir
n Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins
2012 er gert ráð fyrir að iðnaðarráðu-
neytið endurgreiði 153,5 milljónir króna
vegna kvikmyndaframleiðslu hér á
landi. Miðað við þá forsendu að aðeins
20 prósent séu endurgreidd kemur í ljós
að gert er ráð fyrir að kvikmyndafram-
leiðsla skili 767,5 milljóna fjárfestingu
inn í íslenska hagkerfið.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Þessi
verkefni
væru ekki að
koma ef það væri
ekki fyrir þessa
endurgreiðslu
Kemur í sumar Gert er ráð
fyrir að Tom Cruise sé einn
þeirra Hollywood-leikara
sem koma hingað til lands í
sumar. Mynd ReuteRs
Prometheus
Áætlaður framleiðslukostnaður:
19.097 milljónir króna
n Kvikmynd leikstjórans Ridley Scotts,
Prometheus, var tekin upp hér á landi í fyrra.
Ríkið endurgreiddi um það bil 100 milljónir
króna vegna myndarinnar. Myndin verður
frumsýnd 8. júní næstkomandi.
Oblivion
Áætlaður framleiðslukostnaður:
12.731 milljón króna
n Oblivion verður tekin upp að hluta til hér á
landi síðar á árinu. Meðal leikara í myndinni
eru Tom Cruise og Morgan Freeman. Gert er
ráð fyrir að myndin muni kosta 100 milljónir
dala, jafnvirði 12.731 milljónar króna, í fram-
leiðslu en ekki nema hluti þess kostnaðar
fellur til hér á landi. Myndin verður frum-
sýnd á næsta ári.
The Secret Life
of Walter Mitty
Áætlaður framleiðslukostnaður: Óvíst
n Samkvæmt RÚV mun Ben Stiller vera
á leið til landsins til að taka upp hluta
kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter
Mitty. Ekki liggur fyrir hversu miklu á að
eyða í framleiðslu myndarinnar og ekki
hægt að draga neinar ályktanir um hversu
miklu myndin mun skila inn í íslenska hag-
kerfið.
smásöluvísitala RV:
Áfengi og
föt seljast
betur
Velta í dagvöruverslun jókst um
4,8 prósent á föstu verðlagi í mars
miðað við sama mánuð í fyrra og
jókst um 10,3 prósent á breyti
legu verðlagi. Leiðrétt fyrir árs
tíðabundnum þáttum dróst velta
dagvöruverslana saman í mars
um 4,2 prósent frá sama mánuði í
fyrra. Verð á dagvöru hefur hækk
að um 5,3 prósent á síðastliðnum
12 mánuðum. Þetta kemur fram í
nýrri smásöluvísitölu Rannsókn
arseturs verslunarinnar.
Sala áfengis jókst um 12,2 pró
sent í mars miðað við sama mán
uð í fyrra á föstu verðlagi og um
17,2 prósent á breytilegu verðlagi.
Leiðrétt fyrir árstíðabundnum
þáttum nam samdráttur í veltu
áfengis í mars um 2,7 prósent frá
sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi
var 4,5 prósentum hærra í mars
síðastliðnum en í sama mánuði í
fyrra.
Fataverslun jókst um 9,5 pró
sent í mars miðað við sama mán
uð í fyrra á föstu verðlagi og um
10,7 prósent á breytilegu verðlagi
á sama tímabili. Leiðrétt fyrir árs
tíðabundnum þáttum jókst velta
fataverslunar í mars um 2,9 pró
sent frá sama mánuði í fyrra. Verð
á fötum hækkaði um 1,0 prósent
frá sama mánuði fyrir ári.
Velta skóverslunar jókst um
6,1 prósent í mars á föstu verðlagi
og um 21,4 prósent á breytilegu
verðlagi miðað við sama mánuð
fyrir ári. Verð á skóm hækkaði um
14,4 prósent frá mars í fyrra. Út
söluáhrif virðast hafa varað eilítið
lengur í fyrra en nú í flokki skó
verslunar.
Velta húsgagnaverslana jókst
um 14,7 prósent í mars frá sama
mánuði fyrir ári á föstu verðlagi og
jókst um 20,3 prósent á breytilegu
verðlagi. Verð á húsgögnum var
4,9 prósentum hærra í mars síð
astliðnum miðað við sama mánuð
í fyrra. Velta sérverslana með rúm
jókst um 46,2 prósent frá sama
mánuði í fyrra á föstu verðlagi en
sé horft til fyrsta fjórðungs ársins
er aukningin 1,5 prósent frá fyrra
ári. Velta í sölu skrifstofuhúsgagna
dróst saman um 24,7 prósent í
mars síðastliðnum samanborið
við sama mánuð í fyrra á föstu
verðlagi.
Sala á raftækjum í mars jókst
um 20,0 prósent á föstu verðlagi
og um 18,3 prósent á breytilegu
verðlagi. Verð á raftækjum var 1,4
prósentum lægra en í mars 2011.
Rangir
áfangastaðir
DV fór rangt með áfangastaði
Iceland Express í úttekt um flug í
síðasta helgarblaði. Réttir áfanga
staðir félagsins eru: Alicante,
Barcelona, Berlín, Basel, Billund,
Bologna, Gautaborg, Edinborg,
Kraká, Kaupmannahöfn, París,
London og Varsjá. Blaðið biðst
velvirðingar á rangfærslunum.