Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2012, Blaðsíða 15
Erlent 15Miðvikudagur 30. maí 2012
Þ
rjátíu vinnupalla og um þrjá
tíu verkamenn og sjúkraliða
þurfti til að koma hinni 19
ára gömlu Georgiu Davis á
spítala í heimalandi sínu,
Wales. Hún hafði vegna offitu verið
föst á heimili sínu í hálft ár þegar ljóst
varð að líf hennar væri í hættu. Það
tók hópinn nærri átta tíma að koma
Georgiu, sem vegur um 400 kíló, inn
í sjúkrabíl en hópurinn þurfti meðal
annars að brjóta stórt op á útvegg og
byggja brú frá húsinu til bráðabirgða.
Ekki þótti vinnandi vegur að reyna að
koma henni niður á jarðhæð og út úr
húsinu með hefðbundnum leiðum.
Dregið fyrir
Settur var upp byggingarkrani ef á
þyrfti að halda en hann var þó ekki
notaður þegar á hólminn var komið.
Breski vefmiðillinn Daily Mail greinir
frá þessu en þar segir frá því að flutn
ingurinn hafi farið fram fyrir lukt
um dyrum; tjöld voru sett upp til að
virða friðhelgi einkalífs stúlkunnar.
„Þetta er ekki „freak show“ sagði lög
regluþjónn við fjölmiðla en talið er
að kostnaðurinn hafi hlaupið á mörg
hundruð þúsund krónum.
Fékk lungnabólgu
Georgia er nú undir ströngu eftir
liti lækna en hún þjáist af sykursýki,
nýrnasjúkdómum, bakeymslum og
skertri lungnastarfsemi. Talið er að
lungnabólga hafi valdið því að ákveð
ið var að flytja hana á sjúkrahús. „Hún
sagði dóttur minni að hún væri með
sýkingu auk þess sem hún væri með
bakverki,“ segir nágrannakona fjöl
skyldunnar en dóttir hennar er vin
kona Georgiu. „Hún bar sig samt vel,“
segir hún og bætir við að Georgia sé
sérlega vingjarnleg stúlka.
Fjölmargir vinir Georgiu á Face
book hafa sent henni baráttukveðjur.
Klukkutíma á klósettið
Líkamsþyngdarstuðull (BMI) stúlk
unnar er 142,3 en fólk sem er með
hærri stuðul en 30 er sagt glíma við
offitu. Fjölskylduvinur sagði við fjöl
miðla að hann vonaðist til að hægt
væri að hjálpa stúlkunni. „Það sem
fólk sér er ung kona sem misst hef
ur stjórn á þyngdinni vegna ofáts. En
undir niðri er mjög sæt og indæl lítil
stúlka.“
Hann bætti við að svo virtist sem
Georgia refsaði sjálfri sér, einhverra
hluta vegna, með því að borða á sig
gat. Til stendur að hún fái yfirgrips
mikla aðstoð, bæði andlega aðstoð og
ráðgjafa sem hjálpa henni að leggja af.
Georgia liggur í rúminu allan
daginn, enda getur hún ekki annað.
Eina hreyfingin sem hún fær er þegar
hún þarf á klósettið. Hún hefur sjálf
sagt að ein slík ferð geti tekið allt að
klukkutíma – en til að komast á sal
ernið þarf hún að fara um einn gang.
Missti 100 kíló en þyngdist
aftur
Þess má geta að ekki er langt síðan
Georgia reyndi að ná tökum á þyngd
inni með því að stunda stífar æfingar
á líkamsræktarstöð, í bænum Aber
dare. Það gekk þó ekki lengi þar sem
hún réð illa við að ganga frá heimili
sínu og til baka, um þriggja kílómetra
leið. Hún deildi því með vinum sín
um á Facebook að hún væri á réttri
leið. „En ég neita að trúa því að frá
húsinu mínu að Monk Street sé bara
ein míla,“ skrifaði hún. Á sama tíma
fylgdi hún stífum leiðbeiningum um
mataræði en gafst upp vegna þess
hve skammtarnir voru litlir. „Þetta
mataræði hæfir mér ekki, en ég próf
aði allavega,“ sagði hún vinum sínum
en árið 2008 var hún þyngsti ungling
urinn á Bretlandseyjum. Þá vó hún
tæplega 210 kíló.
Í kjölfarið var hún send til
Bandaríkjanna þar sem hún fór í
búðir fyrir fólk sem glímir við alvar
lega offitu. Þar léttist hún um nær
helming.
Ógæfan tók aftur við þegar hún
kom heim til Wales. Hún bætti hratt
á sig 100 kílóum á nýjan leik og hélt
áfram að fitna. „Mamma sagðist
ekki hafa tíma til að elda hollan mat,
svo oft fékk ég djúpsteiktan fisk og
franskar,“ er haft eftir Georgiu.
Reynir að hugsa ekki of mikið
um þetta
Móðir Georgiu er Lesley Davis, sem
sjálf er 114 kíló að þyngd. Eins og
sjá má á myndunum hefur Georgia
alltaf verið of þung. Móðirin segist
áfellast sjálfa sig vegna þess hvern
ig fyrir dóttur hennar er komið. „Að
sjálfsögðu er þetta að hluta mér að
kenna. Hún getur ekki gengið stuttan
spöl nema mæðast. Auðvitað hef ég
miklar áhyggjur,“ segir hún við fjöl
miðla.
Læknar hafa sagt við stúlk
una að hún muni tæpast ná tví
tugu ef hún snúi ekki við blaðinu.
Þeir gefa henni með öðrum orðum
ekki langan tíma nema hún breyti
um lífsstíl. Sjálf hefur hún sagt að
hún hafi ekki þrótt til að takast á
við vandamálið. „Ég reyni að hugsa
ekki of mikið um það. Þá verð ég
áhyggjufull og fer að borða enn
meira. En ég veit að þetta er orðið
alvarlegt. Ég er líklega á góðri leið
með að borða mig í hel en ég ræð
bara ekki við þetta.“
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
19 ára og 400 kíló
„Mamma sagðist
ekki hafa tíma til
að elda hollan mat, svo
oft fékk ég djúpsteiktan
fisk og franskar.
n 30 manns þurfti til að koma Georgiu Davis á spítala n Var fangi á eigin heimili
Var 100 kíló 2008 Georgia Davis mun ekki ná að verða tvítug nema hún breyti um lífsstíl,
að mati lækna.
Fjölmennt Þrjátíu manns unnu í heilan dag að því að koma stúlkunni út í sjúkrabíl.
Brú Brjóta þurfti gat á útvegg og byggja þurfti þessa brú frá húsinu og út í sjúkrabíl.
Feit sem barn Stúlkan hefur alla tíð glímt við offitu.