Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2012, Qupperneq 21
Lífsstíll 21Mánudagur 16. apríl 2012 Fallegri með hverju árinu „Nei, en ég er svo heppin að í starfinu hef ég fengið tækifæri á að prófa það besta úr öllum þeim snyrtivörum sem eru á markaðnum. Ég nota alltaf góð krem því það er eitthvað sem maður má ekki svíkja húðina um – húðin er okkar stærsta líffæri og þarf meiri raka eftir því sem maður eldist. þetta á bæði við um andlitið og líkamann. Á veturna nota ég léttan farða sem fellur vel inn í húðina en þekur ekki en á sumrin nota ég aðeins dagkrem með vörn. Svo er lykilatriði að eiga góðan maskara, flottan varalit og kannski góðan kinnalit líka. Nafn: Sigríður Arnardóttir Starf: Fjölmiðlakona Aldur: 47 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Ég er í mun betra andlegu formi en verra líkamlegu formi. Ástæðan er sú að ég er orðin svo mikill lestrarhestur að ég tek það fram yfir að lesa bók en að hlaupa. Þó má geta þess að ég er jafn liðug og þegar ég var unglingur, stend á höndum, fer í brú og splitt og ýmislegt fleira og hef gaman af.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég held mér í formi með því að ganga mikið. Ég stunda markvissar þakklætisgöngur sem ég segi frá í nýju bókinni Laðaðu til þín það góða. Og svo er ég í leikfimi hjá vinkonu minni Önnu Borg í Heilsuborg. Það er gott bæði fyrir líkama og sál. Við förum saman með hópa í Heilsu­ borgarferðir til Spánar og þar getur maður borðað hollan mat, hreyft sig og hvílt sig í viku. Það er algjör draumur og næsta ferð verður 23. maí.“ Áttu eitthvert leyndarmál þegar kemur að unglegu útliti? „Gott útlit held ég að fari eftir erfðum og lífsstíl. Besta fegrunar­ ráðið mitt er að ganga út í fiskbúð nokkrum sinnum í viku. Þar slær maður tvær flugur í einu höggi: hreyfir sig og borðar hollt. Svo hef ég mikla trú á vatni og „loftböðum“. Það er að fara í sund, í útiklefa og útisturtu og drekka mikið vatn.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Ég hef enga sérstaka skoðun á skurðaðgerðum í fegrunarskyni. Hver og einn vegur og metur fyrir sig. En þó held ég að ef maður er öruggur með sig og sinnir sér andlega og fæst við gefandi og göfug verkefni þá sé maður ekki eins upptekin af ytra útliti.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugt? „Maður á bara að vera maður sjálfur og hafa sinn stíl hvort sem maður er tvítugur, fertugur eða áttræður. En ég tel þó að svarti „ekkjubúningur­ inn“ sem íslenskar konur velja sér gjarnan geri ekki mikið fyrir okkur norrænu konurnar. Svartur alklæðn­ aður gerir drættina skarpari og gerir konur stundum þreytulegri en ef þær skarta fallegum litum, skella á sig björtum varalit og þora að sjást.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Það er bara dagamunur á mér nú og þegar ég var tvítug hvort ég er ánægð með útlitið. Ef ég er ósátt með mig hef ég ýmis ráð til að hressa mig við. Enda hef ég skrifað töluvert um það í nýju bókinni minni.“ Eyðirðu miklu í snyrtivörur? „Nei en ég leyfi mér af og til dekur á snyrtistofu. Ég hef bara engan sérstakan áhuga á snyrtivörum. En Dr. Hauscka vörurnar eru fínar því þær eru umhverfisvænar og á góðu verði.“ Nafn: Guðrún Gunnarsdóttir Starf: Söngkona Aldur: 49 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Ég er ekki í betra formi nú en fyrir 5 árum, er einmitt á leiðinni að fara að gera skurk í því. Fyrsta mál á dagskrá er að labba í vinnuna, og fá mér minni matardisk, sneiða hjá súkku­ laðinu o.s.frv. Engar öfgar samt.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég geng hratt um ganga Ríkisút­ varpsins, geng hratt út í bíl og geng rösklega um matvörubúðirnar. Svo gengur maður rösklega í húsverkin þegar maður er í stuði, setur góða músík í tækið og svona. Þetta hjálpar allt.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Mér finnst sorglegt þegar fólk fer í fegrunaraðgerðir. Sjálfstraust fæst ekki í fegrunaraðgerðum. Það kemur með breyttu hugarfari og þroska. Ég verð sorgmædd þegar ungar fallegar stúlkur eru óánægðar með sig, það er sóun á lífsgæðum. Ég þekki konur á mínum aldri sem líta mjög vel út en hafa verið óánægðar með sig frá því ég kynntist þeim á unglingsaldri. Þær eru alltaf ósáttar við eitthvað, alltaf einhver fimm kíló sem þær eru að berjast við. Þvílík orka sem fer í að rífa sig niður á þennan hátt áratugum saman.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugsaldurinn? „Allt má eftir fertugt. Mér finnst lífið alltaf skemmtilegra og skemmti­ legra með hverju árinu. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og nýtur lífsins meir og meir.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Já, ég er mun ánægðari með mig nú en þegar ég var tvítug. Ég met sjálfa mig á annan hátt. Kynþokki felst ekki í kílóum og fegurð fer ekki eftir aldri. Ég reyni að vera glöð og njóta þess að vera á lífi, vera með fólkinu mínu, sinna vinum mínum, vera jákvæð, taka sjálfa mig ekki of hátíðlega. Þetta tekst auðvitað ekki nógu oft, en á meðan ég reyni og legg mig fram er maður að batna.“ Notarðu mikið af snyrtivörum? „Kanebo er mitt uppáhaldsmerki, en ég nota alls ekki mikið af snyrtivörum, mætti örugglega nota meira!“ Áttu eitthvert leyndarmál þegar kemur að útlitinu? „Ég er ennþá bara svo hissa yfir að hafa verið beðin um að vera í umfjöllun um æskuljóma að mér dettur ekkert í hug sem gæti flokkast undir leyndarmál. Kannski hefur sá eiginleiki minn, að ég er oft soldið hissa, viðhaldið einhvers konar æskuljóma.“ Nafn: Gunnlaugur Briem Starf: Trommari Aldur: 50 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Svipuðu formi. Sennilega betra á margan hátt, þar sem mataræði hefur breyst mikið síðastliðin ár.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Geri talsvert kraftjóga 20–25 mínútur á dag, svo slökunarteygjur á kvöldin þegar ég get. Hleyp, syndi, geng og er meðvitaður um djúpa öndun sem hefur afeitrandi áhrif. Tek ræktina líka inni á milli.“ Áttu eitthvert leyndarmál þegar kemur að unglegu útliti? „Já, ég bý yfir leyndarmálum sem verða leyndarmál enn um sinn. Kemur kannski í bókinni. Núna fimm orð: Öndun, vatn, jóga, gæðasvefn, hollt mataræði. Ef menn vilja stunda hugleiðslu inni á milli er það líka snilld. Minni Facebook, meiri svefn, eða vera með fólkinu sínu. Svo eins og maðurinn sagði: „Move more, eat less“ (Dean P.)“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Hef ekki sérstakan áhuga á því nema ef fólk er afmyndað á einhvern hátt er sjálfsagt að skoða það. Mér finnst þekktir einstaklingar hafa farið frekar flatt á þessu aðgerða­ veseni. Sjáðu mömmu hans Stallone!“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugt? „Áfengi í hófi. Tóbak ÚT. Stress ÚT.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Það koma dagar þar sem maður lítur út eins og Quasimodo og svo aðrir dagar þar sem maður er eins og Bowie á yngri árum. Má ekki panikkera samt. Venjulega ef maður sefur nóg og vel þá hverfa þessi þreytumerki á manni. Ef menn og konur fara eftir því sem ég sagði hér áðan, þá sést það á útlitinu fyrst.“ Eyðirðu miklu í snyrtivörur? Og áttu þér uppáhaldsmerki? „Nota bara rakakrem framan í mig, helst á hverjum degi og þá eitthvað organik. Hef ekkert vit á merkjum nema í trommum.“ Nafn: Sólveig Eiríksdóttir Starf: Hráfæðikokkur Aldur: 51 árs Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Ætli ég sé bara ekki í svipuðu formi.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég fer í ræktina tvisvar í viku, fer í göngutúra í Laugardalnum eins oft og ég get, drekk mikið af grænum djúsum og sjeikum og er á léttu en næringarríku mataræði. Ég stend líka á haus á hverjum degi og síðast en ekki síst þá hugleiði ég daglega.“ Býrðu yfir einhverju leyndarmáli þegar kemur að útliti? „Að bursta húðina daglega (allan líkamann) og nota kókosolíu bæði á andlit og líkama. Ég nota aldrei meik og bara lífrænar snyrtivörur.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Ég kýs að leyfa lífinu að elda mig – aðrir þurfa að velja fyrir sig.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugt? „Allt sem klingir tærum tóni í inn­ sæinu má.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Já, því tíminn hefur kennt manni að hin raunverulega fegurð kemur innan frá og það eru engin krem sem bjarga manni. Sáttin við sjálfan sig er stærsti sigurinn og stærsta fegurðarleyndarmálið.“ Notarðu mikið af snyrtivörum? „Ég kaupi RAWsome varalit, sem er úr kakósmjöri og með lífrænum litar­/ ilmefnum, maskara frá Dr. Hauska og restina frá Sóley organics sem er algjörlega uppáhalds hjá mér.“ Nafn: Sigríður Klingenberg Starf: Spákona Aldur: 52 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Miklu betra formi. Bæði andlega og líkamlega.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég borða ótæpilega af andoxunar­ efninu Metasys sem er kjarninn af grænu tei. Ég er þessi lata týpa sem reynir að finna auðveldustu leiðina og þetta var hún. Svo tek ég lífinu ekki svo alvarlega því maður kemst ekki lifandi frá því.“ Býrðu yfir einhverju leyndarmáli þegar kemur að útliti? „Ég hef alltaf notað Nivea­krem og ég hef má segja aldrei farið í ljós. Ég myndi ekki nenna því. Þegar ég var 17 ára í útlöndum setti ég handklæði fyrir andlit mitt er ég var í sólbaði. Ég er frekar óholl týpa hvað mataræði snertir en borða allt með glöðu geði. Þegar ég fæ mér súkkulaði segi ég; súkkulaði er svo grennandi, og það hefur áhrif! Ekki vera að burðast með móral yfir öllu.“ Hvað finnst þér um skurðaðgerðir í fegrunarskyni? „Sumir þurfa að láta fjarlægja poka yfir augum en sjálf myndi ég reyna allar aðrar aðferðir fyrst. Ég er ekki á móti þessu fyrir þá sem þora.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Ég er ánægðari með degi hverjum og elska að vera á þessum aldri. Ég vel vini sem gefa frá sér jákvæðan og góðan kraft, það hefur góð áhrif á útlitið. Ef þú hefur áhyggjur af aldrinum hefur aldurinn áhyggjur af þér.“ Nafn: Anna Gulla Rúnarsdóttir Starf: Fatahönnuður Aldur: 55 ára Ertu í betra formi núna en fyrir 5 árum? „Nei, ég var í betra formi fyrir 5 árum. Það er eitthvað sem ég hef áhuga á að bæta úr.“ Hvernig heldurðu þér í formi? „Ég reyni að hreyfa mig eftir föngum. Hjólhesturinn er vinsæll þessa dagana. Garðverkin eru heilsubót fyrir líkama og sál.“ Býrðu yfir einhverju leyndar- máli þegar kemur að útliti? „Þetta er ekkert leyndarmál, einhver blanda af upplagi og lífsstíl. Ég reyni að gæta hófsemi í lifnaðarháttum. Jákvæðni og húmor gera líka kraftaverk.“ Hvað finnst þér um skurðað- gerðir í fegrunarskyni? „Ég aðhyllist ekki óþörf inngrip í líkama fólks. Lýtalækningar eru fínar til að bæta lífsgæði fólks með lýti vegna vansköpunar, sjúkdóma eða slysa.“ Hvað má og hvað má ekki eftir fertugsaldurinn? „Það sama og fyrir hann. Það verða engin skörp skil um fertugsaldurinn nema maður vilji að svo sé. Sumir nota tímamót til að breyta til. Það er líka í fínu lagi.“ Ertu ánægðari með útlit þitt í dag en þegar þú varst um tvítugt? „Nei, ekki beinlínis. En ekkert mikið óánægðari heldur. Ég gengst ekkert yfirgengilega upp í eigin útliti. Ég lít svo á að ef maður nýtur heilsu sé það þakkarvert, alls ekki sjálfsagt.“ Eyðirðu miklu í snyrtivörur? Uppáhaldsmerki? „Nei, ekki mjög. Uppáhaldsmerk­ ið mitt er Maybelline og sérstak­ lega maskararnir og hyljararnir. Líka L‘Oreal, Youthcode­línan.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.