Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Qupperneq 17
Spurningin
Þá er ég ham-
ingjusöm
Öll þessi smáatriði
skipta máli
Hrefna Rósa Sætran þrífst best undir álagi. – DVTobba Marinós undirbýr sig fyrir Hvannadalshnjúk. – DV
Ekki við Össur að sakast
„Nei, ég fór ekki.“
Birgitta Saga Jónsdóttir
17 ára nemi
„Já, það var æðislegt.“
Fríða Ísberg
20 ára heimspekinemi
„Nei, ég var heima að læra.“
Morgan Mary Þorkelsdóttir
17 ára nemi
„Nei, ég þurfti að vinna.“
Leó Kristberg Einarsson
28 dyravörður og vélstjóri
„Nei, of langt að fara.“
Sindri Þorsteinsson
18 ára nemi
Fórstu á Aldrei
fór ég suður?
Ólafur konungur
M
ikil ógn steðjar nú að íslenskri
þjóð þegar sótt er að herra Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta Ís-
lands, sem boðist hefur til að
taka að sér embætti forseta áfram en
launalaust og í hlutastarfi. Ólafur veit
að þjóðin má alls ekki við því að missa
hann. Hver á þá að stöðva áform ríkis-
stjórnarinnar um að steypa Íslandi í fjár-
hagslega ógæfu? Og hver á að sjá um
að heiðra Íslands bestu syni og dætur
af þeirri smekkvísi sem forsetinn er
þekktur fyrir? Það lýsir frábærri framsýni
hans að kraftaverkamaðurinn Sigurður
Einarsson, stofnandi hins sáluga Kaup-
þings, skyldi fá fálkaorðuna á sínum
tíma fyrir frábærar viðskiptafléttur. Og
allir íslensku útrásarmennirnir áttu
innangengt á Bessastöðum vegna mikil-
vægis þeirra.
Ólafur Ragnar gerði fleira. Hann
stöðvaði fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar
á sínum tíma. Og hann stöðvaði samn-
inga um Icesave í tvígang. Og hann mun
örugglega stöðva Icesave oftar ef færi
gefst og segja Bretum og Hollendingum
stríð á hendur. Þá mega þessar aumingj-
ans þjóðir biðja fyrir sér þegar við send-
um varðskipið Þór með nýju aðalvélina
gegn þessum níðingaþjóðum.
Það er sama hvar borið er niður í
forsetatíð Ólafs Ragnars. Spor hans í ís-
lenskri stjórnmálasögu eru djúp og skýr.
Litli rakarasonurinn frá Ísafirði hefur svo
sannarlega staðið sína pligt og verið þjóð
sinni annað og meira en þeir vindhanar
sem gagnrýna hann hæst. Ólafur Ragnar
er enn á besta aldri og engin ástæða til
annars en að hann verði jafngamall og
páfinn í embætti. Og ekki má gleyma því
að eiginkona hans, Dorrit, er enn á besta
aldri og gæti þess vegna tekið við af
bónda sínum. Svarthöfði mælir með því
að Ísland verði konungsríki með upphaf
sitt í Ólafi konungi Ragnari. Þá þurfum
við ekkert að vesenast með kosningar
þar sem stórslys gætu átt sér stað með
því að forseti vor yrði felldur af lýð-
skrumara. Við vitum hvað við höfum á
Bessastöðum. Og okkur ber að viðhalda
þeim styrk. Og það er líka svo gaman að
eiga kóngafólk.
Svarthöfði
F
ramkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur þröngvað sér
inn í málssóknina gegn Íslandi
vegna Icesave. Frumkvæði að
þessari málssókn áttu fulltrúar Noregs
og Liechtenstein hjá ESA-stofnuninni
sem á að fylgjast með því að markaðs-
samningi Hins evrópska efnahags-
svæðis sé fylgt. Það er kapítuli út af
fyrir sig að fulltrúar Noregs og Liecht-
enstein hafi meiri áhyggjur af varnar-
viðbrögðum íslenskra skattgreiðenda
vegna Icesave, en framferði Breta sem
beittu okkur hryðjuverkalögum til að
fá sínu framgengt!
Nú hefur framkvæmdastjórn ESB
lagst á sveifina með Bretum og Hol-
lendingum. Það kemur til með að
reyna á EFTA-dómstólinn eftir að Evr-
ópusambandið hefur lýst því yfir hver
niðurstaða þóknist því best í dóms-
málinu gegn Íslandi!
Margir efuðust um að Evrópuríkin
vildu yfirleitt dóm, því ætla mætti að
ekki vildu þau fá fordæmi sem gæti
valdið því að þeirra eigin skattborgarar
yrðu gerðir ábyrgir fyrir afglöpum fjár-
málafyrirtækja umfram það að koma
upp tryggingakerfi eins og við gerðum.
En nú er búið að breyta reglunum og
ef til vill þykir Bretum og Hollend-
ingum óhætt að fá dóma á grundvelli
eldri reglugerða því þær hafi þá ekki
sama fordæmisgildi og ella.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem
sæti á í utanríkismálanefnd Alþingis,
lýsti því yfir eftir fund í nefndinni um
þetta mál að halda bæri aðgreindu
dómsmálinu annars vegar og við-
brögðum okkar hins vegar: „... en ég
get sagt almennt um málið að ég dreg
engan veginn í efa lagalega heimild
ESB til að krefjast meðalgöngu og það
er að mínu mati mikilvægt að við að-
greinum hið lagalega og hið pólitíska í
þessari aðgerð...“
Og hún bætti við: „Hvorki þing né
þjóð geta látið eins og ekkert sé [...]
Það er fullt tilefni til að bæði þingið
endurskoði afstöðu sína og að þjóðin
fái að skera úr um það hið allra fyrsta
hvort henni yfirhöfuð geðjast að því
að vera á leið inn í Evrópusambandið
á þeim forsendum sem þegar blasa
við.“
Þegar ég tek undir með þeim sjón-
armiðum sem þarna koma fram er
ég í reynd að lýsa því yfir að viðbrögð
utanríkisráðherra, Össurar Skarp-
héðinssonar, sem eru í samræmi við
þetta séu rétt. Sumir vilja gera mikið
úr því að tafist hafi að taka umræðu
um málið í utanríkisnefnd Alþingis og
sé um að kenna meintum vafasömum
ásetningi utanríkisráðherra. Þetta er
fráleit afvegaleiðing frá meginmál-
inu. Hafi orðið óeðlileg töf – sem ég
hef sannfærst um að er ekki af völdum
utanríkisráðherrans – þá kom hún
ekki að sök að mínum dómi. Niður-
staðan hefði orðið sú sama. Hvað hinn
lagatæknilega þátt varðar er brugðist
við samkvæmt ráðleggingum verjenda
Íslands og samdóma mati þess breiða
teymis sem þeir styðjast við.
Eftir stendur hitt, hvernig Íslend-
ingar ætli að bregðast við þeirri póli-
tísku ákvörðun Evrópusabandsins að
blanda sér í málaferlin. Í mínum huga
er verkefnið augljóst: Við eigum að
setja niður tímamörk og ákveða hve-
nær þjóðin fái milliliðalausa aðkomu
að málinu.
Ég hef lengi talað fyrir því að þjóðin
eigi að dæma sjálf um þær efnislegu
niðurstöður sem liggja fyrir þegar
kemur að þeim tímamörkum um
viðræðulok sem íslensk stjórnvöld
ákvarða. Þetta er vissulega tilefni til að
við endurskoðum okkar hug til við-
ræðuferlisins.
Fyrst birt á ogmundur.is
„ Þetta er
vissulega
tilefni til að við
endurskoðum
okkar hug til við-
ræðuferlisins
Heimsmeistaramót Það var hart tekist á um pökkinn í leik Króata og Nýsjálendinga á sunnudag á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Reykjavík þessa dagana.
Mynd Sigtryggur AriMyndin
Umræða 17Mánudagur 16. apríl 2012
1 Milljónayfirdráttur fór í einkaneyslu
Lögmaður Stefáns Hilmarssonar,
fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, segir
að tugmilljóna yfirdráttarlán hans hafi
meðal annars farið í einkaneyslu.
2 Óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna konu sem vildi of mikið
kynlíf
Þjóðverji óskaði eftir aðstoð lögreglu
eftir að kona, sem hann sængaði hjá,
bað hann um of mikið kynlíf.
3 Seldi í Kaupþingi fyrir 4,6 milljarða
Kaldbakur ehf., fjárfestingarfélag
útgerðarfélagsins Samherja, seldi 0,8
prósenta hlut í Kaupþingi árið 2008.
4 Svona býr Breivik í fangelsinuMyndir sýna aðbúnað norska
fjöldamorðingjans í fangelsinu í Ósló.
5 „Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásar-
innar?“
Í nærmynd af Ólafi Ragnari Grímssyni
í helgarblaði DV voru ummæli úr rann-
sóknarskýrslu Alþingis rifjuð upp.
6 Heimskulegt að kjósa forseta núna
Egill Helgason um komandi
forsetakosningar.
7 Vatnsleki kom upp um dóp-framleiðslu
Tilkynnt var um vatnsleka frá íbúð í
Reykjavík á laugardag.
Mest lesið á DV.is
Allt svona
skaðar
Jón Hákon Magnússon almannatengill um fjöldapóstinn um Svavar Halldórsson. – DV
Kjallari
Ögmundur
Jónasson