Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Síða 19
Neytendur 19Mánudagur 16.apríl 2012
Svona haldast bananar betri
n Bananar geymast best við 12 til 14 gráður
Þ
að getur verið erfitt að finna
bestu mögulegu geymsluað-
stæður fyrir banana þar sem
þeir geymast best við 12 til
14 gráður. Ísskápurinn er of kaldur
og stofuhiti of hár. Það er verri kost-
ur að hafa þá í ísskáp þar sem þeir
grána og missa bragð og þótt þeir
eyðileggist ekki beint þá missa þeir
viss gæði við kuldann.
Þegar þeir eru geymdir við stofu-
hita þroskast þeir of hratt og því fáir
staðir í húsinu þar sem hitastigið er
tilvalið fyrir banana. Það eru helst
þeir sem eru með kaldan kjallara
eða kalda geymslu sem gætu fund-
ið geymslustað fyrir banana.
Sé epli geymt nálægt banana
þroskast hann enn hraðar en ella.
Ástæðan fyrir þessu er að epli gefa
frá sér vaxtarhormón sem ber nafn-
ið etýlen sem flýtir fyrir þroska
ávaxta og grænmetis sem eru í
nánd við eplin. Bananar eru sér-
staklega viðkvæmir fyrir þessu og
verða fljótt ofþroskaðir. Það er þó
óþarfi að henda banönum sem
eru komnir yfir það þroskastig sem
hentar til átu því þá er alveg upplagt
að nota þá þannig í ýmsa rétti og í
brauð og kökur.
Á síðunni hus-raad.dk er gefið
ráð til að lengja endingartíma ban-
ana við stofuhita. Þar segir að ef
maður pakkar hverjum banana fyr-
ir sig inn í pappír þá ættu þeir að
endast örlítið lengur.
gunnhildur@dv.is
n Fyrirtækið er með ódýrustu umfelgun í öllum flokkum könnunarinnar
T
æplega 37 prósenta mun-
ur er á verði á umfelgun á
jeppadekkjum og 25 pró-
senta munur á umfelgun
á fólksbíladekkjum, sam-
kvæmt óformlegri könnun DV. Höld-
ur á Akureyri tekur mest fyrir um-
felgun á fólksbílum, hvort sem um
stálfelgur eða álfelgur er að ræða.
Ódýrust er umfelgunin hins veg-
ar hjá Kvikkfix í Kópavogi og þar er
verðið einnig lægst á umfelgun fyrir
jeppa. Max1 tekur mest fyrir umfelg-
un á stálfelgum á jeppa en Pitstop
fyrir álfelgurnar.
Kynntu þér afslætti
DV fékk uppgefin verð hjá níu fyrir-
tækjum á umfelgun fólksbíladekkja
annars vegar og 30“ jeppadekkja
hins vegar. Auk þess eru tekin fram
mismundi verð á ál- og stálfelgum.
Sum fyrirtækjanna bjóða upp á af-
slætti svo sem fyrir eldri borgara og
félagsmenn FÍB og eru bíleigendur
hvattir til að kynna sér hvar slíka af-
slætti er að fá.
Samkvæmt könnun sem verðlags-
eftirlit ASÍ lét gera í síðustu viku var
verðmunurinn allt að 83 prósent en
taka skal fram að sú könnun náði yfir
önnur fyrirtæki og fleiri stærðir jeppa-
dekkja og er því ekki sambærileg.
Sendum naglana í sumarfrí
Nú ættu naglar að vera farnir und-
an öllum ökutækjum en samkvæmt
reglugerð um gerð og búnað öku-
tækja má ekki nota keðjur og neglda
hjólbarða á tímabilinu frá og með 15.
apríl til og með 31. október. Undan-
tekning er á þessari reglu ef veðurfar
og akstursaðstæður bjóða ekki upp á
að vera án nagla.
Það getur þó verið dýrkeypt að
draga það of lengi að skipta um dekk
því undanfarin ár hefur lögreglan
haft heimild til að sekta ökumenn
um 5.000 krónur fyrir hvert nagla-
dekk sem er undir bifreiðinni. Þeir
sem enn keyra á negldum dekkjum
eru því hvattir til að skipta um dekk
sem fyrst.
Pitstop Sólning Borgardekk Max1 KvikkFix Höldur Bílab. Benna Barðinn Klettur
Fólksbíll
Stálfelgur 5.679 kr. 5.890 kr. 5.490 kr. 6.552 kr. 5.200 kr. 7.005 kr. 5.995 kr. 5.890 kr. 6.400 kr.
Álfelgur 6.409 kr. 5.890 kr. 5.490 kr. 7.292 kr. 5.200 kr. 7.005 kr. 6.447 kr. 5.890 kr. 6.400 kr.
Jeppi 30“
Stálfelgur 10.183 kr. 7.645 kr. 8.990 kr. 10.281 kr. 6.700 kr. 8.518 kr. 7.997 kr. 10.435 kr. 7.850 kr
Álfelgur 10.616 kr. 7.970 kr. 8.990 kr. 10.281 kr. 6.700 kr. 8.518 kr. 8.968 kr. 10.435 kr. 7.850 kr.
Verð á umfelgun fólksbíla og jeppa
Ekki draga naglana úr
n Ekki er ráðlagt að láta draga naglana úr vetrardekkjum þar sem gúmmíblandan í
vetrardekkjum er önnur en í sumardekkjum. Þetta segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri
blaðs Félags íslenskra bifreiðaeigenda, en í samtali við DV síðasta vor sagði að hann
að vetrardekk ættu að vera mjúk. „Þau eru þannig gerð að þau halda mýktinni þó ískalt
sé í veðri. Þar með verða þau enn mýkri þegar hitnar í veðri og malbikið er heitt í sólinni.
Dekkið verður of mjúkt og hemlunareiginleikar þess eru alls ekki nógu góðir,“ segir
Stefán. Þar að auki sé ekki mikill sparnaður í því þar sem slitflötur vetrardekkja sé mýkri
og þau endist því ekki eins vel. Stefán telur þetta því frekar vafasaman sparnað en segir
að best sé að eiga tvo umganga og helst þá á felgum. Séu dekkin á felgum sé ekki svo
dýrt að skipta og maður geti í rauninni gert það sjálfur. „Eitt sett af vetrardekkjum og eitt
sett af sumardekkjum, það er skynsamlegast.“
„Þeir sem enn keyra
á negldum dekkj-
um eru því hvattir til að
skipta um dekk sem fyrst.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
KviKKFix
ódýrast Nagladekkin burt Nú er tími sumardekkjanna kominn. Frá og með 15. apríl var bannað að aka um á negldum dekkjum.
Bananar Þroskast of hratt
við stofuhita. MyNd PHotoS.coM
Gífurlegur verð-
munur á dekkjum
Verðmunur á sumar- og heils-
ársdekkjum er mikill miðað við
könnun sem verðlagseftirlit ASÍ
hefur gert. Þetta kemur fram á
heimasíðu ASÍ en þar segir að verð
á 14, 15 og 16" sumar- og heils-
ársdekkjum hjá söluaðilum víðs
vegar um landið hafi verið kannað
þann 9. apríl. Þá kom í ljós að mik-
ill verðmunur er á milli þeirra, en
mestur verðmunur í könnuninni
var á 16" sumarhjólbarða fyrir
meðalbíl, eða 76 prósent. Dekk-
verk var oftast með lægsta verðið
en Max 1 oftast með það hæsta.
Verðlagseftirlitið bendir neyt-
endum á að skoða heimasíðu FÍB
til að finna nánari upplýsingar um
gæði og öryggi hjólbarða.
Komdu
draslinu
í verð
Það er góð tilfinning að taka
geymslur og skápa, sem eru
fullir af dóti sem þú notar ekki, í
gegn. Það léttir á þér eins og það
léttir á heimilinu. Þetta skilar sér
í heilmiklum tímasparnaði þar
sem þú þarft ekki lengur að eyða
miklum tíma í að róta í draslinu
til að finna hlut sem þú leitar að.
Um þetta er fjallað á 1001-spare-
tips.dk. Þar segir að helsti kost-
ur þess að taka til í geymslum og
skápum sé þó að þú getur grætt
á því. Nú til dags megi selja
næstum hvað sem er á netinu
og því tilvalið að koma hlutum,
sem hafa legið í geymslu lengi, í
verð. Þú græðir og kaupandinn
fær hlutinn á góðu verði og því
jákvætt fyrir alla.
Nýtt líf
jógúrtdósa
Mikið magn umbúða fellur til á ís-
lenskum heimilum en margt af því
er hægt að endurnýta. Til dæmis
má nota jógúrtdósir í margt eftir
að innihaldið hefur verið klárað
og þeir sem eru með græna fingur
vita að jógúrtdósirnar eru fyrir-
taks pottar fyrir nýgræðlinga. Þetta
kemur fram á matarkarfan.is en
þar segir að einnig megi nota
mjólkurfernur í garðyrkjuna. Þá
skuli klippa ofan af fernunum og
nota sem framhaldsræktunarbeð
þegar plönturnar hafa náð ákveð-
inni stærð. Á vorin sé sérstak-
lega sniðugt að setja niður fræ,
til dæmis fræ af salati og öðrum
jurtum sem gefa af sér æta ávexti.
Sumarið er á næsta leiti og því
tímabært að byrja að safna dósum
og fernum. Eins og jógúrtdósirnar
eru eggjabakkar einnig góðir til
að sá í.