Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Síða 20
20 Lífsstíll 16. apríl 2012 Mánudagur Fallegri með hverju árinu Sumir verða einfaldlega fallegri með árun­ um. Svo eru það þeir sem virðast einhverra hluta vegna ekki eldast. DV heyrði í þrettán Íslendingum sem tekist hefur að viðhalda æskuljómanum og forvitnaðist um lykil­ inn að eilífri æsku. Fegurð og æskuljómi er vissulega huglægt. Sumir dást að útliti þeirra sem eldast virðulega og hægt er að lesa lífsreynslu úr hverri hrukku á meðan aðrir hrífast af þeim sem virðast þeirrar gæfu aðnjótandi að tíminn einfaldlega bítur ekki á þá. Nafn: Ágústa Johnson Starf: Framkvæmdastjóri Aldur: 49 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Áherslurnar í þjálfun minni hafa breyst undanfarin ár. Ég hef lagt meiri áherslu á styrktarþjálfun með áherslu á djúpvöðvana í miðju líkamans og teygjuæfingar, sem hentar mér vel. Er því ekki frá því að ég sé hreinlega talsvert sterkari í dag en ég var fyrir 5 árum.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég hreyfi mig auðvitað reglulega allan ársins hring, kenni hjólatíma, styrktartíma og HD fitness og spila badminton með skemmtilegum vinkonum og gæti hófs í mataræði.“ Býrðu yfir einhverju leyndarmáli þegar kemur að útliti? „Það er ekkert leyndarmál að regluleg þjálfun, hófsemi í mataræði, góður svefn og jákvætt hugarfar gerir kraftaverk fyrir útlitið.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Mér finnst viðmiðin í samfélaginu vera orðin dálítið brengluð varðandi fegurðarstaðla. Er ekki eðlilegasti hlutur í heimi að eldast? Og væri ekki veröldin heldur óspennandi ef allir yrðu steyptir í sama mót? En ef fullorðið fólk vill fara í slíkar aðgerðir þá kemur það auðvitað engum öðrum við. En mér finnst a.m.k. vert að staldra við og hugsa hvert við stefnum þegar ungar stúlkur eru farnar að leggjast undir hnífinn til að standast ímyndar­ kröfur samfélagsins.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugsaldurinn? „Því skyldum við hafa boð og bönn fyrir og eftir fertugt? Aldur er svo afstæður. Fólk, sem líður vel í eigin skinni, hefur gott sjálfstraust og hefur sinn persónulega stíl í útliti og klæðaburði og klæðir sig huggulega í samræmi við sitt vaxtarlag, er flott á hvaða aldri sem er. Ég gef ekki mikið fyrir gamaldags hugmyndir um að allar konur yfir fertugt eigi að vera með stutt hár og ganga í drögtum sem ná niður fyrir hné. Ekki nema þær kjósi það!“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Heldurðu að ég muni hvað ég var að hugsa um tvítugt? Ég hef alltaf reglulega dottið í einhvern útlits­ komplexabömmer eins og líklega margir. En maður þroskast sem betur fer og lærir smám saman að vera bara sáttur við sjálfa sig og hugsa frekar um að vera þakklát fyrir að vera heilbrigð en að eyða orku í að ergja sig yfir að vera ekki svona eða hinsegin.“ Hvaða snyrtivörur eru í uppá­ haldi? „Uppáhaldsmerkin í húðvörum eru Blue lagoon­vörurnar. Mér finnst alltaf góð tilfinning að bera á mig þessi undursamlegu og einstöku náttúrulegu efni og ég finn mikinn mun til batnaðar á húðinni eftir að ég fór að nota vörurnar. Og svo get ég ekki verið án Mineral­farðans frá Bare Essentials. Algjör snilld.“ Nafn: Svava Johansen Aldur: 48 ára Starf: Verslunarkona Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Ætli ég sé ekki bara í svipuðu formi. Vona það allavega.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég drekk mikið vatn, sef mína átta tíma, borða hollan og næringarríkan mat og ekkert eftir klukkan 20 á kvöldin, það tekst oftast. Og síðast en ekki síst er það líkamsræktin, golfið og göngutúrarnir með hundinn okkar.“ Býrðu yfir einhverju leyndarmáli þegar kemur að útliti? „Ég held að ef þú hittir jákvætt fólk þá líti það yfirleitt vel út. Mér finnst allt fólk sem er glaðlegt og jákvætt líta vel út. Ég reyni að vera jákvæð og glöð.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Sjálf er ég svo mikill kjúklingur að ég myndi sjálf ekki þora í neitt svoleiðis. En það velur hver fyrir sig.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugsaldurinn? „Þegar við eldumst þá verðum við að huga meira að ýmsu. Klæðn­ aður, klæða sig áfram töff en eftir aldri, passa að fara ekki yfir strikið. Mataræði – með aldrinum lærum við hvað fer vel í okkur og hvað ekki en við verðum að hlusta á líkamann okkar og ekki síst svefninn – við verðum að hvílast vel. Við megum ekki misbjóða okkur með of litlum svefni.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Ég er miklu ánægðari núna enda þroskaðri og er ekki að rýna í þá hluti sem ég var aldrei ánægð með. Hef með aldrinum lært að meta betur það sem var í lagi og lært að sætta mig við hitt. Það byggir upp sjálfstraust hjá manni. Ójá, maður þroskast með aldrinum.“ Eyðir þú miklu í snyrtivörur? Uppáhaldsmerki? „Ætli ég eyði ekki svona í meðallagi í snyrtivörur. Ég elska Chanel­ make up, Kanebo­hreinsivörurnar, Crabtree og Evelyn bodylínuna og Guerlain Terracotta­brúnkulínuna. Í hárið nota ég mikið frá John Frieda, það fer vel við mitt hár.“ Nafn: Jakob Frímann Magnússon Starf: Tónlistarmaður Aldur: 59 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Mjög svipuðu.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Með göngum, sundi og stöku tíma í ræktinni.“ Býrðu yfir einhverju leyndarmáli þegar kemur að útliti? „Að viðhalda gleðinni.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Í góðu lagi fyrir þá sem það vilja. Hef aldrei hugleitt slíkt sjálfur.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugt? „Einkum að ganga eilítið hægar inn um gleðinnar dyr.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Bæði og.“ Hvað eyðir þú miklu í snyrtivörur? „Mjög litlu. Lyktarlaust rakakrem fyrir svefninn er allt og sumt.“ Nafn: Þórólfur Árnason Starf: Verkfræðingur og fyrrverandi borgarstjóri Aldur: 55 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Andlegt og líkamlegt form er í réttu hlutfalli við innri ró, reglusemi og lífsgleði.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Geng, syndi, sef og vaki. Reyni að gæta hófs í mat og drykk. Borða allan mat og tek lýsi.“ Býrðu yfir einhverju leyndarmáli þegar kemur að útliti? „Stunda útiveru og hef aldrei lagst á ljósabekk. Er fæddur með dökk gen, verð nánast brúnn við að heyra góða veðurspá.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Skurðaðgerðir eiga rétt á sér sem lækning og sem meðhöndlun við slysum og sjúkdómum, ekki sem útlitsbreyting.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugt? „Það má allt sem gerir engum illt. Betra að fækka aðeins heljarstökk­ um, handahlaupum og tæklingum. Mullersæfingarnar koma sterkar inn.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Hef aldrei hugsað sérstaklega um útlitið, lifi frekar eftir mottóinu; Útlit er innri maður.“ Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru? „Sturtusápan í sundlaugunum og rakspíraafgangar frá syninum eru helstu snyrtivörurnar.“ Nafn: Svavar Örn Starf: Hárgreiðslumaður á Senter og útvarpsmaður í morgunþættinum á K100,5. Aldur: 37 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Nei, ég get ekki sagt það. Mér finnst aðeins of gott að borða. Samt borða ég hollari mat núna en áður og er orðinn aðeins meðvitaðri. Ég rokka mikið í vigt sem er alls ekki hollt. Samt finnst mér alltaf flottara að fólk sé með smá utan á sér. Þá er minna um hrukkur.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég er sko búinn að prufa ýmislegt. Mér líður alltaf best þegar ég hreyfi mig en ég er svo upptekinn að ég á erfitt með að finna tíma. Best þykir mér að fara út að ganga með hundinn minn.“ Býrðu yfir einhverju leyndarmáli þegar kemur að útliti? „Það er ótrúlegt hvað góður svefn getur gert mikið. Svo reyni ég að hugsa vel um húðina mína en ég nota eingöngu Kanebo­snyrtivörur.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Mér finnst þær dásamlegar, ekkert að þeim. Ég er hlynntur bótoxi og þessu öllu saman og það kemur mér ekki á óvart ef snyrtistofur verða farnar að bjóða upp á þetta innan nokkura ára. En eins fallegt og mér þykir að sjá konu sem hefur látið hjálpa sér aðeins þá er jafn hræðilegt að sjá konu sem hefur látið gera of mikið af því.“ Hvað má og hvað má ekki þegar fimmtugsaldurinn nálgast? „Ég fer ekki lengur í ljós og reyni frekar að setja á mig brúnkukrem. Svo má alveg setja tappann í flöskuna í einn mánuð – taka meistaramánuð. Það gerir ótrúlega mikið fyrir útlitið. Ég viðurkenni þó að ég man ekki hvenær ég tók síðast meistaramánuð. En hann kemur vonandi fljótlega.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Ég var með allt sem tengdist útliti og tísku á heilanum hér áður fyrr en nú hef ég bara gaman af þessu. Þetta skiptir mig ekki lengur svona miklu máli. Það er alveg hægt að koma mér í búðina í jogginggalla og með úfið hár en það hefði aldrei verið hægt hér áður fyrr. Ég er orðinn afslappaðri í eigin skinni en hef lofað sjálfum mér að losna við nokkur kíló. Að borða hollt skiptir mig meira máli en að hreyfa mig en að sjálfsögðu líður mér mun betur þegar ég hreyfi mig. En kannski er þetta bara allt saman óskhyggja því ég er algjör skyndbitafíkill.“ Hvaða snyrtivörur eru í uppá­ haldi? „Bronzing­gelið frá Kanebo er í uppá­ haldi. Það er alveg ótrúlegt hvað það getur reddað manni. Snyrtivörur eru ekkert síður fyrir karlmenn! Að mínu mati mættu fleiri karlmenn jafna húðlitinn og bera á sig brúnkukrem. Það myndi nú ekki drepa þá. Svo er ég Redken­karl þegar kemur að hárinu.“ Nafn: Petrína Sæunn Úlfarsdóttir Starf: Hagfræðingur Aldur: 54 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Finn engan mun á forminu – það er fantagott.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Daglegar sundferðir, hóflegt mataræði og mikið knús frá ástinni minni.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Það er allt í lagi með fegrunarað­ gerðir ef það er eitthvert smotterí en svona allsherjarstrekkingar bæta nú yfirleitt ekki útlitið.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugsaldurinn? „Í stríði og ástum er allt leyfilegt og þá skiptir aldurinn ekki máli.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Miklu ánægðari.“ Eyðirðu miklu í snyrtivörur? „Nei, það er helst að það renni á mig æði í útlöndum. Uppáhaldsmerkin eru EGF og Nivea.“ Nafn: Unnur Steinsson Starf: Vörustjóri Aldur: 49 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Fyrir 5 árum var ég 44 ára og ólétt þannig að svarið er í báðum tilfellum já, ég var allavega í nógu góðu formi þá til að ganga með barn og í dag nota ég sömu stærðir og ég notaði áður en ég varð ófrísk þannig að ég tel mig því vera í ágætis formi og hver veit nema það fari batnandi.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég stunda reglulega líkamsrækt, reyni að fara allavega þrisvar í viku í World Class. Svo stunda ég hestasportið á fullu og það er í senn líkams­ og heilsurækt. Ég fer stundum í sund en þó ekki til að synda heldur til að leika við yngsta barnið mitt.“ Býrðu yfir einhverju leyndarmáli þegar kemur að útliti? „Nei, ég á engin leyndarmál þegar kemur að útliti. Ég held að útlit sé fyrst og fremst erfðatengt og maður eigi að huga vel að heilsunni og því sé rétt mataræði og hreyfing stór partur af því að líta vel út.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Ég hef séð konur sem hafa látið sprauta einhvers konar fyllingum í andlitið á sér eða látið strekkja á sér húðina til að öldrun sjáist minna en þegar frá líður verður þetta alltaf meira áberandi og jafnvel meira lýti en það var fyrir skurðaðgerð. Ég væri allavega ekki til í að láta krukka svona í andlitinu á mér. Hins vegar ef um er að ræða augnloka­ poka, óæskilega fæðingabletti eða jafnvel æðahnúta þá eiga slíkar skurðaðgerðir vissulega rétt á sér. Ég er afskaplega stolt af mínum bros­ hrukkum enda verið hátt í 49 ár að safna þeim.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugt? „Ég held að það sé fátt sem ekki má eftir fimmtugt, hver og einn verður nú finna sinn takt í því. Ég hef allavega ekki litið svo á að maður breytist eitthvað mikið eftir fertugt, aldur er bara kennitala og því ætti maður að gera það sem maður getur svo lengi sem maður hefur heilsu og getu til.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Ég var nú nokkuð ánægð með útlit mitt þegar ég var tvítug enda notaði ég það óspart sem vinnutæki. Ég held ég hafi nú bara elst ágætlega, allavega græt ég ekkert æskuljóm­ ann í dag og er bara nokkuð sátt við mig.“ Eyðirðu miklu í snyrtivörur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.