Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Qupperneq 14
14 Erlent 16.apríl 2012 Mánudagur Barnaníðingur á flótta n Grunnskólakennari á lista yfir hættulegustu glæpamenn Bandaríkjanna E ric Justin Toth, þrítugur fyrr- verandi kennari, er kominn á tíu manna lista FBI, banda- rísku alríkislögreglunnar, yfir hættulega glæpamenn sem enn ganga lausir. Eric lagði á flótta árið 2008 þegar hann starfaði sem grunnskólakennari í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Sam- kennari hans fann grófar mynd- ir af börnum í kynferðislegum eða klámfengnum stellingum í mynda- vél í eigu skólans. Í ljós kom að Eric hafði notað myndavélina skömmu áður og hóf lögregla þá rannsókn. Eric lagði hins vegar á flótta áður en ákæra var gefin út. Hann er talinn hafa ekið til In- dianapolis þar sem hann heimsótti grunlausa foreldra sína. Í ágúst 2008 fannst bifreið hans við flugvöllinn í Minneapolis og í honum fund- ust grófar kynferðislegar myndir af börnum. Lögregla fékk vísbendingu um að Eric hefði sést í gistiskýli fyr- ir heimilislausa í borginni Phoenix árið 2009 en þegar lögregla fór á staðinn var hann farinn. Síðan þá hefur ekkert spurst til hans. Yfir- völd í Maryland hafa einnig lýst eft- ir honum vegna gruns um að hann hafi framleitt barnaníðsefni. FBI hefur heitið hverjum þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til handtöku Erics hundrað þúsund dölum, eða 12,7 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum FBI er Eric lýst sem „viðkunnalegum og vel menntuðum manni sem kem- ur vel fyrir“. Lögregla telur að hann noti annað nafn en sitt eigið sem hann notar til að komast í kynni við börn. FBI leggur mikla áherslu á að hafa hendur í hári hans en nafn Erics fór á listann í staðinn fyrir Osama bin Laden sem drepinn var í maí í fyrra. Hættulegur Eric Justin Toth hefur verið á flótta í fjögur ár. Hann er nú kominn á lista yfir 10 hættulegustu glæpamenn Bandaríkjanna. Þ að telst ekki til mannréttinda að stunda sifjaspell. Þetta er niðurstaða Mannréttinda- dómstólsins í Strassborg í óvenjulegu máli sem Patrick Stübing, 35 ára Þjóðverji, höfðaði. Patrick þessi, sem býr í borginni Leipzig, hafði fjórum sinnum verið fundinn sekur um sifjaspell af þýsk- um dómstólum. Patrick og systir hans, Susan Karolewski, eiga fjögur börn saman og hafa verið elskendur í áraraðir. Þau hafa lengi barist fyrir því að lög gegn sifjaspelli í landinu verði felld úr gildi. Barátta þeirra hef- ur engan árangur borið og nú hefur Mannréttindadómstóllinn tekið af öll tvímæli, hafi þau á annað borð ein- hver verið: Sifjaspell er bannað og telst ekki til mannréttinda. Þrjú ár í fangelsi Í málflutningi sínum fyrir Mannrétt- indadómstólnum sagði Patrick að lög sem banna sifjaspell brytu í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður meðal annars á um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Fjölskipaður dómurinn komst hins vegar að ein- róma niðurstöðu. Patrick getur þó áfrýjað úrskurðinum til æðra dóm- stigs Mannréttindadómstólsins sem yrði þá endanleg niðurstaða. Ekki liggur fyrir hvort hann muni áfrýja úrskurðinum, samkvæmt frétt þýska blaðsins Der Spiegel. Mál systkinanna hefur vakið tals- verða athygli í Þýskalandi á undan- förnum árum. Patrick hefur sem fyrr segir fjórum sinnum verið dæmdur í fangelsi fyrir sifjaspell og setið á bak við lás og slá í samtals þrjú ár. Nánari eftir móðurmissi Patrick og systir hans ólust ekki upp saman. Þegar hann var þriggja ára var hann tekinn frá foreldrum sín- um og komið fyrir á barnaheimili eftir að faðir hans misnotaði hann kynferðislega. Fjórum árum síðar, þegar hann var sjö ára, var hann ættleiddur af annarri fjölskyldu. Það var svo ekki fyrr en á fullorðinsár- unum, þegar hann var 24 ára, að hann komst aftur í kynni við systur sína sem þá var aðeins 17 ára. Eftir að móðir þeirra lést urðu þau enn nánari og urðu elskendur. Á árun- um 2001 til 2005 eignuðust þau fjög- ur börn en tvö þeirra eru fötluð. Patrick hlaut fyrst dóm árið 2002 en þá var hann dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi. Systir hans var hins vegar aldrei sakfelld þótt málin væru einnig höfðuð gegn henni. Patrick hefur látið hafa eftir sér að þýsk- ir dómstólar hafi lagt líf fjölskyldu hans í rúst. Systkinin búa ekki leng- ur saman en þremur af fjórum börn- um þeirra hefur verið komið í fóstur. Fjórða barnið, það yngsta, býr hjá móður sinni. Þýsk systkini mega ekki vera elskendur n Úrskurðað í máli manns sem á fjögur börn með systur sinni„Á árunum 2001 til 2005 eignuðust þau fjögur börn en tvö þeirra eru fötluð. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Elskendur Patrcik Stübing og systir hans, Susan Karolewski, eiga fjögur börn saman. Skýr niðurstaða Mannréttindadómstóllinn í Strassborg komst að þeirri niðurstöðu að sifjaspell teldist ekki til mannréttinda. MyNd REutERS Frelsuðu 400 fanga Um hundrað manna hópur her- skárra íslamista réðst inn í fang- elsi í norðvesturhluta Pakistans á laugardag og frelsaði allt að 400 fanga sem þar afplánuðu dóma. Samkvæmt frétt breska ríkisút- varpsins, BBC, eru margir þeirra taldir mjög hættulegir en í hópn- um er meðal annars fangi sem reyndi að ráða Pervez Musharraf, fyrrverandi forseta Pakistans, af dögum. Eftir innrásina sendu ta- líbanar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir ábyrgð. Mennirnir sem réðust inn í fangelsið notuðu meðal annars handsprengjur til að sprengja upp lokuð hlið. Blind kona í bobba Trish Vickers, 59 ára bresk kona, lætur fátt stöðva sig þótt hún sé blind. Vickers missti sjónina fyrir sjö árum vegna sykursýki og ákvað að skrifa bók um reynslu sína. Vickers er ekki mjög tæknivædd og því ákvað hún að skrifa bókina með penna á blöð og láta son sinn skrifa hana upp í tölvu. Syninum brá í brún þegar hann ætlaði að færa fyrstu 26 blaðsíðurnar inn í tölvu því allar síðurnar voru tóm- ar. Í ljós kom að blekið í pennan- um sem Vickers notaði var búið. Tæknideild lögreglu tókst hins vegar að endurheimta efnið með nýjustu tækni. Viðvörunarkerfið virkaði ekki Fimm manns létust þegar ský- strókur fór yfir bæinn Woodward í Oklahoma um helgina. Nokkrir skýstrókar gengu yfir svæðið um helgina en ollu þó afar litlu tjóni í samanburði við þann sem Wo- odward mátti þola. Bæjarstjórinn Roscoe Hill segir að viðvörunar- kerfi sem á að vara fólk við yfirvof- andi skýstrókum hafi ekki virkað sem skyldi. „Það fór lítill skýstrók- ur yfir fyrr um daginn og þá fór allt af stað. En þegar þessi kom virk- uðu sírenurnar ekki,“ segir Hill í samtali við AP-fréttastofuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.